Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.11.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVm» r 4Ð 1 Ð Miðvikudagur 29.- nóv. 1961 JMwgiiitMtifrife CTtgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áfcm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Krifiíinsson. Ritstjórn: ú.ðalstræti 6. Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. NÁTTÚRUHAMFARIRNAR TLfitt í góðærinu höfum við íslendingar nú tvívegis verið minntir á nálægð okk- ar við þau reginöfl náttúr- unnar, sem enginn mannleg- ur máttur fær við ráðið. — Öskjugosið minnti okkur á hörmungar liðinna alda, þeg- ar eldgos og öskufall boðuðu harðæri, og veðurhamurinn á Norðurlandi rifjar upp sagnir af baráttu íslendinga við máttaröflin gegnum ald- irnar. Svo er forsjóninni fyrir að þakka, að tjón á mönnum og verðmætum hefur orðið minna en e. t. v. hefði mátt vænta. Það breytir ekki þeirri staðreynd, að við vérðum ætíð að vera við því búin að takast á við aðsteðj- andi hættur. Norðangarður- inn bar líka upp að landi nokkra borgarísjaka til að minna okkur á „landsins foma fjanda“. En að mannkyninu steðja líka aðrar hættur, hættur af manna völdum, sem ráða- menn Ráðstjórnarríkjanna hafa rækilega mingt okkur á að undanförnu. Gegn öllum þessum hættum eru ekki til óbrigðular varnir, en miklu má þó áorka með skynsam- legum varúðarráðstöfunum. Þess vegna fagna lands- menn þeim undirbúningi, sem nú er hafinn hér að almannavöi-num. KREPPT AÐ FINNUM TTvarvetna er því fagnað og “ sérstaklega þó á Norður- löndum, að Rússar hafa að sinni látið af kröfum sínum um herstöðvar í Finnlandi. Hitt er hryggilegt, að hin hugprúða finnska þjóð skuli ekki fá að stjórna málum sínum að eigin geðþótta. Rússar hafa þegar með þvingunum hrakið frá eina finnska ríkisstjóm. Þeir hafa með sömu aðferðum knúið fram þingrof, og nú reyna þeir að hafa áhrif á forseta- kosningar. Finnar hafa valið sér hlutleysisstefnu í utanríkis- málum til að halda góðri sambúð við Sovétríkin. En þau láta sér það ekki nægja heldur seilast til aukinna áhrifa. Nú er Þýzkaland og Norðurlöndin allt í einu orð- in aðalárásaraðilinn í stað Bandaríkjanna og kommún- istar á íslandi boða, að ís- lendingar séu þar ekki eftir- bátur nágranna sinna. Þetta er síðan notað sem átylla til að þjarma að Finnum. Halvard Lange, utanríkis- ráðherra Noregs, svaraði skýrt og skorinort fyrir sína þjóð, er hann var austur í Moskvu. Hann kvað reynslu Norðmanna hafa kennt þeim, hvernig þeir ættu að haga málefnum sínum og þeir mundu standa ótrauðir við hlið bandamanna sinna. — Hann gerði sér ljóst, að ógn- unum er rétt að mæta með fullri einurð og festu. Á þann veg hljótum við íslend- ingar einnig að bregðast við, enda má gera ráð fyrir að þvinganirnar við Finna næðu þá fyrst hámarki, er Rússar sæu, að þær hefðu þau áhrif, að lýðræðisþjóðir á Norðurlöndum ætluðu að kikna fyrir hótununum. VERKEFNI TÖN- LISTARUNNENDA ■ptleð kvikmyndahúsi Há- ■^" skólans hefur verið reist svo fullkomin hljóm- leikahöll, að þjóðin þarf ekki á annarri betri að halda næstu áratugi. Háskóli Is- lands hefur þannig lagt tón- listinni í landinu mikið lið, sem tónlistarunnendum ber að þakka. Svo vel hefur tekizt til að „heyrðin“ í húsinu er talin mjög góð. Þó segja fróðustu menn að hún mundi enn batna, ef svokallaður „plast- himinn" ýrði settur upp í turni samkomuhússins. — Mundi þetta sérstaklega til bóta, þegarkórar flytja verk, ásamt Sinfóníuhljómsveit- inni. Nýlega birtist hér í blað- inu aðsend .smágrein, þar sem stungið er upp á, að tónlistarunnendur safni pen- ingum til þess að kaupa plasthiminin og setja hann upp. Með tilliti til þess, hve mikið hefur verið gert fyrir unnendur sígildrar tónlistar, er þetta heilbrigð hugmynd, og eðlilegt að tónlistarunn- endur leggi sjálfir fram þær rúmlega 100 þúsund krónur, sem þessi framkvæmd mun kosta. Slíkt framlag væri ánægjulegur þakklætisvottur fyrir framtak Háskólans. LANDBÚNAÐUR- INN OG FRAM- SÓKNARFLOKK- URINN T ritstjórnargrein Tímans í •*■ gær er rætt um grein, sem Hermóður Guðmunds- son, bóndi í Árnesi, skrifaði nýlega í Morgunblaðið. Tím- Axel Wenner-Gren látinn Var einn auðugasti maður jarðar SÍÐASTLIÐINN föstudag lézt einn auðugasti maður verald- ar í sjúkrahúsi í Stokkhólmi. Þetta var Svíinn Axel Wenn- er-Gren, sem átti skýjakljúfa, Orkuver, óðöl og fyrirtæki víða um heim. Wenner-Gren varð áttræður í júní sl. og hafði um nokkurt skeið verið haldinn ólæknandi sjúkdómi. Hann hóf viðskipta feril sinn með smíði á nýrri ryksugu, en hafði þegar hann lézt safnað meiri auði en land ar hans Ivar Kreuger eld- spýtnakóngur og Alfred Nobel. Axel Wenner-Gren fæddist 5. júní 1881 í Uddevalla í Sví- þjóð, þar sem faðir hans var kaupmaður. Að námi loknu fékk Wenner-Gren vinnu hjá sænsku rafmagnsfyrirtæki, A. B. Separator. Þar kynntist hann ryksugusmíði, sem þá var algjör nýung. Ásamt vini sínum, sem var tæknifræðing- ur, vann Wenner-Gren að end- urbótum á ryksugunni og stofnuðu þeir svo sameigin- lega fyrirtæki til að smíða þessa endurbættu útgáfu. Stofnfé þeirra var aðeins 16 þúsund sænskar krónur, en þetta var upphafið að risa- fyrirtækinu „Electrolux". Wenner-Gren var fæddur sölumaður. Smám saman bætti hann við sig eignum í heima- landinu, svo sem Svensk Cellu lose AB og vopnasmiðjurnar Jlofors En brátt gerðist of þröngt um hann heima og hann tók að safna eignum er- lendis. Hann keypti símafé- lög í Mexíkó, semenlsverk- smiðjur og mjólkurbú í Venezuela, orkuver og járn- brautir. Aðeins einu sinni lentd hann í vandræðum, en það var í seinni heimsstyrjöldinni. Þá var hann sakaður um viðskipti við Hitler og settu Bandamenn viðskiptabann á hann. Ekki er vitað hve mikil viðskipti þessi voru, en vinir Wenner- Axel Wenner-Gren Gren segja að hann hafi not- að aðstöðu sína til að hvetja ráðamenn til að gera friðar- samninga við Bandamenn. Eitt er víst að strax að styrjöld- inni lokinni hófust heimsvið- skipti Wenner-Grens að nýju. Og síðustu tíu ár ævi hans margfölduðust eignirnar. Er talið að hann láti eftir sig um 40 þúsund milljónir króna. Wenner-Gren gaf oft mikl- ar upphæðir til bágstaddra og til vísindastofnana. Samtals námu þessar gjafir -hærri upp hæð en Alfred Nobel lét eftir sig. Þrjár stofnanir bera nafn hans og er ætlað að styrkja I vísindarannsóknir. Þær eru: Wenner-Gren Foundation í New York, sem er ætlað að styrkja fórnleifarannsóknir, Wenner-Gienska Samfundet í Stokkhólmi, sem styrkir líf- fræðirannsóknir og Wenner- Grens Center, einnig í Stokk- hólmi, sem styrkir náttúru- vísinda, læknisfræði og tækni- legar rannsóknir. Wenner-Gren bjó löngum í Suður-Ameríku. Hann var kvæntur bandarísku söngkon- unni Marguerite Gauntier og Wenner-Gren hjónín vlð Háringe höllina í Svíþjóð lifir hún mann sinn. inn segir um grein Hermóðs: „Kröfur sínar vegna land- búnaðarins dregur greinar- höfundurinn saman í nokkur meginatriði, þ. á. m. þessi: „Það verður að stöðva dýr tíðina og áframhaldandi gengisfall“. „Það verður að sjá land- búnaðinum fyrir sambæri- legu lánsfé og sjávarútveg- inum“. „Það verður að sjá um að tollar á landbúnaðarvélum verði ekki hærri en tollar á bátavélum og fiskiskipum". „Allt eru þetta atriði, sem Framsóknarmenn berjast fyr ir en Sjálfstæðisflokkurinn stendur á móti“. En hver er þá sannleikur- inn um frammistöðu Fram- sóknarmanna í þessum mál- um? Aldrei hefur dýrtíðin vaxið örar en á tímum vinstri stjórnarinnar, enda voru aðgerðir í efnahagsmál- um þá allar með slíku káki, að óðaverðbólga var fram- undan, þegar stjórnin gafst upp. Á tímum vinstri stjórnar- innar voru allir sjóðir land- búnaðarins tæmdir, svo að þeir voru gjaldþrota, þegar stjórnin hrökklaðist frá. Vinstri stjórnin gerði heldur aldrei neinar tillögur um tollalækkanir á landbún- aðarvélum. Hinsvegar hefur Viðreisnarstjórnin nú farið inn á tollalækkunarstefnu og hefur boðað heildarendur- skoðun tollalaga, þar sem lækkun á tollum á landbún- aðarvélum verður tekin til athugunar. Framsóknarmenn hafa sannarlega ekki af neinu að státa í þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.