Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. okt. 1961 Innilegar þaKkir færi ég öllum vinum og vanda- mönnum nær og fjær, sem heiðruðu mig á 70 ára af- mæli mínu 18. okt. með heimsóknum, gjöfum og skeyt- um. — Bið ég guð að blessa ykkur öll. María Eyjólfsdóttir, Bankastræti 14 Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vináttu á sjötugsafmæli mínu með heimsóknum, gjöf- um, blómum og heillaskeytum. Maríus Ólafsson Sonur minn og faðir okkar, PÉTUR KRISTINSSON andaðist að heimili sínu Fjölnisvegi 9, 27. okt. — Jarðar- förin fer fram laugardaginn 4. nóv. kl. 11. Kristiníi Á. Jónsson, Hólmfríður Pétursdóttir, Andrés Pétursson. Eiginmaður minn, KRISTIAN PJAATEN andaðist í Osló 19. þessa mánaðar. Guðríður E. Pjaaten Faðir okkar, ÞORKELL ÞORSTEINSSON, Barmahlíð 51, lézt á Bæjarspítalanum aðfararnótt sunnudags 29. okt. Synir hins látna Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar ÓLI G. HALLDÓRSSON kaupmaður andaðist í Landspítalanum sl. sunnudag. Valgerður G. Guðnadóttir og börnin Maðurinn minn JÓN GESTSSON rafveitustjóri á ísafirði lézt af slysförum hinn 29. þ.m. — Jarðarförin verður ákveðin síðar. Margrét Jónsson Móðir mín RAGNHEIÐUR JÓNASDÓTTIR Borgarnesi sem andaðist þann 26. þ.m. verður jarðsungin frá Borg- arneskirkju, föstudaginn 3. nóv. kl. 2 e.h. Pétur Júlíusson Jarðarför mannsins míns og föður okkar, MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR skipasmiðs Laugaveg 86, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 1. nóv. kl. 1,30. Oddný Erlendsdóttir og börn Hjartans þakldr fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður, tengdamóður og ömmu okkar, HALLDÓRU ÓLAFSDÓTTUR á Akranesi fyrir blóm, kransa og minningargjafir, einnig kærar- vinarkveðjur, líka alúðar þakkir til Sigríðar og Þorbjarg- ar, forstöðukvenna á Elliheimili Akraness fyrir þeirra umhyggju og gæði við hana þann tíma, sem hún dvaldi þar. Við þökkum herra Pétri Ottesen fyrir mjög hlý og vinsamleg minningarorð, sem birtust í Morgunblaðinu. Við viljum einnig þakka öllum skyldum og vanda- lausum, sem heimsóttu hana og glöddu á ýmsan hátt, hin síðari ár æfi hennar. Síðast enn ekki síst viljum við láta í Ijós okkar innilegasta hjartans þakklæti til Jóns Bjarnasonar og hans ágætu konu, frú Þórunnar, fyrir alla þeirra tryggð og vináttu i mörg undanfarin ár við móður okkar, og nú fyrir alla þeirra höfðinglegu frammi stöðu og virðulegu stjórn við andlát og útför hinnar látnu. Við biðjum Guð að launa þeim öllum af ríkidómi sinnar náðar. Margaret og Guðmundur P. Johnson, Dora og Russell og fjölskylda. KVIKMYNDIR + KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVfiKMYNDIR „ /.'V'7 KVIKMYNDIR * Gamla bíó: ÉG ÁKÆRI! ÞESSI áhrifamikla enska kvik- mynd fjallar um Dreyfus-málið í Frakklandi, sem hófst fyrir herréttinum franska árið 1894 og lauk ekki til fulls fyrr en tíu árum síðar. Vakti mál þetta heimsathygli og mikla ólgu manna á meðal, enda var »hér um að ræða eitt óhugnanlegasta dómsmorð, sem sögur fara af og sem varð óafmáanlegur blettur á franska hernum og hemaðar- yfirvöldum. Alfred - Dreyfus, höfuðsmaður í her Frakka, og starfsmaður í herráðinu var ákærður fyrir að hafa látið erlendu ríki í té frönsk hernaðarleyndarmál, og enda þótt hann neitaði jafnan eindregið sekt sinni, var hann í desember 1894 dæmdur af her- rétti fyrir landráð til ævilangr- ar fangelsisvistar á hinni ill- ræmdu sakamannaeyju. Djöfla- eyjunni, og var jafnframt niður- lægður opinberlega er hann var sviptur stöðu sinni innan hers- ins. Kona hans, ættingjar og vinir gerðu allt til þess að finna hinn raunverulega seka mann. í júlí 1895 komst Picqu- art ofursti að því, að Esterhazy majór var sökudólgurinn, en hermálaráðherrann og herráðið neitaði að taka málið upp aftur. Síðar sannaðist að veigamikil skjöl, sem dómurinn var byggð- ur á, vom fölsuð og bárust böndin að Esterhazy og vini hans, Henry ofursta, sem framdi skrifar um kvikmyndir * KVIKMYNDIH sjálfsmorð er^ þetta vitnaðist. Esterhazy var þó sýknaður eftir mjög hneykslanlega málsmeð- ferð. En nú kom hinn frægi rithöfundur, Emil Zola, til sög- unnar. Hann skrifaði vægðar- lausa grein undir titlinum: J’ accuse (Eg ákæri), þar sem hann ræðst harkalega á Ester- hazy og stuðningsmenn hans. — Birtist greinin í blaði Clemen- ceau’s, síðar forsætisráðherra Frakka, en Zola hlaut dóm fyr- ir greinina. Picquart, sem einnig hafði talað máli Dreyfusar, var vísað úr hernum. Allt þetta varð þó til þess að málið var tekið upp aftur, en Dreyfus var aftur dæmdur af herrétti í september 1899 'með 5 atkvæðum gegn 2. En ríkisstjómin bauð nú Dreyf- us náðun og þar sem hann vegna 5 ára dvalar á Djöfla- eyjunni við, hinar svívirðileg- ustu meðferð, var orðinnsjúkur og þreklítill, tók hann náðun- inni, en nauðugur þó. Eftir þetta vann hann sleitulaust að því að safna sönnunargögnum fyrir sakleysi sínu og eftir 4 ár var málið enn tekið Upp til nýrrar meðferðar og í júlí 1904 var dómur í því kveðinn upp og Dreyfus algerlega sýknaður af öllum ákærunum. Hann fékk aftur uppreisn og virðingarstöðu sína í hernum, var. gerður að majór og sæmdur riddarakrossi heiðursfylkingarinnar. Fór þetta fram við hátíðlega viðhöfn í allra augsýn. Þannig lauk þessu óhugnanlega máli eftir 10 ára óumræðilegar líkamlegar og and legar þjáningar hins saklausa manns. Dreyfus dó 1935. Mynd þessi er stórbrotin og geysiáhrifamikil, enda frábær- lega vel gerð undir stjórn Jose Ferrer, sem einnig fer með hlut verk Dreyfusar af mikilli snilld. Margir aðrir mikilhæfir leikar- ar fara þarna með hlutverk, svo sem Viveca Lindfors, sem leik- ur hina heillandi konu, Dreyf- usar, Anton Walbrook, er leikur Esterhazy majór, Leo Genn er leikur Picquart og Emlyn Willi- ams er fer með hlutverk Zola (er þó ekki eins góð týpa í því hlutverki og Paul Muni í ann- ari Dreyfus-mynd, sem hér var sýnd fyrir mörgum árum), svo að nokkrir séu nefndir. Austurbæjarbíó: TUNGLSKIN í FENEYJUM Þ Ý Z K kvikmyndarómantík seinni ára er oftast væmin og leiðinleg, en í þessari söngva- og gamanmynd gætir hennar lítið sem ekkert. Myndin er því allskemmtileg, full af glettni og fjöri og góðum söng. ASalefni myndarinnar, sem gerist í Fen- eyjum, er það að tveir gisti- húsaeigendur, vinirnir Kiifner, sem er auðugur maður og á gistihús í Feneyjum og Gústafs- son, sem er gistihússeigandi i Kaupmannahöfn, hafa ákveðið að sameina auð beggja ættanna með því að Robert sonurKúfn- ers kvænist Nínu dóttur Gúst- afsson. En þetta fer allt á ann- an veg. Friðrik, ungur söngvari frá Danmörku og söngkonan Susanna Peters, sem er bæði fríð og gædd góðri söngrödd, grípa þarna óþægilega inn í rás viðburðanna. Nína elskar sem sé Friðrik og Róbert er yfir sig ástfanginn af Súsönnu. Framh. á bls. 17. VETTVANGUR Framhald af bls. 13. henni á brýn, að hún væri að níða af þeim skóinn og ómerkja framlag þeirra til íslenzkra skáld- Þarf að vorkenna Kristmanni? Hann hefur hlotið bæði lof og last fyrir skáldverk sín, eins og aðrir rithöfundar, og við því er ekkert að segja. Það er ekki hægt að banna fólki að segja löst á skáld- um Og skáldskap, Og það missir jafnan marks, þegar reynt er að búa ranglega til píslarvott úr höfundi, þótt fallið hafi misjöfn orð í garð hans frá einhverjum samtíðarmönnum. □ Viðleitni Gunnars Dals til að sýna, hvílíkum bolabrögðum Is- lendingar hafi beitt Kristmann Guðmundsson, sver sig í ætt við skr:f hans um menningarmál í blöð á undanförnum árum. Sleppt er öhu, sem mælt gæti á móti staðha&fingu greinarhöfundar, en tekin eitt eða tvö einstök dæmi, sem styðja hana. Þetta vitnar ekki um miklar mætur á sann- leikanum og er naumast samboð- ið rnr.nm, sem hefur tekið sér fyrir hendur, í stuttum heim- spekiritum, að fræða þjóðina um þekkingarviðleitni jarðarbúa á liðnum öldum, eftir því sem dag- blöðin herma. Mig langar að minna á nokkr- ar staðreyndir, sem stangast á við þá skoðun Gunnars Dals, að íslenzka þjóðin hafi ekki sýnt Kristmanni Guðmundssyni þá sæmd og það traust, sem hægt er að ætlast til af henni. 1) Krist- mann hefur um áraraðir hlotið þau listamannalaun, sem aðeins eru veitt mönnum, sem taldir eru snillingar á landi hér. A þessu ari voru honúm veitt heiðurs- laun af fé því, sem íslenzka rík- ið ætlar listamönnum sínum. 2) Kristmann hefur um fjöldamörg ár verið aðal- eða annar aðal- bókmenntagagnrýnandi stærsta og víðlesnasta dagblaðs í landinu. 3) Kristmann hefur, einn rithöf- unda, verið til þess skipaður af æðstu ráðamönnum íslenzkra menntamála að ferðast árlega milli skóla á íslandi ög flytja þar fyrirlestra um bókmenntir þjóðarinnar og lesa upp úr verk- um íslenzkra skálda. 4) Krist- manni var falið af Menntamála- ráði Islands að rita heimsbók- rnenntasögu í tveimur bindum og er honum óneitanlega sýnt mikið traust með þeirri ráðstöf- un. 5) Kristmann var þegar kjör- inn af Almenna bókafélaginu, þegar það var stofnað, til að sitja í bókmenntaráði þess við hlið nokkurra af helztu bók- menntamönnum landsins. Öll þessi fimm atriði sanna, að þeir, sem hér á landi ráða mál- um, kunna til fulls að meta hæfi- leika og getu Kristmanns Guð- mundssonar, Og því er engin ástæða til að kvarta yfir því 1 afmælisgrein um hann sextugan, að íslenzka þjóðin hafi sett hann hjá Og vanmetið þann snilling, hvers „frægð kemur að utan“. Það má vel vera, að bók- menntagagnrýni Kristmanns í Morgunblaðinu sé merkileg og fræðsla hans í íslenzkum skólum sé einnig merkileg og heimsbók- menntasagan sömuleiðis, en þó hygg ég, að hann hefði ekki orð- ið iyrir sumum þeim hnútum, sem að honum hafa flogið hin seinni ár, ef þessu þrennu væri ekki til að dreifa. Og veit ég þá ekki, við hvern er að sakast nema afmælisbarnið sjálft. □ Eg fæ ekki séð, hvaða tilgangi ritdómaívitnanir Gunnars Dals þjóna öðrum en þeim að sýna, hvað Islendingar fari villir vegar í mati sínu á Kristmanni. Skilst manni miili línanna, að Krist- mann hafi aldrei notið sannmæl- is, síðan hann fluttist heim til Isiands. Ivitnanir heimspekings- ins eru að vísu bæði of fáar og gloppóttar til þess, að af þeim verði nokkuð ráðið um álit manna erlendis — almennt — á skáld- skap Kristmanns; vafalaust hef- ur hann fengið þar bæði góða dóma og miður góða, eins og vanaiegt er um skáld. Hinum nei- kvæðu ritdómum sleppir Gunnar — eða þá að þeim hefur ekki verið haldið saman af skáldinu sjálfu, því þaðan hlýtur þessi vitneskja um viðtökurnar, sem verk hans fengu erlendis, að vera runnin. Eða voru einhverj- ir Islendingar eftir allt svo góð- viljaðir skáldinu að halda saman jákvæðum, erlendum umsögn- um um verk hans, jafnóðum og þau voru tekin til meðferðar í heimsblöðunum? Hvað sem þessu líður, þá er vissa fyrir því, að Islendingar eru ekki einir um að gagnrýna skáldskap Kristmanns Guð- mundssonar og segja á honum kost Og löst. I norskri bókmennta- sögu frá 1934 eru verk hans tek- ?n til stuttrar meðferðar, og þar sem ég tel, að sá dómur sé nokkurn veginn samhljóða þeim, sem feiidur hefur verið hér á landi af mönnum, sem taldir eru vinna gegn Kristmanni Guð- mundssyni, þá tek ég upp kjarna hans. Bókmenntasaga þessi er til á Háskólabókasafni, og stalst ég stundum til að glugga í hana, þegar mér hefði verið nær að lesa námsbækurnar. Verkið heit- ir: Illustrert norsk litteratur historie; er eftir Kristian Elster og kom Ut í Osló 1934, 2. útg. (þ. e. fjórum árum áður en Krist- mann flyzt til Islands) hjá Gyldendal norsk forlag. Elster kemst svo að orði: „Han (þ. e. K. G.) er et typisk forfattertalent, en ekte romanforfatter, ikki sær- lig original í valg av stoff eller i syn pá mennesker og liv, og idéer í dypere betydning eier han ikke. Hann er beretter. Han ser livet sOm romanstoff, han tenker og föler í romaner, menneskene stár for hans blikk son personer i romaner, begivenhetene ordner sig til handling, alt er tilrette- lagt med et stort publikum for öje, ikke som spekulasjon, men fordi det er arten av hans talent. Han eier dessuten stemning, og det er en fölsom rytme i beretningen, og han kan i höi grad levendegjöre en situasjon og menneskene i den. Og han kan ogsá fremstille en karakter og konflikter mellem mennesker, særlig i de unge ár. Men det er ingen dybde i ham, ingen hemmeligheter, ingen overrask- elser. Han er særdeles under- holdende og han kan skrive avsnitt som griper sterkt. Men man husker ham ikke lenge.“ Gunnar Dal hefði sennilegá kallað það óviðurkvæmilega árás á Kristmann Guðmundsson, hefði einhverjum Islendingi dottið i hug að segja, að það væri „engin dýpt“ í skáldskap hans og það hyrfi fljótt úr huganum, sem maður læsi eftir hann, eins og fullyrt er í hinni norsku bók- menntasögu. Alla vega sýnir þessi stutti kafli, að það eru hreinar staðieysur að halda því fram, að Islendingar Eafi kappkostað að níða hina raunverulegu skáld- frægð af Kristmanni, því þeir, sem gagnrýnt hafa verk hans hér á landi, hafa í öllum aðalatriðum verið að segja það sama Og Kristian Elster í bókmenntasögu sinni. Persónulegar ærumeiðing- ar, eins og hin margumtöluðu skrif Jóns Reykvíkings á dögun- um, er hvorki hægt að flokka með bókmenntagagnrýni né taka sem dæmi um „meðferð“ Islend- inga á Kristmanni Guðmunds- syni. — Hannes Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.