Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.11.1961, Blaðsíða 15
■Föstudagur 10 nóv. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 Drauganetin eru fiskin. ur, þrir sn'eru upp. Við náðum nokkrum netaslitrum, en í þeim var enginn fiskur. Þetta var líka á það djúpu vatni, að ekki var hægt að gera sér grein íyrir því hvort eitthvað kom á „krækjurnar" nema þá að það væri þvi stærra og þyngra.“ * * * „Eg held, að þeita sé ekki heppilegur útbúnaður, ef slæða á að einhverju gagni. Senniiega yrði árangursríkast að hafa tcgara við þetta, hafa krækjur á hlerunum og fót- reipi Með því móti væri hægt að fara yf.tr stærra svæði og von væri um betri árangur,“ sagöi Þórarinn. I fyrra gerðu þeir Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, og Haraldur Björnsson, skipherra sams konai tilraunir á ÆgL Voru þeir á Ægi á Selvogs- banka og var árangurinn all- góður. „Við höfðum sama útbúnað og Þórai.nn Björnsson var með“, sagði Jakob Jakobsson. „Við fiskuöum upp töluvert af netum og : sumum þeirra var fiskur á öllum stigum, þ. e. a. s. nýi fiskur, morkinn og svo gamail. ekkert nema beina- grindin. Við gerðum þessa gt- hugun í sambandi við reglu- gerð sem þá var í undirbún- tngi. Nú er ár síðan hún var gefin út og þar eru ákvæði um gildleika kúluhankanna. Er tilgangurinr. sá að tryggja að kúlurnc.r sljtni af netunum innan skamms tíma, ef þau tapast. Þá sökkva netin og valda ekki jafmniklum skaða og þegar þau reka þanin og halda áfram að fiska.“ * * * „Reglugerðinni var ekki framíylgt r fyrra þar eð bát- arnir voru búnir að útbúa sig til veiðanna, þegar hún var gefin út. Nú ætti hins vegar að vera hægt að láta til skar- ar skríða. — Það er auðvitað skyida sjómanna að reyna að ná upp þemn netum, sem þeir týna. Hins vegar er það alger lágmarkskrafa, að þeir láti vita strax og þeir týna net- um. Er þá von til þess að hægt sé að slæða upp þau fljót- lega — og geri ég ráð fyrir að hugmynd Þórarins Björnsson- ar um að togveiðiútbúnaður án vörpu gæti borið betri árang- ur en þær „krækjur", sero reyndar bafa verið. En það er hins vegar alveg ófært að fylla miðin af Drauganetum, því þau valda miklu tjóni, eí þau haida áfram að fiska — og oökkvc- ekki fljótlega,“ sagði Jakob. Drauganetin valda miklu tjóni á miðunum Morkinn fiskur í Lrauganeti. (Ljósm. Bj. Ólafsson). DR4UGANETIN svonefndu valda mönnum nú vaxandi á- hyggjum. Þetta eru netin, sem bátarnir týna á netavertíðinni. Mörg fara í hnút, flækjast og valda litlum skaða. Önnur ber- ast þanin iyrir straumum og halda áfram að fiska — og svo sannarlega höfum við ekki efni á því að' spilla fisknum i sjónun' á þann hátt. Það er vægast sagt ekki of mikið af honurn hér við strendur lands- in<s — og við þurfum að nota hvern ugga, sem við náum í. * * * Það var Björn Ólafssom, loftskeytamaður á Uranusi, sem tók forsíðumyndina og tvær ineðfylgjandi myndir. Þetta éru netaflækjur, sem komu upp með botnvörpunni. 1 þeim var bæði nýr fiskur og gamall, sá elzti morkinn. „Togararnir eru alltaf að dragi upp þessi Drauganet, sagði Björn, á öllu svæðinu frá Selvogsbanka að Jökli. Oft höfum við íengið fleiri en eitt net yfir daginn, stundum tvö net í togi. Eftir netaver- tíðina virðist krökt af netum á helztu veiðisvæðunum — og ef ekki bregður til batnaðar er el-ki arnað sýnt, en gera verði einhverjar ráðstafanir til þess að slæða veiðisvæði netaþélanna éftir vertíðina", sagði Bjcin. * * * Landnelgisgæzlan hefur tvisvar gert tilraun til þess að slæð'a netasvæðin. Þórarinn Björnsson, skipherra, gerði það siðast í vor, þá í Kolluál, á mikiu dýpi. „Við höfðum stórar „krækj- ur“. sem við drógum á eftir okkur. Þrír krókar sneru nið- Meistaravík nær sambands- laus við umheiminn Þar biða 95 eflir flugvélinni, aldrei kemur Leiörétting á um- mælum í útvarpi há Sementsverksmiðju ríkisins í ÞÆTTINUM Um daginn og veginn í Ríkisútvarpinu mánu- daginn 6. nóv. 1961 var lítillega minnzt á starfsemi Sementsverk emiðju ríkisins og þar gefið í skyn, að sement frá verksmiðj- unni sé selt hærra verði en er- lent sement myndi vera selt, m. a. með þessum orðum: „Sements verksmiðjan sparar verulega er- lendan gjaldeyri, en því hljóta að vera takmörk sett, hversu mikið réttlætanlegt er að greiða fyrir þann sparnað“. Af tilefni þessara ummæla vill Sementsverksmiðja ríkisins taka þetta fram: Við verðlagningu á sementi frá verksmiðjunni hefur það setíð verið stefna verksmiðju- etjórnarinnar og ríkisstjórnar- innar, að verð sementsins yrði ákveðið þannig, að enginn lands manna hefði óhag af tilkomu verksmiðjunnar, heldur nokkurn hag. Hefur því ævinlega verið miðað við verð innflutts sements við verðlagningu hinnar ís- lenzku framleiðslu og verðið á- kveðið svipað eða nokkru lægra en sams konar innflutt framleiðsla myndi kosta. — I fyrsta skipti, sem verð íslenzka sementsins var ákveðið, var stuðzt við verð á innfluttu sementi eins og það var á þeim tíma, er verksmiðjan hóf sölu framleiðslu sinnar. Slíkum sam- anburði hefur ekki verið til að dreifa síðan, en þá þess í stað verið stuðzt við verðútreikninga, er Hagstofa íslands hefur gert í samráði við verðgæzluna. Hef- ur verð íslenzks sements aldrei verið hærra en verð innflutts sements myndi hafa verið, að jafnaði þó nokkru lægra. Enn er því haldið hinni sömu stefnu um verðlagningu sements og upphaflega var mörkuð. Sementsverksmiðja ríkisins Ásgeir Pétursson, Jón E. Vestdal. sem NÚ LÆTUR nærri. að Meistara- vík, námubærinn á austurströnd Grænlands, sér rofinn úr sam- bandi við umheiminn. Þar eru nú nær 100 manns, sem bíða eft- ir heimferð. Flugfélag íslands hefur ráðeert að fljúga þangað dag eftir dag, en það er ekki nema með höppum œ glöppum, að veðurfregnir berast frá Meist- aravík osr enn hefur ekki þótt fært að fara norður. I Meistaravík varð bruni ekki alls fyrir löngu. Rafstöð ásamt snjóplógi eyðilögðust, þegar skemmiuir flugvallarins stór- skemmdust af eldi. Engin Ijós eru því á flugvellinum og í hús- unum þar, en uppi í námubæn- um, sem er í meira en 10 km. f jarlægð, er hirts vegar allt í góðu lagi og þaðan voru send tæki niður á flugvöll til að ryðja braut ina, ef með þyrfti. ★ Cloudmaster Flugfélagsins fór ekki alls fyrir löngu með taekni- fræðinga þangað norður og nú átti ein Douglasvéliin að fara með farm varahluta til Meistaravík- ur. Standa þá vonir til að hægt verði að koma rafstöðinni á flug- vellinum í lag — og loftskeyta- stöðinni jafnframt. 1 námubænum er smásendi- tæki, skammdrægt. Við góð skil- yrði heyrist þó til Meistaravík- ur á Tobinhöfða við Scorisby- sund — og síðan eru boðin flutt á mi'ili stöðva — til Reykjavik- Nú eru 125 manns í Meistara- vík, en ráðgert er, að einungis 30 hafi þax vetursetu. Þess vegna bíða 95 manns eftir flugvélinni, sem á að flytja þá — fyrst til Reykjavíkur, síðan heim til Kaupmannahafnar. RACNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf og eignaumsýsla Vonarstræti 4. VR-húsið. Sími 17752 GUNNARJÓNSSON LÖGMAÐUR við undirrétti oq hæstarétt bingholtsstræti 8 — Sími 18259 (Jtskcílakirkja 100 ára UTSKALAKIRKJA verður 100 ára á þessu ári, og verður þess minnzt með hátíðarguðsþjómustu hinn 12. nóvember næstkomandi. Biskup íslands og sóknarprestur predika. Efitir guðþjónustuna verður kaffisamsæti fyrir kirkju geeti í sarakomuihúsi Gerða- hrepps. Þar verður saga hinnar aldargömilu kirkju rakin og ávörp flutt. Kirkjan var byggð árið 1861 í tíð séra Sigurðuir B. Sívertsen, prests að Utskálum, en hann var aðalhvatamaður að byggingu kirkjunnair og gaf til hennar talsvert fé. Hinn 16. des. s.l. gaf Þorlákur Benediktsson, Akurhúsum í garði, Utskálákirkju kr. 25. þús. til minningar um konu sína, Jórunni Olafisdóttuir. Með þess- ari fjárhæð skyldi stofnsettur sjóður og verja til kaupa á pípú- orgeli í kirkjuna. I tilefni afmæl- is kirkjunnar vil'l sóknarnefnd Utskálasóknar vekja athygli safn aðarfólks og annarra velunnara kirkjunnar á þessum sjóði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.