Morgunblaðið - 03.11.1961, Blaðsíða 13
Fostudagur 3. nóv. 1961
MORGTJNnr AfílÐ
13
SKAliDSAGAN „Sonur minn
Sinfjötli“ eftir Guðmund Daníels
son er komin út á forlagi ísa-
foldar. 1 tilefni af því sneri Morg-
unblaðið sér til höfumdarins og
bað hann að gera nokkra grein
fyrir þessu nýja skáldverid.
Guðmundi Daníelssyni fórust
orð eitthvað á þessa leið:
Landfraeðileg umgjörð sögunn-
ar eru löndin sunnan og norðan
Eystrasalts, nánar til tekið Norð-
ur-Þýzkaland og Suður-Svíþjóð.
! Lesendum bókarinnar til glöggv-
unar lét ég gera riss af landa-
; bréfi aftan á hlífðarkápuna, þar
sem merktir eru á flestir helztu
sögustaðirnir.
i Sagan gerist á þjóðflutninga-
liímunum, segjum snemma á 5.
öld. Sumar persónur hennar eru
kunnar úr Völsungasögu og
'Eddukvæðum, aðrar eru mín eig-
in hugarsmíð.
Guðmundur Daníelsson
Veturnáttabréf
frá séra Gísla Brynjólfssyni
A ÞESSUM veturnóttum kveðj-
um við Skaftfellingar ágætt sum
ar. Þótt grasið kæmi frekar seint,
var sprettan í góðu meðallagi og
nýtingin með eindæmum góð.
Flestir höfðu lokið heyskap í
septemberbyrjun og kom það
sér vel, því að þá var hinni góðu
heyskapartíð lokið og haustrign-
ingarnar tóku við. Svo felldi him-
inninn tár yfir Suðurlandi á hverj
um degi í heilan mánuð. En það
„Sonur minn Sinfiötli" komin út
Spjallað við skáldið, Guðmund Daníelsson,
um þessa nýju skáldsogu hans
Efninu er erfitt að gera grein
fyrir í stuttu máli. Með nokkr-
um rétti mætti þó segja að þetta
sé öðrum þræði heiðin helgisaga.
Það eru í henni fáeinar hlið-
stæður við helgisagnir Nýja testa
mentisins. En sérstaklega er leit-
ezt við að rekja veg hefndarinn-
ar gegnum myrkviðu þess mann-
lífs, sem bókin fjallar um, — það
er að segja hvert trúin á sverð
og hefnd leiðir manneskjuna. Að
Iþessu leyti er sagan ótímabund-
in og óstaðbundin, snertir jafnt
vandamúl nútímans sem fortíð-
arinnar.
, Eg hugsa mér Sinfjötla sem
„mannsins son“. Guðinn — eða
öllu heldur við sjálf, látum son
okkar, sem við elskurn, friðþægja
fyrir misgerðir okkar, fórnum
honum fyrir metnað okkar,
ímyndaðan heiður, frægð, völd,
■— þann ávinning sem við sjá-
um síðan að er einskis virði,
þegar hann er fenginn, í sam-
anburði við það sem við létum
fyrir hann.
Þetta er okkur augljósast eftir
að styrjaldir hafa geisað, þá kem
ur í ljós að allir hafa tapað, líka
sigurvegararnir.
Eg held það sé fyrst og fremst
þcssi ógnarlega styrjaldarhætta
síðustu ára sem knúði mig til að
skrifa þessa bók og réði anda
hennar. —
Þegar blaðamaðurinn spurði
hvort sagan væri þá fremur al-
þjóðleg en íslenzk að efni, svar-
aði Guðmundur að Islendingar
ynnu sér ekki léttara verk en
rekja ættir sínar til Völsunga og
jafnvel sjálfs Oðins valföður,
þess vegna mætti kannski líta
svo á að þessi skáldsaga fjali-
aði um íslenzku þjóðina áður
en hún hefði eignazt föðurland
sitt.
En hér er að vísu ekki um sagn
fræðilega skáldsögu að ræða,
sagði hann, enda þót sumar per-
sónurnar séu nefndar nöfnum,
sem þekkt eru úr fornritunum,
til dæmis systkinin Sigmundur
og Signý, börn Völsungs konungs,
Sinfjötli sonur þeirra, Helgi
hundingsbani hálfbróðir hans og
Siggeir konungur á Gautlandi.
Rök atburðanna skipta hér meira
máli en atburðirnir sjálfir, ör-
lög fólksins eru veigameira at-
riði en þjóðerni þess.
Aðspurður kvaðst Guðmundur
hafa byrjað á þessu verki haust-
ið 1959, en lokið því í júnímánuði
tók ekki að kvarta yfir því. Þetta
var ekki annað en búast mátti
við eftir langvarandi úrkomu-
leysi. Þetta kom sér líka vel, þar
sem vatnið var farið að minnka
í rafs'töðvalækjunum. Og fólkið
tók upp úr górðunum milli skúra.
Svo var farið að slátra. Og þeg-
ar þetta er skrifað er enn verið
að siátra. Það verður víst slátrað
um 16 þús. fjár hér á Klaustri og
er það um 2 þús. meira en flest
hefur verið áður. Þetta á sér
eðlilegar orsakir:
1) Fénu er alltaf að fjölga. —
Framleiðslan vex, þvi hvorki
Framsóknarmenn né aðrir fylgja
hér samdráttarkenningu stjórnar-
andstöðunnar.
3) Sl. vor var einstaklega gott,
svo að lambahöld munu hafa
verið með bezta móti.
3) Þar sem mjólkursalan geng-
ur vel, munu margir hafa hug
á að fjölga frekar kúnum en
fénu, og setja því á færri lömb
en ella.
Meðal fallþungi dilka mun vera
svipaður og í fyrra eða um 13
kg. Er það rúmu einu kg. minna
en meðalfallþungi á öllu landinu.
Svart er haustmyrkrið. Þó held
ég það sé hvergi svartara en á
Mýrdaissandi. Þar rennur loft og
Barnaskóli vígð'
ur á Flateyri
Flateyri, 24. október.
í GÆR fór fram vígsla á barna-
skolahúsi Flateyrar 15 máinuð-
um eftir að grunnur hatði verið
tekinn að byggingunni, og er
slíkt sjaldgæft. Athöfnin fór
mjög hátíðlega fram. Mikill
mannfjöldi var viðstaddur, þ.á.
m. fræðslumálastjóri. Helgi
Elíasson, og tveir fyrrverandi
skólastjórar, sem lengst hafa
starfað við skólann, þeir Snorri
Sigfússon og Sveinn Gunnlaugs-
son, báðir landskunnir skóla-
menm.
Vígslan hófst eftir klukkan
fimim e. h. með skrúðgöngu skóla
barna og kennara frá gamla
skólanum að þeim nýja. Þar
setti fonmaður skólanefndar,
Jón Hjartar, hátíðina. Síðan tók
til máls oddvitinn, Magnús Kon-
ráðsson, sem var formaður bygg
ingarnefndar og hafði yfirum-
sión með byggingarframkvæmd
um. Lýsti hann byggingu og að
því loknu afhenti hann skólan-
um húsið.
Síðan var flutt vígsluræða af
séra Jóni Ólafssyni, prófasti í
Holti. Sálmar voru sungnir bæði
á undan og eftir. Þá flutti Helgi
Elíasson, fræðslumálastjóri,
ræðu, og lýsti ánægju sinni yfir
hve vel hefði gengið með bygg-
inguna. Óskaði hann öllum til
hamingju með þetta látlausa,
hagkvæma skólahús. og lýsti
skólann tekini til starfa.
Þá flutti Guðmundur Ingi
Kristjánsson, skólastjóri í Holti
kveðjur og heillaóskir. Þá fór
fram skólasetning og Hjörtur
Hjálmarsson, skólastjóri, setti
skólann, og gat m. a. að skólinn
mundi starfa með svipuðum
hætti og undanfarið. Ennfrem-
ur gat hann þess að gamlir Ön-
firðingar í Reykjvaík, ætluðu að
gefa skólanum hljóðfæri.
Sveinn Gunnlaugsson flutti
ávarp til nemenda og foreldra.
Þá talaði Snorri Sigfússon, fyrv.
skólastjóri, flutti snjalla ræðu
og færði skólanum að gjöf mál-
verk eftir Ásgrím Jónsson og er
myndin frá Hornafirði. Að lok-
um sungu allir viðstaddir ísland
ögrum skorið. og síðan var öll-
um boðið að skoða bygginguna.
Fimm kennslustofur eru í hús
inu, auk kennara- og geymslu-
herbergja. Húsið er byggt á
tveimur hæðum, 2500 rúmmetr-
| ar að stærð. Byggingarkostnað-
j ur er um 2,7 milljónir. Til sam-
anburðar má geta þess að skól-
| inn sem fyrir var. kostaði fyrir
60 árum 2.700 krónur. Samt
mun byggingin ca. hálfri millj.
undir áætluðum byggingarkostn
aði. Guðmundur Guðjónsson,
arkitekt hjá húsameistara ríkis-
ins teiknaði húsið og sá um alla
tilhögun. Bjarni Þórðarson, tré-
smíðameistari, sá um allan smíða
iðnað. Raflögn annaðist verk-
stæði Magnúsar Konráðssonar.
Múrverk annaðist Sigurbjörn
Logason *g Gunnar og Jóhann
Sigurðssynir. Málun annaðist
Friðrik Bjarnason. málarameist-
ari, ísafirði. Vatn og hitalögn
annaðist Sigurjón Hólm, Reykja-
vik. — Kristján.
láð saman í eitt bleksvart haf þar
sem ekki sér handaskil. I ljós-
keilunni frá bílnum grillir maður
í einhverja ljósa bletti við rætur
Hafurseyjan Það er sæluhúsið
og skúrar vegavinnumanna.
Er nú enn verið að gera veg á
Mýrdalssandi? kann einhver að
spyrja. Eru ekki nógu margar
milljónir komnar í þessa eyði-
mörk, þar sem sandurinn og
vatnið rugluðu alla útreikninga
og áætlanir og ekki dugðu minna
en 4,3 milljónir til að halda vega-
sambandinu yfir sandinn? Nú er
vegagerð á Mýrdalssandi ekki
vegna neins vatnagangs, en það
er snjórinn, þótt ótrúlegt sé, sem
getur gert jnndinn ófæran enda
þótt vegurinn þarna sé sjálfsagt
ein lægsta leið yfir sjávarmál.
Þetta er eínkum kringum Hafurs-
ey, enda er vegurinn þar næst
Mýrdalsjökli, sem liggur þarna
fram á lappir sínar, langt fram
á sand. Það er eins og eyin
dragi snjoinn til sín og hann þarf
ekki að vera mikill til að verða
farartálmi þar sem vegur er ekki
upphieyptur, — þá er hann líka
oftast niðurgrafinn. Þessvegna er
það, að ef nokkur snjór er á
annað borð er oft þungfært kring-
um Haíursey — jafnvel ófært.
Daglegar ferðir
Oft hefur verið þörf, nú er
fullkomin nauðsyn, að halda
uppi öruggum samgöngum yfir
Mýrdalssand — síðan farið var
að flytja mjólk út í Flóabú. Þetta
barst x tal við þingmenn okkar
Sunnlendinga, þá Ingólf Jóns-
son og Sig. Ó. Olafsson, er þeir
voru á ferð hingað austur að
Kiaustri í sumar. Var sérstaklega
bent á hve brýn þörf væri á að
fa upphleypta veginn á sandinum
framlengdan vestur fyrir Haf-
ursey. En hvaðan átti að fá fé
í þeria verk? Eitt hundrað þús-
und kr., sem veittar voru til
Mýrdalssandsvegar á fjárlögum
höfðu verið notaðar til vegagerð-
ar fyrir frsman Skálm strax í vor.
Var nú ekkert fé handbært og því
ekki útlit fyrir að þetta nauð-
syniega verk — vegagerð hjá Haf
ursey — ytði framkvæmt á þessu
ári.
Ráðherra útvegar fé
En her fór betur en á horfðist.
Fyrir atbejna samgöngumálaráð-
herra heiur nú verið hafizt handa
um vegagerð y.fir snjóþyngsta
kaflann á sandinum. Undanfarnar
vikur hafa verið þarna að starfi
þrjár jarðýtur undir verkstjórn
Brands Stefánssonar vegaverk-
stjóra og er nú lokið við að ýta
upp 4—5 km. löngum vegi sunn-
an undir Hafursey. Þetta er auð-
unuið verk. Það er ekki annað
en ýta sandinum upp í mátulega
breiðan hrygg og láta svo veg-
hefil slétta yfir. Þá er vegurinn
kominn. Það er að vísu eftir að
bera ofan í hann. Ef ekki fæst
fé til þess nú, verður það látið
bíða næsta vors. Þarna er ágætur
ofaníburður nærtækur, — mó-
helluskriða við rætur Hafurseyj-
ar. — G. Br.
Ragnar Jónsson skrifar Vettvanginn í dag. Vatnsberanum vísað heim og gef-
endum Járnsmiðsins hótað refsingu. — Sinfóníuhljómsveitin tökubarn Ríkis-
útvarpsíns. — Bænum lyft á hærra plan. — Um þetta m. a. ræðir höfundur
í greininni, sem hann nefnir: Þegar allt snýst til snýst til góðs.
FYRIR nokkrum árum var
Reykjaví'kurbæ boðin vegleg
gjöf. Honum var nánar tiltekið
gefinn Vatnsberi Ásmundar
Sveinssonar, eitt af meginverk-
«m listamannsins, til að koma
fyrir á þeim stað, er síðasta opna
vatnsbólið í bænum stóð, neð-
arlega í Bakarabrekkunni. Gjöf-
in var ekki þegin, en vísað heim
til föðurhúsanna.
A fimmtíu ára afmæli Iðnskól-
ans í Reykjavík, var skólanum
færð gjöf, Járnsmiðurinn eftir
Asmund Sveinsson, annað úr
hópi stórbrotnustu listaverka,
gert af Islendingi, til að standa
fyrir framan nýja skólahúsið.
Gefendunum var fyrirlagt að
snauta burt með sína rasgjöf,
að viðlagðri refsingu.
Rétt um það leyti að Háskóli
íslands minntist hálfrar aldar
afmælis síns, og vígði nýjan
fullkominn hljómleikasal í bæn-
um, var íslenzka ríkinu og höf-
uðborginni boðin gjöf, sinfóníu-
Ihljómsveit. Gjöfin var afþökkuð
í þögn og sveitinni komið fyrir
í fátækrafóstur til vandalausra.
„Vitur maður hefir sagt að
næst því að missa móður sína
sé fátt hollara ungum börnum
en missa. föður sinn.“ Þannig
hefst frásaea í Brekkukohiann-
ál. Skáldið varar þó hóflega við
því að taka orðin alltof bókstaf-
lega, en hvað viðkemur Vatns-
beranum, Járnsmiðnum og sin-
fóníuhljómsveitinni, eru þetta
orð að sönnu. Tómlæti foreldr-
anna hefir bjargað lífi þeirra,
eða svo spámannlegar sé að orði
komist: Guð sneri því til góðs.
Óttazt var á sínum tíma að lög-
regla bæjarins væri of magnlaus
að verja Vatnsberann fyrir óvina
árás, ef hætt yrði á að koma hon
um fyrir á svo sjálfsögðum stað,
sunnanvert við Bankastræti.
Járnsmiðurinn mun hafa ver-
ið talinn skyggja svo á eitthvað
í fari hinnar reisulegu skóla-
byggingar — sem ég raunar sé
nú ekki betur en búi sig í al-
vöru undir það að hrynja — að
krafist var skjótra aðgerða að
fjarlægja hann af landareign
stofnunarinnar.
Svo mæddur er nú ríkiskass-
inn vegna fjárstraums í fárán-
legar lúxusbyggingar yfir ým-
iskonar vandræðafólk, alheil-
brigt, og taugabilað vegna vænt-
anlegs lögregluleikhúss, að fresta
verður enn um stund að fínansera
ýmsa heilbrigði viðleitni ábyrgs
fólks til andlegrar og líkam-
legrar sjálfsbjargar. Þessi vænt-
anlAD.ii nvin hníjAl Ví»ri\a aíS hafo
veglegt þjónustulið er þau efna i
til gestaboðs.
Ö
Nú hefir Asmundur fengið
Vatnsberann aftur í hornið til
sín og þangað streyma nú er-
lendir gestir okkar og bjóða fram
dollara og pund ef þeir mættu
taka hann með sér. En Ásmund-
ur hefir aldrei verið mjög íá-
tækur maður, aldrei svo armur
að hann vildi láta af hendi það
sem honum var hjartfóJgið.
Ekki hef ég séð hann í annað
sinn glaðari en þegar flóttanum
mikla lauk heima í ^arði hans,
og vatnskerlingunni blessaðri
var rennt af kviktrjánum.
Járnsmiðurinn er að vísu
járnsmiður en ekki blómsölu-
koná, og hann hafði af þeim
ástæðum unaf' sér bezt þar sem
hann naut stuðnings af stein-
vegg eða öðru hörðu efni. En nú
hefir hann verið umkringdur
blómum, eins og hann væri áð
ljúka konsert, og hver er sá að
hann vilji ekki hafa blóm í kring-
um sig? Og hér er hann ekki í
neinni hættu vegna yfirvofandi
efnmlirimo * "
Sinfóníuhljómsveitin, töku-
barn Ríkisútvarpsins, nýtur
þeirrar hamingju að hafa sjálf-
an Aroa Kristjánsson, einn okk-
ar höfuðsnillinga og brautryðj-
anda í íslenzkri tónlist, að ráð-
gjafa og foreldri, og hefir nú
fengið í fyrsta sinn hljómleika-
sal, sem skilar boðskap hennar
með slíkum ágætum, að segja
má með sanni að hinir tveir
hljómleikar. er hún hefir hald-
ið eftir að Ríkisútvarpið tók
hana í fóstur séu þeir fyrstu,
sem haldnir hafa verið í þessum
bæ. Og nú streymir unga fólkið
á konsertana og vinsældir henn-
ar munu vaxa með hverjum leik,
því þeir sem einu sinni hafa bor-
ist í fang þessarar drottningar
eiga þaðan ekki afturkvæmt.
Öskadraumur iöður sveitarinn-
ar, Páls Isólfssonar, hefir nú
ræzt, og öll skulum við gleðj-
ast með honum, fagna af heilum
hug.
Nýi hljómsveitarstjórinn er
ekki enn jafnoki fyrirrennara
sinna, en Rohan er nýtur stjórn-
andi, geðfeldur og röskur maður.
Verkefnavalið á síðustu tónleik-
um var nýstárlegt og eflaust að '
einhverju leyti miðað við hina!
mörgu nýju áheyrendur úr hópi
acualí'UnnÆLr en mikill fiölái ni)aE I
fólks flykkist nú í fyrsta sinn
á sinfóníutónleika hér. Verkefna
valið er án efa vandlega hugs-
að, og við eldra fólkið sættum
okkur mjög vel við það, þó
minna tillit sé nú tekið ti’l okk-
ar en áður, er við sátum að
mestu ein að öllum krásum.
Aheyrendurnir létu óspart í Ijós
hrifningu sína.
Hinn nýi hljómleikasalur Há-
skólans er vingjarnlegur og til-
gerðarlaus, og húsið er fallegt.
En það sem hér skiptir þó mestu
máli er það, að við höfum eign-
ast fyrsta flokks hljómleikahús.
Og ég endurtek það, að mér-
finnst í rauninni að þeir tveir
hljómleikar, sem þar hafa ver-
ið haldnir, séu með vissum
hætti fyrstu sinfóníuhljómleik-
arnir, sem hér hafa heyrst. Þökk
færum ' við þeim. sem réðust í
þessa miklu byggingu, og ham-
ingja og góð afkoma fylgi því.
Bænum okkar hefir með tilvist
þess verið lyft á hærra plan.
Eg óska Ríkisútvarpinu, út-
varpsstjóra og útvarpsráði, Árna
Kristjánssyni, Hallgrimi Heiga-
syni og Fritz V/eisshappel1 til
hamingju með fósturbaroið og
bið þá nú að sýna miskunn og
veglyndi: Hrekja króann aldrei
fró cór a.f f ■ <»
i