Morgunblaðið - 03.11.1961, Blaðsíða 12
12
MORGVNTtllÐlÐ
Föstudagur 3. nðv. 1961
J§0ripiír#W>it)>
CTtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: A.rni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson.
Ritstjórn: fVðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími, 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
„EITTHVERT MERKILEGASTA
ÞING"
TlJ’oskvumálgagnið birtir
ITI gær gi-ein eftir frétta-
mann sinn í Moskvu, Árna
Bergmann, um flokksþing
kommúnistaflokksins. Kenn-
ir þar margra grasa, þótt
sneitt sé hjá því, sem ís-
lenzka lesendur fýsir mest
að heyra, þ.e.a.s. hver hafi
verið afstaða fulltrúa komm-
únistaflokksms á íslandi á
þessari endemis samkomu,
sem Árni Bergmann segir
hafa verið „eitthvert merki-
legasta þing flokksins“.
Greinarhöfundur getur þess,
að erlendir gestir hafi flutt
kveðjur. Orðrétt segir hann
í lok greinarinnar:
„Erlendir gestir hafa marg
ir flutt ávarp og hrósað
hinni nýju stefnuskrá, enda
er skjalið gagnmerkt og
margir íhaldsmenn hræddir
við það.... Þessum erlendu
gestum hefur verið vel fagn-
að og þó engum sem Blas-
roca, fulltrúa sameinaðra
byltingarsamtaka Kúbu, en
hann flutti beztu kveðjur frá
því hugprúða Kúbufólki og
sjálfum Fidel. Þá var mikið
klappað“.
Ekki er í greininni skýrt
frá því, hvort mikið hafi ver-
ið klappað fyrir ræðu full-
trúans frá íslandi, né heldur
hvers efnis hún hafi verið,
en með hliðsjón af hinum
tilgreindu orðum, virðist hún
þó hafa byggzt á „hrósi“. —
Hvergi er þess* heldur getið
að gagnrýni hafi gætt á for-
ystu heimskommúnismans,
en hinsvegar segir að minni
spámenn hafi tekið undir á-
sakanir á albanska kommún-
istaflokkinn, þegar Krýsjeff
hafði úthrópað hann.
Bergmann hælist yfir því,
að „þing kommúnistaþings
Ráðstjórnarríkjanna fari
fram í mjög föstu formi“. —
Telur hann síðan upp ýmiss
stórmenni, sem taka til máls
Og erlenda gesti, en hvergi er
á það minnzt að þingfulltrú-
um almennt gefist tækifæri
til að láta í ljós skoðanir sín-
ar. Þeirra hlutverk er sýni-
lega það eitt að klappa.
HELRYK SÖSIAL-
REALISMANS
Og enn segir í fyrrnefndri
grein, þegar rætt er um
listir og bókmenntir:
„Fúrtseva sagðF um lista-
gagnrýnina að hún ætti
að vera hlífðarlaus gagnvart
öllum frávikum frá sósíal-
realismanum. Þessi ummæli
benda til þess, að andrúms-
loft í skapandi listum muni
um hríð verða ósköp svipað
og hingað til eða jafnvel
strangara“.
Þetta er boðskapur nýaf-
staðins flokksþings kommún
ista til listamanna. Þegar
Fúrtseva, sú ágæta kona,
hélt blaðamannafund í rúss-
neska sendiráðinu hér í bæ
miðvikudaginn 7. júní sl.,
sagði hún m. a., að flokks-
þing þetta yrði mjög athygl-
isvert, og það mundi koma
mörgum á óvart:
„Það mun gleðja vini okk-
ar en sennilega ekki óvin-
ina,“ sagði hún glettnislega,
eins og komizt er að orði í
frásögn Morgunblaðsins af
fundi þessum.
Ekki er að efa að þessi
einstrengingslega afstaða
hins kommúníska afturhalds
til lista, muni gleðja ein-
hvern þröngsýnan fylgis-
mann þeirrar stefnu. En
skyldi nokkur listamaður
gleðjast? Skyldi nokkur
listamaður gleðjast yfir því,
að nú eigi jafnvel að herða
á eftirlitinu með rússneskum
starfsbræðrum þeirra, gera
það „jafnvel strangara“ eins
og Þjóðviljinn kemst að
orði. Skyldi mönnum ekki
hafa þótt þetta eftirlit nægi-
lega strangt? Eins og ástand-
ið var, þoldi rússneska skipu-
lagið ekki verk Pasternaks.
Þau voru útskúfuð og hann
sjálfur svívirtur vegna þess
eins, að hann lét undir höf-
uð leggjast að taka þátt í
tilræðinu við listina.
Og samt þykir kommún-
istaforsprökkunum ekki nóg
að ge'rt. Þeir ætla að herða
á ofbeldinu. Hver er sá ís-
lenzkur listamaður, að ekki
fari um hann hrollur, þegar
hann les þessi orð. Þjóðvilj-
inn prentar þau gleiðgosa-
lega og smjattar á þeim.
Hann er ánægður. Þannig
mundu íslenzkir kommúnist-
ar líka vilja stjóma listmál-
um á íslandi. Sá tími kem-
ur vonandi aldrei. En þá
verða íslenzkir listamenn
líka að taka höndum saman
og koma í veg fyrir, að það
helryk sem nefnt hefur ver-
ið sósíalrealismi geti út-
rýmt íslenzkum bókmennt-
um, íslenzkri list.
STALINISTAR í
KÍNA
Mikla athygli vakti, þegar
kunngjört var um brott-
flutning Stalins úr grafhýs-
inu, að jafnframt var fjar-
lægður blómsveigur sem
Chou En lai hafði lagt þar
tveim dögum áður með sér-
stakri kveðju til Stalins. Sú
athöfn undirstrikaði skoðana-
ágreining Moskvu og Peking
og kínverskir ieiðtogar hljóta
að hafa talið hana beina
móðgun við sig.
Eins og kunnugt er dvald-
ist Chou en lai aðeins stutt
á flokksþinginu og var brott-
Blaöamenn stofna
mmningarsjóö um
Hammarskjöld
S A M T Ö K blaðamanna
hjá Samcinuðu þjóðunum hafa
sent frá sér eftirfarandi yfir-
lýsingu:
„Við undirritaðir með-
lirir í Samtökum blaða-
manna hjá Sameinuðu
þjóðunum höfðum sérstakt
samband við framkvæmda
stjórann (Hammarskjöld),
sem oftsinnis sagði að
blöðin væru ómissandi
þáttur Sameinuðu þjóð-
anna. Við erum hreyknir
af þessu sambandi. En við
þekktum hann líka sem
mann, mikinn mann, og
för hans þaðan skoðuð sem
mótmæli gegn skoðunum
Krúsjeffs. — Krúsjeff gagn-
rýndi ekki beint afstöðu kín-
versku kommúnistaleiðtog-
anna, en árásir hans á alb-
anska kommúnistaflokkinn
fengum djúpa virðingu
fyrir og ást á honum. Þess
vegna viljum við bæði af
embættislegum og persónu
legum ástæðum heiðra
hýinn og reisa honum minn
isvarða. Við álítum, að
mesta hollusta, sem við
getum sýnt hinum látna
framkvæmdastjóra, sé í
því fólgin að gera það,
sem í okkar valdi stendur,
af takmörkuðum efnum,
til að efla mannlegan
skilning og stuðla að góðu
sambandi og samstarfi
manna á milli, en það var
í víðasta skilningi sú hug-
sjón, sem hann lifði og dó
fyrir.
— ★ —
Með þetta markmið í huga
ákveða Samtök blaðamanna
hjá Sameinuðu þjóðunum að
stofna minningarsjóð um
I GÆR voru birtar hér nokkr-
ar myndir frá Berlín, sem
teknar voru síðustu daga
október, en þá ríkti mjög mik-
il ólga á borgarmörkunum.
Þessi „persónulega" mynd
er frá sömu dögum í Berlín.
Bandarískur hermaður rís upp
1 skriðdreka sínum og beinir
sjónauka austur yfir mörkin
til bess að skoða rússneska
skriðdrekaliðið, sem safnaðist
saman á Friedrichstrasse aust-
an markanna hinn 27. október.
Hammarskjöld, sem geri ung-
um blaðamönnum kleift að
koma til Aðalstöðva Samein-
uðu þjóðanna og kynna sér
starf þeirra og veiti verðandi
blaðamönnum tækifæri til að
nema við blaðamannaskóla
Columbia-háskólans. Sjóður-
inn verður stofnaður í samráði
við Columbia-háskólann. Mark
miðið er fyrst um sinn að
safna 50.000 dollurum í sjóð-
inn. Ætlunin er að leita stuðn
ings útgefenda, ritstjóra, út-
varpsmanna og annarra þeirra
sem um heim allan hafa áhuga
á að kynna almenningi starf
Sameinuðu þjóðanna. Við
teljum viðeigandi að fyrsti
styrkur sjóðsins gangi til blaða
manns frá Afríku, þeirri álfu
sem framkvæmdastjórinn
taldi hafa mest knýjandi þarf-
ir — og þar sem hann lét lífið.
— ★ —
Sem fyrsta framlag í sjóðinn
leggja Samtök blaðamanna
hjá SÞ fram þá peninga, sem
annars var ætlunin að nota til
að senda einn fulltrúa til jarð-
arfarar framkvæmdastjórans.
Við trúum því, að þessum pen-
ingum sé varið eins og hann
hefði helzt kosið.
verður að skoða sem óbeina
árás á sjónarmið Peking,
enda hafa kínverskir komm-
únistar varið albanska félaga
sína og styrkt þá á margan
hátt.
Alvarlegur ágreiningur er
augljóslega milli tveggja
stærstu kommúnistaflokk-
anna og getur upp úr soðið
hvenær sem er, þó að fróð-
ustu menn telji að svo mikið
eigi Rússar og Kínverjar
hvorjr um sig undir því að
full friðslit verði ekki, að
reynt muni í lengstu lög að
jafna ágreininginn.
Ofsafengnar árásir á Vest-
urveldin og hvers kyns ógn-
arframkoma er liður í þeim
tilraunum. Það er m.a. skýr-
ingin á hinum nýju landa-
kröfum Rússa og sprenging-
um helsprengjanna.
Þt^si mynd var tekin fyrir nokkru í Lissabon, þegar sendi- ,
herra Islands í Portúgal, herra Henrik Sv. Björnsson, af-
henti forseta Portúgal, Américo Thomaz, embættisskilriki sín
við hátíðlega athöfn.