Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 4
4
M O RCV N Tt l 4 Ð 1 Ð
Sunnudagur 12. nðv. 1961
RÁÐSKONA
óskast til að sjá um heim-
ili á Suðumesjum. Uppl. í
síma 14275.
Harpaður gólfasandur til sölu, einnig mjög góður pússningasandur. Pöntun- um veitt móttaka í síma 12551. — Ægissandur hf.
Handrið Bmíðum handrið úti og inni. Fljót afgreiðsla. Vei-k stæðið Laufásvegi 13 — Símar 22778 og 32090
Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Af- ereiðum með litlum fyrir- vara. Smurbrauðstoía Vesturbæjar
Faxabar Heitar pylsur allan daginn. Gosdrvkkir, tóbak, sæl- gæti. Faxabar, I.augavegi 2.
MINERVA SAUMAVÉL vel með farin í hnotuskáp til sölu. Sími 37029.
Heimasaumur Stúlkur vanar buxnasaumi óskaat. Uppl. í síma 23119.
íbúð óskast 3ja—4ra herbergja íbúð óskast til leigu. >rennt fullorðið, rólegt fólk í heimili. Uppl. í síma 23096.
Handavinna Set upp púða, klukku- strengi, skerma o. fl. — Sími 19075. Sigríður Heiðar.
2ja herbergJa íbúð óskast. Fyrirframgreiösla. Uppl. í síma 24013.
Til leigu Stofa með innbyggðum skáp og aðgangi að eldhúsi. Aðeins fyrir reglusamt fólk. Uppl. í síma 13564.
Hafnarfjörður Forstofuh-erbergi til leigu á Reykjavíkurvegi 16. — Reglusemi áskilin. Sími 50534.
Tempo skellinaðra Mjög lítið notuð og vel með farin Tempo skelli- naðra er til sölu og sýnis I Rauðagerði 16 milli kL 1—3 í dag, Sími 37817.
Saumanámskeið hefst 14. nóv. í Mávahlíð 40. Brynhildur Ingvardóttir.
Tenór-saxafónn (Selmer) í góðu standi til sölu. Gjafverð og góðir greiðsluskilmálar. — Uppl. dagl. kl. 1—5. Sími 13252.
í dag er sunnudagur 12. nóvember.
316. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 7:32.
Síðdegisflæði kl. 19:55.
Næturvörður vikuna 11.—18. nóv. er
í Reykjavíkurapóteki.
Slysavarðstofan er opin allan sólar-
nrlnginn. — Læknavörður L.R. (fyrii
vitjanír) er á sama stað fra kl. 18—8.
Sími 15030.
Holtsapótek og Garðsapótek eru
opin alla virka daga kl. 9—7, laugar-
daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá
kl. 1—4.
Kópavogsapótek er opið alla vlrka
daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl.
9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Siml 23100.
Lrjósastofa Hvítabandsins, Fornhaga
8: Lrjósböð fyrir börn og fullorðna.
IJppl. 1 sima 16699.
Næturvörður í Hafnarfirði 11.—18.
nóv. er Kristjan jonannesson, sími
50056.
IOOF = 14311138 = %Yi H. IU.
□ Edda 596111147 = 2.
□ Gimli 596111137 — 1 Atk.
MENN 06
m AttlEFNlm
Um þessar mundir er stadd
ur hér á landi Howard Ander
son, sænsk-amerákur trú-
boði frá Bandaríkjunum Hann
kom hingað fyrir viku og hef
ur talað á samkomum hjá Fiia
delfíu. Mun hann dvelja hér
fram á föstudag og tala á sam
komum í kvöld, miðvikudag,
fimmtudag og föstudag.
Við áttum tal af Howard
Anderson og spurðum hann
um starf hans:
— Eg hef verið trúboði í
7 ár, sagði Anderson, en áður
var ég kennari og skólastjóri.
— Hvar hófuð þér starf yð-
ar?
— í Norður-Alaska, meðal
eskimóa. Eg ferðaðist þar þorp
úr þorpi og bað fyrir sjúkum.
Eg hafði þann háttinn á að þeg
ar ég kom í þorpin, barði ég
að dyruim fyrsta húsins, sem
ég kom að. Spurði ég síðan
hvort einhver þar væri sjúk
ur og var það oft, því mikið
er um sjúkdóma á þessum
slóðum. Bað ég þá viðstadda
að biðja með mér fyrir þeim
sjúka, því hann myndi lækn-
ast ef þeir tryðu a handleiðslu
Guðs. Batinn kom stundum
skyndilega, en stundum
smám saman. T.d. var í emu
þorpinu kona, 75 ára, sem
var máttlaus öðru megin. —
Hafði hún legið rúmföst í tæp
þrjú ár, hún fékk bata. Síðar
kom ég aftur til Alaska og
hélt þá samkomur og boðaði
fagnaðarerindið.
— Eftir dvölina í Alaska,
dvaldi ég í 2 ár á Kúbu. í
fyrra skiptið á meðan á borg
arastyrjöldinni stóð, en í síð
ara skiptið skömmu eftir að
Castro var tekinn við völdum
>á var trúboðum ieyít að tala
hvar sem var og biðja fyrir
sjúkum í útvarpið. En síðan
hefur aðstaða trúboða þar orð
ið erfiðari og hafa margir far
ið þaðan, þvi að stöðugt eftir
lit er haft með þeim og þeir
eru ekki eins frjálsir og áður.
En þeim hefur ekki verið vís-
að úr landi, því trúfrelsi rik-
ir þar enn.
— Eftir að ég hafði starfað
á Kúbu fór ég til landanna í
Mið-Afriku ásamt ^ðrum trú
boða. Gengum við þar á milli
þorpanna og héldum samkom-
ur.
— 1 apríl 1960 hélt ég svo
norður á bóiginn og hef dvalizt
í Norður-Evrópu síðan, lengst
i Noregi ,16 mánuði. Héðan frá
íslandi fer ég til Bandaríkj-
anna aftur.
Aður en Howard Anderson
heimsótt Alaska í þriðja s
öðrum trúboða á plastik b
ströndinni. Myndin hér að
ferðalagi og þó að ísinn s
kom til N-Evrópu, hafði hann
inn. Ferðaðist hann þar með
át með allri vestur- og norður
ofan er tekin af honum á því
é mikill er komið fram í júlí.
Jóhann
Hjálmarsson:
Kveðja
IU
Pablo
Nerada
Ský yfir höfðum okkar
óvenjuleg, framandi
morgungjöf lifandi handa.
Picasso teiknar það varla
í líki hvítrar dúfu.
Kyrrláta nóvemberdaga
gýs land mitt reiði.
Þú og Nazim Hikmet
eigrið hljóðir um stræti
með geislavirkt ryk í augum.
Þjóðir heimsins fylgja
lofsöngvum ykkar til grafar.
(Chilemaðurinn Pablo Neruda hefur I ljóðabókum sln-
um bent á Sovétríkin sem framtíðarvon mannkynsins.
Tyrkneska skáldið Nazim Hikmet hefur ekki gefið Neruda
eftir í þeim boðskap. Mynd Picassos af friðardúfu hefur
löngum verið einkennismerki þeirrar „heimsfriðarhreyf-
ingar“, sem kommúnistar settu á stofn til að kunngera
„bræðralagshugsjónir“ sínar).
FRETTIR
Kvenfélagið Hrönn heldur fund að
Hverfisgötu 21 14. nóv. kl. 8:30. —
Jólapakkar.
KFUM og K, Hafnarfirði: A almennu
samkomunni í kvöld, sem hefst kl.
8:30, talar Benedikt Amkelsson cand.
theol.
Sjálfstæðlskvennafélagið Hvöt: Að-
alfundur í Sjálfstæðishúsinu mánu-
dagskvöldið 13. nóv. kl. 8:30 e.h. —
Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið stund
víslega.
Farþegar úr Ingólfsferð M.s. Heklu
efna til kvöldfagnaðar með mynda-
sýningu o.fl. 1 Tjarnarkaffi, sunnudag
inn 19. nóvember kl. 8:30 e.h.
Prentarakonur: Munið fundinn ann-
að kvöld í félagsheimilinu.
Frá Guðspekifélaginu: — Almennur
fundur guðspekifélaga um innra starf
ið 1 félaginu i Guðspekifélagshúsihu
kl. 8:30 í kvöld. Framsögumenn veröa
tveir.
Hjúkrunarfélag fslands heldur fund
í Tjamarkaffi mánudaginn 13. nóv,
kl. 20:30. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra
félaga. 2. Sigmundur Magnússon, lækn
ir flytur erindi. 3. Félagsmál. Stjómin.
- M E SS U R -
Neskirkja: Barnaguð fpjómnta kl.
10:30 f.h. Messa kl. 2 e.h. — Séra Jón
Thorarensen.
Dómkirkjan: Síðdegisguð9þjónusta
kl. 5 e.h. Séra Jón Auðuns.
Söfnin
Listasafn íslands er opið sunnudaga,
þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
kl. 1:30—4 e.h.
Asgrimssafn, Bérgstaðastræti 74 er
opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga
frá kl. 1.30—4 e.h.
Þjóðminjasafnið er opið sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard. kl.
1.30— 4 e. h.
Listasafn Einars Jónssonar opið
sunnudaga og miðvikudaga frá kL
1.30— 3,30.
JUMBÖ OG DREKINN
+ + +
Teiknari J. Mora
— Góðan daginn, herra
minn, sagði Júmbó kurteis-
lega, — ég verð að biðja yð-
ur að lána mér loftskeyta-
tækin andartak .... ég þarf
að senda mjög áríðandi
skeyti. — Hver fjárinn ert
}ú eiginlega? hrópaði loft-
skeytamaðurinn, ygldur á
brún ....
.... bér er víst ekki allt
með felldu! Og þar hafði
hann vissulega rétt fyrir sér,
því að úti fyrir biðu tveir
fílsterkir náungar til þess að
handfjatla hann.
Júmbó settist við tækin og
tók að skrúfa til takkana,
fram og aftur. Svo kallaði
hann: — Halló — halló, drek
inn kallar Úlfaspýju yfir-
töframeistara ....
Og langt í hurtu sat Úlfa-
spýja við móttökutækið og
hlustaði með ánægjuglotti 4
skilaboðin um, að fjársjóð-
urinn væri kominn um borð
heilu og höldnu