Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVTSBLAÐÍÐ Miðvikudagur 1. nóv. 1961 Erum fluttir að HRINGBRAUT 121 (vesturenda) Blikksmiðjan Sörli sf. Sími 10712 Pianette frá Louis-Zwicki maghogny-kassa, sem nýtt, til sölu. — Verð kr. 28 þús. — Uppiýsmgar í síma 24655. Ný íbúð til sölu Til sölu ný, fullgerð íbúð á 3. hæð í sambýlishúsi við Stóragerði. Er í vestur enda hússins. Innrétting með því bezta, sem gerist. Á hæðinni eru 4 herbergi, eldhús með bórðkrók, bað o. fl. í kjallara 1 íbúðar- herbergi, geymsla og eignarhluti í sameign. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl, * Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími: 14314. íbúðir við Kleppsveg í sambýlishúsi við Kleppsveg eru til sölu rúmgóðar 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir á hæðum og 1 rúmgóð 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Eru seldar með tvöföldu gleri, fullgerðri miðstöð og sameign inni múrhúðaðri eða tilbúnar undir tréverk. Eru í fullgerðu hverfi með verzlunum og öðrum þægindum. Hitaveita væntanleg. Hagstætt verð, ef samið er strax. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl., Máíflutningur — Fasteignasala. Suðurgötu 4 — Sími: 14314. f’íresfone ‘F'ireáfont Tíre$fotio HJólbarðar í EFTIRFARANDI STÆRÐUM: 640x13 Kr. 1007,— 520x14 — 806,— 560x14 — 881,— 590x14 — 942,— 750x14 — 1297,— 560x15 — 927,— 640x15 — 1238,— 710x15 — 1422,— 710x15 (nælon) — 1360,— SPARIÐ Á HVERJUM KÍLÓMETRA notið Jrire$tone Auðunn Ingvarsson frá Dalseli FÁIR standa nú uppi á landi hér af kynslóð þeirri, er stóð í blóma í byrjun þessarar aldar. Önnur er risin í stað hennar, fríð og þroskamikil, vel búin til þeirrar baráttu, sem lífið krefur. Fyrir íéttum 60 árum hóf ungur bóndi búskap í Dalseli undir Eyja- fjöllum. Á skömmum tíma komst hann í röð þeirra manna, er öðr- um fremur settu svip á sveit sína og hérað. í vor kvaddi hann lífið vegmóður og feginn þeirri hvíld, sem leysir böl heimsins af hólmi. Heil öld hvarf þar sýnum. Saga Auðuns Ingvarssönar byrjaði í Neðra-Dal undir Eyja- íjöllum 6. ágúst 1869. Hann var sonur Ingvars Hallvarðssonar og íngibjargar Samúelsdóttur í Neðra-Dal. Ingvar átti föðurætt að rekja austur í Mýrdal, og er mér hún lítt kunn, en móðir hans, Ingibjörg Jónsdóttir, var af ætt Þorláks Skúlasonar biskups Og margra annarra göfugra manna. Um hana gerði Erlendur Árnason á Hlíðarenda þessa vísu: Ingibjörg er afbragðs kona af öllum talin, svöngum margan saðning gefur, sjóð á himnum geymdan hefur. Við svipaðan tón kveður í vísu Jóns Ófeigssonar skálds á Berg- vaði um Ingibjörgu og Hallvarð mann hennar: Sæmdarhjónin, sem að búa — í sæld og friði á Guð sinn trúa nú á vestra Neðra-Dal, þegar kemur ævi endi, óska ég þau bæði lendi Drottins míns í dýrðarsal. Hallvarður var mikilmenni að dugnaði og harðfengi og smiður ágætur. Ingvar, sonur þeirra hjóna, bjó. um langan aldur í Neðra-Dal, vel metinn bóndi og drengur góður. Föðurætt Ingibjargar Samúels- dóttur er alkunn. Föðurfaðir hennar var hagleiksmaðurinn Páll í Hamragörðum undir Eyja- fjöllum, sonur Arna skálds í Dufþaksholti, sonar sr. Egils Eld járnssonar á Útskálum. Börn Ingvars Og Ingibjargar, auk Auðuns, voru: Auðbjörg kona Kristófers Þorleifssonar i Stóra-Dal, Ingvar bóndi í Neðra- Dal og Jón bóndi í Borgareyrum. Sonur Ingvars og Katrínar Jón- geirsdóttur var Árni bóndi og kennari á Mið-Skála. Hálfsyst- ir Auðuns í móðurætt var Ingi- björg Jónsdóttir, sem lengi vann heimilinu í Dalseli af mikilli dyggð. Foreldrahúsin veittu Auðunni drýgst veganesti á lífsleiðinni, því skólagöngu var þá engrar völ. Tveir bændur í Dalssókn greiddu þó nokkuð götu nám- fúsra barna. Það voru þeir Jón Sigurðsson í Syðstu-Mörk og Sig- hvatur Árnason alþm. í Eyvind- arholti, er kalla má föður barna- fræðslu á íslandi. Til Sighvats gekk Auðunn einu sinni í mán- uði veturinn áður en hann fermd- ist og fékk hjá honum leiðsögn um Reikningsbók Eiríks Briem. Kom það honum að góðu haldi síðar í kaupsýslu og öðrum störf- um. Auðunn kvæntist árið 1897 Guð rúnu Sigurðardóttur á Seljalandi, glæsilegri stúlku og góðri. Voru foreldrar hennar Sigurður Sig- urðsson frá Barkarstöðum Og kona hans Margrét Sveinsdóttir. Þar dró þó skjótt ský fyrir sólu, því Guðrún andaðist 13. apríl 1899. Lét hún Auðunni eftir einn son, Markús að nafni. Lokið var þá dvöl Auðuns á Seljalandi og jarðnæði ekkert fyrir hendi undir Eyjafjöllum. Fangaráð hans varð að fá ábúð á jörðinni Neðra-Dal í Biskupstungum. Gerðist Ingi- björg systir hans þá um sinn bú- stýra hans. Hann fluttist að Neðra Dal vorið 1900 og bjó þar eitt ár við erfiðar aðstæður og óyndi. Undir Eyjafjöll flutti hann svo vorið 1901 með það 1 huga að verða bóndi í Eyvindarholti, sem þá var laust til ábúðar við brott- för Sighvats alþingismanns til Reykjavíkur. Það réðist þó á annan veg, og sama vor setti Auð- unn bú saman í Dalseli, sem þá var í þjóðbraut vestan Markar- fljóts. Ári síðar kvæntist hann Guðlaugu Hafliðadóttur frá Fjós- um í Mýrdal, mikilhæfri mann- kostakonu. Gamall torfbær var í Dalseli, er Auðunn kom þangað. Árið 1907 reisti hann þar mikið og vandað timburhús, að þá þótti, og við erfiðar aðstæður, því bygg ingarefnið var allt flutt upp í Fjallasand frá Vestmannaeyjum og síðan dregið á klyfjahestum út yfir Markarfljót. Um sömuJ mundir stofnaði Auðunn verzlun : á heimili sínu. Var hún brátt um- | fangsmikil, átti viðskiptavini um alla austanverða Rangárvalla- sýslu og víðar. Jafnframt rak Auðunn mikinn búskap í Dal- seli og bætti jörðina stórum frá því, er áður hafði verið, enda nýr tími genginn í garð. Varð heim- ilið í Dalseli brátt annasamt, gestakomur miklar árið um kring og margir, sem þurftu að fá fylgd yfir vötnin. Opinber störf hlóðust mörg á Auðun á þess- um árum, utan og innan sveitar. Húsbændur í Dalseli voru gest- risin og góð heim að sækja, Auð- unn skemmtinn og glaðvær í vina hópi og lét oft stökur fjúka. Sorg sótti Auðun heim öðru sinni 1926, er Markús sonur hans andaðist eftir skamma en stranga legu þann 22. júní. Hafði hann verið ágætlega vel gefinn og hvers manns hugljúfi. Bar Auð- unn harm eftir hann til æviloka. Sú harmabót var honum þó gef- in, að hann átti eftir 10 mann- vænleg börn, er hann hafði eign- azt með seinni konu sinni, en tvö höfðu látizt nýfædd. I öðru lagi átti hann sólarsýn kristinn- ar trúar. Áfram leið tíminn og færði Auðun og Dalsel um sinn í nokkurn fjarska frá því, sem áð- ur hafði verið. Árið 1934 var Markarfljótsbrúin tekin í notkun, Og hvarf þjóðleið þá drjúgan spöl frá Dalseli. Vinir Auðuns héldu áfram tryggð við hann, en dagar gerðust heldur dauflegri. Eftir sem áður var fylgst vel með mál um og skorinorð afstaða til þeirra tekin, nýjungum öllum fagnað Lilill gufiikelill óskast, stærð ca. 10- í síma 249S0. -15 fermetrar. — Upplýsingar fegins hugar, ef til bóta horfðu. Eg hef það fyrir satt, að Auðunn hafi eignazt fyrsta útvarpið undir Eyjafjöllum, og brautryðjandi var hann í bílaútgerð. Hann brast ekki stórhug í mörgum efnum, þótt í sumum væri hann fastheld- inn, vílaði ekki fyrir sér að fá heilan skipsfarm af timbri upp að Fjallasandi, er verzlun hans stóð með blóma. Hann var fésæll og mikill kaupsýslumaður, en bak við tjöldin gaf hann oft stór- mannlega og var staðfastur í tryggð, þar sem hann tók því. I stjórnmálum sótti hann oft fast fram, Og oft var til hans leitað með ráð og stuðning af þeim, sem á lýðhylli þurftu að halda. Eitt var fágætt í fari Auðuns og mjög mikilsvert í mínum aug- um. Hann hélt dagbækur um veður og atburði allt frá 1885 Og hélt öllum sendibréfum sínum saman og ekki út í bláinn. Hann ráðstafaði öllu því safni til mín löngu fyrir andlát sitt með það í huga, að það kæmist í góðar hend ur, hvað ég vona. Þar er nú að finna merkilegt heimildasafn, ekki aðeins í persónusögu heldur einnig í almennri sögu Rangár- þings um meira en hálfrar aldar skeið. Veri hann blessaður fyrir það. Sár harmur var enn að Auðunni kveðinn 28. des. 1941, er Guðlaug kona hans andaðist. Varð honum úr því ósárt um, þótt tekið væri að halla undan fæti Og sól senn sigin að viði. Margt var þó ódrif- ið á daga. Eg kynntist Auðunni fyrst eftir að hér var komið sögu. Aldurs- munur okkar var æði mikill, en samt maigt, sem dró til góðra kynna, ekki sízt það, að báðum þótti goct að minnast genginna daga. Auðunn mundi langt aft- ur og hafði gefið glöggar gætur því, sem á vegi hans varð. Nokk- ur v.ðskipti átti ég við hann, önnur, og báru stundum svip gam anmála, svo sem, er ég fékk þessa stöku í sendibréfi: Takmarkalaus tiltrúin til er í vitund þinni: Ein króna er inneignin í okurholu minni. Auðunn var hamingjumaður þrátt fyrir margt mótdrægt, sem á daga hans hafði drifið. Hann hófst frá örbirgð til góðra efna, sá marga óskadrauma sína frá æsku rætast og bar gæfu til að verða góðum málum að liði. Hann var stórbrotinn í gerð og þungur á bárunni, ef við erfitt var að etja, en kvaddi veröld sáttur við Guð og menn. Að álitum var hann fríður sýnum og að öllu vel á sig kominn, verklaginn og hafði góðar forsagnir á öllum hlutum. Á efstu árum skrifaði hann eitt og annað til minnis um liðna atburði, einkum frá æskualdri. Er það, ásamt vísum hans, efni í sérstakan þátt. í ársbyrjun 1955 flutti Auðunn á nýbýlið Leifsstaði í Austur- Landeyjum, sem Leifur sonur hans hafði staðið fyrir að byggja og býr nú á ásamt konu sinni, Guðrúnu Geirsdóttur. Það er vel í sveit sett, og undi Auðunn þar með ágætum hag sínum að því, ei hægt var, miðað við þverr- andi heilsu. Andlegum kröftum sínum hélt hann að kalla óskert- um til hinztu stundar. Hann and- aðist á Sjúkrahúsi Suðurlands á Seifossi hinn 10. maí í vor. Börn 'nans eru sem hér segir: Hálfdán bóndi á Seljalandi, Guðrún hús- freyja í Stóru-Mörk, Leifur á Leifsstöðum, Konráð bóndi á Búð arhóli, Margrét húsfreyja í Fljóts hlíðarskóla, Hafsteinn bifreiðar- stjóri í Reykjavík, Ólafur bifreið- arstjóri sama stað, Valdimar bif- reiðarstjóri sama stað, Ingigerð- ur skrifstofustúlka sama stað, Guðrún húsfreyja sama stað. Eg kveð vin minn Auðun með kærri kveðju og þakka honum góð kynni og marga notalega stund. Skógum, 7. okt. 1961 Þórður Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.