Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 6
6 MORGXJNTtLAÐlÐ Laugardagur 25. nðv. 1961 Sálumessa Brahms Hátíðlegir AT.BERT Schweitzer hefir eftir Johann-esi Brahms þau orð, að um hans daga hafi gerzt aðeins tveir stórviðburðir: stofnun þýzka keisaradæmisins og heild- arútgáfa Bach-félagsins á verk- um Johanns Sebastians Bac'hs. Brahms fylgdist með útgáfunni af miklum áhuga. Þegar bindin bárust honum í hendur, jafnóð- um og þau komu út, fleygði hann öllu öðru frá sér og las, „því að“, eins og hann komst að orði, „hjá gamla Baoh er alltaf eitt- ihivað, sem kemur á óvart, og það sem meira er um vert, ’ það er alltaf hægt að læra eitthvað af honum.“ Þegar nýtt bindi barst af verkum Handels, sem voru að koma út um sama leyti, lagði hann það upp á hillu: „Það er vafalaust athyglisvert; ég ætla að fletta því, þegar ég má vera að.“ Með Mattheusarpassíunni eftir Joh. Seb. Bach höfðu orðið þátta- skil í sögu kirkjutónlistar mót- mælenda. I henni og öðrum kirkjutónverkum Bachs hefir tónlist mótmælendakirkjunnar risið hæst. Næstu tónskáldakyn- slóðir sköpuðu að sönnu mörg meistaraverk í óratóríuformi, en í þeim býr ekki sá frumkraft- ur trúarinnar og sú óbilandi sann færing, sem einkennir verk Bachs. Um það bil sem Bach var allur, var trúarviðhorf hans orð- ið jafn framandi og „úrelt“ og tjáningarháttur hans. Þessvegna Tá Matfcheusarpassían f þagnar- gildi í meira en 3 aldarfjórðunga, frá því Bach lézt 1750 þar tií MendelssOhn gróf verkið úr gleymsku og flutti það í Berlín 1629. en þá var rétt öld liðin frá því það var flutt í fyrsta skipti. A næstu áratugum mátti heyra kirkjutónverk Bachs í flestum tónlistarborgum álfunnar, og um miðja öldina byrjaði að koma út heildarútgáfan af verkum hans, sem áður var getið, og varð 46 bindi. 1 Þýzkri sálumessu (Ein deuts- ches Requiem), fyrsta stóra kór- verki Brahms, kveður loks affcur við tón sem ekki er óskyldur trú- aróði Baohs, og raunar gætir þar líka áhrifa Hándels. Það hef- ir verið talið, að Brahms hafi byrjað á sálumessunni fyrir áeggjan Schumanns, ef til vill strax 1854. Aðrir segja, að frá- fall Schumanns 1856 hafi orðið tónleikar í fyrsta tilefni verksins, en sjálf- ur mun Sohumann hafa sýslað með svipaða hugmynd. Táknræn tilviljun er það, að Mattheusar- passían var fyrst flutt í Vínar- borg 1862, sama árið og Brahms settist þar að, og á næstu árum, meðan Brahms var þar kór- stjóri, flutti hann sjálfur ýmsar af kantötum Bachs. Hvað sem er um aðdragandann að samningu sálumessunnar, er Róbert A Ottósson það þó víst, að skriður komst fyrst á verkið, þegar móðir Brahms lézt, í janúar 1866. Þá um vorið lauk hann tveimur fyrstu þáttunum, sem hann hafði þá átt lengi í uppkasti, og um sum- arið og haustið urðu hinir þætt- irnir til, að undanteknum hin- um fimmta. Fyrstu þrír þætt- irnir voru frumfluttir í Vín 1. desember 1867, en fengu ekki góðar undirtektir. Önnur varð raunin, þegar verkið í heild (að undanskildum fimmta þætti) var flutt í Bremen á föstudag- inn langa 1868. Þá var því tek- ið með velvild og skilningi, bæði af almenningi og gagnrýnend- um, og þaðan í frá skipaði Brahms óumdeilt sæti í fremstu röð þýzkra tónskálda síns tíma. Fimmti þáttur verksins var saminn um sama leyti, í apríl 1868. Johannes Brahms var ekki margorður um trúarskoðanir sínar og yfirleitt ekki opinskár fyrrakvöld maður, en kreddumaður var hann enginn. Biblían var honum kært lestrarefni alla ævi, og í hana sótti hann texta við sum merkustu verk sín, þar á meðal sálumessuna, fyrsta og mesfca kórverk sitt, og „Vier ernste Gesánge‘“ (Fjögur trúarljóð), síðasta • verkið, sem hann samdi. Er það einnig mjög fagurt verk og skylt sálumessunni í anda. Textavalið sýnir, að Brahms hefur verið þaulkunnugur ritn- ingunni, og hefir hann leitað fyrir sér jafnt í gamla og nýja itestamentinu (einnig apókrýfu bókunum svonefndu). Hugmyndir um þýzkt Requi- em, eða Requiem með þýzkum texta, eru miklu eldri en bæði Schumann og Brahms, og munu slík verk hafa verið samin ekki allfá. En þau eru nú gleymd, enda alveg óskyld sálumessu Brahms. Þau hölluðust fast að latneska frumtextanum, sem er bæn um frið til handa hinum látnu og náð á dómsins degi, degi reiðinnar. Brahms hefur hinsvegar valið ritningarstaði, sem geyma huggun eftirlifend- um og lýsa sigri lífsins yfir dauðanum. Aðeins í tregaþungu hljóðfalli sorgargöngulagsins í öðrum þætti er minnt á harm- leik dauðans og forgengileik allra jarðneskra hluta. Djúp einlægni og innileiki auðkenn- ir verkið, og yfir því hvílir mildur friður og fullvissa um eilífa sælu, ofar öllum kenni- setningum. Verkið er samið fyrir tvo einsöngvara (sópran og bari- ton), kór og hljómsveit. Hlut- verk einsöngvaranna eru frem- ur lítil, þótt ekki séu þau létt að sama skapi, og hvílir megin- þungi verksins á kórnum. Tón- málið er einfalt víðast hvar, má jafnvel kallast alþýðlegt, en verður aldrei hversdagslegt, og hugmyndaauðgi er rnikil, bæði í laglínu og hljómsetningu. Há- tindar vetksins eru í lok þriðja og sjötta þáttar, og brýzt þá andriki tónskáldsins út í vold- ugum kórfúgum, sem naumast eiga sinn líka, nema í verkum barok-meistaranna. Sjöundi þátt urinn er einskonar eftirmáli, þar sem hringur formsins lok- ast, m. a. með upprifjun á efni og hugblæ fyrsta þáttarins. Það var mikið ánægjuefni að Revían „Sunnan sex“ hefur verið sýnd í Sjálfstæðishúsinu að undanförnu við mjög góðar undirtektir. — Baldur Hóhngeirs- undanförnu við mjög góðar undirtektir. — Myndin hér að of- an er úr einu atriðinu: — Baldur Hólmgeirsson, Kristjana Magnúsdóttir og Karl Sigurðsson. fá að heyra þetta fagra og tigna verk á tónleikum Sinfóníuhljóm sveitar íslands í samkomuhúsi Háskólans í fyrrakvöld, og er flutningur þess hér mikill við- burður í tónlistarlífinu. Var mjög vel til tónleikanna vand- að um allan undirbúning og hefur stjórnandinn, dr. Róbert Abraham Ottósson, að sjálf- sögðu borið þar hita og þunga dagsins. Ljóst er, að hann hefur imnið það starf af miklum kær- leik til viðfangsefnisins, og mun sá kærleikur standa á gamalli rót. Þegar Róbert var nýfluttur hingað til lands, fyr- ir meira en 25 árum, og var bú- settur á Akureyri, stjórnaði hann um tíma blönduðum kór og flutti þá meðal annars kafla úr sálumessu Brahms. Sá, sem þessar línur ritar, hefur aldrei síðan gleymt þeim flutningi á sorgargöngulaginu sem þá var sungið á íslenzku: „Því manns- ins hold, það er sem gras“, og kemur hann jafnan í hug, þeg- ar hann hlýðir flutningi sálu- messunnar. Svo rík urðu áhrif- in af fyrstu kynnum — eða næstum fyrstu — við þá Ró- bert Abraham og Brahms! Söngsveitin Fílharmonía, sem hefur frá stofnun sinni verið uppeldisbarn Róberts — ef ekki skilgetið afkvæmi hans, — er orðin fullmótaður og vel þjálfaður kór, sem sómi er að í menningarlífi höfuðborgarinnar. Raddirnar eru vel samstilltar og blæfagrar, einkum í veikum og meðalsterkum söng, samtök nær alltaf ágæt, og er auðsýnt, að stjómandanum hefur tekizt að innræta söngfólkinu sömu ást og virðingu fyrir verkefni sínu og einkennir viðhorf hans sjálfs. Ef eitthvað ætti að finna að, væri það helzt, að óþarf- lega mjúkum tökum hafi verið tekið á tilþrifamestu köflum verksins, t.d. fúgunum, _ sem fyrr voru nefndar. Þar lá við, að kórsöngurinn drukknaði 1 undirleik hljómsveitarinnar, sem þó var ekki óhóflega sterkur, eða svo virtist framarlega 1 salnum, þar sem undirritaður sat. Ef til vill á hljómburður 2 húsinu sök á þessu, þótt ágætur sé fyrir hljómsveitina eina- Virðist vera ástæða til að at- huga það mál til hlítar, áður en því er „slegið föstu“, að flek- arnir, sem áttu að loka fyrir hljómburð upp í turninn yfir sviðinu, séu óþarfir. Hanna Bjarnadóttir söng sópranhlutverkið í sálumessunni með fagurri röddu og nærfærn- um skilningi, og gefur hvort- tveggja mikil fyrirheit. Bariton- hlutverkið var í öruggum hönd- um Guðmundar Jónssonar, og skilaði hann því með þeirri Smekkvíslegu hófsemd, sem hon- um er lagin. Þarna fór hún eink- ar vel. En sv>o eitthvað sé að öllu fundið: Svipbrigði_ Hönnu voru stundum dálítið óperettu- leg, og það á ekki vel við í þessu alvarlega verki. Af sömu ástæðu má Guðmundur ekki gera „núm- er“ úr því að ganga inn á svið- ið, þótt slíkt kunni að þykja góð skemmtun á öðrum stað og ann- arri stundu . Þetta eru smáatriði, en hefðu þó getað skemmt áhrif þessarar hátíðar- og helgistundar. Anægjulegt er það, að aðsókn að þessum tónleikum var svo mikil, að þeir verða endurteknir á sunnudaginn. Jón Þórarinsson. í gær opnaði Ólafur Túbals list málari málverkasýningu í kaffi 9al Kaupfélagsins á Selflossi. Á sýningunni eru 79 landslagsmynd ir úr öllurn sýslum sunnanlands. Sýningin verður opin fram á mánudag frá kl. 1—10, daglega. • Góðar myndir koma í kippum Þeir sem gaman hafa af góð um kvikmyndum, kvarta oft undan því að lítið úrval sé af þeim og of mikið flutt inn af rusli. Undanfarið hefur þó ekki verið ástæða til slíkra kvartana. Fjölmargar góðar myndir hafa verið á boðstól- um í kvikmyndahúsunum. Satt að segja hafa þær komið svo þétt þær myndir, sem ég hefði sjálfur gjarna viljað sjá, að sumar hafa fram hjá mér farið. Það undarlega er, að tímunum saman eru lélegar myndir í hverju bíói og skyndilega skiptir um, af engri sýnilegri ástæðu, og öll bjóða bíóin upp á góðar mynd ir í einu. • Rætist úr fyrir Filmíu En í þessu ójafna framboði góðra kvikmynda, hefur þó verið bót í máli fyrir þá sem unna góðri kvikmyndalist, að hægt hefur verið að sjá gaml- ar sígildar myndir í Filmíu á vetrum undanfarin níu ár. Satt að segja var ýmsa farið að lengja eftir að þessi kvik- myndaklúbbur hæfi starfsemi sína núna. Þetta er orðinn svo fastur liður í bæjarlífinu, að Astæðan fyrir drættinum var þess yrði verulega saknað, ef klúbburinn legðist niður. sú, að ekki var hægt að fá svar um það hvort Tjamarbíó fengizt lánað undir sýningarn ar í vetur. Mér er sagt að stól- arnir og annað innanstokks sé eign Háskólabíós, sem vilji selja fyrir nokkuð hátt verð, en erfiðleikar eru á að flá fé til kaupa. En nú berast þær ánægjulegu fréttir, að Filmía hafi fengið inni í Stjörnubíói fram að jólum og getur því a.m.k. sýnt þrjár myndir. Verður fyrsta sýning nú um helgina og síðan tvær aðrar næstu helgar á eftir. Og síð- an verður að vona að grund- völlur fáizt fyrir áframhald- andi sfcarf. Sumum hefur virzt vera farnar að versna myndirnar, sem klúbburinn hefur fengið og er það af eðlilegum ástæð- um. Alltaf hefur verið valið eingöngu úr myndurn Danska kvikmyndasafnsins og auðvit að teknar girnilegustu mynd- irnar fyrstu árin. Nú hefur Jíka rætzt úr um þetta, þar eð Britiáh Film Institute mun nú lána myndir. Það er sem- sagt ánægjulegt að ekki skuli falla niður starfsemi Filmíu i vetur, þrátt fyrir húsnæðis- erfiðleikana. • Nýrrar rottuher- ferðar þörf Húsmóðir í úfchverfi skrif- ar: Mér finnst að það þyrfti að gera einhverjar raðstafanir gegn rottunum hér í Reykja- vík. Þær virðast leika alls staðar lausum hala og er þetta meira áberandi f nýju hverf- unum, því að þar er svo mikið um byggingar og fólk of kæru laust með að fylla upp í opin holræsi. Nágrannar mínir hafa sumir verið frekar kæru- lausir og hafa rotturnar næst- um gengið inn um dyrnar, ef ekki hefur verið iitið vel eftir, 1 innkaupaferðum á morgn- ana hefi ég heyrt margar rottusögurnar. Hvernig væri að taka aftur upp rottuher. ferð eins og gert var hér um árið? Og einnig að hafa strang ara eftirlit með holræsum, Það er ekki nóg að troða bara bréfi i götin, eins og margir gera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.