Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 25. nóv. 1961 Margaret Summerton HÚSIÐ VIÐ SJÖINN Skáldsaga _____________J Ég brosti með sjálfri mér. Áð- ttr en við Vanessa legðum af stað til Frakklands, ætlaði ég að semja afsvar, álíka stuttort og boðsbréfið var. Þetta þriðjudagskvöld var ég hérumbil hálfnuð með að strauja, þegar *bjallan hringdi. Ég vissi að þetta var Vanessa. Hún hafði verið að heiman yfir helgina og það var umtalað, að hún kæmi um klukkan átta og þá ætluðum við að ganga frí undirbúningn- um undir ferðalag okkar. Jú, það stóð heima, það var Vanessa, en hún var bara ekki ein síns liðs. Upp yfir l.ana — og mig — gnæfði amerískur flug maður sem ég minntist ósjálfrátt að hafa séð einhverntíma áður- Vanessa sagði: Þú mannst eftir Harry, Charlotte? Þú hittir hann víst í einhverju samkvæminu mínu. Megum við koma inn? Það var eins og hún væri laf- móð og þegar við komum inn í stofuna, var eins og bláu augun í henni, sem voru annars allra augna upplitsdjörfust. gætu ekki horft á mig. Hún lét fallast á stól við arininn. Nú verðurðu alveg gul og græn Charlotte, og ég skal heldur ekki lá þér það.... Ameríski risinn laut yfir hana eins og til að vernda hana. Elsk- an mín, ég var að segja þér, að þú mættir ekki vera neitt óróleg. Charlotte skilur þetta áreiðan- lega — það mundi hver stúlka gera. Hann rétti nú úr sér og sendi mér viðvöruna? auga. Allt í einu áttaði ég mig. Ég leit á höndina á Vanessu. Þar var kominn giftingarhringur. Þú þarft ekki að segja mér neitt, Vanessa. Ég óska þér hjart anlega til hamingju.... En hún leyfði mér ekki að tala út- Við ætlum að gifta okkur und ir eins og Harry er búinn að ná í nauðsynlég skilríki hjá ame- ríska flughernum — og ég vona, að það verði fljótlega, því að Harry ætlar að fljúga heim til Texas eftir eina eða tvær vikur. Ef ég get ekki farið með honum, ætla ég að fara á eftir honum eins fljótt og ég get. Og þangað til er svo margt, sem ég þarf að ganga frá. . Ó, Charlotte, þú fyr- irgefur mér þetta? Við vissum ekki af þessu fyrr en svo seint. Jæja!! Það var þá ekki einasta, að Vanessa ætlaði að hverfa af mínu sjónarsviði. heldur var ferðalagið okkar farið út um þúfur! Ég brosti. Æ góða mín þú ætl ar vonandi ekki að fara að gera þér rellu út úr einu fríi, þegar þú þarft að fara að kaupa þér í bú- ið? Góða mín, þú verður glæsi- legasta brúður. sem ég hef nokk urntíma séð! Meðan ég fann einu hressing- una, sem ég átti í húsinu hálf- flösku af sérríi, krafðist Vanessa þess að ég hefði bílinn sinn og notaði hann, hvert sem ég færi. Þetta vinarbragð létti bersýni- lega á samvizku hennar, og Harry, sem var nú orðinn sann- færður um, að ég ætlaði ekki að hrella unnustu hans með neinum ásökunum, tók undir þetta með Vanessa dreypti í sérríið. Þú henni. átt nú þessa glás af kunningjum Charlotte. Geturðu ekki fengið einhvern til að fara með þér í staðinn fyrir mig? Til þess að friða hana, sagði ég að það gæti ég sjálfsagt. En í sama bili heyrði ég, mér til mestu undrunar sjálfa mig segja: Ég gæti vel farið til hennar ömmu minnar í Devonsh ire. Ég fór frá London á mánudag og stefndi í vesturátt. Ég fór mér ósköp hægt og rólega, gisti á leiðinni, auk heldur. Áður en ég fór að heiman hafði komið ann- að bréf frá Edvinu, stutt kvittun fyrir mitt bréf þar sem ég hafði sagt. að ég gæti ekki komið fyrr en á þriðjudag og að ég mundi koma í bíl. Edvina kvaðst búast við mér klukkan sex á þriðjudag. Ég ætlaði mér nú að vera heldur betur stundvís, en reikn- aði skakkt vegalengdina, svo að klukkuna vantaði kortér í þrjú, þegar ég var komin til þorpsins hjá setri hennar Glissing-þorpið lá sitt hvorum megin við hallandi aðalgötu, og var ósköp líkt fjölmörgum öðr- um, sem ég var nýbúin að fara gegn um þennan dag. Neðst við aðalgötuna stóð kirkj an á afmörkuðum grænum gras- fleti. Hún var lítil og með lágum turni Ég stanzaði við grasflötinn; ég þurfti að drepa þrjá klukkutíma áður en ég birtist fyrir augliti Edvinu, því að okki vildi ég koma of snemma. Ég steig út úr bílnum. Sjór- inn hlaut að vera þarna rétt hjá. Á stólpa við stíginn, sem lá kring um kirkjuna var letrað: „Fót- göngustígur til Maidenfordvík- ur“. Ég gekk nokkur skref eftir stígnum, en sá mig þá um hönd og gekk eins og hálf-ósjálfrátt inn í kirkjugarðinn. Hann var svipaður því sem kirkjugarðar eru vanir að vera: hallandi legsteinar, óræktarlegir grashólar, sultukrukkur fylltar visnuðum blómum. Líka voru þarna fáeinir veglegir legsteinar, inni í rimlagirðingum. Mér var forvitni að vita, hvar Elliotgraf- reiturinn væri og fór því að svip ast betur um. Ég fann hann fljótt, enda var hann sá stærsti þarna. Stór marmarahella, með feitum engli, sem hengdi niður vængina. Ég stanzaði og starði á hann. Esmond hafði drukknað svo að líklega var sjórinn hinzta hvíla hans, en rétt sem mér var að detta þetta í hug, sá ég leiði í grafreitnum, sem var nokkuð ný legt. Á því lágu tveir kransar, annar þeirra úr nýjum, dýrum blómum. Ég þurfti lítið að hreyfa mig til þess að geta lesið á kortin með svörtu röndinni. Skriftin á öðru var orðin klesst af vætunni, en á hinu var hún vel læsileg. Kannske lík Esmonds hefði þá fundizt, þrátt fyrir allt? Ég laut fram og las: — „Til Danny, sem aldrei mun fyrnast hans elskandi vinkonu, Edvinu Elliot“. Ég lallaði burt, eins og ég hefði orðið fyrir einhverjum vonbrigð um og án þess að hugsa neitt frekar um það, hver þessi Danny hefði verið, né heldur það hlut- verk. sem hann átti enn eftir að leika í framtíð minni Mjói stígurinn niður að víkinni sýndist stuttur. Lengst bur.tu var líkast nesi með hól á og auðvitað væri svo sjórinn handan við þann hól. En það, sem mér hafði sýnzt vera tangi var heil hæð og þegar ég kom upp á hana, varð ekki fyrir mér sjórinn heldur stór dalur með trjálundi í miðju. Ég hélt nú áfram samt og sagði við sjálfa mig, að sjórinn hlyti þó alltaf að taka við handan við næstu hæð, en það gerði hann bara ekki. Ég var komin í grunna dæld með viðarkjarri og stígur- inn var algjörlega horfinn. En loks, þegar ég var komin gegn um síðasta kjarrið blasti sjórinn snögglega við mér, himin blár. Ég settist niður rétt eins og landkönnuður, sem er loksins kominn þvert yfir meginland. Það sem ég sat, var Maiden- fórdvíkin varla meira en lófa- stór, en þá kom ég auga á, til vinstri við mig, stíg — líklega þann, s«m ég var búin að missa af. Ég Ijæmist þá fyrirhafnarlítið til baka! Ég rétti úr mér og horfði í hina áttina og uppi yfir runna sem þarna var, sá ég í hús. Á því var einn kvistur út að sjón- urn, og tvær gluggaraðir sneru út að tanganum hinummegin. Húsið var úr steini og þakhellu og bakhliðin á því sneri út að lægri hliðinni á tanganum sem var langt burtu. Ég starði hugfanginn er ég sá >f Xr * GEISLI GEIMFARI FOK PIVE CENTURIEC ELECTRIC BI?AINS HAVE BEEN ANSW££INS QUESTIONS ABOUT ATOMS ANP STARS ANP SUCH. I USE THEM iN MY M.EDICAL RESEAKCH. .— í fimm aldir hafa rafeindaheil- ar verið notaðir til að svara spurn- ingum um atóm og stjörnur og þess háttar. Ég nota þá til rannsókna á sviði læknavísindanna. Að gamni mínu hef ég búið út rafeindaheila, sem svarar spurningum varðandi fólk. Ég nefndi hann Mystikus met- allikus. >f x- Xr — Gar læknir, getur Mystikus sagt fyrir um framtíðina? — Alls ekki, ungfrú Fox. Fram- tiðarspá er hjátrú, þetta eru vís- indi! ]>arna Sævarhól í fyrsta sinn. Ég gat varla haft augun af húsinu er ég skrönglaðist niður á stíginn, fyrir neðan mig. Þaðan hafði ég óhindrað útsýni og ég gat greint, að bak við húsið tók við einhver halli, en hitt gat ég ekki séð, að það væri í nokkru vegasam- bandi við umhverfið. Lengra burtu sjávarmegin fannst mér eins og ég grillti i beinagrindina af einhverskonar hryggju, en ég hafði sólina svo mikið í augun, að ég gat ekki verið viss um það. Golan fór minnkandi og innan skamms var komið dúnalogn. — Allt var kyrrt og það var rétt eins og útsýnið, og ég sjálf um leið, væri lokað inni í glerhylki. Ég fór að geta mér til um, hver ætti heima í húsinu. Allir gluggar voru lokaðir og enginn vottur af reyk kom upp úr strompnum. Líklega var svona óaðgengilegt hús ekki notað nema rétt á sumrin. Ég sneri mér og gekk eftir stígnum, sem lá til sjávar. Einu sinni skruppu fæturnir undan mér og ég forðaði mér rétt falli með því að grípa í stofn á þyrnirunna, sem þarna var. Um leið og ég greip taki í hann, varð ég að líta til hliðar og sá þá ura leið í einum efrihæðar gluggan- um á húsinu mann, sem lenti snögglega í sterkum sólargeisla, En í sama vetfangi var hann horf inn og bilið milli gluggatjaldanna autt aftur. Þetta hafði gerzt of snögglega til þess, að ég gæti greint mann- inn nokkuð nánar, og ég gat meira að segja ekki verið alveg viss um að hafa séð nokkura mann. Ég rétti úr mér og hélt áfram og var næstum komin alveg upp, þegar ég fór aftur að renna á hálkunni. Ég greip andann á lofti náðj í grein á tré, sem var orðið kyrkt og vanskapað af sjáv arseltunni, og æpti upp í sama bili og gripið var um hönd mína. Og svo var ég dregin upp, eins og í lyftu. Það er eins og þér þurfiS hjálpar við, sagði djúp rödd. Þakka yður fyrir. Það er ekkl ofmikið sagt. Mér þótti dálítið fyrir þvl, að nokkur skyldi hafa séð þetta ó- fimlega klifur mitt. Þegar ég leit upp, snöggt og vandræðalega, þóttist ég sjá hávaxinn og grann- an rnann með alvarlegt andlit og hrafnsvart hár. Það var rétt eins og þetta væri einhver spænskur höfðingi, dulbúinn sem Englend- ingur. Hann gerði enga minnstu til- raun til að brosa. Það var það fyrsta, sem kom illa við mig, en það næsta var, þegar ég leit á hann og bros mitt og þakkarorð aitltvarpiö Laugardagur 25. növember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — *:0S Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleilc ar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (15:00 Frétt ir og tilkynningar). 15:20 Skákþáttur (Ingi R. Jóhannsson) 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur ■— (Hallur Símonarson). 10:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds* son). 17:00 Fréttir — I>etta vil ég heyra; Kristmn Guðjónsson forstjórl velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Á leið til Agra“ eftir Aimée Sommer- felt; XI. — sögulok (Sigurlaug Björnsdóttir þýðir og les). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl<* inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. — 19:05 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit Leikfélags Reykjavfkur; „Tíminn og við“ eftir J. B, Priestley, í þýðingu Ásgeir* Hjartarsonar. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Leikendur: Helga Valtýsdóttir, Helga Bachmann* I>óra Friðriksdóttir, Guðrún Step hensen, Guðrún Ásmundsdóttir. Helgi Skúlason, Birgir Brynjólf* son, Sigríður Hagalín, Gísli Hall- dórsson og Guðmundur Pálsson. son. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlole.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.