Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 2
z MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. nóv. 1961 Yfir 50 megalestir vegna mistaka Övæntar upplýsingar Krúsjeffs um helsprengjuna Moskvu, 31. okt. (NTB/Reuter) ÞAD er haft eftir „kommún- ískum heimildum“ hér, að Krúsjeff forsætisráðherra hafi í lokaræðu sinni á flokksþingi kommúnista upp lýst, að vegna mistaka sov ézkra vísindamanna hafi sprengikraftur helsprengjunn ar við Novaja Semlja í gær orðið meiri en 50 megalestir. — Ummæli Krúsjeffs eru hin fyrstu, sem fram hafa kom- ið í Rússlandi um sprenging- una — og vöktu upplýsingar hans um mistök vísinda- mannanna og stærð sprengj- unnar mikla athygli og furðu margra. Krúsjeff sagði, að ætlunin hefði verið að sprengja 50 Sjómenn möt- mæln spreng- ingum Rússn Á FUNDI stjórnar og trún- aðarmannaráðs Sjómannafé- lags Reykjavíkur er haldinn var 30. október 1961, voru samþykkt mótmæli þau, er hér fara á eftir: Stjórn og trúnaðarmanna- ráð Sjómannafélags Reykja- víkur samþykkir eindregið að mótmæla neðansjávar- sprengingum Sovétríkjanna er gætu stofnað fisksölumögu Ieikum okkar fslendinga í voða og þá jafnframt afkomu möguleikum þjóðarinnar. Þá mótmælir stjóm og trúnað- armannaráð jafnframt spreng ingum hinna risastóru kjarna sprengja er sovétríkin hafa sprengt í háloftunum og bend ir á, að svo gífurleg geislun- arhætta stafar af þessum sprengingum, ef áfram verð- ur haldið- að eytt gæti öllu lífi á jörðu. HLÍF MÓTMÆLIR 1 Seint í gærkvöldi fékk blað ið þær fregnir af fundi, sem Hlíf í Hafn-arfirði hafði haldið. að þar hefðu einnig verið samþykktar vítur á Rússa fyr ir kjarnorkusprenginguna stóru í gærmorgun og lýst yfir andúð á kjamorkusprenging- um hver sem þær fremdi. ALÞINGIS Á fundi Sameinaðs þings í dag kl. 13:30 er dagskrá þessi: 1. Fyrirspurn: öryggisráðstafanir á leiðinni Rvík—Hafnarfjörður. — Ein umr. — 2. Innlend kornframleiðsla, þáltill. — Hvemig ræða skuli. — 3. Verndun hrygningarsvæða, þáltill. — Hvemig ræða skuli. — 4. Viðurkenning Sambandslýðveldisins Þýzkalands á 12 mílna fiskveiðilögsögu við — Hvernig ræða skuli. — 5. Samkomulag um af- stöðu Færeyja til handfæraveiða við ísland, þáltill. — Hvemig ræða skuli. — 6. Síldarleit, — Ein umr. — 7. Jarð hitaleit og jarðhitaframkvæmdir, þál- till. — Ein umr. — 8. Tjón af völdum vinnustöðvana, þáltill. — Ein umr. — 9. Kaup Seðlabankans á víxlum iðnað arins, þáltill. — Ein umr. — 10. Verð trygging lffeyris, þáltill. — Ein umr. 11. Verndun fiskistofna við strendur íslands, þáltill. — Ein umr. — 12. Kísligúrverksmiðja við Mývatn, þáltill. — Ein umr, megalesta sprengju, eins og áður hefði verið boðað. — En vísindamenn okkar mis- reiknuðu sig, sagði hann, og því varð sprengikrafturinn enn meiri. Svo bætti hann við í gamansömum tón: — Ég býst samt ekki við, að ástæða þyki til að refsa þeim fyrir þetta —■ og ég er þeim ekki reiður. Vöktu þessi um- mæli mikil fagnaðarlæti, og kváðu við hlátrasköll í þing- salnum. Kommúnistafor- ingjar fara utan LAUGARDAGINN 21. þ. m. héldu tveir framamenn ís- lenzkra kommúnista. þeir Brynjólfur Bjarnason og Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, til Kaupmanna- hafnar. Ekki er Mbl. kunnugt um hvert þeir félagar hafa haldið frá Kaupmannahöfn, en þess skal getið að á sunnu- dögum fljúga flugvélar SAS frá Kaupmannahöfn til Moskvu. Þessi sérkennilega mynd var tekin á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar í ágúst sl., áður en mörkunum var alveg lokað með tveggja metra háum múrveggjum. Hún sýnir austur-þýzkan hermann sem notaði tækifærið og hljóp yfir gaddavírsgirðinguna til að biðja hælis í Vestur-Berlín. Tveir flóttamenn frá Berlín ta!a hér 1 KVÖLD koma með flugvél Loftleiða frá Hamborg tveir flóttamenn frá Austur-Berlín og munu þeir kynna íslending um Berlínar-vandamálið á fundi í Tjarnarbíói annað kvöld kl. 8:30, og er öllum heimill ókeypis aðgangur að honum. Annar flóttamannanna |er kvenlæknir. dr. med. Ingrid Podlesch, en hinn er austur- þýzkur verkamaður, Wismach að nafni. Hafa báðir þessir flóttamenn búið í Austur- Berlín til skamms tíma. er flúðu yfir til vesturhlutans áður en mörkunum var endan lega lokað með múrveggjum og gaddavír. Flóttamennirnir koma hing að á vegum „Samtaka um vestræna samvinnu“ og félags ins „Varðberg", sem standa að fyrirlestrinum annað kvöld. Er ekki að efa að marga muni fýsa að heyra frá fyrstu hendi lýsingu á því sem raun- verulega hefur gerzt í Berlín síðustu mánuðina, bæði að því er varðar ástandið í Austur- Berlín, kjör og framtíðarhorf ur flóttafólksins í Vestur- Berlín og væntanlega mögu- leika á lausn þessa erfiða vandamáls. -4' Mótmælaaldan rís gcgn Rússum um alBan helm I ÞANN mund sem óljósar fregnir bárust út tun það í gær, að Rússar hefðu enn sprengt stóra kjarnasprengju (sjá aðra frétt), fréttist um öflug mótmæli og fordæm- ingu á helsprengjunni sl. mánudag frá flestum lönd- um heimsins, sem ekki lúta kommúnistum. — í mörgum borgum voru farnar fjöl- mennar mótmælagöngur — þar á meðal í Osló og Kaup- mannahöfn — og blöð og stjórnmálaleiðtogar lýstu harmi og vonbrigðum vegna algers kæruleysis sovét- stjómarinnar um líf og heilsu fólks um víða veröld. A „Ólýsanleg reiði“ Tókíó: — í persónulegri orð sendingu til Krúsjeffs, sagði Ikeda m. a., að helsprengja Rússa hafi „vakið ólýsanlega reiði og vonbrigði með japönsku þjóðinni". — Ikeda skírskotaði til yfirlýsinga Krúsjeffs um nauðsyn friðsamlegrar sambúð- ar, „en með hinum síðustu, til- litslausu aðgerðum yðar, hafið þér troðir friðarvonir mann- kynsins undir fótum — og af- hjúpað stefnu Sovétríkjanna sem valdbeitingarstefnu". Nýja Dehli: — Nehrú lýsti því enn yfir, að sig hryllti við hinum skelfilegu sprengingum. Hann kavðst ekki vita, hvaða afleiðingar þær kynnu að hafa, — en ég óttast, sagði hann, að „kynslóðír framtíðarinnar kunni að fæðast vanskapaðar og sjúk- ar“. Nehrú sagðist ekki geta fallizt á þær röksemdir Rússa fyrir sprengingunum, að þær væru nauðsynlegar til verndar borgurum Sovétríkjanna. Ottawa: — Diefenbaker, for- sætisráðherra Kanada, sagði við fréttamenn, að Krúsjeff hefði sýnt eindæma tillitsleysi við mannkynið allt. ár Pólitískt ógnarvopn Wellington: — Holyoake, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði m. a., að það væri sízt að undra þótt fólk fylltist skelf- ingu. —• Tilraunir þessar þjóna engum hernaðarlegum tilgangi, sagði hann, — heldur eru þær hugsaðar sem pólitískt ógnar- vopn. Rómaborg: — Ríkisstjórnin hefir mótmælt sprengingunum formlega í orðsendingu til sovét- stjórnarinnar, og lýst því yfir, að þær feli í sér geigvænlega hættu fyrir fólk víða um heim. — í mörgum borgum Ítalíu fóru stúdentar í fjölmennar mót mælagöngur í dag. Jerúsalem: — Hinn frægi rit- höfundur og heimspekingur Martin Buber, sem nú er 83 ára gamall ( hann þótti af sum- um líklegur til Nóbelsverðlauna í ár), gagnrýndi tilraunaspreng- ingarnar hörðum orðum í út- varpsávarpi — og skoraði jafn- framt á stjórnmálamenn heims- ins að hætta að leika sér að eldinum. Hann bað menn freista þess að komast að samkomu- lagi, þar sem tekið væri tillit til raunverulegra hagsmuna fólksins bæði í austri og vestri. — Hér er ekki nema um tvennt að velja, sagði heimspekingur- inn: samninga, þar sem sérhver aðili er tilbúinn að slá af kröf- um sínum — eða sjálfsmorð mannkynsins. Kyndlar og svört flögg Kaupmannahöfn: — Um 700 stúdentar mótmæltu sprengju- tilraunum Sovétríkjanna úti fyr ir Hafnarháskóla í dag. Osló: — Fjöldi fólks safnað- ist saman við sovézka sendiráð- ið í dag til þess að bera fram mótmæli gegn helsprengjum Rússa. Bar fólkið logandi kyndla og svört flögg. Allt fór fram með friði og spekt. London: — Fulltrúi í sendi- ráði Sovétríkjanna tjáði mót- mælagöngu, sem kom að sendi- ráðinu, að helsprengjan á mánu dag hefði að líkindum verið síð- asti liðurinn í tilraunum Rússa að sinni. (Hefði hann þó átt að vita um síðustu sprengingarnar í gærmorgun). —★— Eins og fyrr er ekki orð að frétta af viðbörgðum fólks í kommúnistaríkjunum — enda hefir því hvergi verið skýrt frá þessari umræddu sprengju — fremur en öðrum tilraunum Sovétríkj anna undanfarna tvo mánuði. Komu til að rann- saka norðurljósin Frakkar á /erð i „fljúgandi virki f FYRRINÓTT komu hér nokkrir vísindamenn frá París. fljúgandi í fjögurra hreyfla sprengiflugvél, B 17, frá seinna stríðinu, en sér- staklega útbúinni. í fyrstu héld- um við að þeir væru komnir til að skoða Öskjugos, en er við náðum í þá seint í gærkvöldi, þegar þeir komu úr flugferð. kom í Ijós að þeir höfðu engan áhuga á eldgosum, heldur höfðu þeir verið að elta norðurljós um himininn. og gera stjörnufræði- Iegar athuganir. Foringi leiðangursoins var Fransmaðurinn M. Barbie frá Observatoire de Paris og með honum var Mr. Roach frá „The Bureau of Standards" í Colorado, og tveir aðstoðarmenn þess fyrr- nefnda, auk áhafna flugvélarinn ar. Flugvélin er frá Landfræðl- rannsóknarfélaginu franska, og hefur verið breytt til athugana á himingeimnum og til að vinna að kortlagningu á löndum. í henni eru allskyns mælitæki og á henni hvolfþak úr sveigjugleri, svo að betri aðstaða sé til athug- ana á himingeimnum. M. Barbie kvaðst hafa verið við rannsóknir víða, bæði í Suð. ur-Afríku, í heimskautalöndun- um og víðar. Mr. Roaoh hefur oft unnið með honum í Frakklandi, og sameiginlega gerðu þeir út þennan leiðangur til athugana á norðurljósimum og næturhimn- inum hér norður fná. Þeir félagar voru ánægðir með norðurljósin sem þeir sáu í gær- kvöldi Þeir flugu langt suður fyrir ísland og norður fyrir, gerðu mælingar. og ætluðu að snúa við til Parísar í morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.