Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1961, Blaðsíða 6
6 MORGinSBLAÐlÐ Miðvikudagur 8. nóv. 1961 Of hraður akstur ALGENGUSTU réttarbrot hér- lendis og í öllum tækniþróuðum löndum eru ýmis brot á umferða- lögum og þá einkum brot á ákvæðum um bifreiðastæði og hámarkshraða. Núgildandi ákvæði um hámarkshraða bif- reiða eru í 50. gr. umferðalag- anna frá 1958, sem kveða á um, að í þéttbýli megi ekki aka hrað ar en 45 km á klst og utan þétt- býlis eigi hraðar en 70 km hraða á klst. 1 eldri lögum, bifreiðalög- unum frá 1941, 26. gr. sagði, að í kaupstöðum, kauptúnum og ámóta þéttbýli mætti ökuhrað- inn aldrei vera meiri en 30 km á klst. Auk ákvæða umferðalaga seg- ir í 46. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur, að ökuhraða skuli ávallt miða við gerð og ástand ökutækisins, staðhætti, færð, veðurfar og umferð og haga þann ig, að aksturinn valdl ekki hættu eða óþægindum fyrir aðra veg- farendur né geri þeim óþarfa tálmanir. Nýlegar skýrslur um tíðni brota á umferðalögum liggja ekki fyrir, en á tímabilinu 1946— 1952 voru alls um 6300 aðilar ákærðir fyrir slík br'ot eða um 900 á ári og hefur sú tala án efa hækkað mjög verulega síðan með aukinni tölu bifreiða og notkun- ar þeirra. Af þessum 6300 hlutu 1100 ámin-ningu, 4600 sektir með dómssátt, 143 sektir með dómi, en aðei-ns 11 voru sýknaðir. Megn ið af þeim málum. sem afgreidd voru með áminningum og sátt eru vegna brota á ákvæðum um bifreiðastæði og ökuhraða. ^ 1 sambandi við mál, sem sprett“ af meintum brotum á ákvæðun- um um hárnark ökuhraða, verður oft spuming um sönnunargildi þeirra gagna og aðferða, sem lögregian og umferðaeftirlitið beitir við hraðamælingar á akstri bifreiða. Einnig getur orð ið spuming um hvaða gögn ákærði getur lagt fram til þess að hnekkja sönnunum löggæzlu- manma. TVF.IR DÓMAR A þessu ári haf-a gengið tveir hæstaréttardómar vegna of mik- ils ökuhraða og eru þar staðfest- ir báðir héraðsdómarnir. Talið var sannað í öðru málinu, að ekið hefði verið á rúmlega 60 km hraða miðað við klst frá Miklatorgi að Þormóðsstöðum og sekt ákveðin 300 kr. 1 hinu mál- inu var ökuhraði frá Þormóðs- stöðum að Miklatorgi talinn sannaðu-r 70 km miðað við klst og sekt á-kveðin 600 kr., en í máli þessu var einnig ákært og sak- fellt fyrir að hafa hraðamæli ekki í lagi, sbr. 4., 5., og 26. gr. umferðalaga. Það sem er þó forvitnilegast við þessa dóma eru aðferðir þær, sem lögreglumennimir beittu við hraðamælingu-na, en hæstiréttur hefur í málunum tekið þær góðar og gildar. Skal nú skýrt frá þess um aðferðum. MÆLING MEÐ SKEIÐKLUKKU Dag ein-n voru fjórir lögreglu- þjónar að mæla hraða bifreiða, sem óku um Reykjanesbraut. Mælinguna framkvæmdu þeir með þeim hætti, að 500 m spotti var mældur út af bæjarverkfræð ingi. Síðan voru tveir lögreglu- Ný tillaga um aukið stjörnmálasamband Efnahagsbandalagsríkja Ríkjasamband er fylgisam- eiginlegri utanríkisstefnu bílar staðsettir við hvom end-a hins útmælda vegarkafla og sá glögglega á milli þeirra, Ef ástæða þótti til að mæla öku- hraða, gáfu lögregluþjónarnir í öðrum bílnum merki í gegnum talstöð, þegar bifreið fór yfir mörkin þeim megin og settu lög- regluþjónarnir í hinum bílnum þá skeiðúr sín af stað og tóku nákvæman tíma á viðkomandi bifreið þessa 500 m. 1 viðkomandi máli reyndist tími bifreiðarinn- ■ar 29.2 sek. eða 61.6 km á klst. Hinn ákærði ökumaður mót- mælti því að hafa ekið yfir lög- mætum hámarkshraða og bar það m.a., að bifreið sinni, sem væri mjög gömul og úr sér geng- in, væri ekki hægt að -a-ka svo greitt. Bifreiðin var reynd af bif- reiðaeftirlitinu og reyndist öku- hæfi hennar þannig, að ekki var hægt að taka þessa mótbáru ákærðs til greina. Akærði reyndi einnig að bera fyrir sig hugsanlégan rugling á bifreiðum, þar sem fyrri lögreglu bíllinn hafði ekki gefið upp skrá- setninganúmer. þegar hann gaf hinum lögregl-u-bíln-um merkið. Slíkur ruglingur var talinn óhugsandi með samhljóða vitn- isburði fjögurra lögregluþjóna. Farþegi í bifreið ákærðs bar það fyrir dómi, að ökuhraði hafi verið eðlilegur, en treysti sér ekki til að áætla hraða bifreið- arinnar á þeim vegarkafla, sem mældur var. Ákærði treysti sér heldur ekki til þess að tilgreina hraðann, þar eð hann hefði ekki gefið hraðamælinum gaum, hi-ns vegar kvað hann hraðann hafa verið „eðlilegan innanbæjar- hraða“. Niðurstaða málsins var sú, eins og áður segir, að ákærði var sak- felldur í undirrétti og hæstarétti og segir svo í forsendum undir- réttarins sem hæstiréttur vitnar til: „Með samhljóða lýsingu lög- reglumannanna á hraðamæling- unni og þar eð ekki eru talin komin fram þau rök er véfengi þá mælingu, þá þykir sannað þrátt fyrir andmæli ákærð og vitnisins, að ákærði hafi ekið allt of hratt, miðað við aðstæður í I FRAKKAR hafa lagt til við ríkisstjórnir aðildarríkja Efna- hagsbandalagsins — að þau komi á hið fyrsta sín í milli ríkjasambandi, sem hafi að meginmarkmiði að skapa grund- völl fyrir sameiginlega utanrikis stefnu. — Þessi nýja tillaga Frakka, er árangur af starfi hinnar svonefndu Fouchet- nefndar, sem ber nafn af for- manni hennar, Christian Fouc- het, sendiherra Frakklands í Kaupmannahöfn. Hefur nefndin unnið að áætlunum um stjórn- málasamband aðildarríkja Efna- hagsbandalagsins í framtiðinni. Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins segir, að tillaga Frakka sé lögð fram á grund- velli álitsgerðar Fouchet-nefnd- arinnar — en sú álitsgerð hafi verið lögð fram eftir margra umrætt si-n-n, en veðurfar v-ar skv. fram-burði vitna rigning og súld MÆLING MEÐ EFTIRFÖR 1 hinu málinu voru aðstæður ’þessar: Dag einn voru tveir lög- reglu-þjónar, sem staddir voru í lögreglu-bíl, varir við. að bifreið v-ax ekið á töluverðum hraða norður Reykjanesbraut. Þeir veittu bifreiðinni eftirför og urðu að aka á 80—90 km hraða á klst. til þess að ná bifreiðinni og þeg- ar bifreiðinni var ekið með jöfn- um bili hvorri á eftir annarri, þá sýndi hraðamælir lögreglu- bílsiins, sem síða<r reyndist í full- komnu lagi, 70 km á klst. Ákærði viðurkenndi fyrir dómi, að hraðamælir bifreiðar hans hefði verði óvirkur, en taldi útilokað, að hann hefði ekið með meiri hraða en sem svarar 40—50 km á klst., þegar greiðast var ekið. Tvö vitni, sem voru farþeg ar í bifreið ákærðs báru það sama. Eins og áður var sagt, var þessi ökumaður einnig sakfelld- ur í undirrétti og hæstarétti. 1 niðurstöðum héraðsdómsins, sem hæstiréttur vitnar til ségir m.a.: „Þrátt fyrir neitun ákærða verður dóm-urinn að telja, að með vætti lögreglumannann-a sé sann að, að ákærði hafi gerst sekur um háttsemi þá, er í ákæruskjali greinir .... “ vikna starf. Aðildarríkin hafi öll lýst sig fylgjandi hinni nýju ráðstöfun, en nánari upplýsing- ar um afstöðu einstakra ríkis- stjóma ættu að liggja fyrir til umræðu, er Fouchet-nefndin kemur saman til fundar að nýju 10. nóvember nk. Talsmaðurinn segir, að áætlunin hafi verið lögð í heild fyrir brezku stjóm- ina, sem hafi í meginatriðum lýst sig henni fylgjandi. Vekur þessi staðhæfing mikla athygli, því að margir hafa talið Frakka afar andvíga inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið og talið lík- legt, að þeir myndu grípa til róttækra aðgerða til að hindra inngöngu Breta. Rétt fyrir helgi var tilkynnt, að de Gaulle færi í opinbera heimsókn til Macmillans síðar í þessum mánuði og verður hin nýja tillaga væntanlega einna efst á baugi í viðræðum þeirra. Þá er einnig talið að tillaga Frakka og viðbrögð einstakra ríkja verði til umræðu á ríkis- leiðtogafundi landanna sex, sem hefst í Rómaborg 8. janúar nk. Aðalatriði hinnar nýju tillögu eru þau í stuttu máli, að aðild- arrikin myndi með sér ríkja- samband og fái sérstakar stofn- anir, sem komið verði á fót inn- an sambandsins, möguleika og vald til að marka sameiginlega stefnu landanna í utanríkismál- um a.m.k. Æðsta stofnun ríkis- ins verði nokkurs konar „Æðsta- ráð“, en þar í eigi sæti æðstu menn stjórna aðildarríkjanna. — Skuli þeir koma reglulega sam- an til funda til að ræða um og ákvarða meginþætti hinnar sameiginlegu stefnu. Þá skuli starfa framkvæmdastjórn ráðs- ins og þing sambandsins skuli koma saman til funda a.m.k. tvisvar á ári til umræðna um stjórnmál og sameiginleg hags- munamál. Með samningi um stofnun ríkjasambandsins skuli aðildar- ríkin skuldbinda sig til að fylgja sameiginlegri utanríkis- stefnu, sem ákveðin verði á fundum fyrrgreindra aðila í stað ákvarðana um að koma aðeins hvert öðru til aðstoðar ef um árás sé að ræða, eins og tilskil- ið er í hernaðarbandalögum. Mdlverk eftii Goya finnsl FYRIR ÞREMUR árum keypti listaverkasali nokkur, Sven Elmquist frá Malmö nokkur „einskisverð" mál- verk suður í Frakklandi fyr ir 45 krónur sænskar. Ný- leg-a var farið að grúska í safni hans og varð glöggum manni starsýnt á eina mynd- ina. Hún er af stúlku í gulri treyju, með hendurn ar í handskjóli („muffu") en sú kventízka lifði fram á þessa öld. Sænskir sérfræðingar og erlendir fóru að athuga myndina nánar, og nú er því slegið föstu að hún sé eft- ir spánska meistarann Francisco Goya. Á henni sést glöggt fangamark hans, sem var mjög sérkennijegt, og myndin sjálf ber ótvíræð merki þess, að enginn hafi getað málað hana nema meistarinn Goya. Hún er 75x 65 cm stór. Listfræðingurinn Aron Borelius í Lundi, sagði fyrir skömmu frá þessum fundi og sýndi myndina í sjónvarpi á Norðurlöndum. Hann var spurður að því, hvort ekki væri ósennilegt að málverk eftir Goya gæti gengið manna á milli án þess að tekið væri eftir höf undinum, og svaraði hann því þá til, að enginn hefði orðið til þess að hirða um reitur hans, er hann dó, en þá var hann landflótta. Goya fæddist árið 1746 og dó 1828, sem umkomulaus og misskil- inn listamaður, þó meiri birta stafi nú af nafni hans en flestra samtíðarmanna hans í listinni. — Sk. Sk. • Önnur skoðun á hvrnunum Þ. A skrifar: Eg get ekki orða bundizt eftir að hafa lesið pistil yðar í Mbl. í dag (4. nóv.) um hyrnumjólk. Þannig er, að ég hefi verið búsett í Svíþjóð sl. 4 ár, og ég var mjög glöð þegar ég k»m hingað og sá að farið var að selja mjólk í hyrn um, vegna þess að ég er orðin vön þeim Og kann vel við þær. I Svíþjóð hafa allar mjólkur búðir rnjólk, rjóma og súr- mjólk í hyrnum og auðvitað einnig í flöskum, svo að við- skiptavinurinn geti valið. Þar var kvartað yfir því í fyrstu, hversu rúmfrekar hyrnurnar væru, en þá sýndu þau tvö fyrirtæki sem annast vinnslu mjólkur þar, fram á, með skýr ingarmyndum í dagblöðum, að sama magn mjólkur tekur mun minna mtrými í ísskápn- um í hyrnum heldur en í flösk um. Þar að auki hafa verið innkaliaðar allar ljósar, gagn- sæjar mjólkurflöskur og flöskumjólkin aðeins höfð í dökkbrúnum flöskum, vegna þess að rannsóknir hafa leitt í ijós að miólkin heldur sig því lengur. eftir því sem minni birta kemst að henni. Þar að auki finnst mér margir kostir við hyrnumjólk- ina. Það er mun léttara að halda á mörgum lítrum af mjólk í hyrnum en I flöskum og ef maður fer annarra er- inda og vill kaupa mjólk á heimleiðinni, þá þarf maður ekki að dragast með fleiri tóm ar fióskur með sér. * Breyting skipa- frétlanna Þá hafa nokkrar sjómanns- konur komið að máli við Vel- vakanda Og beðið um að koma á framfæn óánægju sinni með að farskipafregnir skuli ekki lengur lesnar með hádegisfrétt um, heldur færðar til kl. 3. Segjast þær vilja fylgjast með hvar menn þeirra séu staddir, en oftast vera komnar út þeg- ar 3-fréttir eru, til að sinna ein hverjum erindum. Um þetta eru skiptar skoð- anir. Skipin eru orðin svo mörg, að það verður mikil romsa, sem allir landsmenn verða að hlusta á með hádegis- matnum á hverjum degi, og oft var ég búinn að heyra óþolinmæði gæta hjá þeim sem voru að hlusta á fréttirnar í há deginu, áður en þessi breyting var upp tekin. Auðvitað vilja sjómanns- konurnar fylgjast með skipum manna sirna á farskipunum, en þær upplýsingar er að finna í dagblöðunum, ef þær missa af 3 írétt.unum og auk þess hægt að hringja í skipafélög- in, svo varla er hægt annað að segja en þjónustan við þær hvað þetta snertir sé*- sæmi- leg. Togarasjómannskonurnar verða að láta sig hafa það að hringja til útgerðarinnar, til að vita hvar menn þeirra eru staddir, og hefi ég ekki heyrt þær kvarta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.