Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVIXRT '4 f)1Ð Sunnudagur 12. nóv. 1961 JMovðtnsfrKðMfr Útgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. TOLLAR OG SMYGL i LKUNNA er, að til lands- ins hefur verið flutt gíf- urlegt magn af hvers kyns smyglvarningi, og viðleitni tollyfirvalda til að stemma stigu við þessum ósóma hef- ur borið takmarkaðan árang- ur. Ástæðurnar til þess eru fyrst og fremst þær, hve geysiháir tollar eru hér á margháttuðum varningi. — Þannig hafa tollar komizt allt upp í 311%. Allmikið hefur að undan- förnu verið rætt um smygl- ið og tollana og er Morgun- blaðinu kunnugt um að rík- isstjórnin hefur haft til sér- stakrar athugunar, hvernig við verði brugðizt. Augljóst mál er það, að meðan tollar á dýrum smávarningi, eins og t. d. snyrtivörum, eru á 400%, er útilokað að koma í veg fyrir smygl. Tiltölulega auðvelt er að koma þessum varningi framhjá tollskoðun, og freistingin er mikil, þeg- ar aðeins þarf ef til vill að borga þriðjung verðsins er- lendis. Vörutegundir þær, sem mest er smyglað af, eru tald- ar vera ýmiss konar smá- varningur, fatnaður, ekki sízt nælonsokkar, myndavélar, úr, sjálfblekungar o.s.frv. Kunn- ugir menn gera ráð fyrir að með lækkun tolla á þessum varningi mundu tolltekjur ríkissjóðs ekki skerðast og jafnvel aukast. Sví gífurlegt er smyglið. Enginn mælir smyglinu bót, en hins vegar er það staðreynd að miklu magni er smyglað til landsins - til sölu, en jafnframt kaupa svo þeir, sem sigla, ýmiss konar varn- ing til eigin nota og fjöl- skyldu sinnar: Að sjálfsögðu •r á takmörkunum að lögleg séu veruleg kaup, þótt til e; ,r> nota sé, en þá eru líka margir brotlegir við tollalög- gjöfina. Með lækkuðum tollum mundi án alls efa mjög draga úr smýgli. En aðalatriðið er, að þegar tollalöggjöf væri hófleg, mundi skapast það almenningsálit að smygl væri alvarlegt afbrot, en því mið- iir er það líkt með tollalög- gjöfina og skattalöggjöf síð- ari áratuga að menn hafa talið hana helzt til þess fallna að brjóta hana. KRLJSJEFF OG KADAR ORGUNBLAÐIÐ birti í gær mynd af helztu leið- togum heimskommúnismans, sem tekin var á grafhýsi Lenins (og Stalins áður) 7. nóv. Þar er mönnum auðvit- að skipað niður eftir virð- ingu, enda fær almúginn hvergi að koma í námunda við höfðingjana. Einna athyglisverðast við myndina er það, að við hlið sér hefur Krúsjeff Kadar hinn ungverska. Vill hann sýnilega enn undirstrika að- dáun sína á þeim manni á svipaðan hátt og hann gerði, er hann tók hann með sér á skipsfjöl til New York. Einhvers staðar er um það talað, að mennina megi þekkja af vinum þeirra, og um það hefur heldur ekki verið að villast að undan- förnu, að náinn andlegur skyldleiki er með þeim fé- lögunum, Krúsjeff og Kadar. Líklega kemst Moskvu- málgagnið á íslandi ekki hjá því að fara að heiðra Kadar á ný, en það hefur verið dá- lítið feimið við að nefna nafn hans, síðan hann hafði forystuna um morðin og kúgunina í Ungverjalandi. ÞÓRARINN OG SJÓNVARPIÐ E N N hafa veitt því at- hygli, að í hvert skipti sem Tíminn neyðist til að skamma Rússa, þá finnur Þórarinn Þórarinsson sér til- efni til að ráðast að Banda- ríkjamönnum. Á því sviðier hann mikill jafnvægismaður. Að undanförnu hafa Rúss- ar hagað sér þannig, að ó- hjákvæmilegt var fyrir Þór- arin Þórarinsson að taka af- stöðu gegn þeim og helstefnu þeirra. Síðan lagðíst hann undir feld til að finna tilefni til árása á Bandaríkjamenn. Undan feldinum reis hann svo í fyrradag, gekk niður á Alþingi og jós þar úr skál- um reiði sinnar yfir því að Bandaríkjamönnum skuli vera heimilað að endur- byggja sjónvarpsstöð sína á Keflavíkurflugvelli, sem úr- elt og nær ónothæf er orð- in. í Tímanum í gær segir hann síðan, að stöðina eigi að nota „til að koma hér amerískum sjónarmiðum og áróðri á framfæri". Og rit- stjórnargrein sinni lýkur hann með þessum orðum: „Það þarf ekki að taka fram, að hvergi nema í lepp- ríkjunum fá erlend ríki þann ig ótakmarkaða aðstöðu til sj ónvarpsreksturs“. Þegar Bandaríkjamenn reistu sjónvarpsstöð sína 1955 var þeim, eftir kröfu ÍC ctefona, ÍiflPiSli :L ' •r . UNDANFARIÐ hefur öðru hverju verið um það rætt, hvort stórveldin í vestri og austri muni stefna að fram- leiðslu á svonefndum nev- trónusprengjum — eða „dauðageislasprengjum“, eins og- þær hafa verið nefndar í daglegu tali, en það er raun- ar mjög svo mikið réttnefni. — Upplýsingar þær, sem fram hafa komið á opinber- um vettvangi um þetta vopn, hafa verið fremur fábrotnar, enda má segja, að vísinda- menn hafi haldið öllum at- hugunum sínum á þessu sviði leyndum. En það, sem fram hefur komið — og telja má nokkurn veginn sann- leikanum samkvæmt, hefur að vonum vakið hrylling fólks, því að gegn hinum hljóðlausa og ósýnilega dauða af völdum nevtrónuspreng- ingar er tæpast nokkur vörn hugsanleg — og útrýmingar- máttur slíkra vopna, ef fram- leidd væru og notuð í stór- um stíl í styrjöld, væri miklu gjörtækari en allra þeirra úraníum- og vetnissprengna, sem nú liggja í vopnabúrum stórveldanna. — ★ — Það eru nú fimm ár síðan um- ræður um nevtrónusprengjuna hófust fyrst í Bandaríkjunum. Það var á fundi, sem nokkrir helztu kjarnorkuvísindamenn Bandaríkjanna áttu með kjarn- orkumálanefnd beggja deilda þingsins. Þar gerðu þeir grein fyrir hinni „hreinu“ vetnis- sprengju — en jafnframt leiddu þeir talið að möguleikanum á að framleiða „dauðageisla- sprengju". ★ Ohugnanleg mynd Nevtrónusprengjan er, í stuttu máli, fremur lítil kjarna- Framsóknarmanna, gert að skyldu að setja upp truflun- arstöð, svo að Reykvíkingar gætu ekki séð sjónvarpið. Að vísu reyndust miklir tækni- legir annmarkar á slíkum truflunum, svo að sjónvarp- ið hefur sézt í Reykjavík, engu síður en Keflavík. — Bandaríkjamenn hafa sem sagt ekki mikla tæknilega þekkingu eða reynslu í sjón- Þessi teikning birtist í sænsku blaði og á að sýna, i fáum og Iauslegum dráttum, hvernig líklegt er talið, að nevtrónu- sprengjan verði úr garði gerð. — Skýring 1 bendir á sprengi- rúmið, sem fyllt er deuterium eða tritiumgasl. — Skýring 2: „sprengjarnir“ (detonatorar — úr mjög sprenginæmu XNT). — Skýring 3 bendir á odd sprengjunnar, sem verður útbúinn eins konar þreifurum, er finna það, er sprengjan er í ákveðinni hæð yfir jörðu — og koma þá sprengingunni af stað. togar stórveldanna veigrað sér við að ræða um ægivopn þetta, þótt hins vegar þyki víst, að þeir hafi kynnt sér allt, sem máli skiptir í sambandi við möguleika á framleiðslu þess. ★ „Ótrúleg vopn“ Rússa Það vakti athygli fyrir rúm- um tveim árum, að blöð í Rúss- landi, sem þá höfðu um skeið ritað nokkuð um nevtrónu- sprengjur, hættu því skyndilega, öll sem eitt, en rétt um svipað leyti státaði Krúsjeff af „ótrú- legum, nýjum vopnum“ Sovét- ríkjanna. — Enda þótt ekkert sé um það vitað með vissu í Bandaríkjunum, hvort Rússar hafa þegar framleitt jafnvel gert tilraunir með nevtrónu- varpstruflunum og eiga ekki hægt með að koma í veg fyrir að sjónvarp þeirra sjá- ist, en kannski vill Þórarinn fá einhverja tæknifróða kunn ingja sína austan að til að- stoðar við truflanir, svo að hinum hábölvuðu „amerísku sjónarmiðum og áróðri“ verði bægt frá íslendingum. En er ekki tími til þess kominn, að Tíminn fari að átta sig á því að sú minni- máttarkennd er ekki lengur fyrir hendi hjá íslendingum, að þeir vilji einangra sig frá umheiminum, af því að þeir haldi að þá muni þeir glata tungu sinni og þjóðerni. sprengja, sem við sprengingu sundrast í nevtrónur, en þær geta á skammri stundu drepið allt lifandi á a.m.k. nokkurra ferkílómetra svæði — án þess að eyðileggja eða skemma byggingar og önnur mannvirki eða tæki. Geislunin verkar ein- ungis skamma stund, þannig að her, sem hefði yfir slíkum vopn um að ráða, gæti sótt inn á svæði óvinanna svo að segja hiklaust, í öruggu trausti þess, að þar væri enginn fyrir til við- nóms — en hins vegar víst mik- ið herfang af alls konar her- gögnum og vígtækjum. í borg- um og öðrum iðnaðarsvæðum stæðu verksmiðjurnar tilbúnar til að halda áfram framleiðslu — eftir að búið væri að fjar- lægja lík alls starfsfólksins, sem orðið hefði dauðageislunum að bráð. Þetta er vissulega óhugn- anleg mynd — enda hafa leið- sprengjur, er þar gengið út frá þvi sem vísu, að rússneskir vís- indamenn viti a.m.k. allt, sem máli skiptir í þessu efni — og geti hvenær sem er smíðað slíka sprengju með skömmum fyrir- vara. Þess vegna er það opinbert leyndarmál, að ýmsir bandarísk- ir vísindamenn og herforingjar hafa lagt hart að stjómarvöld- unum undanfarna mónuði að láta fullkomnar rannsóknir fara fram á þessu sviði —. og hefja síðan framleiðslu „dauðageisla- sprengjunnar", ef til kæmi, að frelsi og tilvera Bandaríkjanna (og þá annarra frjálsra þjóða um leið) kynni að velta á því, hvort þar væru til nevtrónu- sprengjur eða ekki. ★ Nevtrónur — dauðageislar Við höfum ekki næga þekk ingu til þess að segja neitt að Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.