Morgunblaðið - 02.12.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.12.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. des. 1961 M O R GVN rt 1 4 fíl Ð 3 — Xurn, Alfreð Ceres. — Alfreð Ceres ,turn. Braut o2, vindur 30 grárður, 15 hn. QNH 2987. — Við erum stadd- ir um borð í Cessnaflugvél Flugskólans Þyts á Reykjavik urfiugvelli um þrjúleytið í gærdag, og ætlunin er að fara í „eina bunu“, það er að segja hring og lendingu. — í>að má skramlbinn hirða mig ef þetta verður ekki síð asta flugið mitt í dag, segir Erlingur Einarsson, flugkenn ari, og dæsir við. — Maður veröur að komast STAKSTEINAR Hér getur að líta eina af flugvélum Þyts, tveggja hreyfla Piper Apache (Ljósm. Ól.K.M.) Tilbúnir, ráöherrar — hér skeður eitt feikilegt flugtak! lært hafa hér, hafa fengið at vinnu hjá flugfélögunum. Á dögunum voru til dæmis ráðn ir 15 flugmenn til Loftleiða. EINS HÁTT UPPI OG---------- — í>ú varst að tala um flug- málahátíð áðan. — Já. Fluugmálahátíðin. Það verður mikil veizla. Þú getur sagt að við höfum allir í veizluna í kvöld. Þú veizt að það er flughátíð í Lídó. TILBÚNIR, RÁÐIIERRAR Málmröddin í flugturninum tilkynnir að flugtak sé heimilt og vélin rennur á brautarenda. — Eruð þið ekki allir spennt ir drengir? spyr Erlingur. — Eg meina beltin, ekki fyrir veizluna. Tilbúnir, ráðherrar, hér skeður eitt feikilegt 'flug- tak! Og vélin þeysir fram völl inn. Innan tíðar erum við feomnir á loft, fljúgum yfir Tjörnina. Þar úir og grúir af krökkum á skautum, og ein staka sinnum bregður fyrir andlitum, sem úr lofti séð eru eins og hvítar skellur, þegar krakkarnir hörfa upp í loftið. Flugvélar hafa alltaf aðdrátt arafl, þótt komið sé fram yfir miðja tuttugustu öld og maður hafi þær daglega fyrir augun- um. SELTJARNARNESIÐ ER LÍTIÐ OG--------- Við rennum okkur yfir Sel tjarnarnesið, sem úr lofti að sjá er sannarlega „lítið og lágt“, beygjum í átt til Hafnar fjarðar, fljúgum yfir Kópavog og beygjum á lofeastefnu að barutarendanum. Brautin nálg ast, og Erlingur lýsir því yfir að flugvélin gæti bezt lent sjálf. — Taka betur í stýrið, svona segir hann og við finnum varla þegar hjólin snerta völlinn. — Þetta var síðasta flugið hjá Flugskólanum Þyt fyrir flughátíðina í kvöld, merki- legt flug, segir Erlingur um leið og vélin rennir upp að flugskýlinu. 50 NEMENDUR — Svo þig vantar eitthvað í blaðið, segir Erlingur þegar við erum seztir inn á skrif- stofu. — Hér eru um 50 nemendur að læra að fljúga. f ár hafa 16 menn lokið atvinnuflugprófi, 10 menn einkaflugprófi og 15 menn sólóprófi, svo við byrj um á einhverju. Fyrirtækið á níu flugvélar. — Kemur ekki fyrir að eitt hvað af þeim brotnar? — Reglulega, segir Erling- ur og hlær. — En yfirleitt eru þetta bara smásyndir manna og smáóhöpp. — Hvað hefur þú ke'nnt flug lengi? — Eitt og hálft ár. HÁSPENNULÍNAN '— Og hefur ekkert komið fyrir á þessum tíma? — Eg flaug einu sinni á há spennulínu í Mosfellssveitinni. Við vorum að æfa nauðlend- ingu, og þegar við gerum það, er dregið af mótornum og mað ur tilkynnir nemandanum að mótorinn sé bilaður og hann” verður að finna stað til að lenda á. Mér varð það á að sjá ekki háspennulínu, sem iá yfir túnið, sem við ætluðum að nauðlenda á, og vélin rakst ó hana. Við sluppum báðir furðu vel út úr þessu, en þetta verð ur til þess að menn gæta betur að sér. — Það stendur yfir bóklegt námskeið hjá okkur þessa dagana, heldur Erlingur á- Hér sitja þeir í einni kennsl uflugvélinni Erlingur og Sverr- ir Þóroddsson. fram. Því lýkur sjálfsagt fyrir jól. Það eru 20 menn að læra böklegt fyrir einkaflugpróf. Venjulega er svo bóklegt nám skeið fyrir atvinnuflugpróf haldið síðari hluta vetrar. Flestir þessana manna, sem verið upp í loft hér þegar þú komst. Allir að fara í veizluna í kvöld. — Á að vera „hátt uppi?“ — Eins hátt og ég kemst; og svo lengi sem súrefnið endist! h.h. Vframhaldandi samvinna Á forsíðu Moskvumálgagnsinn í gær stendur þetta: „Flokkstjórnarfundurinn fagn- ar þeim sigri, sem verkalýðs- hreyfingin vann í verkföllunum í sumar og álítur sérstaklega aS það gifturíka samstarf, sem þá tókst með samvinnuhreyfingunni og verkalýðshreyfingunni geti orðið mikil lyftistöng íslenzkri alþýðu. ef svo verður fram hald- ið sem hafið var.“ Komanúnistar fara þannig ekkert dult með það. hve þýð- ingarmikið þeir telja samstarf- ið við Framsóknarleiðtogana Og svikasamningana. sem SÍS gerði við þá í sumar. Þeir tala um „gifturíkt samstarf“ og geta þess að á.fram þurfi að halda samstarfinu, sem hafið var. Hver var sigurinn? Jafnframt segja kommúnistar. að verkalýðshreyfingin hafi unnið sigur í verkföllunum í sumar. í hverju var sá sigur fólginn? Dagsbrúnarverkanr.önn- um var haldið í verkfalli vikum saman til að knýja fram lægri laun en þeim voru boðin, ein- göngu vegna þess metnaðar kom- múniseta að fá hluta af launum verkamanna til að ráðska með sjálfir. En það var þó ekki verst. Hitt var alvarlegra, að hafnað var raunhæfum kjarabótum. sem miðlungartillaga sáttasemj- ara hefði fært verkamönnum. í staðinn fyrir kauphækkanir sem að litlum eða engum notum hlutu að verða. Kommúnistar höfnuðu vísvitandi kjarabótum. Kjörorð þeirra hefur ætíð verið: verkföll án kjarabóta, en þeii: hafa aldrei mátt heyra á það minnzt að kjarabóta yrði aflað án verkfalla. Þegar þeir nú tala um sigur. eiga þeir við þann ávinning að ná pólitísku samstarfi við Fram- sóknarflokkinn. Það telja þeir mikilvægt og þá er þeim auðvit- að alveg sama um hag verka- nr.anna. m ■.IJM.jHMW Erlingur snýr Piper Cup k ennsluflugvél í gang Skarni betri áburður en búizt var við SL. SUMAR framkvæmdi dr. Björn Sigurbjömsson rannsóka á skarna, og kom þá í ljós að notagildi hans ><m áburðar er allmiklu meira en búizt hafði ver ið við. Tilraunirnar voru aðallega gerðar í sambandi við kartöflu- ræktun. ár Tilraunirnar. í ályktunarorðum sínum af rannsóknunum segir dr. Björn m.a.: — Þegar skarni var borinn á eingöngu, jókst uppskerumagnið verulega með auknu magni af. skarna. >egar magn skarna jókst ú 500 í 1000 kg. á 100 ferm., jókst uppskerán enn, en þó minna. Þegar borin voru 1500 kg. af skarna einum á 100 fer., var uppskeran svipuð eða litlu lægri en af meðalskammti af alhliða tilbúnum áburði. Gagnlaust reyndist að bera eingöngu köfnunarefni með skarna, og fór uppskeran minnk- andi með vaxandi köfnunarefni, þegar mikill skarni var borinn á. Á sama hátt minnkaði uppskeran við að sleppa fosfor eða kalí, með köfnunarefni og skarna. Þegar borin voru á saman skarni og alhliða tilbúinn áburð- ur, jókst uppskeran mjög og langt umfram það sem skarni eða tilbúinn áburðuf, hvort í sínu lagi megnuðu. Þessi upp- skeruaukning varð ávallt mest, þegar hæstu skammtar af skarna (1500 kg. á 100 ferm.) voru not- aðir með alhliða tilbúnum áburði. í þessari tilraun virtust beztu áburðarblöndurnar vera 1500 kg. skarni, 2—3 kg. köfnunar- efni, 1—2 kg. P2O5 og 1 kg. K2O á 100 m2. Með þessu magni af skarna fékkst þó lítil uppskeru- aukning við að auka köfnunar- efni úr 2 í 3 kg. og fosfór úr 1 kg. í 2 á 100 m2. Tilraunin var gerð á framræst um mýrarjarðvegi í góðri rækt. Ástæða er til að ætla, vegna bæt andi áhrifa skarna á eðlisástand jarðvegsins, að hann gefi enn betri árangur í sand- malar- og leirjarðvegi. Áburðargildi skarna er mjög háð því að hann rotni. Er því tæþlega hægt að búast við, að skarni komi að fullum not um á fyrsta sumri, heldur muni áhrifa hans gæta og jafnvel auk ast á lengri tíma, Ti: viðbótar má benda á, að skarni hefur reynzt sérlega vel við trjárækt. á grasbletti og til skjóls í skrúðgörðum. Niðurlæging Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið svokallaða hefur frá fyrstu tíð verið ein- kennilegt fyrirtæki. Það hefur ekki haft neina skipulagða flokks starfsemi. Það hefur ekki á Iýð- ræðislegan hátt valið stjórnend- ur eða forystumenn, heldur hafa þeir verið tilnefndir af allt öðr- um flokki, Sameiningarflokki al- þýðu, sósíalistaflokknum Sá flokk ur hefur nýlega haldið ráðstefnu, þar sem hann talar feimnislaust um það, hvað gera eigi við Al- þýðubandalagið. Svo traust tök telja kommúnistar sig nú hafa á hinum svokölluðu Alþýðubanda- lagsmönnum. Hannibal og félög- um hans. að þeir geti beinlínis samþykkt á fundum Sósíalista- flokksins, hvað þeir félagar eigi að gera á hverjum. tíma. án þess svo mikið sem spyrja þá um skoð anir þeirra. Auðvitað hafa menn þeir, sem tóku upp samstarf við Moskvukommúnista með stofn- un Alþýðubandalagsins aldrei ráðið neinu um stefnu þess, en fram að þessu hefur þó ekki op- inberlega verið ereint frá því. að Sósialistaflokkurinn skipaði Al- þýðubandalaginu fyrir verkum. Nú er niðurlæging Alþýðu- bandalagsins hinsvegar orðin svo algjör — og not þau, sem kom- múnistar geta af því haft svo takmörkuð — að Moskvuklíkan lætur sér það í léttu rúmá li- þó að landslýð sé kunngert að Alþýðubandalagið hafi engin ráð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.