Morgunblaðið - 08.11.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 08.11.1961, Síða 8
8 M O RCV J\ B L AÐ1P Miðvikudagur 8. nóv. 1961 Undariegur misskilningur að bráðabyrgðalögín séu stfórnarskrárbrot Á F U N D I neðri deildar í gær, var enn tekið til við 1. umræðu um frumvarp um Seðlabanka íslands, en henni hafði verið frestað tvívegis áður. Ekki tókst að ljúka um ræðunni og var henni enn frestað, er venjulegur fund- artími deildarinnar rann út, en þá höfðu þeir Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra og Gísli Jónsson tekið til máls. i samræmi við stjómar- skrána. I upphafi ræ-ðu sinuar gat Bjami Benediktsson, forsætis- ráðherra þess, að þeir tveir þing menn stjórnarandstöðunnar er talað höfðu, þeir Lúðvík Jóeefs- son og Eysteinn Jónsson, hefðu báðir haldið því fram, að frum- varp það, sem um ræddi væri stjómarskrárbrot, þ. e. að gefa bráðabirgðalög um það eíni, sem í því fælist. Þá hefði L. J. hald- ið því fram, að annað frumvarp því nátengt væri einnig stjóm- arskrárbrot. Ráðherrann sagði, að sér skildist að fullyrðingam- ar um þetta frv., byggðust á um- mælum, er Ölafur Jóhannesson hefði viðhaft í sameinuðu þingi fyrir nokkru. Hugs- anagangurinn hefði verið sá, að jafnvel þótt segja mætti, að brýn nauðsyn hefði verið til að gefa út bráðabirgðalög um nýja gengis- fellingu, fengist með engu móti staðizt, áð ríkisstjórnin tæki með bráðabirgðalögum af Alþingi það vald, sem það hefði haft til geng isskráningar. Hér væri undarlega málum blandað, sagði ráðherrann, vegna þess, að ríkisstjómin sviptir Alþingi engu valdi með þessu, hledur er efni bráðabirgðal., að ríkisstjórnin felur öðrum aðila það vald, sem hún sjálf hafði. Ekki sé um það deilt, að ríkis- stjómin hafi með atbeina for- seta hiemild til að gefa út bráða- •birgðalög milli þinga. Þar á með al tU þess að kveða á um nýja gengisskráningu, ef hún sjálf met ur, að brýna nauðsyn beri til. Hún hefði því fengið Seðlabank- anum það vald, sem hún hafði sjálf haft, eins og á stóð. Alþingi hefði svo vitanlega í hendi sér að fella þetta frumvarp eða breyta því, sé það þessari skipan andvígt. A sama hátt hafi Al- þingi vald til þess, hvenær sem er, að kveða sjálft á um nýja gengissk ráningu eða annað fyr- irkomulag hennar, «n ákveðið sé með bráðabirgðalögunum. Valdi Alþingis ekki haggað. Valdi Alþingis í þessu efni hefði því ekki verið haggað né breytt. Ekki fengi heldur stað- izt, að ekki megi með bráða- birgðalögum gera aðra skipan um vald, sem Alþingi hafi áskilið s’ér með almennum lögum. Það sé einungis, ef stjómarskráin sjálf felur Al- þingi eitthvert vald, sem ekki má taka það vald af Aiþingi með setningu bráðabirgðalaga. Að öðru leyti sé bráðabirgðaöggjöf- in óbundin. Sú . hugsun, sem fram komi hjá Ö. J. hvíli því á mjög einkennilegum misskiln- ingi og furðulegt, að svo stjóm- vanir menn sem L. J. og E. J. skyldu taka þann misskilning upp. Takmarkar ekki vald bráðabirgðalöggjafans Þá sagði ráðherrann, að L. J. hefði haldið fram, að hin bráða- birgðarlögin, sem að vísu væru ekki til umræðu, væru einnig stjórnarskrárbrot. Hann hefði að vísu ekki fært nein rök fyrir því, en að lík- indum hyggðist hann styðjast við 40. grein stjórnarskrár- innar, þar sem segði: Engan skatt má leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi rík ið til að selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum lands ns né afnotarétt peirra nema sam kvæmt lagaheimild.“ Þessa hugsun taldi ráðherrann ekki fá staðizt. Hér væri ekki venð að takmarka vald bráða- birgðalöggjafans, sem að öllu færi mtð sams konar vald og hinn almenni löggjafi, heldur sé þessari 40. gr. einungis beint gegn ákvæðum settum í fjárlög- um. Ekki ný fullyrðing / Ráðherrann sagði, að þetta væri ekki nein ný fullyrðing sín, held- ur stæði þannig á, að síðustu bráðabirgðarlög, sem flokkur L.J. hefði staðið að og undirrituð voru af Hannibal Valdimarssyni, fjöll- uðu um breytingu á lögum um útsvör, sem ýmist gat leitt til hækkunar eða lækkunar frá því, sem verið hefði. Þá hefðu næstu bráðabirgðalög á undan þessum, er Hermann Jónasson undirrit- aði í umboði allrar Vinstristjóm- arinnar, fjallað um, að breytt skyldi gjöldum í útflutningssjóð. Hlyti um ótvírætt stjórnarskrár- brot að vera að ræða í báðum þessuim lagasetningum, ef skiln- ingur sá, er L. J. þáv. ssjúvarút- málaráðh. nú heldur fram, fengi staðizt. Það sé því ótvírætt, að meðan L. .1. hafi aðstöðu til að haía meíri áhrif á gang mála og ákvarðamr ríkisstjórnar, en hann nú gerir, hafi hann fylgt í þess- u.n efnum þveröfugum skilningi við þanr.. sem hann predikar þessa dagana. Sömu sögu sé raun ar um hans kæra þingbróður, E. J., að segja. Engir duglegri við útgáfu bráöa birgðalaga Eysteinn hefði nú varað við út- gáfu bráðabirgðarlaga, hún ætti nánast að vera undantekningar- fyrirbæri. En sé athuguð þróun þeirra komi í ijós, að engin stjórn heíur verið ákafari í útgáfu bráðabirgðalaga en sú stjórn, er E. J. áttx fyrst sæti 1 A fyrstu tveim mánuðum hefði hún géxið út átta bráðabirgðalög og árið 1936 er E. J. enn var í stjórn ásamt H J., hefði stjórnin gefið út 13 bráðabirgðalög. Sagðist ráð- herrann hyggja, eð engin stjórn hefði komizt hærra í útgáfu þeirra á eina ári en sú stjórn, og engir um meiri afköst á skemmri tima en þessir tveir ráð- herrar tvo fyrstu mánuði síns valdatímabils. Hér væri heldur ekki um bernzkubrek að ræða, þeir hefðu ávalt verið ófeimnir við að gripa til bráðabirgðalaga. Bráðabirgðalög um lögfestingu kaupgjalds Þá sagði ráðherrann, að eftir- tektarvert væri, að athugasemd- irnar skyldu koma frá tveim þing mönnum, er hefðu, nýkomnir í vinstri stjórnina 1956, sett bráða- birgðalög um lögfestingu kaup- gjalds. Venjulega væri þó á þeim að heyra, ekki sízt L.J., sem það sé fáheyrt og ósæmilegt að kaup- gjaldi sé haggað með löggjöf, jafn vel þótt fram fari með fyllilega formlegum og rækilegum hætti á Alþingi. Við fyrsta tækifæri grípi hann svo í félagskap við E.J. og hans flokksbræður til bráða- birgðalaga til festingar kaup- gjalds í landinu. Varúðarorð þeirra, er lengst hafa gengið Þegar á-þetta sé litið, láti und- arlega í eyrum varúðarorð og aðvaranir þessara þingmanna til annara, sem skemmra hafa geng- ið 1 útgáfu bráðabirgðarlaga, þótt þeir geri það óhræddir, þeg- ar til þurfi að taka. Hitt sé svo annað mál, að um mannsaldurs skeið hafi sú venja verið og það tíðkast á Islandi og aldrei sætt alvarlegri gagnrýni, að fram úr hinum vandasömustu málum hefur verið skorið eða úr þeim leyst með bráðabirgðalög- um. Rifjaði ráðherrann í þessu sambandi upp útgáfu bráðabirgða laga allt frá 1915—1916 til 1956. Menn þyrftu ekki annað en að heyra titla þeirra til að vita, að algjörlega sé út í hött að tala um það sem hættulega nýjung, þótt brugðist sé við raunveruleg- um og alvarlegum vanda í þjóð- félaginu, eins og verið hefði í sumar, með útgáfu bráðabirgða- laga. Tryggður þingmeirihluti Þá gat ráðherrann þess, að E.J. hefði vikið að því, að ákvæðið um að fela Seðla- bnabanum vald til gengis- skráningar minnti á ákvæði, er árið 1950 hefði verið í frum- varpi, er Sjálfstæðisflokkurinn og Framisóknarflokkurinn hefðu staðið að, en fallið frá við frek- ari athugun málsins á þingi. Vit- anlega hefði það sína þýðingu að ræða mála á þingi, hins væri þó að gæta, að þingmenn séu ekki síður bundnir við tillögur rikis- stjórnar, hvað þá samninga milli tveggja stjórnmálaflokka en bráðabirgðalög, sem ekkert væru annað, samkvæmt þeirri venju, er á hefði komizt, en samning- ur milli þeirra flokka, er hverju sinni eru í ríkisstjórn ög ríkis- stjórnin er búin að tryggja sér þinglegan meirihluta fyrir, áður en þau eru sett. A sama hátt hefði ríkisstjórn Steingríms Stein þórss. 1950 tryggt sér þinglegan meirihluta fyrir því ákvæði, að gengisskráning skyldi fengin í hendur Landsbankanum og ríkis- stjórn og meira að segja ákveð- ið, að í hvert skipti, sem kaup- hækkanir yrðu, skyldi Landsbank inn taka málið upp til nýrrar athugunar. Þetta ákvæði þótti sér staklega varhugarvert og rótti- lega bent á, að fleiri atriði kæmu til athugunar og hefðu áhrif á gengisskráningu en kaupgjaldið eitt. Og að því leyti, hélt ráð- herrann áfram, verða allir að viðurkenna, að ákvæðið var ekki eins íullkomið og skyldi. Brostin forsenda. Þá sagði ráðh.. að í ljós hefði komið 1950 í viðræðum við stjórn ASI, að þetta ákvæði væri verka- lýðnum þyrnir í auga, sem teldi, að í því fælist kaupbinding. Það hefði svo verið fellt niður, þótt mörgum innan ríkisstjórnarinn- ar hefði verið það óljúft, til þess að ganga til móts við ASI. Um þetia helði þáv. forsætisráðherra Steingrimur Steinþórsson komizt svo að orði: að þessar ráðstaf- anir væx-u gerðar í trausti þess að sýnd verði meiri viðleitni til, að grípa ekki til róttækra ráðstaf- ana, fyrr en séð yrði, hvernig ráð- stafamr rikisstjórnarinnar tækj- ust. Þarna sé því beinlínis lýst yf- ir, að þetta hafi verið gert í trausti þess, að ASÍ vinni af hollustu og drengskap að kaup- gjaldsmálum í landinu. Um leið og sú forsenda hverfi, sé um leið úr sögunni grundvöllur þeirrar ákvörðunar þingmeiri- hlutans að falla frá því sam- komulagi, sem gert hafi verið um að lögfesta þessa nýju skip- an. — Tvískinnungur í málflutningi Þá sagði ráðherrann, að það væri eins og E. J. hefði sagt í ræðu 1955, að sæmilega hefði tekizt til í þessum málum, unz kommúnistar náðu þar völdum. Þá herfði verið hætt að vinna að þeim með kaupgjaldsmálinu sjálf efst í huga, heldur hefði verið tekið að beita verkalýðshreyf- ingunni og ASÍ sem tæki í póli- tískri baráttu. Þá hefði E. J. þótt það fordæmanlegt, þá líka sjálfur í ríkisstjórn og þess- vegna haft annað viðhorf en nú. í sumar hefði hann hins vegar gerzt bandamaður kommúnista um aðferðir, sem urðu bein or- sök þess, að gera varð breytingu á skráningu gengisins, ef efna- hagur íslands átti ekki að kom- ast í kalda kol. Þá sagði ráðherrann, að það væri athugavert, að svo snjall maður í rökfærslu, sem E. J. annars væri, skyldi ekki aðeins neita sinni fortíð heldur og verða tvísaga í ræðu sinni. I upphafi hennar hafi hann haldið fram, að kaupgjaldshækkunin og áhrif hennar hefðu skapað svo alvarlegan vanda, að ríkis- stjórninni hefði borið að segja af sér. En þegar hann hefði ver- ið búinn að tala í hálfa aðra klukkustund, hefði hann sagt, að hann og aðrir ráðamenn SIS hefðu lagt grundvöll þess með hóflegum samningum, að vinnu- friður yrði tryggður í eitt til tvö ár og þeir þannig komið ríkisstjórninni til hjálpar! — Hvernig kemur nú þetta heim við það, sem hann hafði sagt nokkrum stundarfjórðungum áð- ur, að ríkisstjórninni bæri að segja af sér? spurði ráðheríann. Umsögn formanns SÍS Þá sagði ráðherrann, að E. J. hefði farið mörgum orðum um, að ástæðulaust hefði verið að fella gengið, heldur hefði það verið hefndarráðstöfun. En hvað segja hlutlaus vitni, sem bezt mega vita, hvað gerð- ist í herbúðum E. J., áður en samstarfið við kommúnista var tekið upp? Hvað segir formað- ur SÍS og mesti valdamaður, þar sem þeir samningar voru gerðir, er úrslitum réðu, Jakob Frímannsson? Hann sagði, að gengisfelling mundi leiða af kauphækkuninni. — Hvar stendur það? kallaði E.J. fram í?) — í einhverjum að bækling- um eða skýrslum SÍS. Ég kann ekki að nefna þá alla. Umrædd umsögn Jakobs Frímannssonar var í skýrslu KEA, er út kom í vor oe er á þessa Ieið: Hætt er við. að þær kaupdeilur (sem þá voru yfirvofandi) eigi eftir að hrinda af stað nýrri skriðu dýtíðar og verðbólgu, sem leiðir af sér gengisfellingu og enn miimkandi verðgildi is- lenzku krónunnar. — Aths. Mbl. Það er fróðlegt að heyra nú, hélt ráðherrann áfram, að hann vill ekki kannast við yfirlýsing- una nú. Það sýnir hve drepandi hún er- fyrir allar röksemdar- færslur E. J. Afli góður — afkoma góð Ráðherraun gat þess, að E. J. hefði mikið um það rætt, að ó- mögulefct væri að lifa á kaupi hinna lægst launuðu, sem hann hefði taúð 4 þúsundir króna á mánuði og hvernig var afkom- an almennt? Samkvæmt skýrslum, sem ekki yrðu véíengdar, hefðu kaup verka manna í Reykjavík fyrir utan fjöJskyldubætur numið 75 þúsund um króna að meðaltali. Vafalaust hefðu verkamenn þurft að vinna rnikið ti: að fá slíkar meðaltekj- ur, en hvernig gæti þá staðizt að samdráttur hefði átt sér stað, eins og stjórnarandstæðingar spáðu og héldu enn fram í öðru orðinu? S'.ikar fullyrðingar taldi ráðherrann algjörlega út í blá- inn, eins og bezt hefði sézt, er E. J. sagði 12. júlí að afkoma hefði veriö góð á Austfjörðum, í vor. (Ráðherrann réð ekki við síld- ina, kalloði E J. fram í). „Síldin var ekki komin þá. Þá voru Lins vegar komin þau eyðandi áhrif, sem átti að leiða af lausn landlielgisdeilunnar, að spásögu háttvirts þingmanns.“ Þá hefðt E. J. bætt því við lýsingu sína á blómlegu athafna- lífi á Austfjörðum, að nú stefndi til samdráttai. En hvers vegna? Omögulegt væri að skilja það öðru vísi en svo, að hann reikn- aði með, að kauphækkanirnar yrðu til þess, að atvinnuvegirnir cirægust saman. Eins og að hella olíu á eld Ráðherrann gat þess, að E.J. hefði bent á það úrræði, tiil að komast hjá gengisfellingu, að ! ekki væri annað en auka útlán og lækíka vextL En hve miargir þingmerxn hafa gleymt því, að E.J. vildi einmitt áður fyrr halda verðbólgunni í Skefjum með var- færni í útlánum? Enda veit E.J. vel, að væri þessi aðferð, sem hann nú boðar höfð, væri það saima og að hella Olíu á eld. Það væri tilræði við fj árhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Engin merki um verðhrun Um ræðu Lúðvíks kvaðst ráð- herra geta verið stuttorður. L.J. hefði lagt ríka áherzlu á, að tekið hefði verið tillit til verð- lækkuninnar á fiskimjöli í við- reisnarlöggjöfinni 1960. Það væri að vísu rétt, en einungis að litlu leyti. Þegar verðlagið tók að lækka síðari hluta árs 1959, hefði sú lækkun fyrst orðið hægfara og menn töldu ekki sjást nein merikí um verðhrun. Utflutningsnefndl sjávarafurða hefði því ekki sam- þykkt nema smávegis verðlækk- un frá því sem verið hefði hæst 1959. Með þessu lágmarksverði hefði svo verið reiknað í viðreisn inni. Síðar hefði svo komið á daginn, að lækkunin nam 40% frá því, sem reiknað hafði verið með í janúar. Frá því hefði verð- ið svo aftur hækkað nokkuð en væri enn 18% lægra en í janúar 1960. Þetta sýndi, hve röksemdir og tilvitnanir L.J. væru gjörsam- lega á stráum byggðar. Hann vitnaði í einstök ummæli í grein- argerðum og ummælum, en gætti ekki að því, hvað á bak við stæði. Fús til samvinnu Ráðherrann sagði að lokum, að stjórnarandstæðingar hefðu gefið í skyn, að stefnt væri til einnar veltu til. Eftir væri að sjá, hvort hægt væri að fá fólk með sér í slíka hryggðargöngu. Um það sé bezt að enginn spái, né þau ráð, sem við slíkum tiltekt- um beri’ að gera. Hins vegar sé ríkisstjórnin fús til samvinnu við hvern þann, er raunverulega vilji bæta kjör vinnandi manna í land inu. Hægt sé að finna ýmis ráð til þess svo verði, svo sem betri skipun á vinnu, með ákvæðis- samningum og fleiri þvílíkum úrræðum. Því verði að treysta I lengstu lög, að leitað verði slíkra úrræða, áður en gripið verður til nýrra pólitískra verkfalla svip- uðum þeim, sem áttu sér stað með kauphækkunarherferð kommúnista og framsóknar- manna í sumar. Þá tók Gísli Jónsson (S) til máls. I upphafi ræðu sinnar mót- mælti hann þeim aðdróttunuim Eysteins Jónssonar til meirihluta þingmanna, að þeir hefðu verið þvingaðir gegn vilja sínum ti'l að styðja ríkisstjórnina í svo mikilvægu máli, sem um ræddi. Hefði ríkisstjórnin kallað suður alla þá þingmenn, er hún styðst við, til þess að ræða bráðabirgða lögin. Hefðu þingmenn gert sínar athugasemdir og að vel athuguðu máli, samþykkt samróma að fylgja málinu, eins og rikisstjórn in hefði lagt það fyrir. Ekki taldi ræðumaður sig vita, hvaða að- ferðum væri beitt í Framsóknar- flokknum, en kvaðst eiga bágt með að trúa, að slík ummæli for manns þingflokks Framsóknar- manna gætu stafað af öðru en þvi, að hann væri vanur að beita þvingunum við þingmenn síns flokks. Þá vakti ræðumaður athygli á, að í sumar hefði ekki verið hægt að taka ákvörðun um, hvort fella skyldi gengið, það hefði þegar verið failið. E. J. hefði átt sinn stóra þátt 1 því og hann og raunar stjórnarandstaðan öll væri ábyrg iyrir henni. Menn hefðu einungis gert upp við sig, hvort viðurkenna skyld^ orðinn hlut og hvort skrá ætti gengið réttilega. Hann tók undir, að aldrei væri of brýnt fyrir þingmönnum að hafa þingræðið í heiðri, hins veg- ar sæti sízt á Framsóknarmönn- um að hafa þar forgöngu um. Eins oi fyrr getur, rann fund- artími út, áður en umræðum lauk, og hafði Gísli Jónsson af þeim sökum ekki lókið máli sínu, er fundi var frestað. <VÍ ÁLFLUTNIN GSSTOF A Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. GUNNARJÓNSSON LÖGMADUR við undinétti og hæstarétt Þingholtsstræti 8 — Sími 18259

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.