Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÞ Miðvikudagur 1. nóv. 1961 ! ! I NtJ ER það orðinn glsepur í Sovétríkjunum að vera eða hafa verið „Stalínisti". Hefur nú að fullu rætzt spádómur, sem sr. Sigurður Einarsson í Holti setti fram á almennum fundi Heimdallar 26. marz 1956, og sumium þótti þá næsta ótrúlegur. Sr. Sigurður sagði þá m.a.: „Og nú skal ég spá: Einræð- isstjórnarfar þarf alltaf fórnar dýr og sökunaut, sem bendla má við það. Spádómur minn er á þessa leið“, . . . að „hver maður, sem Sovéteinræðis- stjórnin þarf að losna við, verður þrennimerktur, ekki sem Trotzkisti, ekki sem „sviik ari í blökkinni“, eins og Hall- dór Laxness kallar þá, — held ur sem STALÍNISTI". xxx A undanförnum áratugum hafa margir látið blekkjast af áróðursvél Sovétherranna, enda er það mála sannast, að aldrei í veraldarsögunni hefur sterkari vél verið í gangi á þessu sviði. Fjölmargir þeirra, sem trúað hafa á málstað kommúnismans, hafa gleypt hráa hvérja áróðursfrétt, sem send hefur verið út frá Kreml, og margir þeirra ekki verið neinir heimskingjar. Heiðar- legir menn um heim allan hafa verið blekktir á ósvífjnn hátt; blind trú þeirra á málstaðinn hefur smám saman gert þeim ókleift að greina rétt frá röngu. Það er ekki úr vegi nú að rifja upp ýmis ummæli nokk- urra þessara manna, sem ánetj aðir hafa verið sovézkum á- róðri. Hér fara á eftir tilvitnan ir í ýmsa menn, þekkta Og ó- þekkta. Tekin eru með um- mæli þeirra um dauðadóma Stalíns, sem nú er stimplaður ótíndur morðingi og glæpa- maður austur í Moskvu. Dauðadómar í þágu frelsis og mannúðar „Það er að vísu andstyggi- legt, en þó skiljanlegt, að þýin við íhaldsblöðin hérna fyllist samúð með þessum fjandmönn um alþýðunnar í Rússlandi. Allt þetta dlót er af einum og sama anda. Öll starfsemi þessa hyskis beinist að því einu að vinna alþýðunni Og hugsjón- um hennar um frelsi Og mann- úð allt það tjón, sem það get- ur“. Verkalýðsblaðið, 31. ágúst 1936. Úr greininni: Dauðadómarnir í í Rússlandi og afstaða dagblað- anna hérna, eftir Kristin Andrésson. „Frá sjónarmiði óbrjáíaðra manna“ . . . „Eins og blaðsins er von og vísa, þarf blaðið endilega að taka mál þeirra landráða- manna, sem dæmdir hafa ver- ið í Moskva, en flestir voru menn þessir, eins og fram kemur af yfirheyrslunum, ým ist alþjóðlegir atvinnunjósnar ar eða ótíndir leiguglæpa- menn, sem notaðir voru af nolskrum óprúttnum stjórn- máTamöifhum í baráttunni gegn rússnesku ráðstjórninni og Kommúnistaflokknum" . . . Þjóðviljinn, 6. marz 1937. Úr greininni: Sovétfregn í Morgun blaðinu frá sjónarmiði óbrjál- aðra manna. „Rógurinn um Sovétríkin Það munu vera fá pólitísk málaferli, þar sem sekt sak- borninganna hefir verið eins áþreifanlega sönnuð eins og í málaferlunum gegn samsær- ismönnunum, spellvirkjunum og tilræðismönnunum í ]Vtoskva“. X’jóðviljinn, 18. jún£ 1937. Einar O. hvetur til stillingar . . . „En ef 7 hershöfðingjar í Rússlandi verði uppvísir að njósnum og landráðum og því skotnir eða 20 fyrrverandi em- bættis- og trúnaðarmenn Sov- étstjómarinnar reynast sekir um landráð og aðra glæpi — og verða að játa sekt sína og fá sinn dóm af opinberum rétti eftir að hafa getað varið sig, — þá ætlar Alþýðublaðið af göflunum að ganga“. . . . E. Olg., Þjóðviljinn, 5. marz 1938. Heimsins fullkomnustu réttarhöld . . . „Menn verða að gæta þess, að þessi réttarhöld voru á allan hátt rekin þannig, að hinum ákærðu var tryggt hið fyllsta öryggi, sei.i hugsanlegt er. Það er vafamál, hvort nokkru sinni hafi farið fram í heiminum málaferli, sem rek- in hafa 'verið á fullkomnari hátt að öllu leyti en málaferl- in í Moskvu". Þjóðviljinn, 10. april 1938. Sókrates, Kristur, Brúnó og Stalín . . . „Slíkir menn em svo fágætir í veraldarsögunni, að það má næstum telja þá á fingrum sér. Og hvar sem þeir koma fram og hvort sem þeir birtast undir nafninu Sókra- tes, Kristur, Giordano Brúnó eða Jósef Stalín, þá em þeir ævinlega hættulegir „menning unni“ og háskalegir „rfikjandi skipulagi". Þeir geta ekki ver ið annað. Þórbergur Þórðarson: 25 ára Ráðstjórn. Iðjusemi Jósefs Stalíns „Persónuleg saga Stalíns er helzt þess eðlis, að Friðrfik Hallgrímsson dómprófastur gæti auðveldlega sagt hana börnum sem dæmi þess, hvað hægt er að komast áfram í heiminum með iðjusemi og trú mennsku". Bóndinn í Kreml eftir Gunnar Benediktsson, bl. 10. „Sannleiksfjandsamlegt blaður“ „Þetta sannlefiksfjandsam- lega blaður um einræði Stal- íns, kommúnistískt Ofbeldi, rússneskt þrælahald, rússnesk an yfirgang, rússneska heims- valdastefnu, á ek'ki við nofckur rök að styðjast. Það er aðeins mannhatursáróður siðlausra fjárplógsmanna, til þess að hræða fólk frá sósíalisma og ginna það til að láta múra sig undir kúgun, arðrán, örbrigð, andlegt ófrelsi og síðar meir miljónamorð í krafti atóm- sprengjunnar, ef guð lofar“. Andlegt frelsl, erindi flutt á fundi Stúdentafélags Reykjavík ur 12. jan. 1950 af Þórbergi Þórðarsyni. Enginn grundvöllur . . . „enginn grundvöllur er fyrir kúgunarhistoríunni“. Steinn Stefánsson, skólastjóri, í greininni ,,Ferð til Stálíngrad", MÍR, 1. tbl. 1953, 4. árg. Þakkarskuld við Stalín „Hið hrjáða mannkyn 20. aldar stendiur ekki í jafnmik- illi þakkarskuld við nokkra einstaklinga eins og samherj- ana Lenín Og Stalín. Eftir því sem tímar líða og útlínur at- burðanna skýrast munu menn læra betur að meta störf hinna miklu foringja hins vinnandi lýðs, félaganna Leníns og Stalíns". Niðurlag greinarinnar Alþýðu- byltingin eftir Björn borsteins- son, MÍR, 5.-6. tbl., des. 1951, 2. árg. ,,Öruggir og hamingjusamir" Islendingar „Og skyndilega fer titring- ur um fjöldann, og húrra- hrópin kveða við. Stalín hafði gengið upp á leghöll Leníns, klubfcuna vantaði 10 mínútur í 10. Tveim mínútum síðar hann orðinn tákn sósíalismans á vorrj jörð. Og því er maður inn, sem gerði vonir og drauma hins vinnandi manns að veruleika, hylltur í dag af alþýðu um allan heim“. t>jóðviljinn, 21. des. 1949. Úr greininni „Stalín sjötugur“, eft- Sverri Kristjánsson, sagnfræð- ing. Andlega sterkasti stjórnmála- maðurinn „Hann var leiðtogi — en aldrei einræðisherra — þriðju stærstu þjóðar heimsins og frumkvöðull hinnar skipu- lögðu framkvæmdar sósíalism ans á sjötta hluta jarðarinnar. Hann var eflaust vitrasti, lærð asti og andlega sterkasti stjórn málamaður 170 milljóna manna, jafnvel alls mann- kynsins, eftir að Lenin leið. Hann hafði í áratugi barizt þrotlausri baráttu fyrir hinni miklu hugsjón sósíalismans og í þeirri styrjöld fórnað bók- kom förseti lýðveldanna, Kal- inin, síðan hver af öðrum, þar á meðal Dimitroff. Úr heimi auðvaldsins höfðu okfcur þótt Sovétríkin svo fjarlæg, nú vor um við komnir í hjartastað þeirra, svo öruggir og ham- ingjusamir, með Stalín og Dimitroff við Hlið okkar. Það fundum við, en enginn tími var til að gera sér þess grein“. 1. maí á Rauða torginu eftir Kristin E. Andrésson. Réttur 1934, bls. 124. Stalín skapandi máttur „Því að í reyndinni stendur allt landið bak við Stalín, heimiurinn setur von sína á hann, hann er skapandi mátt ur“. Gerska ævintýrið eftir H. K. Laxness, bls. 36. Stalín og hundarnir „Aróður auðvalds ög krata um grimmd og einræðisofsa Jósefs Stalíns hefur oft freist að mín til að virða gaumgæfi lega fyrir mér andlitsmyndir þessa umdeilda manns. Eg hef, hreinskilnislega sagt, lagt mig mjög í líma við að leita uppi slíka eðlisgalla. En mér hefur aldrei tekizt að finna þá. Eg þykist sjá snert af ofstæki í andlitssvip Leníns. En í öllum þeim ljósmyndum, sem ég hef skoðað af Stalín, hef ég séð fyrir mér mann með góðlát- legt augnaráð, þægilegan húm ör og andlegan styrk, sem aldrei gæti fuðrað upp í móður sjúk köst. Eg hef leitað þar árangurslaust að grimmd, of- stæki og einræðisharðýðgi. Og þar örlar hvergi á þessum roð hænsnislega leikaraskap og kafbátabragðvísi, sem æpir framan í mann frá andlits- myndum af mörgum pólitíkus um auðvaldsúrkynjunarinnar. Stalín er auðsæilega óskiptur og heilsteyptur persónuleik“. Þá er Joseph Davies leiddur fram sem vitni til að sanna þessa mildj Stalíns: „Hin brúnu augu hans eru ákaflega góðleg og mild. Börn myndu vilja sitja á knjám hon um og hundar myndu hjúfra sig upp að honum. Persónu hans og góðleik þann, sem frá honum leggur, og milda ein- faldleik er erfitt að samrýma hreinsununum, sem hér hafa átt sér stað og aftökunum á herforingjum rauða hersins". I>órbergur Þórðarson: 25 ára Ráðstjórn. Tákn sósíalismans: Stalín „En enginn getur horft á' slíka sigra á liðnum æviferli og hann. Sjötugur að aldxi er staflega öllu, sem fórnað varð, allt að sjálfu lífinu“. Þórbergur Þórðarson: 25 ára Ráðstjórn. Stalín, Stalín iiber alles Sennilega er Stalín ástsæl- astur allra núlifandi þjóðaleið toga og þótt víðar væri leitað um tímans rann. Þau hundruð tugna, sem ráðstjórnarborgar- ar mæla, munu vart eiga það vinarheiti, sem honum hefur ekki verið valið. Hann er fað ir og bróðir, vinur og félagi, og myndir af honum eru hvar vetna meðal þessara milljóna, sem byggja þessi víðlendu sambandslönd, í heimahúsum og verksmiðjum, sönghöllum og öðrum samkomuhúsum". Bóndinn i Kreml eftir Gunnar Benediktsson, bls. 276. Manngildið ofar öllu Vér minnumst mannsins Stalíns, sem hefur verið elsk aður og dáður meir en flestir menn í mannkynssögunni áð- ur og naut slíks trúnaðar- traústs sem fáir menn nokkru sinni hafa notið, — en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun til höfuðs, heldur var til síð- ustu stundar sami góði félag- inn, sem mat manngildið ofar öllu öðru, eins og þá er hann fyrst hóf starf sitt. Gagnvart mannlegum mikil leika þessa látna baráttufélaga drúpum við höfði, — í þökk fyrir allt, sem hann vann fyrir verkalýðshreyfinguna og sósí- alismann, — í djúpri samúð við flokk hans og alþýðu Sovét ríkj anna“. Einar Olgeirsson, Þjóðviljinn, 7. marz 1953. Kristinn varð „fátækari eftir“ „Við andlát Stalíns hefur í svip slegið þögn á heiminn, og það er sem allir finni, ljóst eða leynt, hve hann er fátæk- ari eftir. . . . Festum í minni hinn ein faldasta sannleika: Stalín stóð vörð, trúan og hljóðlátan vörð, um líf alþýðumannsins í heiminum, um sósíalismann, um friðinn". Þjóðviljinn, 12. marz 1953: Úr minningarorðum um Stalin, flutt af Kristni E. Andréssyni á fundi MÍR. „Aðdáun — þakklæti — virðing“ Fráfall Stalíns snertir hvem sanna verkalýðssinna, og á þessarþ sttmd lætur íslenzk verkalýðshreyfing í ljós aðdá- un sína, virðingu og þakklæti • • • A þessari stundu vil ég minna á kveðjuorð (Sigurðar Guðnasonar) förmanns ís- lenzku verkamannasendinefnd arinnar til Sovétríkjanna á s.l. vori: „Mikil hamingja hefir fallið þjóðum yðar í skaut að eiga slíka leiðtoga sem þá fé- lagana Lenín og Stalín“. Hinn mikli þjóðarleiðtogi er nú horfinn samherjum sínum, en verk hans lifa ... Verkalýðurinn minnist bezt hins látna leiðtoga með því að koma hugsjónum Stalíns og annarra forystumanna sósí- alismans í framkvæmd. Hug- sjónum friðar, manngildis og réttláts þjóðskipulags". Hannes M. Stephensen: Minn- ingarorð um Stalín, flutt á flutt á fundi MÍR 10. marz ’53. Nú ríkir harmur í húsum .....Vilji mannsins er hans himnaríki“, sagði Stalín einu sinni. Milli vilja og athafna Stalíns var aðeins eitt stutt skref. Um allan heim syrgir alþýð an hinn fallna leiðtoga. Ekki aðeins í löndum sósíalismans ríkir nú harmur í húsum. Með al lágstétta a'uðvaldsheimsins, í nýlendunum, meðal ánauð- ugra þjóða er Stalín grátinn í dag. . . . Hver undirokuð stétt, hver undirokuð þjóð telur hann sér til eignar. Því að í vitund fólksins er hann sá mað ur, sem gerði sósíalismann að veruleika á þessari jörð“. Sverrir Kristjánsson í grein- inni Jósef Stalín. MÍR, 1. tbl. 1953, 4. árg. „Heimatilbúinn ósannindi“ reyndust sannleikur „Afturhaldsblöðin íslenzku hafa rekið upp ferleg gól í sambandi við flokksþing Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, og hafa einkennin í fréttaflutningi þeirra sjaldan birzt eins berlega og nú. Raun verulegar fréttir frá flokks- þinginu hafa alls ekki birzt í þessum blöðum; hins vegar er skáldskapurinn alveg taum- laus, og síðan draga blöðin á- lyktanir af heimatilbúnum ó- sannindum sínum!“ . . . Úr greininni: Rússagrýlumenn miður sín. Þjóðviljinn, 22. febr. 1956. -4 Lífleg félagsstarfsemi hjó Fók Hestamannafélagið FÁKUR [hyggst í vetur halda skemmti- fundi, eins og að undanförnu og Iverða þeir í stóra salnum í Skáta heimilinu við Snonrahraut. Sii fyrsti var haldinn 14. október, én næsti fundur verður næst- komandi laugardagskvöld. kl. 8. Fjórir aðrir skemmtifundir á laugardagskvöldum eru ákveðnir í vetur. 1 Skemmtifundirnir byrja flestir !með félagsvist og verða veitt ein verðlaun hverju sinni, auk glæsi legra heildarverðlauna fyrir all- an veturinn, sem verða vandaðir hnakkar fyrir karl og konu. Þá verða einnig gamaniþættir, kvik- myndasýningar, dans o. fl. Nú á laugardaginn verða litmyndir frá ferðalagi í Fiskivötn um Vonar- skarð og í Öskju. Aðgöngumiðarnir hverju sinni gilda' sem happdrættismiðar, og verður dregið í happdrættinu á síðasta skemmtifundi vetrarins. Verður sá vinningur mjög góður “ hvíldarstóll, að verðmæti 4—5 þús. kr. Auk skemmtifundanna verður í vetur minnst 40 ára afmælis Fáks í sambandi við árshátíð fé- lagsins. sem verður á Hótel Borg laugardaginn 3. marz. í skemmtinefnd eiga sæti: Berg ur Magnússon, Friðþjófur Þor- kelsson, Sigríður Bjarnadóttir og Haraldur Hallgrímsson. Búlandshöfða- opnaður vegur BÚLANDSHÖFÐA-vegur á Snæ- fellsnesi verður opnaður til um- ferðar í dag. Við það styttist leið in frá Ólafsvík til Grundarfjarð- ar úr 111 km og í 28 km. Ér þá bílfær vegur norðanmegin á Snæfellsnesi frá Stykkishólmi og út í Ólafsvík, en þar fyrir utan vantar vegarspotta fyrir Ólafs- víkurenni, til að hægt sé að aka kringum Snæfellsnes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.