Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. nóv. 1961 MORGUlVni 4 DIÐ 11 ^^JKrisfmann Guðmundsson skrifar um^ BÓKMENNTIR Vestur-íslenizkar æviskrár Benjamín Kristjánsson bjó til prentunar. Arni Bjarnarson ritar formala . ^ Bókaforiag Odds Bjömssonar 1 FORMAL.A Arna Bjarnarsonar er gerð grem fyrir þeim tiigangi, sem liggur á bak við útgáfu Ævjskránna, og er hann sem hér segxr: 1. Skapa grundvöll að persónu- legum tengslum milli Islend- inga ausianhafs og vestan. 2. Fa yíirlit um, hvern þátt fólk af íslenzkum ættum hefur átt i þjóðfélögunum í Ameriku, þar sem fram kemur, hvaða starf það hefur unnið, og hvert áhugi þess hefur beinzt. 3. V'erða þátiur í íslenzkri ætt- fræði og söguleg heimild, sem unnt sé að byggja á í fram- tíðinnx um ættartengsl manna báðum megin hafsins og vekja /néð því áhuga yngri kynslóð- arinnar vestra fyrir ættarbönd- unum við Island. ' Kveður hann það hugmynd sina, að þarna verði skráð heim- iid um menn af íslenzkum stofni, sem hafi varanlegt gildi fyrir sögu iands þeirra ekki síður en ísienzka ættfræði, og sýni, hvern þátt hinn litli, íslenzki þjóðstofn hefur spunnið í líf hinna fjöl- mörgu þjóða í Ameríku. Þá megi þefta einnig verða til þess að efia almennt menningarsamband milli Islands annars vegar og Kanada og Bandaríkjanna hins vegar. n Það gefur auga leið, að stór- mikið starí hlýtur að liggja á bak við bók sem þessa. Og í for- má)a sínum rekur Arni Bjarnar- son að nokkru leyti sögu þessa starfs og kynni sín af Vestur- Isiendingum, en hann hefur um aldarfjórðungsskeið haft náið sam band við Islendinga vestan hafs. Er formáli þessi stuttur Og skýrt ritaður, hefði kannske mátt verða ýtarlegri. En inngangsorð Benja- míns Kristjánssonar bæta mikið úr, pví að emnig þau skýra frá undirbúniugsstarfinu. Þetta er fyrsta bindi verksins, en í því munu verða á fimmta hundrað grejnar eða æviskrár, og fjaixa flesíar eða allar um fleiri persónur en eina, sem sjá má af því, að nefnd eru rösklega sex þúsund nöfn í bókinni. Mó öll- um vera ljóst, hvílikt verk það er að safna upplýsingum um svo marga menn. Skal raunar ekkert um það fuiiyrt, hvort upplýsing- arnar eru ailar réttar, eða hvort flest kurl eru þarna til grafar komin; verður ekki hægt að segja neitt um þaö, fyrr en annað bind- ið er útkomið. En allmarga af þeim, sem ég þekki í Vesturheimi, vantar í þetta bindi. Er raunaf skiljanlegt, að svo hljóti ætíð að verða, að nokkra vanti, og ekki hægt við þvi að gera. Eins og segir í inngangsorðum Benjamíns, „eru niðjar Islands nú dreifðir um allt hið óravíðá meginland Norður-Ameríku frá hafi til hafs cg vita stundum naumast hver um annan, þótt þeir búi í sömu borg eða byggðarlagi.“ Fjalla æviskrárnar aðallega um lifandi menn og ættir þeirra, safnast þannig saman gífurlegur fróðleik- ur um vesturfarana yfirleitt, þar sem foreldra og annarra ætt- menna er getið að nokkru í hverri skrá. Auðvitað hefði verið æskilegast að gera skrá yfir alla þá, sem vestur fóru, og svo af- komendur þeirra í hinum nýja heimi, en siíkt hefði verið svo mikið verk, að nema myndi ævi- starfi nokkurra velvinnandi mamia. En rnikill fengur er í þessu, og ekki sizt þar sem bókin er myndskreytt, og geta höfundar þar rétt tii „að heimaþjóðinni myndi vera það kært að sjá fram Fært frá Vopna- firði til Gríms- staða VOPNAFIRÐI, 21. nóv. _ I s.l. viku lauk viðgerð á Þverár- brúnni, sem skemmidist í vatna- vöxtunum £ haust. Fór þá ann- «r stöpullinn undan brúnni. Tókst að lyfta plötunni, sem var Iheil, sprengja ónýta stólpann undan hennj og steypa nýjan etöpul. Þetta tókst þrátt fyrir mjög slæma tíð, sem hér hefur verið í haust, rigningar og kulda. Síðustu þrjá dagana hef- ur þó verið einmuna blíða, þurrt og 10 stiga hiti, enda er fjallveg- urinn til Grknsstaða orðinn fær af Jur. Vegurinn milli Vopnafjarðar og Grímsstaða hefur verið farinn á jeppum, en er þó sennilega ekiki fær öllum bílum. Það sem er til fyrirstöðu á heiðinni, eru þrir óbniaðir lækir. — Sigurjón. Og renna saman við þær. Islenzka þjóðarbrotið þar mun naumast geta um iangan aldur varizt því að blandast öðrum þjóðarbrotum i hinni mikiu deiglu þjóðahafsins, er Ameríku byggir. En vel er, að móðurþjóðm sýni þessum út- flytjendum alla þá ræktarsemi, sem þeim réttilega ber, og fylg- ist með afdrifum þessará niðja sinna, meðan þau verða rakin. Utflytjer.durnir hafa fyrir löngu sýnt og sannað, að þeir hafa orð- ið Islandi til sóma hvarvetna og hvergi staðið útflytjendum ann- arra þjoða að baki. Það er eftir- tektarvert, að fjöldi Islendinga vestanhaft hefur menntazt vel og gegnt ábyrgðarstörfum og m.íkilsverðum embættum í hinu nýja fóstuiiandi sínu. Og mynd- irnar sýna fiestar sterk og djarf- ieg svipmót manna og kvenna, fóik, sem er óougað, heilbrigt og hressilegt. >á er fjölmargt annað forvitniiegc að sjá, til dæmis aðxöðun hinna íslenzku nafna að amerisku tungutaki, en ekki skal farið frekar út í það hér. Ætt- fræðingum og öðrum grúskurum hiýtur bókin að verða sönn gull- náma. Sr. Benjantin Kristjánsson an í marga núlifandi frændur vestanhafs og frétta um starf þeirra og strið “ Er þetta nytsamt safn til sögu Islendinga vestra — Og þótt stuttar séu ævisögurnar, er mjög heJllandi að blaða 1 verkinu og lesa það, sem þar ftendur ekki, bæði úr hinum stuttorðu upplýsingum og ekki sízt svipmoti manna þeirra og kver.na, sem þar eru ljósmyndir af. Það er gaman að sjá svip landans óg ættarmót rist rúnum framandi þjóðlífs og kynna, ólíkra starfsviða og áhugamála, en þó svo ísJenzk, að það gæti hv ergi verið af bergi brotið nema íslenzku. Frá sálfræðilegu sjónar miði — og frá sjónarmiði rithöf- undar — er þetta býsna forvitni- leg bók. Eg skal játa, að í fyrstu gaf ég henni heldur önugt horn- auga og kveið fyrir að kynna mér hana, því að erfitt myndi að geta hennar að nokkru gagni í stutt- um blaðadcmi. En eftir að ég hafði flelt henni um hríð og kynnzt þeim mörgu' andlitum og æviþáttum, er á blaðsíðum henn- ar búa, varð hún mér æ kærari, svo að nú veit ég, að oft mun ég taka hana niður úr hillunni og líta í hana. Eins og útgefendur taka fram, ei hér ekki eingöngu um fræðilegt rit að ræða, heldur ættu þessar æviskrár „að geta orðið handhægur leiðarvísir að auknum kvnnum Islendinga í austri og vestri.“ Auðvitað getur engum bland- azt hugur am það, að íslenzkar menningarerfðir munu smám saman blandast menningarerfð- um annarra þjóða í Vesturheimi Bak við EINS og kunnugt er af frétt- um, hafa væringar miklar verið milli Krúsjeffs og Molotovs um langa hríð. Til alvarlegra átaka kom á 22. flokksþinginu, þar sem Krús- jeff krafðist þess, að Moloitov og fleiri yrðu reknir úr kommúnistaflokknum. Molo- tov var þegar settur í stofu- fangelsi á heimili sínu í Vín- arborg, þar sem hann hefur dvalizt undanfarið sem full- trúi Rússa hjá Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni. Meðfylgjandi mynd — eða réttara sagt skuggamynd — tóku ljósmyndarar franska blaðsins „Páris Match" af Molotov, meðan hann var í stofufangeisinu. Þeir földu sig uppi á þaki rktt hjá heimili hans — sem er í stóiri bygg- ingu við Wohllebengasse í Vín, ásamt sovézkum verzl- unarskrifstofum — biðu þar í tvær klukkustundir og tóku myndir af því sem fram fór bak við gluggatjöldin- Ekkert dularfullt virtist vera við heimilislífið, Molotov var í náttfötum og las í þykkri bók, sem var umvafin þykkum karton-pappír. Molotov hreyfði sig ekki úr húsi í háifan mánuð, utan einu sinni, en kona hans fór út á hverjum morgni til að verzla í nærliggjandi búðum, ásamt þjónustustúlku sinni. Molotov er fyrir nokkru farin til Moskvu, ásamt konu sinni, til að fá leiðréttingu mála sinna. Óskar Valdimarsson: Athugosemdir við ræðu Kristins Jónssonur irú Dolvík EG VAR einn af þeim mönnum, sem sat fund þann, sem L. I. Ú. boðaði með útgerðarmönnum, netagerðanmönnum, skipstjórum og innflytjendum nótaefnis. Fund þennan sátu sárafáir skip- stjórar vegna anna, og veit ég ekki hvort ég á að segja því mið- ur, eða sem betur fór. Formaður netagerðarmanna, Kristinn Jóns son frá Dalvík flutti þar fram- söguræðu, sem mér fannst væg- ast sagt furðuleg með köflum og hreint ekki til þess fallin að vekja traust á þeim samtökum, sem hann telur sig vera fyrir, og er ég ekki viss um, að hans fé- lögum hafi fundizt hann gera þeim mikinn greiða með sumu af því, sem þar kom fram. Fyrst ræðu þessari var útvarp að til aliþjóðar í þættinum um fiskinn, get ég ekki á mér setið að minnast aftur á sumt af því sem Kristinn sagði, og hitt sem hann gleymdi. Eg vil strax taka það fram, að ég hef aldrei þurft að hafa fyrir þvj að stríða við vitlausa nót, sem kallað er, svo ég tek þetta ekki til mín þess vegna. Eg er ekki þeirrar trúar að mikið sé um þá menn, sem ekki geti á einhvern hátt yfir- sézt, og hreint ekki að hægt sé að mynda heila atvinnustétt slíkra manna. Eg er þeirrar skoðunar, að þó að samrýmzt geti netagerðarmað ur og sálfræðingur, að í þessu tilviki hefði sálfræðingurinn átt að sitja heima. Kristinn sagði, að þegar menn væru að tala um vitlausar nætur, þá væri það sálfræðilegs eðlis, og kemur með eitt dæmi af mörg- um: „Það kom til mín skipstjóri, sem ekkert fékk í nótina og biður mig að laga hana; ég tók nótina athuga hana, en geri ekkert við hana og afhendi honum síðan nótina aftur. Nú bregður svo við, að skip- stjórinn rótfiskar í nótina. Þegar ég hitti skipstjórann, segi ég honum, að það hafi engin furða verið þó 'hann hafi ekki fiskað í nótina eins og hún hafi verið.“ Þetta var skemmtileg yfirlýsing eða hitt þó heldur. Eitt var það sem Kristinn gleymdi, það var reiikiningurinn, hversu hár skyldi hann hafa ver ið og hvernig sundurliðaður. Fróðlegt væri til dæmis að vita, hversu mikið nótarefni hann þurfti til að lækna þennan mann. Af þessu verður að draga þá ályktun, fyrst að netagerðar- menn hafa getað lælcnað mikið af skipstjórum1 á þennan hátt, hafi þeir ekki þorað að spilla heilsu þeirra aftur með því að láta þá ekki skrifa undir reikn- inginn. Eg vil segja það, að sé skip- stjórinn ekki útgerðaimaður líka •þá hljóti Kristinn að hafa greitt útgerðarmanninum til baka, að minnsta ksoti efnið og einhvern hluta ai vinnulaunum, en hafi skipstjórinn jafnframt verið út- gerðarmaður, vandast málið. en ætla mætti að þetta fé hefði þá verið lagt í sérstakan sjóð, sem útgerðarmenn hafa ekki fram að þessu vitað um. Eins og afkoma útvegsins er í dag, væri ekki fram á mikið far- ið, að gerð yrði grein fyrir þvi hversu stór þessi sjóður er orðinn og hversu mikillar endurgreiðslu hinir ólánsömu útvegsmenn mega vænta þaðan. Að endingu vil ég segja það, að ég og sjálfsagt margir fleiri hafa greitt nótareikninga án nokkurar tortryggni eða athuga- semda, en eftir þessa yfirlýsingu Kristins þyrfti engan að undra,. þó útvegsmenn og skipstjórar hugsuðu sem svo; er ekki full ástæða til þess að við fylgjumst betur með verkum þessara manna en verið hefur ? Óskar Valditnarsson, skipstjóri. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður Vögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.