Morgunblaðið - 03.11.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. nóv. 1961 M n n'crnv n r 4 ni ð 3 í KANADAFÖR forseta íslands í septembermán- uði sl., heimsótti hann og fylgdarlið hans, miðviku- daginrt 20. september, býli skáldkonungsins Stephans G. Stephanssonar í Al- berta-fylki, þar sem hann bjó síðustu fjóra áratugi ævi sinnar. í þeirri heim- sókn voru myndir þær, sem hér birtast, teknar. Stephan G. Stephansson og kona hans, Helga Sigríður Jónsijóttir, fædd í Mjóadal í Bárðardal, hverri hann kvæntist árið 1878, reistu bæ sinn, Alta, skammt frá Mark- erville í Alberta-fylki árið 1889. í»ar bjó hann, ásamt fjölskyldu sinni, til dauða- tíags, 10. ágúst 1927 og er jarðaður í fjölskyldugrafreit á landareigninni. Húsið mannlaust Eins og sjá má af mynd- S1AKSTESWIÍ avjcsýí >»»■ ■"1¥W*3g Heimili Stephans G, Stephanssonar, skálds. Minjar um Stephan Gi inni er hús skáldsins mjög reisulegt, tvílyft timburhús, og mun Stephan hafa byggt það í áföngum. Glugginn á hornherberginu, sem blasir við fremst á myndinni, var á skrifstofu hans, sem hann kallaði kompu, og inn af því var svefnherbergi þeirra hjóna. Húsið er allstórt, enda fjölmennt á heimilinu. í>au hjón eignuðust átta börn og eru tvö þeirra enn á lífi og búsett vestra, dæturnar Jóný og Rósa. Ættingjar Stephans hafa mikinn hug á að varðveita húsið og-hafa hresst það við á seinni árum. í því býr nú enginn, en sonarsonur Step- hans, Edwin Stephansson, sonur Guðmundar, býr á jörðinni. Þó hafa ýmsir mun- ir Stephans, sem ekki þykir óhætt að geyma í mannlausu húsi, verið fluttir þaðan, svo sem skrifborð hans, sem geymt er í bókasafni Mani- tobaháskólans, íslenzku deild- innL Hvílir í fjölskyldugrafreit Eins og áður er frá skýrt, hvílir Stephan G. Stephans- son í fjölskyldugrafreiti, ör- skammt frá síðasta bústáð hans. Aðstandendur og vinir hans reistu þennan grafreit, og átti Ófeigur Sigurðsson, nágranni Stephans, mikinn þátt í því verki. Minnisvarði reistur 1950 Minnisvarða- og sögustaða- nefnd Kanadastjórnar lét reisa veglegan minnisvarða um skáldið rétt fyfir utan Markerville. Minnisvarðinn var afhjúpaður haustið 1950 og flutti prófessor Skúli Johnson frá Winnipeg við það tækifæri aðalræðuna. Minnis- varðinn er hlaðinn, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd, og er koparskjöldur greyptur í eina hlið hans. Á Bjarni Benedikts son situr forsætis- ráðherrafund Norðurlanda FYRIR nokkru var ákveðinn fundur forsætisráðherra Norður landa í Hangö í Finnlandi. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mun sitja þennan fund af Islands hálfu og fer hann utan í næstu viku. Frá hinum löndunum sitja fundinn Martti Niettunen frá Finnlandi, Viggo Kampmann frá Danmörku, Einar Gerhardsen frá Noregi og Tage Erlander frá Danmörku. Fundurinn verður haldinn dag ana 11. og 12. nóvember. Meðal mála, sem fyrir fundinum liggja eru drög að nokkurs konar frels isskrá Norðurlandanna, sem Norð urlandaráð hefur sent frá sér til afgreiðslu hjá ráðherrunum. Munu þar vera um 40 atriði, sem miða að nánara samstarfi þessar ar fimm frændþjóða. Skattamál rædd í Hafnarfirði Forsetahjóirin við mipnisvarða skáltísins rétt fyrir uta» Markerville. koparskildinum er áletruð frá sögn af Stephani G. ★ . Eftir að forseti Islands, for- setafrú og föruneyti þeirra höfðu gengið um heimili Stephans G. Stephanssonar og jörð hans, sem mun hafa verið fremur lítil og geymir mörg íslenzk örnefni, og lagt blómsveiga á leiði hans og minnisvarða, var haldin sam- koma í samkomuhúsinu í Fensölum, sem er bær rétt hjá vörðunni. Á samkomunni minntist forsetinn Stephans G. í ræðu. Myntíir þær, sem birtast hér á síðunni, og fjölmargar aðrar myntíir úr forsetaferð- inni til Kanada, verða til sýnis í Morgunblaðsgluggan- um næstu daga. Þær tók Vigfús Sigurgeirsson. Grafreitur Stephans G. og fjölskyldu. HAFNARFIRÐI. — Lands- málafélagið Fram gengst fyrir fyrsta stjórnmálafundi sínum á vetrinum í Sjálfstæðishúsinu n.k. mánudagskvöld kl. 8,30 Umræðuefnið verður um skattamálin og frummælendur Gunnar Thoroddsen f jármála- ráðherra og Stefán Jónsson bæjarfulltrúi. Fram-félagar eru beðnir að fjölmenna og taka með sér gesti. Afhcnti embættisskilríki HINN NÝI sendiherra Póllands á Islandi, Kazimierz Dorosz, af- henti forseta Islands trúnaðar- bréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, þriðjudaginn 31. okt., að viðstöddum utanríkisráð- herra. Að athöfninni lokinni höfðu for setahjónin boð inni fyrir sendi- herrann. Sendiherra Póllands hefur að- setux í Osló, en jafnframt hefur sendiráðið fasta skrifstofu í Reykjavík. Flaug sig inn í floltltinn*4 Með grein. sem Moskvumál- gagmð birti í gær eftir frétta- ritara sinn í Rússlandi, birtist mynd af geimfaranum Títov og undir henni stendur: „German Títov geimfari, sem flaug sig inn í flokkinn fyrir skömmu.“ Þessi sakleysislega setning segir eftirfarand sögu: Flugmaður nokkur verður skyndilega heimsfrægur fyrir það að fara í geimskipi umhverf- is hnöttinn. Húnn er þegar i stað útnefndur sem fulltrúi á flokksþing kommúnista. orðinn einn af yfirstéttinni. Fyrirmönn um þykir fínt að kynnast þess- um fræga flugmaimi og hann því samþykktur sem meðlimur „hinnar nýju stéttar.“ Hið fullkomna réttlæti Daginn út og daginn inn hafa kommúnistar á íslandi hamrað á því, hve réttarfar væri full- komið í kommúnistarikjumim frá fyrstu tíð. Og einkum hafa þeir beitt fyrir vagn sinn þeim skáldum og listamönnum. sem svo einfaldir hafa verið að ánetj ast heimskommúnismanum í barnslegri trú á að þeir væru að stuðla að réttlæti í veröldimri. Mfeð tilliti til síðustu upplýs- ing um réttlætið á tímum Stal- íns og fullyrðinga Moskvumál- gagnsins fyrr og síðar í þessu efni. er rétt að rifja upp, hvað það blað sagði 10. apríl 1938. „Menn verð; að gæta bess að þessi réttarhöld voru á allan hátt rekin þannig. að hinum ákærðu var tryggt hið fyllsta öryggi. sem hugsanlegt var. Það er vafamál. hvort nokkru sinni hafa farið fram í heiminum málaferli, sem rekin hafa verið á fullkomnari hátt að öllu leyti en málaferlin í Moskvu.“ Krúsjeff sjálfur hefur nú lýst þvi, hvernig þessi fullkomnustu réttarhöld í veraldarsögunni. að dómi kommúnista á íslandi, voru í framkvæmd. Vill Framsókn afsala laiidhcltrimii Að undanförnu hafa Fram- sóknarmenn forðazt að ræða um Iausn Iandhelgismálsins. Bygg- ist það að sjálfsögðu á því. að þeim er nú orðið Ijóst. hve af- staða þeirra var fáránleg enda hafa upphrÓDanimar um land- ráð, nauðungarsamninga o. s. frv. verið fordæmdar af öllum ís- lendingum. sem ekki eru þá bein harðir komúnistar. „Dagur“ á Akureyri álpast þó til að minm- ast á landhelgismálið fyrir1 skömmu og segir: „Það voru smánarsamningar. sem enginn heiðarlegur íslend- ingur getur kinnroðalaust hugs- að_ um.“ f tilefni af þesum orðum vill Morgunblaðif enn ítreka spurn- ingu sína til Framsóknarmanna um það, hvort þeir vildu nú rifta samkomulaginu við Breta. ef þeir gætu á albjóðavettvangi fengið samþykktar 12 mílur sem alþjóðalög. eins og við íslend- iirgar vorum reiðubúnir til á tveimur Genfarráðstefnum. Með því móti mundum við fyrir- byggja áframhaldandi útfærslu en samkomulagið við Breta tryggir okkur hinsvegar allan rétt í þeim efnum. Spurningin er skýr: Vilja Framsóknarmemi rifta samkomulaginu við Breta, ef hinir síðarnefndu fást til að standa að samþykkt 12 mílna alþjóðareglu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.