Morgunblaðið - 24.11.1961, Page 10

Morgunblaðið - 24.11.1961, Page 10
10 MORGUlStlL 4 ÐIÐ Föstudagisj- 24. nóv. 1961 -•x-w ■ívXvwXw: ..... .. >• • • •:...: :•: i ' fe®g£ sísW;:;:;: •• .-...... ■SxAíWKíí •.-v.'-.i.-.x-:-:-:-: /ív.v.svÍSS liiiill iiiii; j , : .:í -: ' ' : :•'• ■:;. i-S;' ÍÍÍÍÍ: ■>XyÍ£ - :•:•:•: w-:-x HíiKííiíáííÍKÍÍiiSáÍ . BM næstu helgi verSur Sund laug Vesturbæjar tekin í notkun. Er hér um að ræða eitthvert veglegasta og vand- aðasta sundmannvirki, sem hér hefur verið sett upp og þolir það fyllilega samanburð við slík mannvirki erlendis. — I gær náði blaðið tali af Birgi Kjaran, formanni bygg ingamefndar laugarinnar og spurðist nokkuð fyrir um framkvæmd þessa. Bygginganefnd var skipuð af bæjarráði 1953 og tók hana 4 ár að fá fjárfesting- arleyfi fyrir byggingunni og önnur 4 ár tók að byggja. Ekki var talin brýn þörf á að hraða mjög þessu mann- virki, heldur reynt að gera það sem bezt úr garði og leita allra þeirra nýjunga, sem fyrir lágu erlendis um stofnun sem þessa, enda stenzt þessi laug samanburð við beztu erlendar útilaugar. Ýms nýmæli eru þarna. Allt vatn fer i gegnum klór- hreinsunartæki áður en það er notað. Þá er þetta ekki eingöngu hugsað sem sund- Iaug heldur hvildarstaður og því ýmisiegt gert staðnum til jirýði og fejjrunar. Barbara Árnason hefir skreytt forsal með málverkum. og þar hefir einnig verið komið fyrir safni 400 smáfiska og hefir verið haft samstarf við danskt fiskasafn um val þeirra. Nöfn fiskanna eru á vegg þar hjá og er þetta þvi að nokkru fræðslutæki um leið og það er til skemmtunar gestum. Undir fiskasafninu er fótstall ur gerður úr islenzkum berg- tegundum og hefir Atli Már unnið að hví verki. Á lóð sundlaugarinnar er gosbrunn- ur gerður af Guðmundi frá Miðdal. f veggjum laugarinn- ar eru ljóskastarar svo fylgj- ast má með sundgestum í rökkri. Þá eru útfjólubláir geislalair.par í útiskýlum og hitalagnir þar undir gólfi, svo og eru hitalagnir undir öll- um stéttum í kringum laug- ina. Sérstök lítil laug er gerð við aðallaugina, i fomíslenzkum stíl, fyrir þá sem þar vilja sitja og taka sér heitari böð. Gufubað er i kjallara mjög fulkomið og talið hið vandað- asta hér á landi. Gangar eru neðanjarðar allt í kringum laugina til þess að hægt sé auðveldlega að gera við allar leiðslur. Sundlaug Vesturbæjar er, auk þess að vera fyrir almenn- ing, ætluð til að kenna 2500 börnum og unglingum, sem nám stunda i skólum í Vestur bænum. Myndir þær sem hér eru á síðunni sýna in.ngang og Iaug- arhúsið hið ytra. Þá er stóra myndin, þar sem sér yfiY aðal laugina. Flísalagt bað er á litlu myndinni og þar hægt :.ð snyrta sig sem þægilegast en að baki fcekknum eru lágsturt ur til að kvenfólk geti þar baðað sig án. þess að blevta hár sitt. Ein myndin er svo af ÍOLsal iaugarinnar sem tr mjög snotur og skreyttur lista verkum. Fjarst er fiskabúrið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.