Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 10
10 MORCVl\T!L AÐIÐ Fðstudagur 10. nðv. 1901 * ( Erich Mende og írú hvíla sig á skemmtigöng u. Með þeim er tíkin Anka, sem er af Scháfer- kyni. Á iitlu myndinni í horninu er Mende með bömum sínum. H É R á síðunni höfum við nokkrar svipmyndir úr einka lífi Erichs Mende, formanns Frjálsra demókrata. Samning ar hafa nú tekizt með Frjáls- um og Kristilegum demókröt um um stjómarmyndun og Adenauer hefur verið kjörinn kanzlari Vestur-Þýzkalands í fjórða sinn — þrátt fyrir yf- irlýsingar Frjálsra eftir kosn Erich Mende ingarnar um, að þeir myndu aldrei ganga til samstarfs við Kristilega undir forsæti Ad- enauers. Samningaviðræðum- ar hafa verið langvarandi og erfiðar, stóðu meira en sjö vikur — en hnúturinn leyst- ist að lokum með því m. a., að Henrich von Brentano af- salaði sér embætti utanríkis- ráðherra í hendur núverandi innanrikisráðherra landsins, Schröder. Hinn mikli sigur Frjálsra demokrata í kosningunum í haust kom allmjög á óvart og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig samstarfi þeirra og Kristilegra reiðir af. — Annars er ekki líklegt, að sjáanlegar verði nokkrar breytingar á stefnu stjómar- innar, því að Frjálsir demo- kratar telja sízt minni ástæðu en Kristilegir til staðfestu í alþjóðaviðskiptum og öflúgs samstarfs við Atlantshafs- Mende hefur greinilega gaman af að busla í vatnl. Hér hopp ar hann út í sundlaug að luetti smástráka. er maður heimakær bandalagið. Ennfremur er ljóst, að þeir eru mjög hlynnt ir efnahagsstefnu stjómar kristilegra. Erich Mende er maður kvæntur og á tvö börn. — Kona hans heitir Margot og börnin Markús og Manuela. Sagt er að það hafi aflað honum mikilla vinsælda í kosningabaráttunni að hann er heimakær maður og reyn- ir að eiga sem flestar stund- ir með konu sinni og börn- um. Ekki er ijóst hvaða emb- ætti Mende kemur til með að gegna í hinni nýju stjórn. Hefur jafnve'. verið haft á orði, að hann hyggist alls ekki taka við ráðherraemb- ætti. — Bók um samskipti ísl. og Bandaríkjanna eftir Donald IMuechterlein gefin ut vestra NÝLEGA er út komin hjá Cornell University Press í íþöku, New York, bók um samskipti Bandaríkjanna og Islands eftir Donald E. Nuechterlein, sem starfaði hér sem blaðafulltrúi bandaríska sendiráðsins til skamms tíma og mörgum ts- lendingum er að góðu kunnur. Var bókin gefin út með styrk fi-á Ford Foundation. í formála segir Nuechterlein að bókin, sem heitir á ensku „Iceland — Reluctant Ally“ eða Island — tregur bandamaður, að hún sé byggð á rannsókn- um hans 1955 og 1956 á sam- skiptum íslands og Bandaríkj- anna í varnarmálum frá 1940. Upphaflega hafi verið um að ræða ritgerð, ætlaða til doktors- varna við Michiganháskóla, en í bókarformi hafi hún að nokkru verið endurskrifuð með tilliti til þess. Heimildir bókarinnar séu opinberar skýrslur, þær sem fáanlegar hafi verið, en ýmis atriði og ályktanir séu dregnar af samtölum höfundar við ýmsa ráðandi menn í íslenzku stjórn- málalífi, en hins vegar séu skoð- anir allar höfundar sjálfs. í bókarlok er viðbætir um úr- slit þingkosninga á íslandi 1934 —1959 og hversu ríkisstjórnir íslands hafa verið skipaðar á sama tímabili. „íceland — Reluctgnt Ally“ er í Donald E. Nuechterlein 213 blaðsíður að stærð, hin vandaðasta bók og eigulegasta. Áður hefur komið út eftir Donald E. Nuechterlein bókin Gods Own Country And Mine“ Kaupmannahöfn. KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR *•' Austu rbæjar bíó: NÚ EÐA AEDREI Mynd þessi gerist í London nú á tímuim. Unig og fræg leikkona, Anna Kalman kynnist Ameríku- manninum Philip Adams, sem hef ur fengið ábyrgðanmikla stöðu í NATO með búsetu í París. Phil- ips er myndarlegur og aðlaðandi iriaður og Anna verður þegar ást- fangin af honum, og hann einnig mjög hrifinn af henni. Eitt sinn er þau láta vel hvert að öðru segir Philip önnu að hann sé kvæntur í Ameríku en hafi að vísu slitið samvistum við konu sína, sem þó vilji ekki gefa hon- um eftir skilnað. Þetta verða Önnu mikil vonbrigði og eitt sinn í veifcu augnabliki, orðar hún það við Philip, að hann reyni að fá skilnað og giftist sér, en Philip fer undan í flæmingi og hún sér ákaflega eftir að hafa farið fram á þetta. — Síðar kemst Anna að þvi að þetta eru alit undanbrögð hjá Philip og að hanri sé alls ekki kvæntur. Hún verður afar- reið honum og hugsar honum þegjandi þörfina. Hún breýtjst mjög í framkomu við hann og reynir á allan hatt að vekja af- brýðisemi hans. Þetta tekst með ágætum, hún sigrar Philip og hann ætlar að biðja hennar kvöld ið áður en hann fer til Ameríku á vegum NATO. En þá hefur Anna teflt svo djarft til að vekja afibrýðisemi hans, að allt kemst í mesta öngþvei'ti. En úr því ræt- ist þó blessunarlega. Mynd þessi, sem tekin er í lit- um, er amerísk, með Ingrid Berg man og Cary Grant í aðalhlut- verkunum og auik þess hafa hin- ir ágætu ensku leikarar, Cecil Parker og Phyllis Calvert þarna hlutverk. Ingrid Bergman er glæsileg í þessari mynd og leik- ur hennar frábær og Cary Grant heillandi og skemimtilegur að vanda. — Myndin er bráð- skemmtileg. Kópavogsbíó: BARNIÐ ÞITT KAIXAR Þetta er þýzk mynd, gerð eftir skáldsögu Hans Grimm. Fjallar myndin um ást og afbrýði er leiða til hörmulegra atburða. — Leikkonan Christine Behrendt hefur lagt sig mjög fram um að auka frama ungs meðleikara síns Wolfgang Ohlsen’s, og er hann Orðinn vinsæll leikari. Hann er hugfanginn af Christine bæði sem leikara og konu, og því tekur hann því með fögnuði er hún eitt sinn stingur upp á því að þaú giftist. Hjónaband þeirra er mjög hamingjusamt og þau eignast fallegan dreng. En brétt skilja leiðir þeirra á listabrau'tinni. Hún er töluvert eldri en hann og verð ur að víkja fyrir yngri leikkon* um, en hann á vaxandi vinsæld- um að fagna. — Hann er nú ráð- inn til að leika í kvikmynd á ítalíu, en hún situr heima. Hún fer til hans til Italíu, en þá at- vikast svo, að hún verður ofsa- lega afbrýðisöm og er sannfærð um að hann sé sér ótrúr. Fer hún á brott í reiði og ferst í bíl- slysi á leiðinni heim til sín. Wolf- gang verður harmi loatinn. Hann legst í drykkjuskap, vanrækir drenginn sinn og enginn vill líta við honum sem leikara. I örvænt- ingu sinni ætlar hann að svifta sig lífinu, en drengurinn lit'li bjarg- ar honum á síðustu stundu. Verða þá góð þáttaskipti í lífi þeirra feðganna. Þetta er áhrifamikil mynd, vel gerð og ágætlega leikin. Hinn vinsæli og glæsilegi leikari O. W. Fisher fer með hlutverk Wolf gangs en Christine konu hans leikur Hilde Krahl og litla dreng- inn leikur Oliver Grimm og gerir það með prýði. FramköIIun Kopering ★ Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. Fótóf ix

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.