Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1961, Blaðsíða 1
20 síður kommúuista á örlagastundu Finna Á ALÞINGI í gær kvacfdi Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, sér hljóðs utan dagskrár og vék að „stórfrétt“ málgagns heimskommúnismans á íslandi um það, að Þjóðverjar hefðu farið fram á herstöðvar hér á landi. Utanríkisráðherra lýsti því afdráttarlaust yfir, að frétt þessi væri uppspuni frá rótum og sýnilega húin til af kommúnistum í þeim tilgangi að styrkja kröfur Rússa til herstöðva í Finnlandi, enda birtist hún sama dag og Kekk- onen, Finnlandsforseti, hefur viðræður við Krúsjeff. Kröfur sínar um herstöðvar í Finnlandi hyggja Rúss- ar á því, að Þjóðverjar seilist til hernaðarlegra áhrifa á Norðurlöndum. Ekkert getur því komið Finnum verr en fregn á borð við þessa, jafnvel þótt hún sé strax borin til baka. En Einar Olgeirsson og Lúðvík Jósefsson sýndu hug sinn til finnsku frænþjóðar okkar með því að dylgja um, að fregnin væri rétt, þrátt fyrir skýlausar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, benti á, að eng- inn hefði ítarlegar en málgagn kommúnista hér á landi fullyrt, að Finnland væri sett í hættu vegna ágengni Þjóð- verja á Norðurlöndum. Minnti hann m. a. á eftirfarandi ummæli hlaðsins: „Við íslendmgar erum einnig aðilar að þeirri stefnu að láta vestur-þýzku herstjórnina teygja griparma sína yf- ir Norðurlönd og berum því okkar fullu ábyrgð á vanda Finna“. Kommúnistar væru því vísvitandi að veikja aðstöðu Finna í hinum erfiðu samningum þeirra. Forsætisráðherra benti á að Sovétstjórnin befði í kröfum sínum gegn Finn- um fyrst og fremst rökstutt þær með því, að Þjóðverjar væru að koma sér upp bækistöðvum á Norðurlöndum. „Það getur því naumast verið tilviljun“, sagði forsætis- ráðherra, „að Þjóðviljinn skuli einmitt sama daginn og við- ræður Kekkonens og Krúsjeffs hefjast, birta með sínu stærsta letri og á mest áberandi hátt, fregnir um það, að Vestur-Þjóðverjar séu í þann veg að fá herstöðvar á Is- landi“. —■ Guðmundur í. Guðmunds- son, utanríkisráðherra, vék að ósk Einars Olgeirssonar þess efnis, að hann lýsti því yfir, að íslendingar mundu aldrei um alla framtíð fá Vestur-Þjóðverjum n e i n a hernaðaraðstöðu á íslandi og sagði: „IJt af þessari kröfu hans, vil ég aðeins segja það, að til slíkrar. yfirlýsingar er ekkert tilefni, og ég er alls ekki maður til þess að gefa yfirlýsingu fyrir íslendinga um alla framtíð í þessum efnum. Slík yfirlýsing frá mér væri að sjálfsögðu einsk is virði. Hinu lýsi ég yfir, og lýsi því afdráttarlaust yf- ir, að allar fullyrðingar og allar dylgjur um það, að Aukaþing BSRB hcfst í drg ! • maana tíkí* tig bæi# *eíi Pi i ífsgftskóiawnn i dku kk a Þíbgia FMt> fjotí* -tífrt Vftlurþýzk síiéiria.ivöli haíi IciW tfmt tét am Jf»S aS iiaa íái sðctóía tí! hetsttívi e<( heífcfinga k islaadu Héi es enn sem komií «i aíeins nm 4- g% jneíiinjai aí t*Sa. «9 h«hu vtrlí síretakiesa i«íí víS GoSibubö t. GuSmandsson utamiháiáS- h«rn og nohhia valdamenn »it». IHns vegat mna fafe ctigin lonuSss heiSní haf* hoiiit wui, <m olihltttí ’Q Forsíða Moskvumálgagnsins í gær. nokkrar viðræður hafi átt sér stað við Þjóðverja eða nokkur málaleitun hafi kom- ið fram af þeirra hálfu um það að fá hér hernaðarað- stöðu, eru tilhæfulausar með öllu“. Um þessar kröfur komm- únista sagði Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra: „Annars er það nokkuð hlálegt, að fyrst halda þess- ir háttvirtu þingmenn lang- ar ræður um það, að ekki sé að marka eitt einasta orð, hvorki áf yfirlýsingum stjórn arinnar, um hvort ákveðnir atburðir hafi gerzt eða séu að gerast né loforð þeirra um framtíðina, en hins veg- ar krefjast þeir loforða um framtíðarathafnir, sem nú- verandi ríkisstjórn vitanlega hefur ekki á valdi sínu að binda Alþingi eða komandi ríkisstjórnir um“. Um þá fullyrðingu Þjóðviljans, að „örugig vitneskja“ væri fyrir fregninni, komst Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra m.a. svo að orði: „Eg verð því enn mjög ein- dregið að fara þess á leit við Einar Olgeirsson, að hann ann- að hvort lýsi því yfir, að hér sé um gersamlega staðlausa stafi að ræða eða hann færi fram þá öruggu vitneskju, sem hans eigið málgagn telur sig hafa fyrir fregn inni. Hv.þm. verður sæmdar sinn ar vegna að gera annað hvOrt og getur ekki sloppið með þeim getsökum, sem hann hefur látið sér nægja í málflutningi sínum hingað til“. Og Guðmundur í. Guðmunds- son utanrikisráðherra komst svo að orði um þessa „öruggu vitn- eskju“ Þjóðviljans: „Eg vil enn á ný skora á þá kommúnistana og aðstandendur Þjóðviljans, þó að þeir geri það kannski ekki hér í dag, að gera það þá í Þjóðviljanum á morg- un, að gera þjóðinni grein fyrir þvi, hver hún er, þessi örugga vitneskja, sem þeir þykjast hafa. Þjóðin á heimtingu á því að fiá að heyra það og það því frem- ur, þar sem um er að ræða svo alvarlegt mál sem hér er á ferð- inni“. Það vakti mikla afihygli við umræðurnar, að kommúnistarn- ir treystust ekki til að upplýsa heimildir sínar, þrátt fyrir marg ítrekaðar áskoranir. Reyndu þeir í þess stað að drepa málinu á dreif með alls kyns diylgjum, en áttu erfitt með að finna þeim stað. Umræðurnar verða raktar hér á eftir. ALGJÖRLEGA TILHÆFULAUST Utanríkisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í gær og sagði m.a.: „í mórgun birtist í blaði Al- þýðubandalagsins, Þjóðviljanum, grein með fyrirsögninni „Vestur- þýzkar herstöðvar á íslandi". 1 upphafi þessarar greinar segir svo orðrétt: „Þjóðviljinn hefur örugga vitn eskju um það, að vestur-þýzk stjórnarvöld ha-fi leitað fyrir sér Framh. á bls. 3. Ofsaveðnr n Norðurlandi •jf Undanfarna nærfellt þrjá sólarhringa hef- ur geisað eitt illvíðasta óveður sem lengi hefur ^ gengið yfir Norðurland, ofsalegur stormur og hríð af norðaustan. Samfara þessu hefur verið stórstreymt og hefur vindurinn rekið á eftir flóð- þyígjunnk svo að á nokkrum stöðum hefur sjór gengið langt á land upp og valdið stórskemmdum á mannvirkjum. ^ Á Höfðaströnd kastaðist bátur á land upp. Á Siglufirði braut bryggjur. I Hrísey er láglendi allt undir vatni. Á Ólafsfirði kastaðist 130 tonna skip upp í sjálfan kaupstaðinn. Á Dalvík braut 100 metra af nýjum hafn- argarði og vegum skolaði burt. Á Húsavík sökk bátur í höfninni. En á Þórshöfn munu skemmdirnar vera alvarlegastar. — Þar tók bíla á sjó út og hafnargarðurinn brotnaði, þá reif undan húsum og fyllti margar íbúðir svo að fólk varð að flýja þær. Samgöngur eru tepptar á sjó og landi. -Á Heildarfrásögn frá hinum ýmsu stöðum hefst á baksíðu blaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.