Morgunblaðið - 02.12.1961, Blaðsíða 6
6
MORCTINnr 4 OIÐ
Laugardagur 2. des. 1961
; - t z
Veturinn mildur
það, sem af er
Nýlega fór franska stórskip- ingum milli New York og Le metrar á lengd, fjórum fet-
ið France í fjögra daga Havre í stað skipsins Li- um lengri en brezka skipið
reynzluferð frá Le Havre. berté, sem tekið verður úr Queen Elizabeth, sem hing-
Skipið er svo til fullsmíðað umferð. France er um 66 að til hefur verið stærsta
og á að halda uppi sigling- þúsund tonn og rúmir 315 farþegaskip heims.
Þjóðleikhúskjallar-
inn 10 ára
ÞORVALDUR Guðmundsson veit
ingamaður hefur nú rekið Þjóð-
léikhúskjallarann í 10 ár, tók við
honum 1. dcsember 1951. Síðan
hefur Leikhúskjallarinn verið
starfræktur með miklum myndar
brag sem matstaður með vínveit
ingaleyfi og leikhúsgestir fengið
þar kaffi í hléum. Með tilliti til
leikhússins er opið á miðviku-
dögum. þegar margir aðrir veit-
ingastaðir loka, en lokað á mánu
dögum. Frá upphafi hefur Jón
Arason verið yfirþjónn í Leik-
húskjallaranum, einnig hefur ver
ið sami dyravörður, Friðrik Garð
ar Jónsson, ein af stúlkunum
Gríma Ólafsdóttir hefur einnig
verið frá upphafi og Halldór Vil-
hjálmsson matsveinn lengst af.
Litlar breytingar hafa yfirleitt
orðið á starfsliði veitingahússins
að öðru leyti.
Lögregluaðstoðar aldrei þörf.
Fréttamenn hittu Þorvald Guð
mundsson í tilefni af þessum
tímamótum. Hann sagði að rekst
urinn hefði gengið að óskum
þessj 10 ár og samvinna verið
góð við ráðamenn Þjóðleikhúss-
ins. Mikið hefði breytzt í veitinga
húsmálum bæjarins á þessum 10
árum og veitingastöðum fjölgað
mikið. Fyrir 10 árum hefði verið
hægt að reikna með að innan við
100 manns færu út að borða á
laugardagskvöldi, nú væri ekki
óalgengt að upp í 800 matargest-
ir sæktu veitingahúsin. Kvað
Rækjuveiðar
Bílddæiiuga
BÍLDUDAL, 28. nóv. — Tveir
menn hér hafa nýhafið rækju-
veiðar á 22 tonna báti, Jörundi
Bjarnasyni. Útgerðarmennirnir
eru Gísli Friðriksson og Bjarni
Jörundsson á Einhamri. Þeir
verka ekki rækjuna, heldur hrað
frysta hana ópillaða. Þannig
stendur á því, að kaupfélagið
á staðnum. sem rekur rækjuverk
smiðjuna neitar að taka við
rækju nema af eigin bátu'm, sem
eru þrír talsins. Því verða hin-
ir fyrrnefndu að senda aflann ó-
verkaðan burtu, þar sem þeir
hafa ekki aðstöðu til að láta
pilla rækjuna. Jörundur Bjarna-
son hefur aflað vel undanfarið,
en kaupfélagsbátarnir treglega.
— H.F.
Þorvaldur það mjög óvenjulegt
að 70 þús. manna bæir hefðu svo
marga veitingastaði. Hvort þetta
væri framför eða afturför kvaðst
hann láta ósagt. En allt annar og
betri blær væri nú yfir veitinga-
stöðum, sem gætu boðið upp á
vínveitingar og mat, en verið
hefði áður meðan gestir komu
með áfengi í rassvasanum á
skemmtistaði. Umgengnisvenjur
allar hefðu stórbatnað. Tók hann
það fram að á þeim 10 árum,
sem Þjóðleikhúskjallarinn hefur
starfað, hafi aldrei þurft að leita
aðstoðar lögreglunnar.
Þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur
Rosinkranz, þakkaði Þorvaldi fyr
ir veitingareksturinn í Þjóðleik-
húskjallaranum, kvað hann hafa
lag.t sig fram um að halda þar
góðum blæ og ávallt kappkostað
að hafa á boðstólum góðan mat.
Á eftir settust fréttamenn að
snæöin ji og var boðið upp á þann
mat, sem jafnan er á boðstólum
á kvöldin í Þjóðleikhúskjallaran-
um. Voru fyrst á borðum góðir
síldarréttir með snaps, þá indó-
nesiskar kryddgðar pönnukökur,
síðan valið um svínalæri, lamba
læri. kjúklinga og blandað kjöt,
sem allt var borið inn þrætt upp
á logandi spjót, og endaði mál-
tíðin með íslenzkum pönnukök-
um með ís. Höfðu menn á orði
að leggja strax inn beiðni hjá
ritstjórum sínum að verða sendir
í viðtal, er Þjóðleikhúskjallarinn
yrði 20 ára.
SELJAV ÖLLUM, A.-Skaft. 28.
nóv. — Sumarið sem leið var
mjög hagstætt fram undir miðj-
an ágúst en þá brá til þrálátrar
úrkomu hér um slóðir. Flestir
bændur höfðu þá náð inn miklu
af heyjum sínum og varð hey-
skapur í góðu meðallagi.
Frá miðjum ágúst var tíðar-
far ákaflega óhagstætt, og hin
mikla úrkoma í september og
október olli töfum við uppskeru
garðávaxta, en þeir náðust þó
óskemmdir. Uppskeran var nokk
uð misjöfn en þó með mesta
móti álíka og í fyrra, en það
var mesta uppskeruárið hér til
þessa.
Vænleiki dilka var fremur góð
ur, en þó ekki alveg eins og í
fyrra. Hins vegar kom 3000 dilk-
um meira til innleggs hjá Kaup-
félagi A-Skaftfellinga, þótt fjár-
tala á fóðrum hafi ekki aukizt
að miklum mun. Þessi aukni
dilkafjöldi ber þess vitni hve
bætt fóðrun og áðhlynning fjár-
ins skapar miklu meiri arð.
Veturinn hefur verið mildur
það sem af er og frá síðustu
dögum októbermánaðar hafa hér
engin hrakviðri verið og lítil
frost. Lítill klaki er enn í jörðu.
Bændur eru almannt búnir að
taka fé á gjöf, ea flestir nú ný-
verið.
Snjólaust er í byggð að heita
má. —
Af félagsmálum er það að
segja að hinn árlegi bændafund-
ur sem haldinn er hér í héraðinu
á vegum bændasamtakanna var
haldinn um sl. helgi. Meðal
þeirra sem mættu á fundinum
voru alþingismennirnir Jónaa
Pétursson og Páll Þorsteinsson.
— E.J.
Jólasálmar
MEÐ línum þessuim vil ég vekja
athygli á fallegu jólahefti, sem.
heitir: Jólasálmar.
Þar eru prentaðir mjög smekk-
lega og læsilega 14 jólasálmar.
Hefir séra Jón M. Guðjónsson
prestur á Akranesi séð um val
sálmanna og búið heftið til prent
unar. — Marga hluti hefir hann
gert vel, enda er hann mikill
hugsjóna og framkveemdamaður.
Prentverk Akraness gefur heftið
út. —
Jólaheftið á erindi inn á Is-
lenzku heimilin í upphafi jóla-
undirbúnings. — Fátt er betur
fallið til að búa hugi barnanna
undir komu jólanna, en að kenna
þeim það fegursta, sem sagt hef-
ir verið um þau. Með því fá þau
vegarnesti, sem blessar þau á
heilögum jólum og alltaf. — Mæli
ég með því að foreldrar gefi
börnum sínum þennan boðskap
jólanna.
Akureyri, 22. nóv. 1961.
Pétur Sigurðsson.
• Afturhaldsgaurar
og sjónvarp
„Sigurður gamli“ skrifar:
,,Það hefur vakið furðu
rhína, hvað ýmsir þeirra, sem
hafa þurft að láta Ijós sitt
skína á almannafæri vegna
sjónvarpsins ,hafa haft daufa
og fornfálega peru í heila-
Iampanum. Menn, sem eru
mér mörgum áratugum yngri,
tala eins og eldgamlir aftur-
haldsgaurar, sem eru hræddir
við allt nýtt, og eira engu fyrr
en þeir hafa komið lögum yf-
ir alla hluti og þá helzt bann-
lögum. Eg hélt, að rikistilskip
ana- og bannlagaæði tilheyrði
eingöngu fasisma og kommún.
isma, þar sem þróunin er bar-
in niður eins lengi og hægt
er með kylfu löggjafans.
Sjónvarpið er komið og kem-
ur í enn ríkara mæli, ekki
síður en sími, útvarp og kvik-
myndir. Bændur riðu frá miðj
um heyönnum til Reykjavík-
ur til þess að mótmæla síman-
um, og nú fá menn mynd af
sér í blöðum og fá að tala í
útvarpið til þess að mótmæla
sjálfsögðum hlut.
• Kennslutæki
á heimilum
Dagblað eitt leiddi nýlega
fimm spekinga fram á ritvöll
inn til þess að viti^k um við-
bjóð sinn á sjónvarpinu. Sá
fyrsti þeirra, námsstjóri, seg-
ir: „Eg er yfirleitt á móti sjón-
varpi“. Ekki ónýtt að vita það.
Samt viðurkennir hann, að
það kunni „að reynast gagn-
legt sem kennslutæki I skól-
um“. Veit maðurinn ekki, að
sjónvarpið er einhver mesta
framfór í kennslumálum, sem
orðið hefur á þessari öld? Og
ekki bara í skólum, heldur
líka á heimilunum. Námsefnið
fangar hug barnanna, þegar
myn»-ir skýra það, og sjónvaip
frá samtíma atburðum um
heim allan efla þroska bæði
ungra Og aldinna. Þjóðleikhús-
stjóri heldur, að „lítið verði
um hagrænt frístundastarf“
fólks, ef sjónvarpið fær að
koma til íslands eins og ann-
arra landa. Ætli að Jón Páls-
son í Tómstundaþætti útvarps-
ins sé á sama máli? Væri það
ekki munur að geta kennt og
sýnt tómstundaiðju í sjón-
varpi, þar sem hægt er að
sýna öll handbrögð, I stað
þess að skýra allt í gegnum
eyrað. Bkólastjóri einn byrjar
pistil sinn svo: „Ég get ekki
gert mér grein fyrir þessu“.
Samt „kvíðir" hann fyrir sjón
varpinu.
• Skeifusmiðir,
kolakaupmenn og
prófessorar
Þá eru.tveir prófessorar látn
ir vitna. Annar segir: „Sjálf-
ur hef ég ekki mætur á sjón-
varpi“, en telur óþarfa að rök
styðja það nánar, nema að
hann segist vita, að hægt sé
„að flytja gott sjónvarpsefni,
en ég hef enga tryggingu fyrir
því að það verði gert hér“.
Er ekki bezt að banna innflutn
ing á öllu, sem hann hefur
ekki gæðatryggingu á, og
banna hérlenda gerð hluta,
sem hann veit ekkí örugglega
fyrirfram, að verði nógu góðir
fyrir hans smekk? Við skul-
um vona, að vantraust hans
á samlöndum sínum standi
ekki í vegi fyrir eðlilegri þró-
un.
Hinn prófessörinn, sem líka
hefur nöldrað í útvarp, eggj-
ar alls konar stofnanir til
klögumála. Hann vill láta þær
stofnanir, „sem fyrirsjáanlega
verða harðast úti“, krefjast
skaðabóta! Hér á hann aðal-
lega við leikhús, útvarp og
kvikmyndahús. Það á sem
sagt að krefjast skaðabóta fyf-
ir óorðinn og ímyndaðan hlut.
Það er eins gott, að þetta er
ekki prófessör í lögfræði, sem
talar. Og hvað um tekjurnar,
sem þessar stofnanir hafa er-
lendis af því að selja „pró-
grömm" sín til sjónvarpsins?
Og hver ástæða er til þess að
leita til þessara stofnana um
úrskurð í þessu máli? Átti að
leita til skeifusmiða, þegar
bílar voru fyrst fluttir hingað
inn? Áttu kólakaupmenn að
ráða því, hvort hitaveita yrði
lögð hér í bæ?
• Fávizka og
gróusögur
Annars er greinilegt, að
prófessorinn veit ekki um
hvað hann e'r að tala, þegar
hann ræðst á Keflavíkurmynd
varpið. Hann hefur nefnilega
aldrei séð það eða heyrt,
Hann segir: það „malar allan
liðlangan daginn“, en það er
alrangt. Hann heldur, að það
sé auglýsmgasjónvarp, af þvi
að bandarískar sjónvarpsstöðv
ar reka sjálfsagða auglýsinga-
þjónustu við almenning, en
Keflavíkursjónvarpið auglýsir
aldrei, eins og þeim er kunn-
ugt, sem leggja það á sig að
horfa á það, áður en þeir troð
ast inn í dagblöð og útvarp
með áróður sinn gegn því. Inn
í skrif sín blandar prófessor-
inn gróusögu, sem kommún-
isti einn hringdi til vissra
blaða, og þau gleyptu við,
að telpubörn hefðu verið
á dansleik hjá Bandaríkja-
mönnum í Keflavík. Þetta
kemur málinu vitanlega
ekki við, en undarlegt er
að hræra þessari kjaftasögu
inn í sjónvarpsskrif, einkum
eftir að uppvíst er, að sagan
er ósönn.
Nei, það þýðir ekki að berj-
ast gegn þróuninni, mínir
herrar. Sjónvarpið er mesta
menningartæki, sem fundið
hefur verið upp, næst letur-
gerð. Það flytur menninguna
beint inn á heimilin, sjónleiki,
balletta, kvikmyndir o. s. frv,
og einna mestu máii skiptir
fréttaþjónustan, sem færir
þjóðir heims nær hver ann-
arri“.
Bréf „Sigurðar gamla“ var
lengra, en því mið er ekki rúm
í dálkum Velvakanda fyrir
meira að sinni.