Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 6
6 M O R C T1 N Tl T 4 Ð l Ð Fimmtudagur 1G. nóv. 1961 Gríma Læstar dyr Höfundur: Jean-Paul Sartre Leikstjóri: Þorvarður Helgason LÍTILL hópur ungra áhuga- manna um leiklist tekur saman höndum, útvegar sér húsnæði til bráðabirgða með miklum erfiðismunum, velur sér snjallt leikrit og setur það á svið með hjálp góðra manna. Allt er þetta gert í sjálfboðavinnu og í þeim anda fórnfýsi og brenn- andi áhuga, sem einkennir ungt fólk með hugsjón. Hugsjónin er að koma hér upp föstu tilrauna- leikhúsi, sem bæði kynni það bezta og nýstárlegasta úr er- lendri leikmennt og verði jafn- framt íslenzkum höfundum eggj- un til að semja og gera tilraun- ir með leikhúsverk. Svona voru í stuttu máli tildrög frumsýn- ingarinnar í Tjamarbíói á mánu dagskvöldið, en með henni hasl- aði leikklúbburinn Gríma sér völl í bæjarlífinu. Það kom einhver ferskur og hressandi andblær inn í sof- andalegt og vanasljótt menning- arlíf höfuðstaðarins með sýning- unni á mánudagskvöldið. Ekki svo að skilja að sjálf leiksýn- ingin væri betri eða listrænni en almennt gerist hér. Nei, það var annað sem gerði gæfumun- inn og setti ótvíræðan kúltúr- blæ á kvöldið. Hér var ekki bara verið að sýna tiltekið leik- rit eftir tiltekinn mann úti í löndum, heldur var hann sjálf- ur og verk hans í heild tekin til rækilegrar umræðu, þannig að leikhúsgestir fengu yfirsýn yfir það sem Jean-Paul Sartre hefur verið að gera síðustu 15— 20 árin. Með þessu móti var leik ritið, sem sýnt var eftir kynn- inguna, sett í samhengi við allt lífsverk Sartres og heimspeki- lega viðleitni hans. Það var vel ráðið hjá Grímu að fá Þorstein Ö. Stephensen og þrjá leikendanna til að flytja formálann um Satre, og vonandi verður þessi sami háttur hafð- ur á framvegis, þegar verk merkilegra höfunda verða tekin til sýningar hjá leikklúbbnum. Kannski finnst einhverjum mæt- um leikhúsgestum óþarft að sækja þess konar menntun á leiksýningar, en þeir verða bara að láta sig hafa það að mennt- ast ofurlítið jafnhliða skemmt- uninni, sem þeir kunna að eiga kost á, ef vel tekst til. Formálinn um Sartre og verk hans var ýtarlegur og gaf ljósa mynd af viðleitni hans í leik- listinni. Hann var „myndskreytt ur“ með köflum úr verkum hans, sem leikaramir þrír fluttu, og var það vel til fundið. Það var aðeins tvennt í for- málanum sem ég var ósáttur við. í fyrsta lagi er Sartre ekki höfundur existensjalismans, eins og okkur var sagt á mánudags- kvöldið. Hann er ekki einung- is lærisveinn Kierkegaards á síð ustu öld, heldur einnig og ekki síður Heideggers hins þýzka, sem skilgreindi existensjalism- ann þegar upp úr fyrri heims- styrjöld. Sartre getur í hæsta lagi talizt lærimeistari eins anga á þessu margslungna heimsvið- horfi. í annan stað er það ekki rétt orðað, að existensjalism- inn afneiti öllum hugmyndum sem ekki séu „vísindalega sann- aðar“. Ég held það sé rangt að blanda vísindum saman við það sem vakir fyrir existensjalist- um. Þeir leggja höfuðáherzlu á reynsluna — það sem hver mað- ur lifir og finnur inni í sér, hvort heldur er með heilanum, hjart- anu eða skynfærunum. Það er „reynslusönnun“ en ekki „vís- indaleg sönnun“ sem um er að ræða. Að öðru leyti var formálinn ljós og skilmerkilegur, og ber að þakka þeim gott og gifturíkt starf sem lögðu vinnu I að setja hann saman. Skuggamyndirnar sem Ijósa- meistarinn, Kristinn Daníelsson, kallaði fram voru skemmtilegar og sköpuðu hinn rétta blæ. Sama er að segja um frönsku tónlistina í hléinu og frönsku blöðin sem þöktu vængi sviðs- ins. „Læstar dyr“ (Huis clos) er langur einþáttungur, annar í röð þeirra verka sem Sartre samdi fyrir leiksvið. Leikritið er eins konar nútímaútgáfa af hinum kunnu „siðgæðisleikjum" síðmiðalda. Þrjár aðalpersónur leiksins eru komnar til helvítis þar sem þær eiga að dveljast samvistum í einu litlu herbergi um aldur og ævi. Afbrot þeirra eru kannski ekki öll stórvægi- leg á mælikvarða þeirra stór- glæpa sem þessi kynslóð hefur horft upp á, en þau eru alvar- leg af því persónurnar hafa all- ar svikið sína eigin mennsku eða það sem hefði getað gert þær að manneskjum. Spenna leiksins skapast af því hvernig persónurnar þrjár fletta smátt Kristbjörg Kjeld og Ilelga Löve í hlutverkum sínum og smátt hver ofan af annarri og komast loks að raun um í hverju hegningin er fólgin. Hegningin er fólgin í því að þessar þrjár fordæmdu sálir verða að búa saman án svefns eða hvíldar í skæru rafmagns- ljósi til eilífðarnóns. Þær eru hver annarri háðar, verða í senn fangar hvert annars og fangar sinna eigin hugmynda. Fyrir Sartre er mennskan fyrst og fremst fólgin í algeru innra frelsi — og helvíti táknar þvi afnám eða hindrun þessa frelsis af völdum annarra. „Helvíti, það er hinir“, segir ein persónan og túlkar þar með grundvallarhug- mynd verksins. Helvíti hefur því enga trúarlega merkingu í „Læstar dyr“, enda mun Sartre vera trúlaus með öllu og and- vígur trúarbrögðum. Helvíti verður í rauninni samheiti þess ástands sem manneskjan er I eft ir að hún hefur glatað frelsi sínu. Sartre leikur á marga strengi í þessu verki og snýr vangavelt- um sínum um mannlífið á ýms- an veg fyrir áhorfendum og jafn an með eggjandi hætti. Tilsvör- in eru mörg mergjuð og þrung- in djúpsæjum vísdómi. Þó það kæmi ekki fram á sýningunni virðist mér miskunnarlaus kald- hæðni vera einn meginþáttur verksins. Ég læt mér ekki til hugar koma, að minn skilning- ur sé réttari en hver annar, en mér finnst leikstjórinn, Þor- varður Helgason, hafa misst eina vídd úr leikritinu í túlkun sinni. Hann gerir það þunglamalegt eða „alvarlegt", ef mér leyfist að taka svo til orða. Að sjálf- sögðu er verkið háalvarlegt í eðli sínu, en samtölin eru hlað- in mikilíi kaldranalegri kímni, sem fer að mestu forgörðum, af því sumir leikenda, einkum þó Erlingur Gíslason, leika of „sterkt". Kom þetta hvað ljós- legast fram í upphafi þegar þeir ræðast við, þjónninn og Garcin. Haraldur Björnsson skaparmjög sérkennilega og minnisverða manngerð í þjóninum, og hjá honum kemur kaldhæðnin að nokkru til skila. Garcin verður hins vegar eins og taugaveiklað- ur unglingur í höndum Erlings; og virðist- mér það alröng túlk- un. Aftur á móti batnar hann til muna þegar fram í sækir, sýnir víða góðan leik, þó hann • Gcislavirkni og alómvarnir Geislavirkni, áhrif hennar á heilsufar marana, atórra- sprengjur og jafnvel atérn- styrjaldir og varnir borganna ef til þess kæmi, eru ofarlega á baugi nú, og mikið um þessi efni taíað og ritað. All- ir vona og trúa að aldrei komi til þess að atámvopnum verði beitt. En nú, þegar sú von hefur brugðist að öll stárveldi séu hætt atámtil- rauraum og jafnvel eitt hefur allan þamn tíma sem taiað var una afvopnun verið að und irbúa slíkar tilraunir, læðist sá grunur í hugskotið að þrátt fyrir allt sé hugsanlegur möguleiki að atómvopnum verði beitt. • Hver vill skríða úr byrgi sínu? 1 erlendum blöðum er mik-. ið rætt um byrgi fyrir fólk að skríða í meðan mesta geislahættan líður hjá, og eru ýmsar skoðanir um það hvaða gagn sé raunverulega í slíku. I lok slíkra bollalegginga vakraar tíðum spurningin: — Hver kærir sig um að skríða heill á húfi upp úr byrgi sínu, eftir að atómsprengjur hata eytt öllu yfirborðinu? En það er Skrýtið með mennina. Lífslöngunin er, þegar allt kemur til alls, einn sterkasti þátturinn í mannin- um, eins og öðrum skepnum jarðarinnar. Sönraun þessa sést hvarvetna. Þegar iraaður- inn stendur andspænis því að liifa eða deyja, þá velur hann nær undantekrairagairlaiust líf- ið, við hvaða kringumstæður sem er. • Lífslöngunin öllu yfirsterkari 1 þessu sambandi hefur mér komið í hug bók eftir Aldous Huxley, sem fjallar um þessa sterku lífslöngun mannsins. Hún kom út fyrir 12 árum og heitir ,,After many a summer“, sem er tilvitnun í ljóð eftir Tennyson, þar sem sagt er að maðurinn komi, rækti siran akur og eftir mörg sumur deyi hann og sé lagð- ur undir græna torf-u. Þetta er skáldsaga, áhugn- anlega raurasæ saga um auð- kýfing og tilraun hans til að lengja æfi sína. Þetta er Bandaríkjamaður, sem hefur rifið sig upp úr fátækt og orð ið milljónamæringur. Hann byggir sér miðaldakastala og saifnar þangað öllu sem ein- hverjum þykir einhvers virði og hægt er að kaupa, þar á meðal frægum málverkum, gömlum höggmyndum og dýrmætum handritum. Það eina sem hann ekki getur keypt fyrir peninga er lengra líf og veikt hjarta minnir hann stöðugt á að eiran góðan veðurdag verði haran að hverfa af sjóraarsviðinu. Hann hefur því ungan vísindamann, læknd, á launum til að finna ráð til að lengja lífið og læt- ur hann hafa næga peninga og rannsóknarstofur. , Einn góðan veðurdag kaup- ir hann fom handrit af göml- um auralitlum piparmeyjum nái aldrei fullum tökum á hlut- verkinu. Sennilega er hann of ungur í það, og svo er sökin að miklu leyti hjá leikstjóran- um. Þetta er, að ég held, mesta leikraun Erlings til þessa, og hann er sjáanlega vaxandi leik- ari. Kristbjörg Kjeld leikur kald- lynda og kynvillta póstafgreiðslu konu sem tælt hefur gifta vin- konu sína til samlags við sig og kúgað hana þar til þol henn- ar þrýtur og hún opnar fyrir gasið í herberginu þar sem þær sofa. Lýsir hún vel kulda kon- unnar og andúð hennar á karl- mönnum, en er ekki fyllilega í essinu sínu. Samleikur þeirra Erlings er með köflum of ofsa- fenginn — það vantar þennan hægláta nístandi kulda í orða- skipti þeirra, sem hlaða mundi andrúmsloftið enn meiri spennu. Erlingur yfirgnæfir hann of oft, og er það ekki í réttu samræmi við þau tök sem hún nær á honum. Lágu nóturnar í rödd Kristbjargar hefðu hæft túlkun hennar betur en þær háu. Helga LöVe leikur hégómlega hefðarfrú sem átt hefur bam með elskhugá sínum' og fyrirfarið þvi, en hann fraimið sjálfsmorð. Þó Helga hafi ekki eran fullt vald á framsögn sirani og ýki stundum óþarflega mikið látæði þessarar tízkudrósar, er leikur heninar jafnbetri en hirana tveggja, enda er hlutverkið mun einfaldara og meira á yfirborðinu. Hún náði surras staðar mjög skerramtilegum. tökum á persónuirani. Þegar þess er gætt að þetta er fyrsta stóra hlutverkið sem Helga tekur að sér, má segja að hér sé um að ræða mjög efnilega byrjun. Magnús Pálsson gerði leiktjöld, Þau eru einföld í sniðum og undir strika hæfilega ömurleik þess- arar eilífu vistarveru þriggja for- dæmdra sálna. A hinu þrönga sviði var tæplega hægt að ganga haganlegar frá leiktjöldunum, en veggir herbergisins eru kannski ekki nægilega viðamiklir og traustir, þar sem töluvert mæðir á þeim í sambandi við barsmíð- ina á hiurðina. Þuríður Kvaran og Vigdís Finrt bogadóttir bafa íslenzkað leikrit- Framh. á bls. 15. aif frægri eraskrl ætt, og hann fær enskan sérfræðing til að flokka þau og fara í gegraum þau. Það kemiuir á dagiran, að í þeim er nokkurs konar dag- bók eins af ættfeðrum pipar- meyjanna, sem á sínum tíma var álíka voldugur og auðug- ur og Bandaríkjamaðurinn — og jafn hræddur við að deyja, Sá hefur verið mesti þorpari, en eftir því sem skjölin eru lesin lengra, sést að bann hef- ur haldið lifskrafti sínum fram til áttræðiis eða níræðis- aldurs. Þá lendir hann í kasti við réttvísiraa út af einlhverj- um föngum, sem hann hefur haft til tilrauraa í helluim ná- lægt sloti sínu, og á fallöx- ina yfir höfði sér, er hann hverfur af sjónarsviðinu. Vís- indamaðurinn þykist sjá að gamli maðurinin hafi verið búinn að komast á sporið, um að láta frumurnair halda áfram að endurnýja sig. i líkamanum og það með því að athuga hversu miklu lengra æfiskeið fiskanna er en mann arana og borða daglega ákveðna (hluta úr fiskiraum. Svo leggja þeir af stað, vís- indamaðurinn, auðkýfingurinn og ljóshærða ástmærin hans til Englands. Þau ná lyklun. um að neðanjarðarhvelfing- unum af gömlu pipairmeyjun. um og halda þangað niður. Það eru liðin yfir 200 ár frá fæðingu gamla greifaras og ráðskonuranar hans. Þeir sjá fljótlega að ættin hefur jafn- an séð fyrir matarbirgðum niður í helliuraum. Og loks koma þau að klefa, þar sem eru tvær ógeðslegar verur, orðnar einraa lífcastar öpum; mannleg skynsemi farin, ekk- ert orðið eftir raema dýrsleg- ar hvatir — og lífið. — Nú vitum við það, segir visinda- maðurinn. Horaum hefur tek- izt það. Nú getum við byrj- að! — Milljóraamæringurinra hrekkur með viðbjóði til baka, en svo kemur vonar- glampi í augun á honium og haran segir: — Já, en maður verður ekki svona alveg urad- ir eins. Vonira um að leragja lífi8 örlítið er jafnvel þeasari yf- iiiafkðrkáiri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.