Morgunblaðið - 02.12.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1961, Blaðsíða 10
10 M O R G V N Tt 1 4 Ð 1 Ð Laugardagur 2. des. 1961 tftdbfofrifr CTtgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. - Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Krístinsson. Ritstjórn: 'kðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. NIÐ UM SKALD VjEGAR Fúrtseva, mennta- málaráðherra Sovétríkj- anna, var hér á ferð ekki alls fyrir löngu, skýrði hún frá því í blaðaviðtali, að dr. Zivagó, skáldsaga Boris Past emaks, væri léleg bók og hefði ekki átt neitt erindi við rússnesku þjóðina, enda hefði fólkið í Rússlandi ekki haft neinn áhuga á bókinni. Hvað sem segja má um fyrri athugasemd frúarinnar, er sú síðari mjög hæpin. Eða hvernig gat hún og aðrir leiðtogar rússneska komm- únistaflokksins vitað, að rúss neska þjóðin hefði ekki á- huga á bók, sem aldrei hafði verið gefin út í Sovétríkjun- um og fólkið þekkti ekki nema af afspurn? Þessi orð frúarinnar sýna svart á hvítu, að öll meðul voru notuð í áróðri gegn skáldinu. Hann var jafnvel kallaður svín, og það af ekki ómerk- ari kommúnistaleiðtoga en núverandi öryggismálaráð- herra Sovétríkjanna. En augljóst er, að skáld- skapur Boris Pasternaks mun hrista af sér allt slíkt níð, og löngu eftir að kommún- isminn verður ekki annað en ómerkileg minning um til- raun, sem mistókst, verða verk Pasternaks lesin og dáð af öllum þorra Rússa. Ævisaga Pasternaks hefur nú birzt í íslenzkri þýðingu og kennir þar margra grasa. Þessi Tilraun til ævisögu, eins og hann nefnir hana, segir sögu mikilla hörmunga, vonbrigða og ósigra. Allir hafa gott af að kynnast þess- um manni, sem hefur verið trúrri sannleik síns hjarta en flestir aðrir á okkar öld, og hafði það fram yfir marga aðra að geta verið hreinskilinn um sitt eigið líf og sín eigin verk, ekki síð- ur en um störf annarra. I sjálfsævisögunni kynnumst við stórbrotnum manni, sem hefur líklega haft meiri áhrif á hugsun okkar tíma enflest ef ekki öll skáld önnur. Það er athyglisvert að líta á lokaorðin í ævisögu Past- ernaks, ef við höfum full- yrðingar Fúrtsevu og núver- andi öryggismálaráðherra Sovétríkjanna til hliðsjónar. Pasternak segir um Zivagó lækni: „Ég hef nú nýlokið stærsta og þýðingarmesta ritverki mínu, því eina ritverki sem ég ekki skammast mín fyrir og sem ég tek fulla- ábyrgð á. Það er skáldsagan „Zíva- gó læknir“ og kvæðin, sem henni fylgja.“ Ekkert af verkum skálds- ins hefur verið honum jafn- dýrmætt og Zívagó læknir. En kommúnisminn þoldi ekki að sjá þessa skáldsögu á prenti; bannað var að gefa hana út á rússnesku, af því að „fólkið hafði ekki áhuga á henni“, eins og mennta- málaráðherrann komst að orði. SJÁLFSMORÐ DASTERNAK rekur kynni *■ sín af rússneskum menntamönnum og skáldum. Eru minningar hans mjög athyglisverðar, ekki sízt vegna þess að þær sýna, hve grátt kommúnisminn lék þetta fólk og það svo mjög, að sumir frömdu fremur sjálfsmorð en þurfa að lifa undir því fargi, sem komm- únisminn er. Majakovskx var eitt skeleggasta skáld Stalín- ismans. Hann framdi sjálfs- morð. Hvers vegna? Paster- nak segir: „Mér virðist að Maja- kovskí hafi skotið sig af stolti, vegna þess að hann hafi fordæmt eitthvað í sjálf um sér, eða eitthvað sem var honum nákomið, eitthvað sem sjálfsvirðingu hans var ofraun að sætta sig við.“ Hvað var það sem sjálfs- virðingu Majakovskís var of- raun að sætta sig við? Það voru aftökurnar, morðin, ofbeldið, kúgunin, allt sem fyrirlitlegast er í augum 1 eins skálds. í einu orði sagt: kommúnisminn, eins og hann hefur verið framkvæmdur í Sovétríkjunum. Og þó ber þess að gæta, að Majakovskí var í svo miklum metum sem ljóðskáld, að Stalín lét lög- gilda þá staðhæfingu að hann hefði verið og væri gáfaðasta skáld þessa tíma. Það sannaðist jafnvel á Majakovskí, einum helzta talsmanni kommúnismans í bókmenntunum, að ekkert skáld getur í senn tekið heiðarlega afstöðu til lífsins og verið sannfærður komm- únisti. Það geta aðeins út- blásnir utangarðsmenn, eins og sum þau ungskáld, sem í tíma og ótíma rembast við að láta „ljós“ kommúnism- ans skína á síðum Þjóðvilj- ans. Þau hafa ekki enn átt- að sig á þeirri staðreynd, að kommúnisminn er ekki ljós. Hann er myrkur. Dagur dómsins náigast Og Adolf Eichmann keppist við að Ijuka við að skrifa endurminningar sínar í fangaklefanum í Jerúsalem LESENDUR Morgunblaðs ins voru farnir að spyrja okkur, hvort við hefðum gleymt að segja frá dómi yfir nazistaforingjanum Adolf Eichmann — töldu, að það hlyti að vera búið að kveða upp dóminn, enda rúmir þrír mánuðir liðnir síðan hinum eigin- legu réttarhöldum yfir honum lauk. — En við höfðum alls ekki gleymt Eichmann. Hann hefir set- ið í fangaklefa sínum þessa þrjá mánuði, undir strangri gæzlu — og keppzt við að rita minn- ingar sínar, þar sem hann segir sögu sína frá eigin sjónarhóli, hver svo sem dómur réttarins verður. En nú hefir verið skýrt frá því í fréttum, að dóm- ur í málinu verði kveðinn upp fyrir miðjan mánuð- inn. • Eichmann skrifar og skrifar Þóft svo langur tími hafi liðið síðan réttarhöldunum lauk, hafa dómararnir þrír síður en svo setið auðum hönd um. Allt fiá því málflutningi lauk i ágúst sl. hafa þeir setíð við að semja dóminn, sem verða mun um 300 síður — Og verður varið fimm dögum til þess að lesa hann upp í réttinum ■' Jerúsalem, er hann kemur saman á ný eftir nokkra daga. Undanfarið hafa starfsmenn réttarins, sem skip aður var til að fjalla um hið einstæða rnál Eichmanns, ver ið önnum kafnir við að undir búa aiit undir dómsuppkvaðn- inguna — og nú, þegar hinn hebreski texti dómsins er nær tilbúinn, hafa franskir, enskir og þýrkir þýðarar verið „lok- aðir inni” til þess að ganga frá löggiitum þýðingum á honum í tæka tíð. — En, eins og fyri' segir, meðan Gyðingar búa sig þannig unriir að setja „stimp- ii‘ sinn undir lífssögu Adolfs Eichmanns, situr hann víð skriftir ö.Uum stundum — við að rita sina eigin útgáfu á þeirri sögu. Kvað hann nú vera að Jeggja síðustu hönd á þriðja bindi hennar. öðru hverju kemur fangavörður inn í klefa fangans til þess að líta yfir það, sem hann hefir skrif- þð. Og Eichmann rís á fætur og bíður eftirvæntingarfullur meðan hann er að lesa — bíð- ur þess að fá tækifæri til að svara spurningum, bera fram útskýringar. En allt frá þeim degi, er Eichmann var færð- ur aftur í klefa sinn í Jellame- fangelsinu í ágúst, hefir hann einskis verið spurður — eng- íhn hefir beðið um frekari skýringar frá 'hans hendi, en fram komu við réttarhöldin. Og milljónirnar, sem fyrst og fremst ættu heimtingu á að fá slíkar skýringar, þær eru löngu liðnar — fyrir hans til- verknað. • Hvaff gerist nú? Við hin geysilöngu réttar- höld, sem hófust í apríl sl. vor, neitaði Eichmann sekt sinni, að því er varðaði 15 atriði ákæruskjalsins, en þau fjölluðu um morð, skipulögð manndráp, pyndingar, aðild að glæpsamlegum samtökum og um brottflutning Gyðinga, Pól verja, Slóvena óg Tatara. Hann hélt því fram, að hann flest afbrot varðar. Dauða- refsing liggur nú aðeins við landráðum — og henni má einnig beita sem hámarksrefs- ingu samkvæmt lögunum, er fjalla um starfsemi nazista og samstarf við þá. — Ekki hefir hins vegar til þess kom- ið, að ákvæðunum um dauða- refsingu hafi verið beitt síðan Ísraelsríki var stofnað, árið 1948). — Verjandi Eichmanns, dr. Robert Servatius, mun vafalaust neyta réttar síns til þess að flýtja svarræðu eftir að saksóknarinn hefir lokið máli sínu — og færa fram þau rök, er hann telur helzt geta stuðlað að því að dómurinn verði mildaður. Einnig er tal- ið líklegt að hann kunni jafn vel að fara fram á sérstakt réttarhlé, svo að hann geti Þessi mynd var tekin á fyrsta degi réttarhaldanna yfir Adolf Eichmann í apríl sl. Sakborningurinn stóff í skot- heldum glerkiefa sínum í réttarsalnum og hlýddi á, er ákæruskjalið var lesið upp. hefði aðeins verið máttlaust verkfæri, minni háttar em- bættismaður risavaxins ríkis- bákns — Og ekki átt um ann- að að velja en hlýðá skilyrðis- laust öllum skipunum yfir- boðara sinna. — Og nú er spurt í ísrael: — Halda dóm- ararnir sig eingöngu við laga bókstafinn eða munu þeir dæma um mál Eichmanns á víðari grundvelli — m. a. taka tillit til þessa framburðar hans, sfcm a. m. k. að einhverju litlu ieyti kann að mega til sanns vegar færa? Ef Eichmann verður dæmd- ur samkvæmt hinum fram- komnu akæruatriðum mun hmn opinberi ákærandi, Gid- eon Hausner, eflaust krefjast dauðarefsingar í lokaræðu sinni fyrii réttinum, sem hann flytur þegar er lokið verður að lesa upp dóminn. Af hin- um 15 fyrrgreindu ákæruatr- iðum eru 12, sem við getur legið dauðarefsing. (Annars var dauðarefsing afnumin í ísrael árið 1952, að því er leitt vitni til þess að styðja með kröfu sína í þessu efni. Slík vitni myndu verða að gangast undir mjög stranga yfirheyrslu, sem á lögfræði- máli mun nefnast „sannpróf- un“. • Náffun? Þegar sækjandi og verjandi hafa lokið þessum síðasta þætti sínum í réttarhöldunum, ef svo mætti segja, mun rétt- arhlé gert 1 einn dag, áður en dómur verður formlega kveðinn upp. Frá dómsupp- kvaðningu hefir verjandi síð- an tíu daga frest til þess að áfrýja málinu til hæstaréttar ísraels, en sækjandinn hefir hins vegar 2ja mánaða áfrýjun arfrest, ef honum þykir dóm- urinn óhæfilega mildur. Ef áfrýjun hans er hafnað, er málinu að sjálfsögðu þar með lokið Og dómur réttarins stendur óhaggaður. Ef hins vegar verjandinn áfrýjar, og kröfu hans er hafnað, á Eich- Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.