Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 1. nóv. 1961
MORGVHBL AÐ1Ð
17
Frumvarp um:
Handritastofnun
til umrædu i neðri deild i gær
Atvinnulíf eflt og
góð framleiðsluskil-
yrði hagnýtt
Stjórnarfrumvarpið um stofnun Atvinnu-
bótasjóðs rætt í Neðri deild
STJÓRNARFRUMVARP
f neðrl deild Alþing-is í gær
kom til 1. umræðu stjórnarfrum
varp um Handritastofnun ís-
lands. Eftir nokkrar umraeður
var bví vísað til 2. umræðu og
menntamálanefndar.
Efni frumvarpsins.
Efni frumvarpsins hefur áður
verið getið hér 1 Mbl. en það
er í stuttu máli. að komið eé á
fót Handritastofnun íslands. Til
igangur hennar sé sá, að vinna að
aukinni þekkingu á máli, bók-
menntum og sögu íslenzku þjóð-
arinnar fyrr og síðar. Það sé
igert með því að afla og varð-
veita gögn þessi og efni, rann-
saka heimildir. gefa út handrit,
fræðirit o, s. frv. Kjarni stofn-
unarinnar sé sú deild, sem ann-
ast útgáfu handrita eða rita eft-
ir handritum, svo og rannsókn-
ir á þeim.
Rekstur stofnunarinnar skal
annast sérstakur forstöðumað-
iur, sem jafnframt sé prófessor
í heimspekideild. og honum til
aðstoðar tveir menn, sem hafi
fast og fullt starf við stofnunina,
auk styrkþega, sem ráðnir séu
iim skamman tíma í senn. f>á
6kulu starfsmenn stofnunarinn-
ar láta í té kennslu við háskól-
ann í lestri handrita, fornskrift-
arfræða. útgáfutækni og öðrum
greinum, sem þeir eru sérfróðir
um.
f húskynnum Náttúru-
gripasafns.
Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, fylgdi frumvarp-
inu úr hlaði og gat þess m. a.
að *-stofnunin fái til bráðabirgða
aðsetur í salarkynnum Safnhúss
ins við Hverfisgötu, en undan-
farið hafj verið unnið að injj-
réttingu á þeim salarkynnum.
er Náttúrugripasafnið hafði til
umráða. Þeim framkvæmdum
verði lokið innan tíðar og séu
frekari endurbætur á húsakosti
Landsbókasafns í athugun. Þá
gat hann þess, að þegar lög þau,
er þjóðþing Dana samþykkti á
BÍðastliðnu voru um afhendingu
íslenzku handritanna til íslands.
koma til framkvæmda og koma
skal á fót Stofnun Árna Magnús
sonar á íslandi, sé eðlilegt að
sú stofnun verði kjarni þessarar
handritastofnunar.
Fagnar lausn hand-
ritamálsins.
Næstur tók til máls Eysteinn
Jónsson (F). Sagðist hann vilja
nota þetta tækifæri til að fagna
lausn handrita-
málsins. þrátt
fyrir þann drátt
sem á því hefði
orðið, og nefndi
Jörgen Jörgen-
sen og Kamp-
mann í sam-
bandi við þann
stórhug Dana,
er lýsti sér í
lienni. Hann -ýsti yfir stuðningi
við tillöguna, þótt hann væri
ekki samþykkur henni í öllum
(ttriðum.
Nýtt safnhús.
Þá tók til máls Einar Olgeirs-
•on (K). Hann taldi að með af-
Igreiðslu þessa máls reyndi fyrst
®g fremst á, hvort við værum
*nenn til að taka á móti hand-
ritunum. við ættum að hlúa og
l>úa þannig að þeim, að það
væri til sóma. Taldi hann rík-
isstjórnina hafa mátt sýna meiri
rausn og benti á, að hálf öld væri
liðin síðan síðan bókasafnshús
befði verið reist í Reykjavík.
Vildi hann að 100 milljónum
króna yrði á næstu tíu árum
varið til byggingar bókasafns-
húss og til að
efla þá starf-
semi, sem stend
ur í sambandi
við það. Ríkis-
bankarnir gætu
veitt 5 milljón-
um árlega til
slíkrar bygging-
ar, enn fremur
mætti taka þá
peninga- sem við höfum varið
til að byggja fleiri banka og
fleiri kirkjur, á slíku væri ekki
þörf næstu 10 árin. Enn fremur
vildi ræðumaður gera handrita-
stofnunina og norrænudeild Há-
skólans að miðstöð norrænna
fræða, og sýna með því að við
viljum og getum rækt þessi
fræði sem þau verðskulda.
Gylfi 1». Gíslason, mennta-
málar.áðherra, tók næstur til
máls og fagnaði þeim góðu und-
irtektum. sem frumvarpið hefði
fengið. Sagðist hann alveg sam-
mála Einari Olgeirssyni um, að
stórefla beri rannsóknir á ís-
lenzkum fræðum og benti í því
sambandi á, að verði frumvarp-
ið samþykkt, þá sé það stærsta
Frá aðalfundi
AÐALFUNDUR Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Aldan í
Reykjavík var haldinn í félags-
heimili samtakanna að Bárugötu
11, 26. þ.m. Formaður félagsins,
Guðmundur H. Oddsson, gaf yfir-
lit yfir störf félagsins á árinu.
Mörg mál varðandi hagsmuni
sjómanna voru tekin fyrir og
ræad, og voru m. a. gerðar eftir-
farandi samþykktir:
Stjórn félagsins var falið að
láta vinna úr þeim heimildarrit-
um Geirs heitins Sigurðssonar,
sem eru í vörzlu öldunnar ásamt
þeim gögnum er félagið á varð-
andi sjósókn og útgerð hér við
Faxaflóa frá aldamótum og gefa
það út á 70 ára afmæli f élagsins
1963, enda verði bókin tileinkuð
Geir Sigurðssyni.
Samþykkt var að gera Kolbein
Finnsson hafnsögumann að heið-
ursfélaga Öldunnar sem þakklæt-
isvott fyrir 15 ára starf hans í
þágu félagsins.
Fundurinn taldi brýna nauð-
syn á því, að ákvæði síðustu kjara
samninga yfirmanna á fiskibáta-
flotanum varðandi líf- og örorku-
tryggingar verði raunhæf á þann
hátt, að Farmanna- og fiskimanna
samband Islands og Landssam-
band íslenzkra útvegsmanna
leiti til Samgöngumálaráðuneyt-
isins með tilmæli um að það
leggi fyrir skráningastjóra, að
skráning fari ekki fram, nema að
ofangreind trygging sé í gildi.
Aðalfundur Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Aldan færir
Slysavarnarfélagi Islands fyllstu
þakkir fyrir forgöngu um nám-
skeið fyrir sjómenn um meðferð
gúmbjörgunarbáta og hvetur sjó-
menn almennt til þátttöku í nám-
skeiðunum. Jafnframt eru fé-
lagsmenn hvattir til að sjá um
að öll skipshöfnin kunni nauð-
synlegustu handbrögð við að
koma gúmbátum í sjóinn.
Fundurinn skorar á 20. þing
F. F. S. I. að fylgja því fast eftir,
að komið verði á alhliða vigtun
síldar.
Skipstjórnarmenn, sem fundinn
sátu álitu, að vinna bæri að því
að bætt væri a. m. k. einu skipi
við í síldarleitina á næsta sumri,
og ennfremur að yfirstjórn síld-
arleitarinnar í landi verði stað-
sett á Raufarhöfn.
Þá er það skoðun sömu aðila, að
tæki Síldarleitarinnar til við-
skipta við síldveiðiskipin þyrfti
að endurbæta svo að starfsemin
kæmi að betri notum fyrir síld-
veiðiskipin.
Formaður öldunnar var endur-
íslands
spor, sem stigið hafi verið í einu.
Einnig hefðu tekjur Menningar-
sjóðs verið stórauknar eða fjór-
til fimmfaldað-
ar. frá því sem
þær voru, með
lögum 1958 eða
úr hálfri millj.
í 2 til-3 milljón-
ir. Enn fremur
sé 3—4 milljón-
um af tekjuaf-
gangi Seðla-
bankaps árlega
varið til vísindarannsókna í efn-
um, sem ekkert fé hafi verið
veitt til áður. Þar af fari um 30%
til hugvísindamanna og veruleg-
ur hluti þess til hugvísinda-
manna í íslenzkum fræðum. Þá
sé í athugun að hefja byggingu
nýs bókasafns en það hafi hing-
að til strandað á því, að ekki
hefur fengizt viðunandi lóð. En
með hinni raunarlegu gjöf
Reykjavíkurbæjar til Háskólans
standi vonir til, að þar sé lausn
að finna. Þá taldi ráðherrarm
óheppilegt að blanda bygging-
armálum saman við stofnun
Handritastofnunar íslands.
Samþykkt var að vísa frum-
varpinu til menntamálanefndar
og 2. umræðu.
„Oldunnar46
kjörinn: Guðm. H. Oddsson.
Varaform. Andrés Finnbogason,
skipstj.; Gjaldkeri: Steindór Arna
son, skipstj., og ritari Jón B. Ein-
arsson, skipstj.
Á MÁNUDAGINN komu til
meðferðar í Neðri deild Al-
þingis tvö frumvörp um
breyting á lögum nr. 74 frá
árinu 1934, um síldarútvegs-
nefnd, útflutning á síld, hag-
nýtingu markaða o.fl. — Var
báðum frumvörpunum vísað
til nefndar, eftir að þeim
hafði verið fylgt úr hlaði.
Fjölgað í Síldarútvegsnefnd
Fyrra frumvarpið er flutt af
ríkisstjórninni til staðfestingar
á bráðabirgðalögum, sem gefin
voru út 9. maí sl. Er efni frum-
varpsins .það, að aftan við 1.
gr. umræddra laga skuli bætast
svohljóðandi bráðabirgðaákvæði:
„Þann tíma, sem eftir er af
kjörtímabili Síldarútvegsnefnd-
ar, er nú situr, skulu skipaðir í
nefndina tveir fulltrúar til við-
bótar þeim 5, sem fyrir eru og
tveir til vara. Skal Félag síld-
arsaltenda á Norður- og Aust-
urlandi tilnefna annan fulltrú-
ann ásamt varamanni og Fél.
síldarsaltenda á Suðvesturlandi
hinn og varamann hans“.
Emil Jónsson, sjávarútvegs-
málaráðherra, mælti fyrir frum
um Atvinnubótasjóð kom til
fyrstu umræðu á fundi Neðri
deildar í fyrradag. Emil Jóns
son ráðherra fylgdi frumv.
úr hlaði — en síðan urðu
nokkrar umræður um málið.
í framsöguræðu sinni rakti
Emii Jónsson aðdraganda og
efni frumvarpsins. Er sjóðnum,
eins og áður hefur verið nánar
getið hér í blað-
inu, æ 11 a ð að
v e i t a lán eða
styrki til þ e s s
að auka atvinnu
og framleiðslu á
þ e i m stöðum í
l a n d i n u, sem
þörfin er brýn-
ust, og ennfrem-
ur lán til þess
að stuðla að hag
nýtingu góðra framleiðsluskil-
yrða í landinu. Stofnfé sjóðsins
er 100 millj. kr. framlag úr
ríkissjóði, sem greiðist með
jöfnum afborgunum næstu 10
árin, svo og eftirstöðvar lána,
sem veitt hafa verið samkvæmt
fjárlögum undanfarinna ára til
þess að bæta úr atvinnuörðug-
leikum í landinu.
Af umræðunum er það að
segja, að Gísli Guðmundsson
drap á gang og fyrirkomulag
varpinu, en aðrir kvöddu sér
ekki hljóðs.
Frjáls síldarútflutningur
Hitt frumvarpið flytja þeir í
sameiningu Eysteinn Jónsson og
Halldór Ásgrímsson. Fylgdi sá
fyrrnefndi frumvarpinu úr
hlaði, en það felur í sér ákvæði
um að verkun og sala á allri
smærri síld sé gefin frjáls og
sömuleiðis verkun og sala á
allri stórsíld, sem verkuð er eða
útflutt öðruvísi en söltuð í
timnur. Er megintilgangur frum
varpsins sá, að skapa meiri fjöl-
breytni í síldarframleiðslunni og
stuðla að því að hún verði flutt
út í neytendaumbúðum. Telja
flutningsmenn að auka þurfi
frjálsræði manna til að afla sér
nauðsynlegra sambanda erlend-
is, ef takast eigi að koma mál-
inu í kring. Samt sem áður
verði að gæta þess, að stofna
ekki á ný til þeirra vandræða,
sem hér ríktu fyrir 1934, þegar
síldarsaltendur buðu gjarnan
verðið niður hver í kapp við
annan. — Ekki tóku aðrir en
Eysteinn Jónsson til máls um
frumvarpið.
Báðum ofangreindum málum
var vísað til 2. umræðu og sjáv-
arútvegsmálanefndar.
þessara mála á undanförnum ár-
um. Taldi hann
of skammt geng
ið í fjárveiting-
um til sjóðsins,
„miklu skemur"
en áður, og yrði
þ v í a ð gera
frekari ráðstaf-
anir, ef sjóður-
inn ætti að
verða að gagni.
M. a. gat G. G.
þess, að miklu meira hefði ver-
ið aðhafzt í þesum efnum í Nor-
egi, þar sem t. d. hefði verið
lagður grundvöllur að stórfelld-
um framkvæmdum í norðurhér-
uðum landsins.
Emil Jónsson andmælti því að
hér væri um nokkra afturför að
ræða í fjárveitingum, hins veg-
ar væri jafnan erfitt að taka á-
kvörðun um veitingu fjár, þegar
svo væri ástatt sem nú, að ekki
lægju fyrir upplýsingar um þörf
ina. Það væri hins vegar ljóst,
að hvort sem fjárframlagið væri
10 eða 20 millj. kr. á ári gæti
það ekki hleypt af stað stór-
framkvæmdum. En það bæri
líka að hafa í huga, að sjóðum
væri ekki ætluð slík hlutverk,
heldur að greiða úr minniháttar
erfiðleikum, sem þó gætu verið
slæmir. Það hefði verið reynsl-
an við úthlutun atvinnubótafjár
á liðnum árum, að þar hefði
yfirleitt verið um að ræða smá-
ar upphæðir, sem dreifzt hefðu
a allmarga staði. Með stofnun
atvinnubótasjóðsins og ákvörðun
í lögum um tiltekin árleg fram-
lög til hans væri komið meiri
festu á þessi mál og fælist í því
nokkurt öryggi umfram það, sem
verið hefði á undanförnum ár-
um, þegar framlög í þessu skyni
hefðu verið ákveðin á fjárlög-
utP allt frá 2 millj. kr. upp í 15
milljónir. — Ráðherrann kvað
astandið í Noregi á árunum eft-
ir styrjöldina mjög ósambæri-
legt við íslenzkar aðstæður í
þessum efnum.
Gísli Jónsson lagði áherzlu á
•að gerðar yrðu ráðstafanir tii
þess, að fénu yrði fyrst og
fremst varið til að stöðva fólks-
flóttann úr sveit
unum. — Hann
drap á, að slík-
a r aðgerðir
hefðu alltaf átt
meirihlutafylgi
að fagna á Al-
þingi, en s a m t
hefði framgang-
ur málsins dreg-
i z t. Rifjaði G.
J. m. a. u p p í
því sambandi, að lýst hefði ver-
ið yfir af hálfu Framsóknar-
manna fyrir kosningarnar 1956,
að þess yrði skammt að bíða, að
frumvarp um þetta mál yrði lög
fest. Ekkert hefði hins vegar
skeð, þó að þeir hefðu verið í
stjórn meira en 2 næstu árin
þar á eftir. — Höfuðatriði frum
varpsins nú væri sjóðsstofnun-
in; hann mundi svo væntanlega
vaxa og dafna, þannig að tekizt
gæti að leysa vandamálin.
Gísli Guðmundsson tók aftur
til máls og reyndist sammála E.
J. um það, að kostur væri að
þeirri festu, sem á málið kæm-
ist, og út af fyrir sig væri gott,
að fá með frumvarpinu trygg-
ingu fyrir því, að framlagið
yrði ekki lægra en þar væri á-
ákveðið. Þó gætu verið annmark
ar á því, að lögbinda of lágar
upphæðir.
Síðastur talaði Hannibal Valdi
marsson, sem einnig vék aðal-
lega að fjárhagshliðinni. Hann
kvað þess hafa verið vænzt, að
um sérstakt átak yrði að ræða,
en frumvarpið fæli hins vegar í
sér afturför. Lét hann einkum í
ljós vantrú á því, að nokkuð
innheimtist af þeim lánum, sem
veitt hafa verið til atvinnuaukn
ingar undanfarin ár, og ætlast
er til að myndi hluta af stofnfé
sjóðsins.
Frumvarpinu var að lokum
vísað til 2. umræðu og nefndar.
SKRIFSTOFUSTIJLKA
með vélritunarkunnáttu óskast á skrifstofu nú þeg-
ar. Einhver bókhaldsþekking æskileg. — Tilboð
ásamt kaupkröfu sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtu-
dagskvöld, merkt: „Skrifstofustúlka — 7132“.
Unnið úr heimildarritum
Geirs Sigurðssonar
Frá Alþingi:
Tvö frumvörp um
síldarútvegsnefnd