Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 6
6 MOR'GftNBlVA Ð1Ð Miðvikudagur 1. nóv. 1961 »1 Kviksandur", leikrit um eiturlyfjanautn — er fyrsta verkefni Leikfél. Rvikur Gunnar Ragnars, Asgerður Höskuldsdóttir gluggaútstillingarstúlka og Björa Pétursson, verzlunarstjóri, vinna að uppsetningu bókasýningarinnar dönsku. Dönsk bdkasýning opnuð í vikunni — Er hún í umsjá þinni, Gunnar? — Bókaverzlun Sigfúsar Ey mundssonar hefur veg og vanda af sýningunni, en ég og Björn Pétursson, verzlunar stjóri, höfum umsjón með upp- setningu hennar. NÆSTKOMANDI fimmtudag verður opnuð sýning á dönsk- um bókum í bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar í Austur- stræti. Taka þátt í henni átta dönsk bókaforlög: Forlaget Fremad, Gyldendal, Hassel- balch, Carrit Andersens For- lag, P. Haase & Söns Forlag, Jespersen og Pios Forlag, Hassing Forlag og Schönberg. 7—800 titilar Þegar blaðamður Morgun- blaðsins leit inn í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í gær, voru þar á borðum fjallháir hraukar af bókum og var Gunnar Ragnars önnum kaf- inn við að raða þeim inn í hill ur. — Sýningin verður innst inni í búðinni, eða í suðaustur horni hennar, og búumst við jafnvel við að þurfa að taka nokkrar hillur á austurveggn um undir sýninguna. A sýn- ingunni verða milli 7 og 800 titlar, um þrjú eintök af hverri bók, þannig að heildartala bókanna er á þriðja þúsund. Bækurnar verða til sölu. — Hvað er markt merkra bóka? — Þetta er að mestu leyti fagurfræðilegar bókmenntir, mikið af þýðingum en einnig töluvert eftir danska höfunda. Til dæmis má nefna Gylden- dals-útgáfuna af Islendinga- sögunum, einnig þýðingar á bókum Laxness, Gunnars Gunnarssonar og Kristmanns Guðmundssonar. Kennir margra grasa Annars kennir hér margra grasa, eins og sjá má: ævisög- ur frægra málara, skreyttar listaverkum, kokkabækur, ljóðabækur, o. s. frv. Sérstök athygli skal vakin á bóka- flokki frá Hasselbalch. Þær bækur eru litlar Og ódýrar og fjalla um 19. aldar bókmennt- ir. Þær eru ýmist þýddar eða eftir danska höfunda. AUs hefur Hasselbaloh gefið út yf- ir hundrað titla í þennan bóka flokk, en því miður höfum við þær ekki allar, því margir eru löngu uppseldir. Þá eru hér átta bindi af verkum Steinbecks og eru þau seld saman og kosta um 900 krónur. Hér er „Den anden verdenskrig" eftir Churchill, margar bækur eftir Peter Freuchen, Bör Börsson eftir Falkeberget, „Min vej til Ber- lin“ eftir Willy Brandt, bók rituð af H. C. Hansen um Hans Hedtoft, Ijóðabækur eftir Jo- hannes V. Jensen og Frank Jæger, að ógleymdu ævintýra- safni H. C. Andersens. Hér er einnig mjög vönduð bók, „Kulturhistorie" eftir Hartvig Frisch, en hún tilheyr- ir nú ekki sýningunni, þar sem hún er gefin út af Politiken. — Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bókasýning er haldin í þessum húsakynnum? — Nei, nei, við höfðum norska bókasýningu í vor, en þessi er töluvert stærri. FYRSTA verkefni Leikfélags Reykjavíkur á 65. starfsári þess, leikritið „Kviksandur“ eftir Mic- hael Vincente Gazzo. verður frumsýnt n.k. fimmtudag. Er þetta 261 verkefni félagsins síð- an það hóf starísemi sína 11. jairúar 1896. —★— 65. starfsár Leikfélagsins hófst 1. okt. með sýningu á gaman- leiknum „Sex eða sjö“, en hann var frumsýndur s. 1. vor og þá sýndur 11 sinnum. Hefur leikur- inn verið sýndur fjórum sinnum í haust, en hlé varð á sýningum hans vegna utanfarar eins leik- andans. Vcrða sýningar hafnar á ný er hann kemur heim. Á ‘þessu hausti hefur félagið einnig sýnt „Allra meina bót“. nokkr- um sinnum. —★— Hið nýja viðfangsefni „Kvik- syndi“ eftir Grazzo, fjallar um eitt af vandamálum mannkyns- ins, eiturlyfjanautn. Ungur maður, sem ný kominn er úr hernum og hefur orðið eiturlyfjunum að bráð. Lýsir leik urinn samskiptum hans við fjöl- skyldu sína annars vegar og eit-> urlyfjasala hins vegar. Leikendur eru níu og fara Steindór Hjörleifsson, Helga Bachmann og Gísli Halldórsson með aðalhlutverkin. Önnur hlut- verk eru í höndum Brynjólfs Jó- hannessonar, Helga Skúlasonar. Erlings Gíslasonar, Birgirs Bryn jólfssonar, Bryndísar Péturs- dóttur og Richards Sigurbaldurs- sonar. Leikstjóri er Helgi Skúlason, Ásgeir Hjartarson þýddi leikinn og leiktjöld málaði Steinþór Sig- urðsson. , Talið frá vinstri: Brynjólfur, Gísli, Steindór og Helga í hlutverkum sinum. * Enn um ókurteisi kennara Velvakanda hefur borizt bréf frá menntaskólanemanda í Reykjavík, sem kvartar undan ókurteisi sumra kenn- ara. Hann hafi verið ýmsu vanur hvað snerti framkomu ýmissa gagnfræðaskólakenn- ara, en hann hafi búizt við meiri kurteisi „þarna efra, þar sem allir verða að þér- ast og mikils er krafizt af nemendum hvað við víkur kurteisi og umgengnisvenj- um“ — enda gefin sérstök hegðunareinkunn. — Tekur hann sem dæmi, að í upphafi skólaárs hafi einn kennarinn geystst inn úr stofudyrum hjá nýjum nemendum, varla gefið þeim tíma til að rísa úr sætum í heiðursskyni (eins og til er þó ætlazt), ekki virt þá viðlits, ekki boðið góðan dag eða þakkað þeim fyrir að rísa á fætur, ekki beðið nemendur um að setjast aft- ur, heldur sagt án þess að kynna sig: Eg á víst að kenna ykkur...., þið eigið að kaupa þessar bækur.... Síðan hafi hann gengið út án þess að kveðja eða líta til hægri eða vinstri. Velvakanda skilst á bréf- inu, að slík framkomulýsing eigi við fleiri kennara, enda segir nemandinn, að þótt þessir menn séu e.t.v. há- menntaðir og umtalaðir og búist við, að allir þekki sig, ’þá sé það samt ekki nema almenn kurteisi að kynna sig fyrir fjölmennum nemenda- hópi, sem þeir ætla að vinna með daglega í heilan vetur. Einnig sé óþægilegt að geta ekki svarað þeirri spurningu, hverjir kenni manni tiltekn- ar námsgreinar. Velvakandi vonar, að kenn- arar skilji, að hrokafull ple- bejaframkoma er sízt til þess fallin að innræta nemendum kurteisi eða virðingu fyrir ítroðslumeisturunum. • Farið yfir ffötu E. S. sendir Velvakanda línu og ræðir um það m. a., hve ógætnir göngumenn fari sér oft að voða í umferðinni. Segir hann frá dæmi, sem hann varð sjónarvottur að á horni Nóatúns og Laugaveg- ar. Stór vörubíll á Nóatúni beið við gatnamótin, vegna þess að götuvitinn sýndi /■ 1 rautt, en við hlið hans vest- an götunnar tvísteig maður, sem þurfti auðsjáanlega að komast yfir. Bílfjandinn stóð nú þama í vegi fyrir honum, en þarna og hvergi annars staðar virtist hann geta farið yfir. Ekki var hægt að fara í gegnum bílinn, nokkuð ó- þægilegt að fara yfir hann, því að bíllinn var hár, líklega fært að skríða undir hann, en ekki virtist maður- inn ánægður með þá lausn á þessum vanda. Fyrir fram- an bílinn var hvít rönd mál- uð á götuna og gangbrautin greinilega afmörkuð með stál bólum þvert yfir götuna. Þar gat hin gangandi ekki farið yfir, og heldur ekki fyrir aftan bílinn, þó nóg væri rúmið þar. Nei, hann skyldi yfir þar sem bíllinn stóð og hvergi ella. Tíminn leið án þess að göngumaður fyndi neina lausn á sínum vandræðum, svo kom gult ljós og síðan grænt. Þá ók vörubíllinn af stað og aðrir bílar í slóð hans, en þá var tími hins gangandi kominn.“ Ganaði hann nú út í umferð- ina og dansaði þar á milli bifreiðanna góða stund, áður en honum skolaði einhvern veginn (þá algerlega tauga- biluðum) á land hinum meg- in, en bílstjórar lofuðu sig sæla fyrir að hafa getað sveigt fram hjá þessumsprell andi angurgapa. — Segir síð- an í bréfi E. S., að slíka menn eigi ekki síður að hirta en óvarkára bílstjóra. — í þessu tilviki virðist hafa verið um furðu algengt fyrirbæri að ræða: vegfaranda, sem ber ekkert skynbragð á umferð- arreglur, jafneinfaldar og auðlærðar og þær ættu þó að vera hverjum þeim, sem á annað borð hættir sér út fyrir dyr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.