Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 16. móv. 1961 MORGVTSBl AÐIÐ 23 Strauk af Grimsby Town EINN skipverja af Grims by Town, 17 ára piltur, gerði í kvöld tilraun til að strjúka af togaranum. Sá lögregluþjónn til hans er hann var á gangi inn Seljalandsveg með sjó- poka á bakinu. Spurði lögregluþjónninn, Krist- ján Kristjánsson, piltinn hvert hann væri að fara en piltur kvaðst vera far inn af togaranum og vera á leið til Reykja- víkur. Fór lögregluþjónn inn með piltinn á varð- stofuna og gerði umboðs- manni togarans, Guð- mundi Karlssyni, aðvart. Meðan pilturinn beið á lögregluvarðstofunni í gærkvöldi sneri umboðs- maður skipsins sér til skipstjóra og skýrði hon- um frá málinu. Kom þá í ljós að pilturinn hafði farið frá borði vegna þess að hann hafði lent í ósátt við skipsfélaga sína og óttaðist að þeir myndu lumbra á sér. Skipstjór- inn á togaranum fullviss- aði hann um að hann gæti verið óhultur um borð fyrir félögum sín- um og fór pilturinn þá niður í skip aftur. A. K. S. — Togarlnn Framh. af bls. 1. frest til að hlíða skipunum mín um. Ef ekki mun ég byrja aftur að skjóta. j í>etta var klukkan 2:15. 1 Eftir fimm mínútur kallaði Grimsby Town að hann mundi hlíðnast og fara í var undir Bol tíngarvík. Gerði tvær tiiraunir. Togarinn reyndi tvívegis að sigla á varðskipið Albert meðan þessi samtöl fóru fram Og hélt að mestu stefnunni frá landi. í fyrra skiptið var Albert kominn að stjórnborðshlið togarans og sveigði hann þá skyndilega á stjórnborða og gat Albert að- eins forðað árekstri með því að setja fullt afturábak. í seinna skiptið var Albert á eftir Grims by Town. Urðu varðskipsmenn jþá varir við að togarinn sneri hart á bakborða. Ef Albert hefði haldið áfram sömu stefnu hefði Grimsby Town stýrt inn í hann maiðjan á bakborða. Varðskips- menn tóku það til bragðs að beygja hart í bak og voru þá ekki nema nokkrir metrar á xnilli skipanna. Skotið föstu skoti. Er Albert fór fram með togar anum var skotið föstu skoti yfir brú togarans. Hafði skipherra A1 berts gefið skyttunni skipun um að skjóta föstu skoti að togaran um ef hann gerði tilraun til að sigla á varðskipið. Sáu varðskips rnenn að skipsmenn togarans köstuðu sér niður er skotið reið af. Rétt fyrir kl. 6 að morgni var komið til Bolungarvíkur og fóru þá 5 menn af varðskipinu vel vopnaðir um borð í togarann. Er þeir voru komnir um borð voru fyrir í brú togarans skipstjóri, 1. stýrimaður og háseti. Skipstjórinn ölvaður. Virtist varðskipsmönnum skip stjóri vera töluvert undir áhrif um áfengis. Fljótlega eftir að bornið var um borð í togarann fór skipstjórinn, Donald Lister, niður í ibúð sína og sóst ekki meira en 1. stýrimaður stýrði tog aranum til ísafjarðar en þangað var komið kl. 7 í gærmorgun. Réttarhöld hafa staðið í mál- inu í allan dag og halda áfram í kvöld og miun verða reynt að ljúka þeim í nótt. — A.K.S. Síðustu frétfir: Laust fyrir miðnætti lauk frum rannsókn í taálinu gegn skip- stjóranum á Grimsby Town og kom skipstjórinn, Donald Lister, fyrir réttinn í gærkvöldi og seg- ir svo orðrétt eftir honurn í rétt- arbók: wAðspurður svarar kærði að hann hafi einu sinni látið loft- skeytamann sinn senda varðskip- inu hótun um að hann myndi sökkva varðskipinu, ef ekki væri hætt að skjóta. Oftar segist hann ekki hafa látið loftskeytamann- inn hóta því en segist ekki vita hvað loftskeytamaður kunni að hafa sagt.“ Það skal tekið fram að skeyta sendingar skipana voru teknar upp á segulband. í sambandi við tilraun til á- keyrslu segir Donald Lister að hann sé viss um að varðskipið hafi aðeins einu inni komið á móts við hlið togarans. Þá hafi vélar togarans verið stöðvaðar og segist hann ekki hafa gert neina tilraun til ákeyrzlu, en hins vegar geti skipið hafa „svans að“ til. Verður nú unnið úr gögnun- um og þau síðan send saksóknara ríkisins til ákvörðunar um máls- meðferð og er búizt við fram- haldi í dag. Mjólkuruukn- ingin 10 °Jo hjú M. F. BLAÐIÐ hefir haft tal af Grét ari Símonarsyni forstjóra Mjólkurbús Flóamanna og spurzt iyrir um mjólkurinn- legg það sem af er árinu. Hann skýrir svo frá á fyrstu 10 mánuði ársins hafi mjólk- uraukningin orðið frílega 10%. Hann telur þetta fyrst og fremst að þakka meiri og betri fóðrun kúnna, en ekki fjölgun þeirra. Mjólkurframleiðslan fyrri hluta árs 1960 var með minna móti vegna óþurrkanna 1959 en jókst mikið síðari hluta ársins- í ár hefir aukningin verið mun jafnari. Þá hefir mjólkurframbúðslan austan Mýrdalssands farið vaxandi. Grétar gerir ráð fyrir að bændur austur þar muni verða teknir sem fullgildir fé- lagsmenn í Mjólkurbúið en nú ríkir í þessum málum milli- bilsástand meðan verið er að athuga aðstæður, en sakir fjarlægðar0 frá búinu eru flutningar þaðan dýrir. Ekki er gert ráð fyrir að venju fremur mikil vinnsla fari fram á mjólkinni, því neyzlumjólkuraukning hefir orðið talsverð á sama tíma og framleiðsluaukningin. Eftir fellibylinn og flóðin, sem | á því að íbúarnir létu greipar gengu yfir Belize í Brezka-Hon- sópa í hálf-föllnum verzlunum. duras fyrir skömmu, bar nokkuð ' Hér sést einn íbúanna með fang- ið fullt af vörum, meðan aðrir koma hlaupandi til að missa ekki af neinu. — Gizenga Frh. af bls. 1 gaf yfirstjórn samtakanna í Kongó fyrirmæli um að neyta allra tiltækra ráða til þess að koma aftur á lögum og reglu í umræddum bæjum — og beita til þess valdi, ef nauð- syn krefði. Jafnframt kallaði hann til fundar við sig í New York borgaralegan fulltrúa SÞ í Katanga, Conor O’ Brien, og Sean McKeown hershöfðingja. — ★— Talsmaður SÞ í Leopoldville sagði í gærkvöldi, að látið yrði til skarar skríða í Kindu, ef Kongóhermennirnir, sem hafa hertekið flugvöllinn þar, létu ekki lausa þá 13 ítölsku flug- menn, sem þeir hafa nú haldið föngnum þrjá daga — en ekk- ert fréttist enn um afdrif þeirra í gær. ★ Frásögn flóttafólks Evrópskir flóttamenn frá Albertville, sem komu til Us- umbura í Ruanda-Urundi í gær- kvöldi, sögðu svo frá, að bæði Balubamenn, vopnaðir bogum og örvum og spjótum, og Kongó- hermenn hefðu unnið þar hin verstu hryðjuverk, stundað rán og gripdeildir og viðhaft hinn mesta yfirgang á allan hátt. Sögðu flóttamennirnir, að nú hefðu nær allir Evrópubúar í bænum yfirgefið hann — væru sennilega aðeins um 30 eftir af um 1200, sem þar áttu heima. Töldu flóttamennirnir, að lið SÞ, sem fyrir var í bænum, hefði gersamlega misst öll tök — og hefði yfirmaður liðsins raunar játað í gær, að svo væri. Hefði hann látið svo um mælt, að um 2000 manna liðstyrks væri þörf til að koma aftur á lögum og reglu í Albertville, en þar var álíka mikið lið SÞ, er Kongó- hermennirnir komu þangað í fyrrakvöld. Hafði það, að sögn, ekki gert neitt til að hefta för þeirra. ★ Ósamhljóða fréttir Hins vegar hélt innanríkisráð- herra Katanga, Munongo, . því fram í gær, að hermenn mið- stjómarinnar í Leopoldville hefðu tekið bæinn með beinni hjálp liðs SÞ. Enn fremur full- yrti hann, að hermenn SÞ hund- eltu og dræpu fylgismenn Kat- angastjórnar í Albertville. Nær allir bæjarbúar eru flúnir, sagði Munongo, en lögreglulið stjórn- arinnar hefir ekki verið yfir- bugað, og brátt munum við láta til skarar skríða. Frásögn talsmanns i höfuð- stöðvum SÞ í Leopoldville var aftur á móti á þá leið, að Kongó hermenn þeir, sem komið hefðu til Albertville á þriðjudagskvöld og tekið bæinn með atbeina bog manna Baluba, hefðu hegðað sér sem hreinir villimenn. M. a. hefðu þeir handtekið fjölda Ev- rópumanna og Katangamanna, sem fylgdu stjórn Tsjombes að málum — og farið þar að til- vísan unglinga úr æskulýðssam- tökum Balubakat-flokksins, sem hefðu bent hermönnum á þá, sem þeír hefðu viljað koma í svartholið. — ★— Þrátt fyrir óljósar fregnir, virðist ljóst, að í hinum tveim umræddu bæjum séu alvarlegir atburðir að gerast, enda benda hin skjótu viðbrögð U Thants til þess, að hann hafi áhyggjur af rás viðburðanna. Er það sízt að undra, ef sú frétt reynist á rökum reist, að sjálfur Gizenga varaforsætisráðherra sé pottur- inn og pannan í þessari upp- reisn gegn hans eigin stjórn. Rússneskir Framh. af bls. 24. að leyfa frekari tilraunir með kjarnorkuvopn, þar sem þær auka hina náttúrlegu geislun umhverfisins, og skapa hættu fyrir allt mannkyn, að því er varðar erfðaeiginleika.“ Á sama veg mælir I. V. Kurchatov: „Athuganir hafa leitt í ljós, að ef haldið væri áfram tilraunum (með kjarna vopn) í jafnríkum mæli og árin 1956—’58, mundu nokkr- ar milljónir manna af hverri hinna næstu kynslóða þjást af erfðasjúkdómum vegna geislavirks útfalls af ísótóp- unum strontium, cesium og carbon, sem myndast við kjarnasprengingar og berast yfir gjörvallan hnöttinn.“ — Vegirnir Framh. af bls. 3. Sveini Egilssyni h.f. á tveim nýj- um Ford bifreiðum, Consul Capri og Consul 315, og auk þess á dísilvélum frá Ford. Lawrence var mjög ánægður með sýning- una, sagði að hana hafi sótt um 7.000 manns. Þá skýrði hann frá því að í Dag enham væru smíðaðar um 2.300 bifreiðir á dag allt frá Ford popul er, sem er „smábíll“ eingöngu fyrir heimamarkað, Og upp í 7 tonna vörubjfreiðir. Héðaa héit Lawrence til Dan- merkur. Jafnaðarmenn sigruðu í Hamborg HAMBORG — í bæjarstjómar- kosningunum, sem fram fóru í Hamborg sl- sunnudag (12. nóv.), unnu jafnaðarmenn mesta kosn- ingasigur sinn þar í borg, sem um getur. Fengu jafnaðarmenn 57,4% atkvæða og 72 menn kjörna. í bæjarstjórnarkosning- unum 1957 (en þá náðu jafnaðar menn meira atkvæðamagni en nokkru sinni áður) fengu þeir 53,9% atkv. og 69 kjörna. (Við þingkosningarnar í haust fengu þeir hins vegar ekki nema 46,9% greiddra atkvæða, en þá dreifð- ust atkvæði miklu meira en nú) — Kristilegir demókratar fengu nú 29,1% atkv. (.32,2% 1957) og 36 menn i borgarstjórnina (41 1957) — og Frjálsir demókratar fengu 9,6% (8,6) og 12 kjöma (10). Aðrir flokkar komu engum manni að. Utanríkisráðherr- ar ræða Berlín WASHINGTON, 15. nóv. — Talsmaðui bandariska utan- ríkisráðnneytisins upplýsti í kvöld, að utanríkisráðherra vesturveldanma, Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýzkalands, muni halda sérstakan fund með sér í næsta mámuði í París — í sambandi við ráðherra- fund Atlantshafsbandalags- ins, sem þar verður lialdinn. Munu raðherrar vestur- veldanna einkum ræða Berl marmálið á fundi sinum. Tómstundakvöld Stefnis HAFNARFIRÐI. — Tóm- stundakvöld Stefnis hefjast í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. Vcrður þá kvikmymda- sýning, spilað Bob o. fl. — Tómstundakvöldin voru vin- sæl í fyrra og þá vel sótt. Verður nú reynt að hafa þau sem fjoibreytilegust og við hæfi sem flestra. Aöalfundur félagsins verður haldinn hriðjudaginn 28. nóv. nk. Fundarstaður auglýstur síðar. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.