Morgunblaðið - 08.11.1961, Side 20

Morgunblaðið - 08.11.1961, Side 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. nóv. 1961 Dorothy Quentin: Þöglaey 35 Skáldsaga væri farin úr eynni. Kannske var það bara bezt að Ajidré hugsaði sem allra verst um hana og héldi, að hún vildi eyða tím- anum í Garcia Mendoza sem hún kærði sig alls ekkert um, til eða frá. En í kvöld hafði þessi breyt- ing á framkomu hans sært hana ósegjanlega. því að stutta stund hafði hann verið svo blíður og góður við hana, næstum eins og þegar hann var að stríða henni forðum, Og það var af því að hann vildi láta hana hafa ánægju af heimboðinu. Hún fann tárin innan við augnalokin, þegar hún snerti hálsfestina mjúklega. Ég er orðinn hreinasti skælukrakki, hugsaði hún gremjulega. Þarna er ég búin að þola öll þessi ár. án þess að gTáta, nema rétt fyrst og nú er ég búin að beygja af hvað eftir annað, síðan ég kom heim.. Þarna er herrann.... Röddin í Joseph, fékk hana til að opna augun aftur fyrir raunveruleik- anum. Æ, fari allir karlmenn til fjandans. hugsaði hún í reiði sinni, um leið og bílljósin skinu á velbúinn mann, sem stóð í skjóli undir tré, miðja vegu upp eftir brautinni heim til Laurier. Hann var í þunnum regnfrakka og barðastór hatturnn slútti fram yfir annað augað. Snöggv- ast fannst henni hann líta óhugn anlega út, þar sem hann stóð með hendur í vösum. eins og persóna úr glæpareyfara eða kvikmynd. Frankie fór að hugsa um, hvort allt þetta, sem André hafði sagt henni um Mendoza- feðgana væri satt, og fékk hroll, en hristi það af sér og fannst þessi beygur sion hlægilegur. Uppeldi hennar hafði kennt henni að umgangast allskonar menn. fanta jafnt sem heiðurs- menn, svo að hún kunni vel að gæta sín. Hvað sem þessi maður kynni að vera, þá var hann að minnsta kosti kominn langan veg til að hitta hana og jafnvel þessar móðgandi móttökur hjá greifafrúnni og ausandi rigning- in hafði ekki dregið úr honum kjarkinn. Það minnsta sem hún gæti gert, var að gefa honum einhverja hressingu og lána hon- um bílinn niður að skipinu aftur, og þakka honum þannig fyrir góðar móttökur í Port of Spain. Þegar Joseph hafði stöðvað bíl inn. opnaði hún hurðina og kveikti ljósið inni. Komið þér hingað, hr. Mend- oza! kallaði hún til hans. Maðurinn kom hlæjandi, og stóð dálítið á öndinni, þar eð hann var frekar holdugur, en setti upp afsökunarsvip. er hann sá, að hún var samkvæmis- klædd. Þakka yður fyrir, en ég er hræddur um, að ég bleyti all- an bílinn fyrir yður. sagði hann afsakandi. En þegar hún sagði. að það gerði ekker,t til, lokaði hann hurðinni fyrir ausandi rign ingunni og hallaði sér aftur í sætinu og athugaði hana vand- lega, eins og hann vildi skcða rækilega hvert smáatriði í klæðn aði hennar og hálsfestina, sem hreyfðist upp og niður, al því að hún var líka móð. og svo glitið, sem tárin höfðu skilið eft- ir í augum hennar. Þetta er fallega gert af yður, ungfrú Laurier, sagði hann og kyssti á hönd hennar og tók ofan hattinn. Nú var hann ekkert iskyggilee- ur, heldur leit hann ú/ það sem hann var: velbúinn. efnaður Suður-Ameríku hóteleigandi, er kunni að meta alit, sem var fyrsta flokks, hvort heldur var matur, vín. hús eða konur. Og líklega í þessari röð talið, hugs- aði hún og hló með sjálfri sér. Það var nú það minnsta, sem ég gat gert.... eftir.... Ég bið yður afsökunar, að ég skyldi vera að koma sem boð- flenna í samkvæmið yðar. sagði hann í iðrunartón. En ég var orðinn svo óþolinmóður eftir að hitta yður. Hitta mig.... eða Laurier? spurði hún blátt áfram. Fram undan þeim sáust nú olíuljósin í glugganum á höllinni. Hún benti á hana. Þarna er nú Laurier, en þér sjáið bara ekki mikið af hús- inu í myrkrinu og svona veðri, og svo hef ég húsfylli af gestum ... .það er kvikmyndafólkið, sem ég hitti í Port of Spain. Það var ágætt. Ég vil alltaf hafa hús full af gestum.... af eðlilegum ástæðum! sagði hann brosandi, en henni duldist ekki. að hann var eitthvað vonsvikinn. Ef þessi bósi hafði búizt við að hitta hana eina í hrörlegu húsi, húgsaði Frankie, og geta með lítilli fyrirhöfn fengið hann til að skrifa undir afsal, þá átti hann eftir að verða fyrir von- brigðum. Já. en það voruð þér sjálf, sem ég gat ekki beðið eftir að sjá sagði hann, hofmannlega. Vikum saman hef ég verið að bíða eftir að fá skeyti eða bréf, eða þó ekki væri nema bréfspjald! Ég hef verið önnum kafin. Það er meira en rétt að segja það að reka akuryrkju, eftir tíu ára fjarveru, svaraði hún stutt. Reka..! En það er hlægilegt. Að svona fögur stúlka sé að brjóta heilann um akra. uppsker- ur og áburð. Hann hló, rétt eins og hún tæki þátt í þessari gam- ansemi hans. Ég hef hugsað mik- ið um yður, ungfrú Lauriér. Þér hafið ekki vikið úr huga mínum. Hann gretti sig vesældarlega. Og nú sjáið þér, hvað ég hef haft upp úr því! Ég er kominn til og svo rekur gestgjafi yðar mig frá dyrum sínum.... Sá gestgjafi var nú kona. Þögluejjar og lendi hér í óveðri Frankie brosti ofurlítið. Nú, er 'hún hafði bjargað honum undan óveðrinu. kom reiðin upp í henni, og þó að ástæðulausu. Það er greifafrú de Tourville, bætti hún við. Ókrýnd drottning eyjar- innar. Já, einmitt. Það mun vera ein af þessum frönsku akuryrkju- fjölskyldum eða hvað? Já. og það var mín fjölskylda líka svaraði hún áherzlulaust. En þér munuð aldrei koma fram við neinn mann með svona hroka. Þér eruð ofmikil nútíma- og mannúðarmanneskja til þess. Hann glotti svo að skein í hvítar tennur.. enda þótt maður viti nú aldrei, hversu djúpt siðfágun- in stendur. Þegar ég fékk þessi skilaboð með þjóninum áðan, langaði mig mest til að senda forytann minn á staðinn á morg- uar og skora húsráðandann á hóhn Ég er hreint ekkert afleit- ur skylmingamaður. Kún gat ekki annað en brosað að þessu, og sagði. Þá hefðuð þér fengið að skylmast við gamla konu, sem er galdranorn og hefð uð enga sigurvon getað haft. En segið mér nú hversvegna þér er- uð hingað kominn svona snögg- lega og alveg fyrirvaralaust. Bíllinn var nú stanzaður und- ir dyraskýlinu, og snöggvast leit Garcia á hana með ákafa og al- vöru í svipnum. En svo yppti hann öxlum. Það þýðir ekki neitt að vera að smjaðra fyrir yður, Frankie. Af svo fagurri konu að vera, eruð þér merkilega laus við allan hégómaskap. Þar ættuð þér að geta úr flokki talað! Svo margar fallegar konur sjáið þér víst 1 gistihúsinu yðar. Nú langaði hana að losna vio hann, en engu að síður var hún forvitin um erindi hans. Hún velti því fyrir sér. hvort hann mundi nú vera eins slæmur og André hafði haldið fram. kvenna bósi og maður, sem notaði sér heimsku ríkra unglinga og fengi þá til að spila fj árhættuspil og neyta eiturlyfja. Þegar hún sat svona hjá honum, fannst henni það ótrúlegt, en þessi maður, sem kunni svo vel að smjaðra var lík lega bara ungur. ríkur og óþarf lega mikið eftirlætisbarn. Svona auðmannssonur gat valið úr kven fólki — og líklega var hann ein- mitt þessvegna einhleypur. Hins vegar hélt hún hann ekki nógu greindan til þess að vera fant og glæpamann, auk þess sem hann ætti ekki að þurfa þess, eins og hann óð í fæningum. Ég kom af því að við erum búnir að selja gistihúsið okkar í Trindad, sagði hann loksins með ' kæliskúpsins i if%.n ■ si -Hvmu 6]í gptjskioinni | œtlih þér aé$(aupa ^ • * • þa<5 Ler al vaqda val ^ . Aushirs Austurstræti 14 Sí, •« Ke vinator kæliskaourinn er araneur aratugaþrounar bæoi tlKniíeea,Mjo..vtra ytMlUT*: (Ift 2S60 MSEEft. — Eigum við að koma í kúluspil — og skipta liði? >r >f >f- GEISLI GEIMFARI >^- >f >f *— Hvað ertu að segja um nýtt verkefni fyrir mig, Páll? í— Jú, Geisli .... En hvað er þetta, sem þú heldur á? — Þetta er kalt vasa-logsuðutæki, sem ég fann upp. Það sker tré, plast og málmplötur án hávaða eða hita! — Jæja? Sýndu mér það á þessum skáp. við erum að losa okkur við! hreinskilnisvip. Faðir mnn er fluttur aftur til Caracas, því að við höfum þar talsverðan at- vinnurekstur. eins og þér vitið. Og ég er á skemmtiferð til smá- eyjanna hér í kring. Það er alveg dásamlegt. Þér eruð kannske að athuga nýja staði fyrir gistihús? spurði hún snöggt. Já vissulega! Hann brosti og rýndi á Laurier, um leið og Jos eph opnaði dyrnar fyrir honum og bætti við brosandi: Við erum alltaf á hnotskógi eftir nýjum stöðum fyrir gistihús, helzt á ein hverjum óþekktum stöðum, sem við getum svo unnið upp — þann ig græðum við okkar peninga, góða mín! Hvernig dirfðist hann að á- varpa hana svona; maður. sem hún hafði ekki séð áður nema rétt í svip á ferðalagi. Hún hafði að vísu verið í samkvæmi á skemmtiskipinu hans á Sam- bandsdaginn, en það höfðu hundr uð annarra gesta. Hún sagði lágt, því að hún reyndi eftir föngum að stilla reiði sína, en var jafnframt forvitin um fyrirætlanir hans og hafði í aðra röndina gaman að þessari brosandi ósvífni hans: Eruð þér kannske hingað kominn til þess að skoða Laurier. hr. Menloza? aflíltvarpiö Miðvikudagur 8. nóvember. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleikar — Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 TónL 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar) 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. Tónleikar — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón- leikar). 17:40 Framburðarkennsla í donsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: ,,Á leið til Akra“ eftir Aimée Sommer- felt; VI. (Sigurlaug Björnsdóttir) 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfrótt ir — Tónleikar. 18:50 Tilkyinningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Dennis Wilson tríóið leikur létt lög. 20:00 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eiríks saga rauða; II. (Dr. Kristján Eld- járn þjóðminjavörður). b) Karlakórinn Fóstbræður syng ur íslenzk lög. Einsöngvarar: Sigurður Björnsson og Gunn- ar Kristinsson. Söngstjóri: — Ragnar Björnsson. c) Vestfirskur vísnaþáttur úr safni Arngríms Fr. Bjarnason ar (Baldur Pálmason flytur). d) Hallgrímur Jónasson kennari flytur frásöguþátt: Dagar við Veiðivötn; — þ.e. fyrri hluti. 21:45 íslenzkt mál (Ásgeir Mágnússon cand. mag). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: ,,Pilturinn á loftinu", smásaga eftir Lucille Payne (Þýð andi, Sigurður Hreiðarsson blaða maður, les). 22:30 Næturhljómleikar: Sinfónía nr. 9 í C-dúr eftir Schu bert (Sinfóníuhljómsveit Lund- úna leikur; Josef Krips stjórnar) 23:25 Dagskrárlok. Fimmtudagur 9. nóvember. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. —• 8:05 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleikar — Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl. 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —• 12:25 Fréttir og tilkynningar) 13:00 Sjómannaþáttur: „Á frívaktinni'- (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilik. Tónleikar — 16:00 Veðurfr. —■. Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón- leikar). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð- rún Steingrímsdóttir). 18':20 Veðurfrégnir. — 18:30 Þingfrétt 18:50 Tilkyinningar — 19:30 Fréttir. ir — Tónleikar. 20:00 Á vettvangi dómsmála (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 20:20 Lög úr óperettum: Austrrískir listamenn leika og syngja. 20:35 Erindi: Ólögleg mannanöfn; síð- ara erindi (Dr. Halldór Halldórs son prófessor). 21:00 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói, —• fyrri hluti. Stjórnandi: Jindridi Rohan. Einleikari á fiðlu: Einar G. Sveinbjörnsson. a) „Á leiði tónskáldsins Couper in“ eftir Maurice Ravel. b) Ljóð fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Ernest Chausson. 21:40 Af blöðum náttúrufræðinnar; Örnólfur Thorlacius fil. kand. tal ar um svartadauða-pláguna 1402. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Upplestur: „Herra Vorel“, smá- saga eftir Jan Neruda í þýðingu Málfríðar Einarsdóttur (Jón Að- ils leikari). 22:30 Harmonikuþáttur í umsjá Högna Jónssonar og Henrys J. Eyland. 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.