Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÞ Þri^juðagur 31. okt. 1961 Eidstdlpinn stdö heitur og rauður A DAGINN gekk Drottinn fyrir f Iþeim í skýstólpa og á nóttunni | í eldstólpa. Eitthvað á þá leið er lýsingin í biblíunni á því þeg- ar Guð leiddi ísraelsmenn frá Egyptalandi. Svipaða sýn sáu þeir líka, sem óku suður Ódáða- hraun síðustu dagana. En nú datt engum í hug guðleg forsjá. Við vissum að Askja var að spú eldi, sendi frá sér eldsúlur, sem glóðu í náttmyrkrinu, en rauði liturinn dofnaði í sólarbirtunni i á daginn, svo gufumökkurinn \ varð meira áberandi. Nú munu vísindamenn líka vera búnir að finna iog aldursákvarða hraun I það er rann á þeim tíma sem j Iraelsmenn voru á ferðinni. En ekki undrar mig að þeir settu þessar stórkostlegu furðusýn í samband við æðri máttarvöld. Við lögðum upp frá Akureyri um 2 leytið daginn eftir að eld- urinn sást fyrst í Öskju, jarð-j fraeðingarnir Sigurður Þórar- insson og Þorleifur Einarsson, jarðefnafræðingurinn Guðmund- ur Sigvaldason, fréttamaður Mbl., Ólafur Jónsson á Akureyri, sem manna mest mun hafa rann- sakað Ódáðahraun, Jón Sigur- geirsson, o. fl. Akureyringar, sem þrælkunnugir eru á þess- um slóðum. Jarðfræðingarnir vildu um fram allt komast eins fljótt og auðið .yrði á staðinn. Þeir flugu yfir Oskju á leiðinni norður, en þar sat fréttamaður blaðsins fyrir þeim. Lagði hóp- urinn af stað hið skjótasta á þremur jeppum. / Eldsúlan fór fyrir. Austan við Hrossaborg, þar sem beygt er suður með Jökulsá, iþegar komið er úr Mývatnssveit- inni, birtist eldsúlan okkur fyrst. — Eldur, eldur, hrópuðu menn hver í kapp við annan, en Sig- urður Þórarinsson sagði aðeins af sinni venjulegu hógværð: — Ah, þetta er notalegt. en hann sagði það með mikilli hlýju * rómnum. Eldsúlan birtist okkur úr því öðru hverju, til að sannfæra okkur um að áfmm skyldi hald- ið yfir hraunið, en hvarf á milli bak við fjöllin. Jafnvel meðan hún ekki sást, var kuldalegt en óvenju fagurt í kringum okkur. Heiður himinn stráður stjörnum og gul- um mána og undarlegustu norð- urljós í gulum, grænum og bleikum litbrigðum þutu um himininn. Og allt í einu birtist eldstólpinn, heitur og rauður, í þessu kuldalega umhverfi, frosti og snjó. Þegar eldsúlan eins og stóð út úr fannhvítri öxl Herðubreiðar, kvað Ólafur Jónsson: Farið er á fögru kveldi/ fjöllin um i jeppa reið/ Morgunroði af Öskjueldi/ er á bak við Herðubreið. Við komum í skála Ferðafé- lags Akureyrar um kl. 10 um kvöldið, fengum okkur þar bita og héldum áfram ferðinni eftir hálftíma. Nú kom þessi nýi og vistlegi skáli sér vissulega vel fyrir ferðalanga á leið í Öskju, og einnig lagfæring á veginum suður úfið hraunið, sem Vega- málaskrifstofan lét gera í sum- ar. Því miður varð ekki af að hægt yrði að gera akfæra slóð alla leið í Öskju, eins og ætlun- in var, þar eð snjóa leysti svo seint og af þeim sökum aldrei hægt að koma vatnabáti Sigur- jóns Rist.uppeftir til fyrstu mæl- inga á Öskjuvatni. Vafalaust eru skiptar skoðanir um hvort það er gott eða slæmt, því sú slóð lægi nú undir margra metra "'V: S"* Próf. Trausti Einarsson við nýja hraunjaðarinn við Öskju. Hann gerði á sínum tíma eðlisfræði- legar rannsóknir á hrauninu úr Heklugosinu, og þarna er hann að ná sér í sýnishorn af glóandi hrauni úr Öskju. Til að geta komið nær og þoiað betur hitann, er hann með aluminiumskjöld og hefur í hendi skörung mikinn, sem hertur er í Heklueldi. Ljósm.: Birgir Kjaran. í kuidalegu umhverfinu Gcssvæðið í Öskju heimsótt hraunlagi, sem sjálfsagt verður erfitt að aka yfir, er» Oskjuvatn væri þá mælt, svona rétt fyrir gos, og það t.:lja jarðfræðingar einnar vegaslóðar virði. Glóandi hraunið lagðist á snjóinn. Áfram var ekið og er við kom- um suður fyrir Herðubreiðar- tögl, var engu líkara en að á móti okkur kæmi villidýrahjörð, ótal rauð augu glóðu í myrkrinu. Þarna kom hraunið veltandi hægt og sígandi, með skán á en fræðinga, sem hafa hlotið heims- frægð og aldrei séð þetta, varð Guðmundi Sigvaldasyni að orði, og augu hans Ijómuðu. Daginn, sem hann kom heim frá 8 ára námi í jarðefnafræði í Þýzka- landi og Bandaríkjunum, gerði Askja honum þann greiða að byrja að gjósa. Einhver kom með stóran hraunmola, sem hann hafði sparkað út úr hrauninu glóandi og kælt að utan í snjónum. — Hér færi ég þér' hitastein til að nóttina, er við flugum yfir. Það var farið að hægja á sér, orðið úfið, leit út fyrir að það ætlaði ekki að mynda helluhraun heid- ur apalhraun. Þarna kom það og lagðist yfir snjóbreiðuna. Það var skrýtið að hitinn frá því virtist ekki bræða hann, því engir vatnspollar voru við hraunjaðarinn, og lítil gufa. Hraunmolarnir lögðust bara gló andi ofan á snjóinn þvj kalda loftið streymdi að með jörðinni. Hvílíkt s.iónarspil. Klukkan var 2 um nóttina, er við jUrðum að skilja eftir bílana eftir að hafa ekið fyrir endann setja í rúmið þitt. Ekta jarðhiti, vzta borði en hvar vm qteinn sagði hann- Þeir gerast ekki betri1 á hrauninu og svolítið upp með byltist til’glytti í glóðina undir.l \ntlöndum. Ekki varð þó af að syðsta hraunstraumnum. milh um, því þá fjörutíu tíma frá því við lögðum upp í ferðina vg þangað til ég kom til Akureyrar aftur var ekki sezt Við komum nær, yztu hraun- armarnir tveir hreyfðust varla en sá í miðið fór með meters nraða á 50 sekundum. Það er notalegt að geta geng- ið næstum allveg upp að slíkum hraunvegg, sem byltist áfram 3 m á hæð, og hitastigið má velja sér með því að færa sig nær eða fjær. Þó er vissara að stíga skref ið heldur afturábak og láta ekki heillast af þessari glóandi steina hrúgu. — Eg þekki eldfjalla- hans og fjallshlíðarinnar. Við gengum fyrst upp með hrauninu og inn í Öskjuop, en klifum síðan upp á fjallið, senni lega á slæmum stað, því hall- niður nema í jeppa á ferð, hvað inn var mikill, glerhált hjarn og Glóandi hrannleðjan var áhrifamcst á nóttunni, þegar spýjan lýsti upp himinn. — Ljósm.: E. Pá. þá hugsað um rúm eða svefn- poka. Þarna mjakaðist nú hraunið fram með þyt eins og í ótal lauf- tijám og stökum dynkjum. er sprenging varð í steini. Hraun- straumurinn líktist ekki lengur fagurrauðu fljóti, eins og fyrstu síðasta spölinn næstum skrið- um við upp kletta. Þeir sem á eftir komu fundu betri leið. Og allt í einu eftir. 2 tíma göngu stóðum við á innri brún eystri Öskjufjallanna. og hvílíkt sjónarspil. Glóandi hraunspýjan stóð 200—300 m upp í loftið rétt Þessi mynd er tekin í dagsbirtu og sýnir gosstrókinn og þá Sigurð Þórarinsson og Guðmund Sigvaldason, er horfa á bann. fyrir framan okkur. Gígurinn jós látlaust upp glóandi slettum, sem slengdust aftu ■ niður á gíg- barmana, sumar kólnuðu ofurlít- ið á niðurleið og urðu dökkar, en mættu þá kannski nýrri bunu, sem tók þær með sér aðra ferð upp í geiminn og bræddi þær að nýju. Þessum aðförum fvlgdu dunur og hvæs og fjallið titraði. Við stóðum þarna í regni af fíngerðum vikri, sem alls stað- ar smaug inn á okkur, settist í augun, potaði sér niður um háls- málið og það sem verst var, vildi setjast í myndavélarnar, sem voru stirðar fyrir í kuldanum. Sennilega vár um 10 stiga frost. Menn reyndu að skipta um film- ur undir jökkum sínum. en margar myndavélar stóðu á sér og varð að eyðileggja filmur, til áð koma þeim aftur í gang. Eldgosi má lýsa í tölum, segja að gjáin, sem harunið spýttist upp úr, og sem við sáum nú á endann á, hafi verið ca. 150 m á lengd, sennilega sent úr þrem- ur gígum, en stundum skáhallt upp og svo þétt að 5 bunur virt- ust á lofti í einu, að austasti gíg- urinn hafi verið öflugastur, og sent gosbununa sennilega upp í 300 m hæð, að gjallhrúgan sem sprungan var búin að hlaða upp í kringum sig á öðrum degi hafi verið ca. 70 m á hæð, og að hraunmagnið, sem víða fyllti út í hið 3 km breiða Öskjuop milli hlíða hafi líklega verið orðið 10 ferkm. að yfirborði. Að hitinn f gígnum hafi sennilega verið 1100 stig, en um 1000 stig í glóðinni í hrauninu. Að 70 sm vikurlag hafi legið ofan á snjónum í suð- urátt frá gígnum allt suður fyr- ir gíginn Víti og myndað lag of- an á vatninu í honum, svo þar virtist mega ganga þurrum fót- um. sem enginn reyndi þó, sem betur fer. Að gjáin hafi haft stefnuna V—SV til N—NA, og vottar fyrir framhaldi á henni, sem ekki gaus um allt upp í 700 m. En þetta gefur bara ekki lýs- ingu á því sem hver og einn skynjar, er hann horfir á þess- ar hamfarir. lýsir ekki blæbrigð unum á þessu sjónarspili frá mín útu til mínúfcu. Smádregur úr gosinu. Það hefur verið sagt að með myndum frá íslandi megi sýna öll afbrigði af gosum. Sigurður Þórarinsson segir að sér hafi reynzt þetta svo, með einni und antekningu þó. Ef hann ætlaði að sýna svokallað „fontain-gos“. varð hann að nota mynd frá Hawai. Nú fær hann íslenzka mynd í staðinn. Þessháttar goa er þannig, að gjá spýtir í sífellu þunnu glóandi hrauni eins og goa brunnur, bunurnar úr gígunum í henni kom á víxl, svo að línan að ofan verður eins og síbreyti- legir hraundrangar. Þessháttar gos var nú í Öskju. Er líða tólc á nóttina var greinilega minni1 kraftur á gosinu, þó það væri en tilkomumikið, enda mun hafa smádregið úr því frá því við sáum það fyrstu nóttina úr flugvél. Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.