Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. nóv. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 VÍK, 30. október. — Um s.l. ihelgi gerði ofsaveður hér í Mýrdal. Gekk hann á með norðaustan stormi aðlaranótt laugardags og síðari hluta dagsins var komin slyddu- rigning. Þá gránaði niður und ir byggð í fyrsta sinn á haust- inu. Aðfaranótt sunnudags og á sunnudag hélzt sami storm- ur, en kólnaði og úrkoma jókst. Síðari hluta sunnudags gekk á með slydduéljum og ofsastormhrinum. Á mánudag íhafði veðrið lægt, en nokkur glæra er enn sums staðar á vegum. Þakjárn oe símastaurar fuku Nokkur spjöll urðu í þessu veðri. Á bænum Reyni fuiku nokkrar járnplötur of þaki, en ifólki á bænum tókst að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Síðari hluta sunnudags, þegar veðurhæðin var einna mest, rofnaði símasambandið við Reykjavík. Við athugun kom Veöurofsi í Mýrdal - flugvél fauk í Ijós, að a. m. k. fjórir síma- staurar höfðu brotnað við ána Klifandi og tíu staurar aðrir liggja á hliðinni að meira eða minna leyti. Viðgerð er þegar hfain á símanum. Hana annast viðgerðarflokkur frá Selfossi. Flugvél fauk Á laugardag lenti lítil tveggja sæta flugvél af Super- Cub gerð á sjúkraflugvellin- um við Vík. Flugmaðurinn, Björn Jensson, hafði flögið til Öskju við annan mann til þess að fylgjast með gosinu þar. Allt gekk vel, þar til á heim- leið. Þá neyddist flugvélin til að lenda hér vegna veðurs. Reynt var að verja vélina á vellinum, en í mesta vðeurofs- anum á sunnudag fauk hún til og skemmdist talsvert. —★— Flugu í blirrdþoku MBL. átti í gær tal við Jón Arason, lögfræðing, sem var með Birni Jenssyni í flugvél- inni. Sagði hann. að þeir héfðu lagt af stað heimleiðis frá Öskju um hádegisbilið á laugardag. Skall þá á niða- Hér er mynd af flugvél- inni, sem fauk í ofviðrinu é flugvellinum við Vík í Mýrdal á sunnudaginn var, þótt hún væri vand- lega njörvuð niður. (Ljósm.: Öl. Þórðarsön). þoka og hvessti allverulega. Þeir flugu suður yfir unz rof- aði til og þeir komust að mestu út úr þokubakkanum. Flugu þeir með ströndinni að flug- vellinum við Vík, lentu þar og gengu til Víkur. Þar náðu •þeir í menn sér til aðstoðar, óku út á flugvöllinn og bundu vélina mmmlega niður. Hvass viðrið jókst sífellt, og þrátt fyrir tryggilegan umbúnað fauk flugvélinn á sunnudag. — Þeir félagar gistu í Vík að- faranótt sunnudags. Hélt Jón landleiðina til Reykjavíkur á sunnudag, en Björn var enn fyrir austan í gær. STAKSTEINAR Kokhraustir Moskvu- menn Kommúnistar á íslandi hafa verið þegjandalegir undanfarna daga og furðar víst engan á þvL t gær mannar Moskvumálgagn- ið sig hinsvegar upp í það að tala um fögnuð þeirra, sem hlotnazt hefur það hlutskipti að vinna að málstað heimskomm- únismans. Orðrétt segir blaðið, þegar það ræðir um þetta hlut- verk: „Xil þess þarf vígreifa sósíal- iska alþýðuhreyfingu, til þess þarf marxistiskan verkalýðs- flokk. Xil þess þarf menn, kyn- slóð eftir kynslóð, sem leggja fram ævi sína og starf og vinna allt, sem þeir mega, göfugasta málstað mannkynsins. Ekki í þeim anda, að þeir séu með því að færa dýrar fórnir, heldur með fögnuði, vegna þess þeim hlotnazt það góða hlutskipti að verja starfskröftum ævi sinnar til að vinna að slíkum málstað". Undanfarna daga hafa menn séð „göfugasta málstað mann- kynsíns" í verki, helsprengjur Rússa, uppljóstranir um samvirka glæpaforystu og fullkomna lítils virðingu fyrir öllu því, sem fagurt er og göfugt. Og sömu dagana leyfir ritstjóri með is- lenzku nafni sér að lýsa fögn- uði yfir hryðjuverkunum. .,En líka ljrautseiffju“ Og til þess að undirstrika að það séu einmitt atburðir síðustu daga, sem Sigurður Guðmunds- son á við, þegar hann ritar hin framangreindu orð, þá bætir hann við, að úrslitum ráði „líka þrautseigja þeirra og trú- mennska, ódrepandi seigla og þrek, þegar fast hefur blásið á móti“. Ábur&arverksmiðjunni falinn rekstur Áburðarsölunnar Með Jbví er bændum tryggb 100 kr. lækkun á hverja lest terlenás áburðar 1 PÍFÐRI deild var í gær tekið til 1. umræðu stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um Á- burðarverksmiðju en umræðun- um var frestað 24. okt. s.l., er venjulegur fundartími deildarinn ar var liðinn. í umræðunum upp- lýsti landbúnaðarráðherra Ing- ólfur Jónsson, að ákveðið hefði verið að fela Áburðarverksmiðj- unni h.f. rekstur Áburðarsölu rík isins frá 1. nóv. 1961 að telja, vegna þess, að innfluttur áburð- ur lækkar að minnsta kosti um 100 kr á hvert tonn með þeirri ráðstöfun. Væri ekki að efa að Áburðarverksmiðjan gæti veitt eins góða þjónustu og Áburðar- salan veitti. Þetta væri því hið mesta hagræði fyrir bændastétt ina, bændur fái ódýrari áfburð en ella og tryggingu fyrir því, að þeir geti fengið þær áburðarteg undir sem þeir óska. Af hálfu stjórnarandstæðinga tóku Einar Olgeirsson (K), Þór- erinn Þórarinsson (F) og Skúli Guðmundsson (F) til rnáls. End urtóku þeir fyrri fullyrðingar um, að fyrningarafskriftir Aburðar- verksmiðjunnar væru ólöglega háar, ráðstafanir þær, er í frv. greinir, verði til að hækka áburð arverð og gjöri dreifingu óhent- ugri bændum; en fremur skorti lagaheimild til aö fela Aburðar verksmiðjunni rekstur Aburðar- eölu ríkisins. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- tnálaráðherra lýsti þeirri skoðun sinni, að engir aðilar hefðu jafn ®óða aðstöðu og Aburðarverk- smiðjan til að annast rekstur A- burðarsölunnar. Aburðarsalan hefði verið orðinn óþarfur milli- liður, sem ekkert hefði nema auk inn kostnað í för með sér. En með því að notast við bryggju, birgðarskemmur og skrifstofu- húsnæði og starfslið Aburðarverk smiðjunnar sparaðist talsvert mikið fé til hagsbóta fyrir bænd- ur. Þá svaraði hann því til um fyrningarafskriftirnar, að í lögum samkvæmt væri Aburðarverk- smiðjunni heimilt að afskrifa um ákveðna prósentutölu, en einnig eftir því sem nauðsyn beri til.Og ef afskriftir yrðu miðaðar við innkaupsverð, en það hefur þre- faldast síðan vélar Aburðarv. voru keyptar, væri ekki mögu- legt að endurnýja vélakostinn og halda verksmiðjunni í starfshæfu ásigkomulagi. Þá upplýsti ráðherrann, að stjórn Aburðar verksm.iðj urmar hefði boðizt til að annast kaup og innflutning er lends áburðar á hagkvæmari og hentugri hátt, en Aburðarsala rík isins hefði og gæti gert. Hefði hann því skrifað stjórn Aburðar verksmiðjunnar h.f. bréf, og fer það hér á eftir: 30. október 1961. Með bréfi Aburðarverksmiðj- unnar h.f., dags. 7. f.m., býðst 1 Aburðarverksmiðjan til þess að annast kaup og innflutning á er lendum áburði á næsta vori. Jafn framt skuldbindur Aburðarverk smiðjan sig til að selja innfluttar áburðartegundir 100 kr. lægra verði hverja smálest en Aburðar sala ríkisins gerði á yfirstandandi ári, miðað við sama gengi á ísl. krónu og var á s.l. vori og að ó- breyttu innkaupsverði í erlendum gjaldeyri á þessum tegundum á burðar, sekkjuðum, frá sömu framleiðendum og keypt var af síðast og að óbreyttum vinnulaun um frá því sem nú er. Ut af þessu vill ráðuneytið hér með samkvæmt heimild í 4. gr. laga nr. 51 28. janúar 1935 fela Aburðarverksmiðjunni h.f. rekst- ur áburðarsölu ríkisins frá 1. nóiv. 1961 að telja með þeim skilyrð- um, sem að framan greinir. Samráð ber að hafa við ráðu- neytið um allar meiriháttar á- kvarðanir í sambandi við áburð arsöluna. Rekstursfé Aburðar- sölu ríkisins má ekki festa í nýj um áburðarkaupum án samþyikk is ráðuneytisins. Loks skal á það bent að ekki má leigja erlend skip til áburðar flutninga án samþykkis viðskipta málaráðuneytisins. Ingólfur Jónsson. /Gunnl. Briem Xil Aburðarverksmiðjunnar h.f. Með þessari ráðstöfun kvaðst ráðherrann vilja stuðla að því, að bændur fái sem ódýrastan á- burð. Bændur spyrja ekki um hver seldi áburðinn, heldur hvað hann kostí. Og ef mögulegt sé að tryggja, að áburðarverð lækki og þjónustan verði ekki lakari, þá séu bændur ánægðir. Þær full yrðingar Skúla Guðmundssonar, að ríkisstjórnin hafj ekki heimild til þessarar ráðstöfunar lögurn samkvæmt, væru út í hött, því beinlínis segi í lögum, að ríkis- stjórninni sé heimilt að fela SlS eða öðru fyrirtæki rekstur Aburð arsölu ríkisins, ef henta þykir. Ekki sé hins vegar unnt að leggja Aburðarsöluna niður nema sam þyk-ki Alþingis komi til, og þess vegna sé frumvarp það, sem um ræðir, lagt fram. Þannig er ekkert skorið utan af því að sýna eigi þrautseigju og ódrepandi seiglu hvað sem á gangi, ekkert megi hindra „göf- ugasta málstað mannkynsins", málstað kúgunar, morða og svika. Það er sannarlega kok- hreysti að bera þessi orð á borð fyrir blaðalesendur um þessar mundir. Málverkasýning Steinþórs AÐSÓKN hefur verið sæmileg að málverkasýningu Steinþórs Sigurðssonar, sem opnuð var í Listamannaskálanum sl. föstu- úag. og 20 myndir selzt. Verður sýningin opin fram á næstu he-Igi kl. 2—22 daglega. Verðloun fyrir visindostörf ARIÐ 1954 stofnaði frú Svanhild ur Ölafsdóttir, stjórnarráðsfull- trúi, sjóð til minningar um föður sinn, dr. Ölaf Daníelsson, og eig inmann sinn, Sigurð Guðmunds- son, arkitekt. Nefnist sjóðurinn „Verðlaunasjóður dr. phil. Olafs Daníelssonar og Sigurðar Guð- mundssonar, arkitekts". Tilgang ur sjóðsins er m.a. að verðlauna íslenzkan stærðfræðing, stjörnu- fræðing eða eðlisfræðing, og skal verðlaunum úthlutað án um- sókna, en þau nema 20 þús. kr. Stjórn sjóðsins hefur að þessu sinni veitt dr. Trausta Einarssyni prófessor, verðlaunin fyrir vís- indastörf á sviði jarðeðlisfræði. Reykjavík, 31. október 1961 Stjórn „Verðlaunasjóðs dr. phil. Ölafs Daníelssonar og Sigurðar Guðmuindssonar arkitekts". Leifur Asgeirsson, Kristinn Armannsson, Birgir Thorla- cius. Krúsjeff orðinn spíritistl Erlendir kommúnistar hafa í sumar hlutazt til um það, að tslendingar hafa frá fyrstu hendi fengið að kynnast afstöðu heimskommúnismans til trú- mála, fullkom- ins trúleysis og flokkslegrar skyldu að berj- ast gegn trúnni, hvar sem því yrði við komið. Krúsjeff hróp- ar: „Alveg rétt“, þegar honum er tjáð, að Lenin hafi birzt og kraf izt þess að jarðneskar Ieif- ar Stalins yrðu fjarlægðar úr grafhýsi þeirra félaganna. Fé- lagi Lazurgína tjáði kommún- istaþinginu að Lenin hefði birzt sér og sagt, að sér fyndist mjög óþægilegt að liggja við hlið Stalins í grafhýsinu við Rauða torg. Rússneska blaðið Izvestía segir að þessum ummælum hafi verið tekið með dynjandi Iófa- taki og áköfum fögnuði og sjálf ur Krúsjeff kallaði fram í: „Alveg rétt“. Þessi skrípaleikur trúleysingjanna í kommúnista- flokknum er sannarlega ógeð- felldur, en í hina röndina eru þó brosleg þau tiltæki, að grípa til andatrúarinnar í baráttunni gegn trú og mannréttindum. Stalin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.