Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. okt. 1961 / undirbúningi eru: Ný átök í vega- og brúamáium Frá umræðum á Albingi Tillaga Guðlaugs Gislasonar á Alþingi Nauðsyn á verndun hrygningarsvæða? A RÚMLEGA klukkustundar- lörvgum fundi Efri deildar í gær urðu m. a. nokkrar umræður um greiðslu kostnaðar við gerð jarðgangna á þjóðvegum, vega- mál o. fl. Kom það fram í um- ræðunum, að nú stæði yfir heild arendurskoðun vegamála í land inu til undirbúnings auknum framkvæmdum á því sviði og stærri átökum en áður. Tilefni umræðnanna í gær var írumvarp til laga um jarðgöng á þjóðvegum, flutt af Ólafi Jó- hannessyni o. fl. Er frumvarp- ið samhljóða þingsályktunartil- lögu, sem þeir Kjartan J. Jó- hannsson og Magnús Jónsson fluttu á þingi í fyrra um að kostnaður vúð jarðgöng 35 m og lengri skyldi greiðast úr brúar- sjóði og vísað var til ríkisstjórn arinnar. eftir að samgöngumála- nefnd E. d. hafði bætt við ákvæði um að 3 aurar af hluta ríkissjóðs af hverjum benzín- lítra skyldi í þessu skyni renna til brúarsjóðsins. Ólafur Jóhannesson fylgdi frumvarpinu úr hlaði í gær, rakti efni þess, sem að ofan grein ir, og ræddi um nokkur megin- atriði málsins, þ. á. m. nauðsyn þess að ráðast í jarðgangna- gerð í tiltekn- um landshlut- um. þar sem naumast verði ráðin bót á sam gönguvandræð- ununi með öðr- um hætti. Ól. J. gat þess, að flytjendum þált. frá síðasta þingi hefði verið gefinn kostur á að gerast meðflutningsmenn nú. Til gangurinn með tillöguflutningn- um nú væri annars sá, að kanna til hlítar vilja Alþingis í mál- inu. Magnús Jónsson kvaddi sér síðan hljóðs og kvað heldur ó- venjulegt að mál, sem hefðu verið flutt inn í þingið, væru tekin upp af öðrum. jafnvel áð- ui en sýnt væri hvort fyrri flutningsmenn hyggðust endur- flytja það. Áhugi hinna nýju flutningsmanna væri þó lofsverð ur. Málin stæðu hins vegar svo, að i samræmi við vegamála- stjóra hefði ver- ið ákveðið að endurskoða öll gildandi lög um vegagerðir með heildarskipulag, auknar fraru- kvæmdir og ný átök fyrir aug- um, og nefnd skipuð til að vinna að henni. Þessi endurskoðun stæði nú yfir og yrði við hana m. a. tekin afstaða til þess, hvem ig eðlilegast væri að afla fjár til vegaframkvæmda. Meðan ekki væri hægt að segja. að ó- eðlilegur dráttur hefði orðið á þessari endurskoðun, sagðist M. J. ekki telja ástæðu til að flytja frumvarpið um málið, enda þótt skoðun þeirra fyrri flutnings- manna málsins væri óbreytt. Ólafur Jóhannesson kvað öðru máli gegna um endurflutning málsins af því að samgöngu- málanefnd deildarinnar hefði breytt því mikið frá sinni upp- haflegu mynd. Undir það tók Sigurvin Einarsson sem einnig stendur að flutningi frumvarps- ins nú. Þá lét hann í Ijós mikla vantrú á þeirri endurskoðun, sem á hefði verið minnzt, sagð- ist ekkert um hana vita og jafnvel þó eitt avað hefði mið að> þá væri annað að end- urskoða vegalög en brúalög, sem hér væri um að •ræða. Þetta væri því engin ástæða. Þar að auki mætti benda á, að mörg frumvörp væru þeg- ar komin fram um breytingu á vegalögunum, þrátt fyrir endur- skoðunina. Magnús Jónsson ítrekaði það, að endurskoðunin næði að sjálf- sögðu til allra Xaga. sem vega- mál snertu, og félli efni þessa frumvarps því síður en svo fyr- ir utan verksvið nefndarinnar. Hann benti á. að sú leið, sem í frumvarpinu væri bent á til tekjuöflunar, fæli í sér. að tekj- ur ríkissjóðs yrðu skornar nið- ur að sama skapi. í sambandi við framkomin frumvörp um breytingu á vegalögum benti M. J. á, að slík mál hefðu ekki náð fram að ganga, einmitt af • Fordæmi eina uppeldisaðferðin Fyrir skömmu fengum við kennara til að skrifa ofurlítið um háttvísi bama og ungl- inga, í tilefni af kvörtun bréf ritara eins um að mikill skort ur væri á háttvísi þeirra og þar gætu kennarar e.t.v. eitt- hvað gert. Þetta hefur vakið umræð- ur. Ýmsir hafa komið inn á atriði, sem hægt væri að gera til bóta. Og niðurstaðan er ætíð sú sama — kennsla í háttvísi, eins og reyndar í öllu, getur aðeins orðið með góðu fordæmi. Um það eru allir sammála. Listkynning Mbl. Um þessar mundir stendur yf- ir í sýningarglugga Morgun- blaðsins kynning á verkum ungs Siglfirðings, Ragnars Páls Ein- arssonar. Er þetta í annað sinn, sem Ragnar Páll á myndir í glugganum en hann sýndi þar fyrst vorið 1960. Fyrstu sjálfstæðu sýningu sína hélt Ragnar Páll á Siglu- firði fyrir síðu&tu jól. Myndirnar í gluggga Morgun blaðsins eru að þessu sinni 11. 10 vatnslitamyndir og eitt olíu- málverk. Flestar eru þær land- lags- og bátamyndir og eru all- ar til sölu. EFRI deild Alþingis lauk í gær afgreiðislu fyrsta málsins, sem frá deildinni fer á þessu þingi. Var það frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að innheimta skemmtanaskatt með viðauka árið 1962. Lög um þetta efni hafa gilt um langt árabil og því að ekki þýádi að fjölga þjóðvegum án þess að auka um leið fjárveitingar til þeirra, sem endurskoðuninni væri einmitt ætlað að þoka þessu betur áleiðis. Nokkur frekari orðaskipti urðu um málið. en því var síð- an vísað til 2. umræðu og sam- göngumálanefndar samhljóða. ♦ Kennararnir kynna sig ekki En þar finnst mörgum á skorta. T. d. skrifar hafnfirzk húsmóðir, sem segir frá fyrstu skóladögum sonar síns, og finnst þar hafa skort mikið á að kennarinn sýndi börnunum sjálfsagða kurteisi. Er drengurinn hafði verið nokkra daga í skólanum, spurði hún hann að því hvað kennaramir hétu, sem ættu að uppfræða hann í vetur. En þá kom í ljós að enginn af 5—6 kennurum ungling- anna, að skólastjóra meðtöld- um, höfðu kynnt sig fyrir börnunum, að einum undan- skildum. í GÆR var dreift á Alþingi tillögu til þingsályktunar um verndun hrygingarsvæða við strendur landsins, þar sem gert er ráð fyrir tímabund- inni friðun slíkra svæða, samkvæmt tillögum kunn- áttumanna. Það er Guðlaugur Gislason, sem er flutningsmaður tillögu þessar, en orðrétt hljóðar tillagan svo: „Alþingi ályktar að fela Fiskifélagi Islands og fiski- deild Atvinnudeildar Háskóla Islands að gera tillögur um tímabunidna friðun ákveðinna hrygningarsvæða við strend- ur landsiiiis“. Stærstu hrygningarsvæðin 1 greinargerð með tillögunni drepur flutningsmaður m. a. á þá farsælu þróun, sem útfærsla fisk- veiðitakmarkanna í 12 sjómílur hafi leitt af sér fyrir bátaflota landsmanna. Megi gera sér vónir um, að hún tryggi undirstöðu þessarar atvinnugreinar. Þó verði að fylgjast með því, að aukin er hér um að ræða eitt af all- mörgum frumvörpum, sem venju legt er að afgreiða tafalítið snemma á hverju þingi. í frum- varpinu er gert ráð fyrir, að skemmtanaskattur af kvikmynda sýningum sé innheimtur með 200% álagi en af öðrum skemmt- unum með 20% álagi; þó skulu leiksýningar, hljómleikar og söng skemmtanir innlendra manna undanþegnar álaginu. svo og sýningar á íslenzkum kvikmynd- um. — Neðri deild fær nú frum- varp þetta til meðferðar. Á fundi Efri deildar í gær var einnig samþykkt að vísa frum- varpi um breytingu á lögum 17/1948 muskráningu skipa og lögum 40/1954 um aukatekjur ríkissjóðs til 3. umræðu. Konan varð auðvitað fyrst alveg undrandi, og síðan sár, því að þó hún þyklst enginn fyrirmyndar uppalandi, eins og hún orðar það, þá hafa þau hjónin að sjáifsögðu van ið börnin sín á að segja til nafns síns, er þau hitta ó- kunnugt fólk og eins er þau tala í síma, og nú fannst henni fordæmið í skólanum ekki vera til þess að halda þeirri venju við. En tilfellið er, að nokkur brögð virðast vera að þessu. Fleiri foreldrar og unglingar hafa haft orð á þessu við Velvakanda. E.t.v. er skýring in sú, að nú eru að koma upp kennarar, sem ólust upp á þeim lausungartímum er sköpuðust á stríðsárunum og tækni við veiðar og tilkoma nýrra og aflasælli veiðarfæra en áður stofni ekki í hættu hinum feng- sæiu miðum við strendur lands- ins. Bendir þingmaðurinn m. a. á, að stærstu hrygningarsvæðin séu talin vera við Suður- og Suð- vesturland, á svæðinu frá Vest- mannaeyjum að Reykjanesi, en einmitt þar stundi allstór hluti af bátaflota landsmanna veiðar að vetrinum til, á sama tíma og hrygning aðalfiskstofns okkar, þorsksins, fer fram. Uggur sjómanna Þess er síðan getið í greinar- gerðinni, að nokkurs uggs sé þeg- ar farið að gæta hjá sjómönnum, sem veiðar stundi á þessum slóð- um. Hafi þeir látið sér detta í hug, að minnkandi afli bátaflotans á vetrarvertíð geti átt rætur að rekja til ofveiði þar. Minnir flutn ingamaður einnig á ályktun skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum árið 1957, en þar var bent á nauðsyn þess að friða vissan tíma ársins ákveðin hygningarsvæði á til- greindum stöðum. Athugun tímabær Að þessu athuguðu segist flutn- ingsmaður telja „tímabært, að fiskifræðingum okkar í samráði við þá aðila, sem aflað hafa sér í áratugi haldgóða reynslu í þessu sambandi, verði falin athugun á, hvort ekki sé nauðsynlegra að- gerða þörf í þessu sambandi, og ef svo reynist, að gera tillögur til eðlilegra úrbóta“. Fái ríkisborgara- rétt MATTHIAS A. Mathiesen hefur lagt til á Alþingi, að ríkisborgara- réttur verði veittur Jens Bruun- Madsen, raffræðinema í Hafnar- firði, f. í Danmörk 2. ágúst 1939. Eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu, liggur nú fyrir þingi frumvarp um veitingu rík- isborgararéttar til allmargs fólks, sem hér er búsett, og er ófan- greind tillaga viðbót við það. eftir stríð, og hafa ekki sjálf- ir fengið það uppeldi, að þeir kunni einföldustu umgengnis- venjur. * Kurteisleg umgengni skapar venju Kona nokkur skrifaði okk- ur einhvern tíma í sumar. Þá hafði skólastjóri einn haft viðtöl í skóla úti á landi, þar sem kennd er og gefin eink- unn í háttvísi og hrósaði hann því að vonum. En svo hafði sá góði maður viðtal við skólastúlkur, sem hann þekkti ekki, að því er virtist, að sögn konunnar, og þúaði þær umsvifalaust. Er þetta háttvísi? Þéringar eru að vísu að leggjast niður, hvort sem okk ur líkar það betur eða verr. En þær eru enn hluti af al» mennri háttvísi. Og fólk ætl- ast til að bömum þeirra sé sýnd fyllsta kurteisi, með því móti geta þau vanizt henni og orðið hún eðlileg. Ég hefi veitt því athygli, að margir íslenzkir ungling- ar verða heimóttarlegir og vita ekki hvað þeir eiga að gera, er þeir hitta fólk og þurfa að kynna sig. Það staf- ar að sjálfsögðu af því að þeim er ekki eðlilegt að heilsa og segja til sín, og eru ekki vanir slíkri framkomu af þeim sem þeir umgangast, Það er gamall og góður ís- lenzkur siður að spyrja menn að heiti, sem hefur nú fengið á sig ofurlítið annan blæ, þannig að sá sem kemur seg- ir nafn sitt óspurður, og sá siður er eðlilegur og nauð- synlegur. Efri deild aígreiðir fyrsta mólið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.