Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNULAÐIÐ Miðvikudagur 1. nóv. 1961 :■ 1 i ; SIÐUSTU hljómarnir úr Carneval eftir tékkneska tón- skáldið Dvorak fyllti sal Há- skólabíós, hljóðfæraleikararn- ir knúðu hljóðfæri sín til hins itrasta, strengjahljóðfæri sem biásturshljóðfæri, trommuleik arinn barði bylmingshögg í trumbur sínar — og hljóm- sveitarstjórinn gaf merki með taktstokknum um að verkinu væri lokið. Það var Sinfóníu- hljómsveitin sem var að ljúka hljómleikum, er hún hélt fyrir nemendur úr 2- Og 3. bekk gagnfræðaskólanna í Reykja- vík, undir stjóm Jindrich Rohan. Húsfyllir var í bíóinu, skólaæskan hlustaði hugfang- in á klassisk verk þýzkra, rússneskra og tékkneskra snillinga, ásamt kennurum sín um. Aður hafði Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, flutt ávarp og Bjarni Guðmunds- son, blaðafulltrúi kynnt verk- in, sem leikin voru, og sagt- Eiður Hilmarsson. Guðjón Einarsson, Sigurður Kristjánsson, Jón Magnússon og Jiihannes Hexgason: — Músíksmekkurinn breytist eftir því sem líður á daginn. (Ljósmyndir tók Sveinn Þörmóðsson). Æskufdlk á skdlahljúmleikum segja okkur hver eru eftirlæt- is tónskáld ykkar? — Beethoven. svarar Jó- hannes um hæl. Kristinn hugs- ar sig um nokkra r1"'id, en svarar síðan: — -r.... jað sé ekki Mozart. ★ Kennararnir voru ekki að flýta sér eins mikið og ungl- ingarnir. Við hittum nokkra útiá gangstéttinni: Helga Þor- láksson, skölastjóra í Voga- skólanum, Hjört Guðmunds- son og Þorstein Eiríksson, kennara í sama skóla. Helgi Þorláksson kvað að- sókn ur sínum skóla vera mjóg góða, eða um 80%. Nemendurn ir hefðu sýnt meiri áhuga á h'.jómieikunum en hann hefði gert ráð fyrir og hagað sér mjög vel meðan á þeim stóð. Aðe,ns eina athugasemd vildi han:i gera, og það væri að haixn nefði kosið að hljóðfær- in væru kynnt meira en gert heíði verið á þessum hljómleik um. ★ Hljómsveitarmennirnir fóru nú að tínast út úr bíóinu og náðum við tali af hljómsveit- arstjóranum, Jindrich Rohan, er hann var að stíga upp í bif- reið. Rohan sagðist vera mjög glaður yfir því hve ungling- arnir hefðu tekið tónleikunum vel. — Það er skemmtilegt að leika fyrir æskufólk sagði hann, og vona ég að haldnir verði sem flestir tónleikar fyr- ir það. ★ Að síðustu hittum við að stuttlega frá hljóðfærunum. Þetta voru fyrstu skóla- hljómleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, sem útvarpsráð, í samráði við framhaldsskóla og æðri skóla í Reykjavík, efnir íil í vetur. ★ Fréttamenn Morgunblaðsins og ljósmyndari biðu eftir ung- mennunum í forsal bíósins, í þeirri von að eitthvert þeirra gæfi sér tíma til að rabba svo- litla stund við þá um tónlistar- áliuga ungs fólks. En unga fólk ið var á hraðri ferð, hljóp við fót út fórsalinn og var horfið eftir örskamma stund, enda höfðu margir eytt hluta af mat artíma sínum í að hlusta á hijómleikana og áttu að vera mættir i skólann aftur upp úr hádeginu. (Þess skal getið til skýrxngar, að hljómleikarnir voru haldnir kl. 11,30—12,30). ★ I fatageymslunni stönzuðum við ljóshærðan pilt, Jón Torfa Jónsson, nemanda í Hagaskól- anum: — Hvernig þóttu þér hljóm- leikarnir? — Mjög góðir, sagði Jón Torfi, augsýnilega stórhrifinn. Eg tek klassiska músík langt fram yfir djass og er ákveðinn í að fara á næstu hljómleika, sem haldnir verða eftir hálfan mánuð. 1 sama streng tók vinur hans Jón Antonsson: — Þetta er hræódýrt, sagði hann, kostar aðeins tíu krónur fyrir tvenna tónleika. Það fóru flestir í mín um bekk. — Spilið þið á eitthvert hljóðfæri strákar? — Nei, ekki gerðu þeir það. — Eg var langhrifnastur af síð asta verkinu, sagði Jón Torfi, þó öll væru þau skemmtileg út af fyrir sig. Við rákumst á Agústu Sig- urðardóttur, Rannveigu Hjalta dóttur og Lilju Sörladóttur við stigann. — Hrifnar, nei ekkert sérlega. Djass og danslög væru nú ólíkt skemmtilegri. —I hvaða skóla eruð þið? — I Austurbæjarskólanum. — Gvöð, þig eruð þó ekki frá blöðunum, jú, sjáið þið bara, það er allt skrifað niður sem við segjum, gall í einni. — Nei, þá held ég hypji mig, kvað önnur við. . ★ Fimm strákar úr Hagaskól- anum stóðu í hóp upp við sæl- gætisborðið, sem er í miðjum forsalnum. Það var galsi í þeim — hvOrt sem það vax nú músíkinni, blaðamönnunum eða sæigætinu að kenna. — Þetta var alveg draumur, sagði einn þeirra. Eg hugsaði um það allan tímann hvað það væri gott að sofa . . . — Gott að sofa, ekki nema það þó. Eg hugsaði um það Arni Kristjánsson, Jindrich Rohan, Fritz Weisshappel og Ingólfur Guðbrandsson fyrir '"•iskólabíóið. Kristján t. v. og Jóhann t.h. lætistónskáldin. Helga t. v. og Rósa t. h. f fyrsta skipti á sinfóníutónleikum. allan tímann hvað það væri skemmtilegt ef hljómsveitin íæri að spila djass ... — Eruð þið frá ykkur, strák ar, að segja þetta, sagði sá sem var þeirra hæstur vexti. — Það er ekkert að marka þennan, hann spilar nefnilega á píanó, eintóma klassíska músík. Það var Sigurður Krist jánsson sem talaði. — Eg spila stundum á trommur, bætti hann við. — Hann er bráðflínkur á trommurnar. — Er langt síðan þú byrjað- ir að læra á píanó, spyrjum við þann hávaxna, sem reyndist heita Jóhannes Helgason. — Svona 5—6 ár, annars spila ég lítið nú orðið, ætla að hvíla mig á spilamennsk- unni um tíma. — Að hvernig músík gezt ykkur bezt, piltar? — Klassískri á daginn, dans lögum a kvöldin, svöruðu þeir einróma. Smekkurinn breytist eftir því sem líður á daginn. Bcethowen og Mozart eftir- Tvær stúlkur úr Hagaskól- anum, Rósa Jóhannsdóttir og Helga Gunnarsdóttir, biðu eft- ir stöllum sínum við dyrnar. Spurðum við þær hvernig þeim hefði þótt tónleikarnir: — Mér þótti gaman, svör- uðu þær í kór. En þetta var í fyrsta sinn, sem þær fóru á sinfóniutóníeika. — Hafið þið áhuga á sígildri tónlist? — Já, sagði Helga, en Rósa sagðist hafa meiri áhuga á dægurlögum. Samt bjóst hún við að áhugi hennar á klass- ískri tónlist myndi aukast, ef hún sækti fleiri slíka tónleika og stúlkurnar voru báðar ákveðnar í að sækja þá næstu. Kristján Steinsson og Jó- hannes Björnsson, sem báðir eru í öðrum bekk Hagaskól- ans, voru mjög ánægðir með tónleikana. — Hafið þið farið á sinfóníu tónleika áður? — Já, já oft, svöruðu þeir báðir. — Þið hafið þá áhuga á sí- gildri tónlist? — Já. — Er hann almennur meðal bexkjasystkina ykkar? — Ja, hann er töluverður, en þó ekki eins mikill og æski- iegt væri. — Hvernig sóttu þau þessa tónleika? — Það komu flestir, en fleiri hafa kannski komið af forvitni en áhuga á tónlistinni. — Hvernig líkar ykkur þessi nýbreytni? — Mjög vel, við hugsum gott til næstu tónleika og finnst þeir mættu gjarna vera fleiri. — Viljið þið svo að lokum máli Ingólf Guðbrandsson, söngmálástjóra, sem hefur skipulagt hljómleikaferðina 1 skólunum í samráði við skóla- stjóra og kennara gagnfræða- skólanna. Undirtektirnar urðu mjög gór ar, sagði Ingólfur; í mörgum deildum alveg 100%, í flestum skólum 80—90%. Bezt var þátt takan í Kvennaskólanum, Vogaskólanum og Landsprófs- skólanum við Vonarstræti. Þátttakan var svo mikil, að endurtaka verður hljómleik- ana á morgun á sama tíma. Eg tel ao mjög vel hafi verið af stað farið og vona að fram- haldið verði ekki síðra. Jón Torfi: — Akveðinn að fara aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.