Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 6
6 MORCTJlVTilAÐIfí F5stuc!apur 10. nóv. 1961 Bridge TVIMENN3 NGSKEPPNI Bridge félags kvenna er lokið. Sigurveg- arar urðu Krjstjana og Halla með 963 stig. 2) Rósa — Sigríður 919 3) Elin — itósa 917 4) Petrína — Sigríður 906 5) Asgerður — Laufey 896 61 Asta M. — Ingibjörg 890 7) Asta — Kristín 888 8) Sigurbjcrg — Rannveig 883 9) Guðrúii E. Guðrún H. 881 10) Júliana — Anna 869 11) Sigríður — Kristrún 867 12) Margrét Asg. — Guðrún 862 ÞRIÐJA umferð í tvímennings- keppni œeistaraflokks Bridgefé- lags R-ykjavíkur fór fram s.L þriðjudagskvöJd. 16 efstu pörin eru nú sem bér segir: 1. Símon — Þorgeir 1625 2. Eggerf — Þórir 1624 3. Arni M. — Benedikt 1561 4. Einar — Gunnar 1561 5 Asbjörn — Vilhjálmur 1467 6. Guðjonrisen — Jóhann 1466 7. Asmundur — Hjalti 1455 8. Jón Ara — Sigurður 1425 9. Jakob — Jón Bj. 1415 10. Kristinn — Lárus 1412 11. Brar.dur — Olafur 1404 12. Ivar — Ragnar 1400 13. Hiímar — Rafn 1400 14. Jóharn — Sigurður 1383 15 Sigurþór — Stefán 1365 16. Asta — Rósa 1353 HVE oft tapast ekki spil, eins og það, sem hér fer á eftir, þótt það eigi auðveldlega að vinnast ef spilarinn athugar sinn gang. Suður var sagnhafi í 4 spöðum og Vestur lét út tigul- drottningu. * 10 9 8 4 Á K D ♦ 4 3 2 + Á K 2 A 2 ♦ D G 7 3 V G 9 8 N V 10 7 6 3 ♦ D G 10 v A# 7 6 9 8 D 10 8 4» G 9 7 3 s A Á K 6 5 V 5 4 2 ♦ Á K 5 + 6 5 4 Suður drap tiguldrottninguna heima með ás. Án þess að hugsa sig um tók hann því næst ás og kóng í spaða og þá kom sann- leikurinn í ljós, Austur fær 2 slagi á spaða. Auk þess kemst Suður ekki hjá því að gefa einn slag á tigul og einn slag á lauf. Spilið varð þannig einn niður. Gætinn spilari hefði ekki tap- að þessu spili, því hann gefur aldrei nema einn slag á tromp. Fyrst á að taka spaðaás og er það gert til að sjá hvort annar hvor andstæðinganna ei^a drottn ingu eða gosa í spaða sem ein- spil, því næst fer hann inn á borðið og lætur út spaða 10. Ef lágur spaði kemur frá Austri, þá er tíunni svínað, Ef Vest- ur getur drepið tíuna þá fá A— V aðeins einn slag á spaða, því síðasti spaðinn fellur í kónginn. Ef spaðinn er aftur á móti skiptur eins og í spilinu hér að framan, þá fær Suður slaginn á tíuna og spaðadrottning eða gosi falla í kóng og A—V fá aðeins einn slag á spaða. Er spil þetta gott dæmi um hve varfærni er nauðsynleg og ávallt rétt að reikna með því versta. 2200 tunnur til Akraness Akianesi, 8. nóv. I DAG iönduðu hér sjö bátar síld, samtals um 2200 tunnum, þótt talsverð alda væri hjá þeim á miðunum. Anna var aflahæst með 582 tunnur, þá Höfrungur II. 475, Haraldur 355, og Skipa- skagi 325 tunnur. Síldin er bæði stór og feit, ekkert fyrir neðan millisíld. Um % síldarinnar er saltað en hitt hraðfryst. Fjórir triliubátar voru á sjó í dag með jínu og fiskaði enginn undir tonni. Sæljónið var hæst með 1400 kíió — Oddur. Hannes Pétursson Þrjár nýjar Helgafellsbækur FRÁ Helgafellsútgáfunni bárust í dag þrjár nýjar bækur. „Sögur að norðan" eftir Hannes Péturs- son. „Sumardagar" egtir Sigurð Thorlacius og „Rauði hatturinn" eftir Ásgerði Búadóttur, listmál- ara. Hannes Pétursson er þjóð- kunnur sem ljóðskáld, en þetta er fyrsta bók hans í óbundnu máli. Eru í bókinni 12 sögur eða frásöguþættir.Skyttan, Einkennis húfan, Ferð inn í fjallamyrkrið, Landslag ferðast milli glugga, Maður í .tjaldi, Brúarvígslan. Fæddur úrsmiður, Hesturinn Sigurfari, Kvenfólk og brenni- vín, í djúpum skörðum. Spilað á orgel, 1 haustbrimunum. Bókin er 162 bls. prentuð í Helgafelli og kápa eftir Hafstein Aust- mann. Bókin er mjög fallega út- gefin. Sumardagar eftir Sigurð Thorlacius kom fyrst út fyrir 20 árum. Nýja útgáfan frá Helga- felli er prýdd gömlu myndunum að mestu, nokkrar nýjar. Útgáf- an er fallega gerð. ,.Rauði hatturinn" eftir Ás- gerði Búadóttur er nýstárleg bók, litprentuð, en texti er á fimm tungumálum, ensku. þýzku, dönsku og frönsku, auk íslenzku. Ný höfn lífsskilyrði segir Sveinn Jónsson i Höfnum FYRIR nokkru leit inn á ritstjórn blaðsins Sveinn Jónsson form. Verkalýðsfélagsins í Höfnum og bílstjór: hjá hraðfrystihúsinu þar. Var hana inntur eftir almennum fréttum úr plássinu og kom þá í Ijós að þeir Hafnarmenn eiga við ýmsa örðugieika að etja, og ber þar hæst hinn ófullgerði hafnar- gai ður. — Það var nokkru eftir 1950, sem byrjað var á hafnargarði hér og unnið við hann í áföngum næstu árin. I vor var garðurinn svo orðinn urn 200 metra langur og aðeins eftir einir 7 eða 8 metr- ai út á klöpp, sem þarna er. Og pegar náð hefir verið þangað er ekki annað eftir til þess að hér skapist viðunanleg höfn fyrir vél báta en gera nokkra beyju á garð mn. Verkið var boðið út og var í ráði að byggingarfélagið Goði ? Reykjavík tæki það að sér fyrir eina mtiíjón króna. En þá strand- aði á láni til að fullgera verkið- því að hreppnum vantaði 600 þús. kr. Af ltunnugum er talið að þessa neninga hefði mátt fá úr Atvinnutryggingasjóði, sem ýmis bæjarfélög hafa fengið peninga úr til framkvæmda. En Hafnar- hreppur er ekki aðili að þessum sjóði og því var ekki hægt að fá þar peninga. Og Sveinn heldur áfram: — Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Hafnirnar liggja hvað bezt allra síaða hér á Suðurnesj- um við hmurri auðugu fiskimið- um. Héðan er örstutt að sækja á miðin og aðstæður góðar, ef hafn arskilyrði væru með öðrum „Langir og erfiðir samningar" hafnir um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu Brussél, 8. nóv. S AMNIN GA VIÐRÆÐUR n inntöku Bretlands í Efnahagsbandalag séxveld- anna hófust hér í dag, í nýrri byggingu belgíska utanríkis- ráðuneytisins. Fulltrúi Breta í viðræðunum er Edward Heath vara-utanríkisráðherra sem hefur haft veg og vanda af undirbúningi viðræðnanna við sexveldin, fyrir hönd Bretastjómar. — ★ — Fréttaritari brezka útvarpsins lét svo um mæit i dag, að flest benti til þess, að samningar þess ir yrðu „langir og erfiðir". Að- ilar vonast þó til, að þeir leiði til inngöngu Breta í bandalagið einhvern tíma á árinu 1963. — ★ — Fréttamaður Associated Press við samningaviðræðumar í Briissel telur upp helztu vanda- málin — þannig: — Hvernig unnt má vera að samræma að- ild Breta að Efnahagsbandalag- inu og skuldbindingar þeirra við samveldislöndin. — Hvað verður um önnur aðildarríki Fríverzlunarsvæðisins (EFTA), sem Bretar voru helztu hvata- menn að — til mótvægis við Efnahagsbandalagið. — Og loks —• hversu langt Bretar geta gengið í átt til nánari stjórn- málasambands Vestur-Evrópu- ríkjanna. hætti. Ems og ástandið er nú, er exki vegur að gera hér út stóra vélbáta á vetrarvertíð. Það er því mjög aðkallandi, að unninn verði bráður bugur að því að íu.'lgera hafnargarðinn, en það myndi auka atvinnumöguleika hér í plassinu geysilega. Áð vísu eru gerðar hér út trillur, en það er alls endis ófullnægjandi. Síð- as+liðinn vetur var ekið fiski hingað úr bát, sem lagði upp I Keflavík, og var hann unninn í hraðfrystihúsinu. Og svo var það annað mál, sem ég vildi litiiiega minnast á, hélt Sveinn Jónsson áfram, en það eru mjólkurflutningarnir hingað í Hafnirnar Mjólkursamsalan ekur mjóik hér út um öll Suður- nes, nema bingað í plássið. Er mjólkin, sem hingað á að fara, skilin eftir við flugvallarhliðið, og þaðan verður hreppurinn að láta aka henni í plássið daglega fyrir um 70—80 krónur. Er slíkt i'yrirkomulag með öllu óviðunardi, og er von okkar Hafnarmanna, að samsalan verði við ósk okkar um að flytja mjólk ina hingað eins og til annarra staða á Suðuinesjum. Demókratar fagna sigrum NEW YORK, 8. nóv. — Mikill fögnuður ríkti í röðum demó- krata í dag, þegar það fékkst staðfest, að Robert Wagner, fram bjóðandi flokksins til borgar- stjóraembættisins í New York, hefði verið endurkjörinn með nær 400 þúsund atkvæða meiri- hluta — og, sem kom meira á óvart, að demókratinn Richard Hughes hefði sigrað fyrrverandi verkalýðsmálaráðherra, James Mitchell, við ríkisstjórakjörið í New Jersey. — í Virginíu var demókratinn Harrison kjörinn ríkisstjóri, eins og við hafði verið búizt. ★ Þegar Kennedy frétti úrslitin í New Jersey, varð honum að orði: — Já, ferðin þangað hefir sannarlega borgað sig. Kennedy tók þátt í kosningabaráttunni með Hughes. Eisenhower, fyrrv. forseti studdi einnig Mitchell á virkan hátt. • Vínland, ekki Vinland Þorsteinn Guðjónsson skrif ar: Mér þótti vænt um að sjá fréttina um fundnar húsarúst ir eftir forn-íslenzka land- könnuði á Nýfundnalandi í Mbl. í gær (5.11.) og þá jafn framt hve fyrirsögnin var vel valin: íslendingasögur sögðu satt. Það er efalaust, að ís- lendingásögur voru skrifaðar með það fyrir augum að segja satt, og sífellt kemur eitthvað til að sanna að þetta hefur að verulegu leyti tek- izt. — Fræðimaðurinn Helge Ingstad hefur unnið gott verk og þarft og er ekki ólíklegt að hann vinni sér til talsverðrar frægðar með þessu afreki sínu, sem hann á einmitt því að þakka mest, að hann tók til greina það sem sögurnar segja. En þó kemur eitt til greina, sem gagnrýna verður hjá hon um. í fréttinni (frá Skúla Skúlasyni) segir að hann sé með efasemdir um það að nafnið Vínland sé rétt eftir haft og að hann dragi í efa að þangað hafi íslenzkir menn komið, sem vínviður vex í Norður-Ameríku, og að hann „hallist að skýringu“ einhvers Söderbergs um það að nafnið hafi verið Vinland, kennt við vinjar. Þetta er mesta fjarstæða og sprottin af því þekkingarleysi á ís- lenzku máli, sem of algengt hefur verið meðal fræði- manna á Norðurlöndum. Orð ið vín ruglaðist ekki í munni íslenzkra manna saman við vin. Og ef til vill mætti vænta þess, að einhver ís- lenzkur menntamaður kæmi því á framfæri við Helge Ingstad, að til er vísa eftir Þórhall veiðimann, sem fylgdi Þorfinni Karlsefni vestur, þar sem hann nöldrar um að ekki sé enn fundið vínið, sem sér hafi verið lofað. En þess hafa leiðangursmenn einmitt vænt sér, eftir frásögn Leifs heppna og þeirra félaga af sinni ferð, og fér þá ekki á milli mála, að Vínland er nafnið sem þeir völdu land- inu. Þá dettur mér það í hug, að á þessum merkilegu forn- leifafundum, sem snerta sögu Ameríku, þyrfti að vekja at- hygli meðal Bandaríkjamanna og það rækilega og þar sem eftir því yrði tekið, eins og t. d. í stórblaðinu New York Herald Tribune. Þar er jafn- an gefið nokkurt rúm að- sendu efni, að vísu helzt frægustu mönnum þjóðanna, í ritlist, stjórnmálum og vís- indum, en einnig öðrum stundum, ef þeim tekst vel að halda á máli sínu, og hafa eitthvað umtalsvert fram að bera. Þorsteinn Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.