Morgunblaðið - 03.11.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.1961, Blaðsíða 23
Föstudagur 3. nóv. 1961 MORCVMtr 4 Ð 1 Ð 23 — Bæjarstjórn Framh..ld af bls. 24. lögum, að bæjar- og sveitar- stjórnum sé heimilt að gera ráð- stafanir til loftvarna í samráði við ríkisstjórnina. Þar sem í lög- um væii gert ráð fyrir slíku sam starfi við ríkisvaldið hefði þótt rétt að hreyfa málinu við ríkis- stjórnma, og lægju nú fyrir góð- ar undirtektir hennar. Sagði borgarstjóri, að ríkisstjórnin hefði heitið að beita sér fyrir því, að á ný yrðu teknar upp fjár- veitingar til loftvarnanna og þess ar varnir endurskipulagðar. Það væri því í samráði við dómsmála- ráðherra, sem nú væri lagt til, að loftvarnanefnd væri falið að hefj ast handa að nýju, en þar sem starf hennar hefði nú iegið niðri nú um nokkurt skeið væri eðli- legt, að tiliaga nm þetta efni komi fram í bæjarstjórn. Ríkisstjórnm telur eðlilegt, sagði borgarstjóri, að ríkið taki meiri þátt í almannavörnum en verið hefur og beri meiri k'ostnað af þeim, þar sem sterkar almanna varnir eru ekki einungis hags- mumr Reykvíkinga, heldur lands- manna allra, einkum að því er snertir geisíunarhættu. Kvaðst hann vona, að allir bæjarfulltrúar gætu fallizt á tillögu sína vegna jþeirra atburða, sem gerzt hafa í ehiminum að undanförnu. Upplýsti borgarstjóri, að í vörzlum loftvarnarnefndar væru nú munir tii borgaralegra varna fyrir ails 12 millj. kr. verðmæti. ■Varðveizla þessara muna hefði verið möguleg, þa rsem Reykja- víkurbær hefði, þrátt fyrir stöðv- un á framlögum ríkisins, lagt fram alls 1.750.000 kr. á árabilinu 1957—1961. Sagði hann, að meðal þeirra muna, sem loftvarnanefnd hefði nú undir höndum mætti mætti nefna sjúkraleguútbúnað fyrir rúmlega 700 manns ásamt ýmsum öðrum tækjum. I lok ræðu sinnar skoraði borgarstjóri svo á bæjarfulltrúa að samþykkja tillögu sína um, að loftvarna- nefnd taki starf sitt upp að nýju. INGI R. Helgason (K) kvaddi sér hljóðs að lokinni ræðu borg- arstjóra. Kvað hann það kunnara en frá þyrfti að segja, að vegna kjarnorkusprenginga Sovétríkj- anna að undanförnu væri hætta 6, að geislunarhætta magnaðist hér á landi, og yrði sú aukning mjög mikil, væri vissulega vá fyrir dyrum. Það væri því vita- skuld nauðsynlegt að mæla ná- kvæmlega aukninguna á þeirri geislavirkni og fylgjast vel með [því, hverjar afleiðingar spreng- inganna geti orðið. bæði nú og síðari sprenginga, sem kynnu að .Verða. IRH sagði, að hann skyldi að vísu viðurkenna, að það gæti ver ið matsatriði, hvenær hætta væri á ófriði, en sjálfur kvaðst hann þeirrar skoðunar, að sú hætta vofði ekki yfir nú. Hann væri sannfærður um, að hætta á ófriði stafaði hvorki frá Sovétríkjunum né Randiaríkjunum. Að vísu hefði hann lengi verið uggandi um, að Vestur-Þjóðverjar kynnu að hyggja á styrjöld til hefnda eftir heimsstyrjaldirnar tvær, en þó gerði hann ráð fyrir, að vit yrði haft fyrir þeim. í þriðja lagi kvaðst IRH vilja • ræða nokkuð þau ákvæði í til- lögunni, þar sem talað er um ,>að fela loftvarnanefnd í samráði við heilbrigðisyfirvöld að undirbúa og gera ráðstafanir til almanna- varna“. Rifjaði IRH i þessu sam handi upp fyrri væringar sínar ; við loftvarnanefnd og kvað þær i éstæður til fyrri árása sinna á | mefndina, að honum hefði fundizt ; Rðgerðir hennar og tillögur ó- rauniiæfar miðað við þróun hern aðartækninnar á síðari árum. Hann hefði þá verið þeirrar skoð Unar og væri enn, að um varnir : gegn kjarnorkusprengjum væri , ekki að ræða. í lok ræðu sinnar flutti IRH breytingartillöguna við tillögu iborgarstjóra. þar sem segir, að hæjarstjórn vænti þess, að ríkis- stjórn og heilbrigðisyfirvöld láti fara fram mælingu á virkri geisl «n hér á landi og þjóðinni kunn gerðar niðurstöður hennar. Þá Or því lýst yfir í breytingartil- ®ögu hans, að sérstök ástæða sé talrn til þess, að samið verði við þá starfsmenn Eðlisfræðistofnun erinnar, sem þessi störf gætu ®n,nazt' Sii hætta sé ljós. sem þjóðinni stafi af herstöðvum í landinu og því sé skorað á Al- þingi og ríkisstjóm að segja upp vamarsamnirtgnum frá 1951, segja Islendinga úr Atlantshafs- bandalaginu og lýsa yfir ævar- andj hlutleysi Islands. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri tók nú til máls að nýju. Sagði hann, að enda þótt ekki væri við miklu að búast af kommúnistum, þá hefðu þeir þó í dag fengið tækifæri til þess að koma fram á mannsæmandi hátt. Tillaga sín væri áreitnis- laus með öllu og vitnaði aðeins til staðreynda, sem hverju manns barni væru nú ljósar. Borgarstjóri sagði, að þær staðreyndir blöstu því miður við, að yfir vofði stórkostleg geislunar- og ófriðarhætta, og á bæjarfulltrúum hvíldi skylda til að sjá um, að gerðar yrðu allar þær ráðstafanir, sem eitt- hvað gætu dregið úr þeirri hættu, það væri siðferðileg skylda bæjarstjórnarinnar að gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að þyrma og líkna, ef ósköpin dyndu yfir. Auk þess væri það síður en svo almennt álit, að engar ráðstafanir sé hægt að gera til þess að menn geti frekar lifað af kjamorku- styrjöld. Öll ríki Vestur-Evrópu og Bandaríkin hefðu á undan- förnum árum gert víðtækar ráð- stafanir varðandi almannavarn- ir. Og m.a.s. Austur-Þjóðverj- ar hefðu árið 1958 sett lög um loftvarnir, einmitt sama árið og iRH stærði sig af að hafa gengið af loftvarnarnefnd dauðri. Þá sagði borgarstjóri, að IRH hefði vissulega verið seinhepp- inn, þegar hann fór að rifja upp viðskipti sín við loftvarnanefnd, þar sem hann hefði verið dæmd- ur af dóms.tólum til að greiða stórfé vegna niðrandi ummæla um nefndina og starfsmann henn ar. Benti borgarstjóri á. að niður- lag tillögu IRH c -.durspeglaði vel vilja Krúsjeffs. Þar væri þess krafizt, að íslendinc rr afsöluðu sér vörnum sínum, en ef svo færi hefði Krúsjeff einmitt náð til- gangi sínum, sem væri sá, að skjóta hinum friðsömu lýðræðis- þjóðum skelk í bringu. Slíkar að farir gerðu þó ekki annað en að þjappa lýðræðisþjóðunum enn fastar saman til varnar frelsi sinu. Alfreð Gislason (K) kvaðst taka undir þau orð borgarstjóra, að bæjarstjórn beri að reyna að tryggja öryggi borgaranna, enda þótt þær varnir reyndust e.t.v. ekki sem haldbeztar, ef á reyndi. I tillögu borgar stjóra fælist ef- laust það, sem allir bæjarfull- trúar í raun og veru vildu. Hins vegar kvað AG hana ekki nógu vel unna, ekki nógu hlutlausa, og of mörg óljós atriði í henni til þess að hann gæti samþykkt hana. Er geislunarhætta yfirvof andi? spurði AG. Eg vil ganga út frá því, en bendi á, að um það verður ekki fullyrt með óyggj- andi vissu. Er ófriðarhætta yfir- vofandi? spurði hann. Það er jafnvel enn óvissara. Hver getur sagt um slíkt í dag? Þá sagði AG, að hann hefði tilhneigingu til að ætla, að nú væri verið að ala á stríðsótta í pólitískum tilgangi á svipaðan hátt og gert hefði verið 1951 til þess að réttlæta varnarsamning- inn við Bandaríkin. Hvað er það, sem nú á að leiða yfir þjóðina? spurði hann. Nýjar í- vilnanir til handa Atlantshafs- bandalaginu? Ef svo er, þá ber að fordæma slík vinnubrögð. Þprvaldur Garðar Kristjáns- son (S) kvaðst taka undir þau ummæli borgarstjóra, að enda þótt ekki væri hægt að gera há ar kröfur til kommúnista, þá væri þó ekki annað hægt en ið lýsa vonbrigð um vegna af- stöðu þeirra í þessu máli. Sér staklega væri tvískinnungur AG athyglisverð- ur. í öðru orðinu tæki hann undir með borgarstjóra og lýsti jafnvel fylgi við tillögu hans efnislega, en í hinu mælti hann á móti henni. Þá sagði ÞGK, að sýndaráhugi AG á almanna- vörnum nú stingi mjög í stúf i við fyrri feril hans. Hann hefði t. d. 6. nóv. 1958 borið fram til-1 lögu um það, að loftvamanefnd yrði lögð niður, en lýsti því hins vegar yfir nú, að hann teldi sjálfsagt að gera allt, sem í valdi bæjarstjórnar stæði til að efla loftvarnir. Þrátt fyrir þessi urrjmæli hefði ræða hans svo að öðru leyti öll verið í úrtöluátt. Sú hætta vofir nú yfir, sagði ÞGK, að einhverjir geðbilaðir menn reyni að eyða menning- unni. Og hvers vegna? Vegna þess að stjórnarfar kommúnism ans leggur upp í hendur örfáum mönnum vald til slíkra athafna og skapar gmndvöll fyrir því, að þar séu við völd geðbilaðir menn, eins og dæmin sanna. Guðmundur J. Guðmundsson (K) tók næstur til máls. Hann sagði Alþýðubandalagsmenn vera tilbúna til þess að rann saka geislavirkni, en deilt væri um það, hvort eitthvað ætti að gera til að mæta hættu, ef til styrjaídar drægi. Gerði hann til- raun til að gera þetta alvörumál hlægilegt og var löngum glott- andi á fundin- um. Hann sagði bæjarstjórn vilja með sam- þykkt tillögunn- , ,, ar skapa ,terror‘ og blasa þetta mál upp. Ræðu maður taldi allar tilraunir til ör yggis á styrjaldartímum gjörsam lega tilgangslausar. Þeir Guðmundur J. Guðmunds son og Ingi R. Helgason endur- toku í síðari ræðum sínum, að Þeir væru reiðubúnir til að skrifa undir tillögu um að mæla ætti geislavirkni og miðla fræðslu um hana, „og láta þar við sitja“ euis og Ingi R. Helgason orðaði það. Guðmundur J. GuSmundsson. Magnús Jóhannesson (S) benti a' með tillögu sinni væru kommúnistar að reyna að drepa málinu á dreif. Þeir drægju inn í umræðurnar algjörlega óskyld málefni, svo sem verkfallsmál magnus brottrekstur varnarliðsins og úrsögn új ‘ktlantshafs- bandalaginu. Það væri þv sannarlega ó heppilegt af A1 freð Gíslasyn að segjast vilj: Jóharmesson taka ábyrga af stöðu til málsins og reyna að ná samstöðu um það, þegar hann hefði nýlega undirskrifað tillögu, sem allir vissu fyrirfram að úti- lokað var að samstaða gæti náðst um, þ.e.a.s. gjörbreytta stefnu í utanríkismálum. Óskar Hallgrímsson (A) sagðist hafa ' verið svo barnalegur. er hann sá tillögu borgarstjóra, að halda að allir bæjarfulltrúar mundu samstundis samþykkja hana, en raunin hefði orðið sú að Fundur með ausfur-þýzkum tlóttamönnum; Kreppa í paradís kommúnismans í GÆRKVÖLDI héldu félögin Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg jund í Tjarnarbíói með tveimur austur-þýzkum flóttamönnum. Fyrst flutti dr. Relinger, stjórnarráðsfulltrúi á- varp. þar sem hann skýrði frá ástandinu í Þýzkalandi. Þá hélt þýzk kona, læknir, dr. med. Ingrid Poslesch, ræðu. Hún flúði heimkynni sín 15. ágúst; þoldi ekki kúgunina Jengur. And legt ófrelsi var allt frá stríðslok um jafnægilegt og í Þýzkalandi Hitlers, en þar við bættist skort- ur á beinum lífsnauðsynjum. Kartöflur voru orðnar ófáanleg- ar. hvað þá smjör. Allt þjóðfé- lagsástandið var hræðilegt — „theaterspiel“, sjónleikur — strompleikur. Þá talaði verka- maður, Wismarch. sem hafði vog að sér að standa upp á fundi verksmiðjufólks, þegar Ulbricht var viðstaddur, og krefjast frjálsra kosninga. Þá var hann yfirheyrður á svokölluðum við- ræðufundi með flokksstjórum og beðinn að leiðrétta orð sín. Hann gat það ekki og tók þann kost að synda með konu sinni yfir skurð á markalínunni í Berlín. Þegar þau voru komin yfir skurðinn, sneri hann við til að sækja eigur þeirra. Þá sá landamæravörður hann. en sagði ekki til hans, enda munu þeir flestir á sama máli og landar þeirra, sem flýja. í yfirheyrslunum var honum gefinn sá kostur að vinna 500 stundir án launa til þess að leið rétt .,mistök“ sín. Hann neitaði því, enda voru kjör hans og ann arra verkamanna nógu aum fyr- ir. í kommúnistaríkjum ríkir sí- felld kreppa hjá verkamönnum. Flokksfélagar einir geta hækkað í launum; um hæfni er ekki spurt. Það, sem átti að vera Paradís okkar verkamanna, er sannkallað Helvíti Bjorgvin kommúnistar væru með orðheng ils’hátt. Afstaða þeirra væri full komlega óábyrg og ósæmileg, þegar um væri að ræða öryggi, líf og limi borgaranna. Björgvin Frederiksen (S) sagði, að oft hefði sig furðað á málflutningi kommúnista, en aldrei eins og í kvöld um þetta mikla mál. Ræðu maður gat þess í síðari ræðu sinni, að augljóst væri að komm- únistar legðu ekki einungis á herzlu á að land ið væri varnar- . laust, heldur rrederiK56n vildu þeir líka varnarleysi borgaranna. Það hvorttveggja þjónaði hagsmun- um Krúsjeffs og þá væri ekki að sökum að spyrja. Valborg Benlsdóttir (F) tók til máls og lýsti því yfir, að hún gæti ekki greitt atkvæði með tillögu borgarstjóra, þar sem tillaga kommúnista gengi lengra. Lagði hún megináherzlu á, að Islendingum bæri að segja sig úr Atlantsháfsbandal. vísa varnarlið inu úr landi og lýsa yfir ævar- andi hlutleysi. Hún kvað sig hins vegar vera algjörlega samþykka því að reyna ætti að gera varúð- arráðstafanir gegn geislavirku ryki. Mælti hún með tillögu kommúnista. en bætti því við að hún þyrfti ekki að verja sessu- nauta sína (kommúnista), það gætu þeir gert sjálfir. Geir Halígrímsson, borgarstjórii svaraði ræðum andstæðinganna. Benti hann sérstaklgea á, að lög- um samkvæmt heyrðu mál þessi undir löftvarnanefnd. Það væri þ ví ekki annað en fyrirsláttur og tilraun til að eyða málinu, þegar því væii haldið fram að andstað- an gegn tillögunni byggðist á því, að fiiutrúar treystu ekki nefnd- inni. Auk þess væri nauðsyn sam ræmdra aðgerða eins og lögin gerðu ráð fyrir. Borgarstjóri kvað það vissulega mikil vonbrigði, að fulltrúar Framsóknarflokksins og Alfreð Gíslason, sem nýlega hefði sýnt sjálfstæða afstöðu gagnvart Moskvukommúnistum, skyldi nú ganga í lið með þeim, en ef til vill væri gott að þessir fulltrúar afhjúpuðu sig, því að menn þyrftu að vita það að jafnvel ágætt fólk og þægilegt í daglegri samvinnu væri reiðubúið til að ganga erinda Rússa, þegar það hefði ánetjazt kommúnismanum og dregizt ængra inn í net hans. Geir Hall- grímsson undirstrikaði að tillaga sín hefði verið borin fram af heil- um hug og þannig orðuð, að ekki hefði þurft að verða um hana ágreiningur, en tillaga kommún- ista hefði augljóslega miðað að því að skapa ágreining og full- yrðingar þeirra um annað á loka- stigi málsins væri út í bláinn. Borgarstjóri flutti síðan frávís- unartillögu við aðra liði tillagna kommúnista en þá sem fjölluðu um afstöðu okkar til varnarmála og Atlantshafsbandalagsins. Var sú tillaga samþykkt. Borgarstjóri krafðist síðan nafnakalls um þann lið í tillögu kommúnista, sem fjallaði um Atlantshafsbanda lagið. Var hann felldur með 11 atlrv., en fulltrúi Framsóknar- flokksins greiddi atkvæði með kommúnistum Og lýsti þannig yfir fyrir fullri andstöðu við NATO. Upphaflega tillaga borgarstjóra var síðan borin undir atkvæði og samþykkt með 11 atkvæðum við nafnakall. Kommúnistar og Fram sóknarfulltrúinn sátu hjá, en höfðu þó allir í ræðum sínum lýst fullri andstöðu við tillöguna. Voru fjórmeningamir mjög órólegir, er á fundinm leið, og þegar atkvæðagreiðslu var lokið gall Ingi R. Helgason við og sagði: „Þið verjist ekki Krúsjeff með koddaverum og svæfl- um“. Tekinn tvisvar ölv aður undir stýri A SUNNUDAGSNÓTTINA var maður utan af landi tekinn undir áhrifum áfengis undir stýri á bíl sínum á götu í Reykjavík. Var hann tekinn til blóðrannsóknar. Er hann köm að sækja bíl sinn allsgáður daginn eftir, fékk hann ökuskírteini sitt afhent, þar eð rannsókn í máli hans var ekki lokið. En ekki lét bílstjórinn þar við sitja. 1 fyrrakvöld hitti lögreglan hann aftur fyrir í bíl sínum undir áhrifum áfengis. Og mun nú lítil von til þess að hann haldi öku réttindum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.