Morgunblaðið - 02.12.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.12.1961, Blaðsíða 9
Laugardagur 2. des. 1961 m ortcvnnr 4 ðið 9 Magnús Jónsson 80 ára | Magnús Jónsson, vinur minn, allra Bílddælinga og fjölda ann- arra, er áttræður í dag. Hann er fæddur 2. des. 1881 í Meðalholti í Gaulverjabæjarhreppi en ekki kann ég að rekja ættir hans. Til Bíldudals kom hann fyrir réttum 60 árum og hefur dvalið þar síðan óslitið, að undantekn- um þeim stutta tíma, er hann var í Danmörku os Noregi til að kynna sér meðferð véla. Það hefur sennilega ekki marga rennt grun í það, þegar Magnús settist að á Bildudal tvitugur piltur, að hann ætti eft- ir að verða kauptúninu eins þarf ur „þúsundþjalasmiður" og reynslan hefur sýnt. Hann hafði numið skósmíði áður en hann kom til Bíldudals, /en það kom brátt í Ijós að það var meiri þörf fyrir járnsmið og trésmið eða þá vélsmið. Magnús gat gert við allt sem bilaði og þegar rafmagnið kom til sögunnar var líka leitað í smiðjuna til hans þegar eitthvað var að eldavélinni eða strau- jáminu. Eg er hrædd um að það Ihefði fækkað róðrunum hjá fyrstu vélbátunum á Bíldudal ef Magnúsar hefði ekki notið við. 3?að kunnu ekki allir vélstjórarn ir þá mikið til þess að hirða um vélar, en Magnús kom vélunum lí gang þegar aðrir höfðu gefizt upp, og var þá ekki spurt um fastan viiinutíma. Þær eru ótald ar næturnar, sem hann vann til (þess að bátarnir gætu komizt aftur á fiskimiðin. Enda var oft glatt á hjalla í smiðjunni hjá Magnúsi. Eg kynntist honum fyrst náið ibegar við lékum saman í „Æv- intýri á gönguför" eftir Hastrup. Magnús lék auðvitað Skrifta. Hans. Þar naut sín vel 'glettni hans og leiftrandi kímni, og lét honum þó ekki síður að sýna dýpt tilfinninganna undir hrjúfu yfirborði í „nætursenunni“ eins og við kölluðum það þá. Síðan hef ég séð ýmsa góða leikara. þ. á. m. einn danskan fara með hlutverk Skrifta-Hans, en eng- inn þeirra er mér eins minnis- stæður og Magnús. Hann var lengi vel lífið og sálin í öllu skemmtanalífi kauptúnsins, söngmaður ágætur, og ég hygg að óhætt sé að segja að leiklist- in léki í höndum hans ekki síð- ur en ýmislegt annað, sem hann hafði aldrei „lært.“ ARNOLD keðjur og hjól Flestar stærðir fyrirliggjandi. Landssmibjan Gestrisni Magnúsar er við- brugðið. Tvisvar sinnum hafa gamlir Arnfirðingar héðan úr Reykjavík farið fjölmennar hóp- ferðir á fornar slóðir. Þann tíma sem staðið var við á Bíldudal var víst ekki oft gestalaust á heimili Magnúsar og seinni konu hans Vilborgar Jónasdóttur, því að þau eru samtaka í því að veita gestum sínum hlýju og alúð. Eg óska Magnúsi og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með áttræðisafmælið, og vona að það vefjist lengi enn fyrir Elli kerlingu að koma honum á kné. » Sigríður Jónsdóttir Magnússon. Samkomur K. F. U. K. Bazarinn hefst í dag kl. 4 sd. Þar er margt góðra og ódýrra muna. Samkoma er í kvöld kl. 8% e. h. í húsi félagsins við Amtmannsstíg 2 B. Þar verður upplestur, einsöngur, píanóleikur. Síra Bjarni Jónsson, vígslubisk- up talar. Gjöfum til starfsins veitt móttaka. Allir velkomnir. Samkomuhúsið Zion Óðinsg. 6A Á morgun almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10.30 f. h. Sunnudagaskólinn. Kl. 1.30 e. h. Drengjadeildir Amt- mannstíg og Langagerði. Kl. 8.30 e. h. Almenn samkorha á vegum Kristilegs stúdenta- félags. Hreinn Hjartarson, cand. theol. og Birger G. Al- bertsson, skólastj. tala. Hinar kristilegu samkomur, sem hafa verið í Betaníu, Njarð- víkunum og Vogunum verður hætt nú um tíma, en hefjast aft- ur í janúar. Við óskum öllum alls góðs og velkomin aftui. — Helmut Leichenring og Rasmus Biering Prip. Kristniboðshusið Betanía. Uaufásvegi 13. Vegna kaffisölu fellur sam- veran í kvöld niður og einnig sunnudagaskólinn á morgun. Barnastúkan Díana nr. 54. Munið fundinn á morgun. Fíladelfía Arly Lund talar í kvöld kl. 8.30. Á morgun sunnudag er bænadagur í Fíladelfíusöfnuðin- um. Dodge Weapon Góður bíll með nýrri dieselvél til sölu. Borgarþvottahúsið Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101., 103. og 104. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1961 á rh.s. Sæfeta RE 233, þingl. eign Aðalsteins Björnssonar o. fl. fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Vélbátaábyrgðarfélagsins Gróttu og Gunnars Þorstéinssonar hrl., við skipið þar sem það liggur upp í fjöru í Skerjarfirði, mið- vikudaginn 6. desember 1961 kl. 3 síðdegis . Borgarfógetinn í Reykjavík Dansk — íslenzka félagið Kvikmyndasýning í Nýja Bíó í dag, laugardaginn 2. des kl. 2. Sýndar verða myndirnar: „Hestur í sumarleyfi“, ennfremur mynd um danskan listiðnað. — Öllum heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Börnum þó aðeins i fylgd með fullorðnum. Stjórnin MERKJASALA Sölubörn, sem vilja selja merki Flugbjörgunarsveitar- innar á morgun fá í söluiaun eina krónu af hverju merki, sem þau selja. Merkin verða afhent til útsölu á eftir- töldum stöðum: Melaskóla — IR-húsinu, Túngötu — Miðhæjarskólanum Austurbæjarskólanum — Mávahlíð 29 — Víkingsheim- ilinu — Laugarnesvegi 43 — Langholtsskólanum — Vogaskólanum — Kópavogi — Keflavík — Hafnarfirði. Sala og afgreiðsla merkjanna hefst kl. 10,00 á sunnudag. Munið að klæða ykkur vel og fara varlega í umferðinni svo að ekkert skyggi á jólahátíðina, sem kemur bráðum. Flugbjörgunarsveitin íbúðir til sölu Til sölu eru rúmgóðar 5 herb. íbúðir í sambýlishúsi við Háaleitisbraut. Húsið selst fullgert að utan, sameign inni múrhúðuð. íbúðirnar sjálfar fást til- búnar undir tréverk eða ómúrhúðaðar. Mjög góð teikning. Sérstaklega hagstætt verð. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Símar: 14314 og 34231. Ný 5 herb. íbúð til sölu við Rauðaiæk. íbúðin er á annarri hæð 142 ferm. með sér hita, tvöföldu gleri, harðviðarhurð- um og körmum, bílskúrsréttindum. Nánari upplýsingar gefur. SKIPA- og FASTEIGNASALAN (Jóhannes Lárusson, hdl.) Kirkjuhvoli. Símar 14916 og 13842. Stór verblækkun! Hollenzku gangadreglarnír eru nýkomnir í mjög failegum litum og mörgum breiddum. Þekktir um allt land fyrir sérstaklega góða endingu og fallega áferð. M U N I Ð STÓR VERÐLÆKKUN! GEYSIR H.F. Teppa- og Dregladeildin Nýjar bækur frá tsafold: 1 ristrins- nmur og aðrar rímur Eftir Sigurð Breiðfjörð — Sveinbjörn Beinteinsson ann- aðist útgáfuna. Þetta er fyrsta bindið af rímnasafni Sigurðar Breið- fjörðs, en ætlunin er að gefa út á næstu 4—5 árum allar finnanlegar rímur Sig- urðar Breiðfjörðs. Sveinbjörn Beinteinsson -nun skrifa • at- hugasedir og skýringar með rímunum, en Jóhann Briem hugasemdir og skýringar með listmálari teiknar myndir í hvert bindi. Þetta er bók bókamanna og annarra, sem áhuga hafa á braglist.. Á það skal bent að það voru Tristanrímur, sem urðu skot- spópn Jónasar Hallgrímssonar Anligona eftir Sófokleí, Jón Gíslason þýddi úr frum- málinu o-g ritar inngang nm þróun leiklistar. Þrír snillingar eru taldir hafa túlkað bezt andi þess timabils í sögu Forn-Grikkja, sem glæsilegast var, 5. öldina fyrir Krist, en það voru: Fidias í myndlist, Períkles í stjórnmálum og Sófokles í skáldskap. — Jón Gísla- son skrifar langan inngang um , þróun leiklistar, og bók- inni fylgja auk þess fjölmarg- ar myndir, sem flytja með sér nokkurn andblæ hinnar fornu menningar, sem snilldarverk- ið „Antigona“ er sprottið af. Eii búi n í ffhna-itja eftir Paul Bi unton. Þorsteinn Halldórsson þýddi. Einbúinn í Himalaja er frá- sögn af dvöl Pauls Brunton i háfjöllum Himalaja á tindi jarðar, þar sem einveran og hið stórkostlega umhverfi vekja fjölda ógieymanlegra innblásinna hugsana. Bókaverzlun ísafoldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.