Morgunblaðið - 02.12.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. des. 1961
MOR C Visn* 4 fíl Ð
5
EINS og kunnugt er haía
Hringskonur þá venju að hafa
jólakaffi fyrsta sunnudag í des
ember. Oft hafa konurnar
bazar í sambandi við kaffisöl-
una og svo verður nú. Fara
kaffisalan og bazarinn fram í
Sjálfstæðishúsinu, á morgun,
sunnudaginn 3. des. og hefst
kl. 2 e.h.
Fréttamiaður blaðsins brá
sér vestur á Bræðraborgar-
stíg 9, en þar hafa Hringkonur
haft samastað til að vinna að
undirbúningi bazarsins. Voru
þær að leggja síðustu hönd á
verikið og var þarna mjög
skemmtilegt og jólalegt um að
litast.
Hringkonur hafa iagt mesta
áherzlu á alls kyns jólavörur.
T.d. var þarna margvíslegt
jólaskraut úr basti, sem kon-
urnar hafa sjálfar gert og
skreytt fagurlega. Einnig voru
þar strigadúkar, skreyttir með
myndum, sem klipptar eru út
úr taui og límdar eða saum-
aðar á. Eru dúkar þessir aðal-
lega ætlaðir undir jólatré.
Veggteppi hafa konurnar
einnig gert úr striga og á sum
um þeirra eru vasar fyrir jóla
póst.
Þarna voru einnig barnaföt,
prjónuð og saumuð, brúður og
brúðuföt, fullur kassi af svunt
um Og margt fleira, sem of
langt yrði upp að telja.
Hringkonur hafa unnið að
bazarnum frá þvi í október i
byrjun Og unnið saman á í
Bræðraborgarstíg 9 þrjá eftir- 7
miðdaga og eitt kvöld í viku, \
en auk þess, hafa þær unnið
mikla heimavinnu.
Hringkonur hafa aldrei haft
neinn fastan samastað fyrir
félagsstarfsemi sína, en innan
skamms fá þær húsnæði á
Bræðraborgarstíg 9 einn dag í
viku og ætla þær þá að opna
þar skrifstofu.
Ágóðinn af bazarnum og
kaffisölunni á morgun rennur
í barnaspítalasjóð Hringsins,
eins og allur annar ágóði af
starfi félagskvenna, en þær
eru nú um 200.
-— Eg er farin helm til mimmu!!!
I 1 Bandaríkjunum kjósa menn
„móður ársins", en á Italíu hefur
verið gengið einu skrefi lengra.
í>ar í landi er kjörin „tengdamóð-
ir ársins“.
Það er skilyrði, að konur þær,
sem taka þátt i keppninni búi
hjá, eða eigi heima í sama húsi
Og tengdadætur þeirra eða tengda
synir. Verða tengdasynir eða
tengdadætur að benda á þær til
þátttöku í keppninni.
Sigurvegari hlýtur að verðlaun
um gullið kökukefli.
Á hnefaleikakeppni. Hinn mikli
kappi í þunguvigt hafði verið
sleginn niður og dómarinn taldi:
— Einn . . . tveir . . . þrír . . .
fjórir . . .
Með erfiðismunum lyfti kapp-
inn höfðinu og sagði:
— Vilduð þér ekki gjöra svo
vel og endurtaka þetta. Eg heyri
illa.
+ Gengið + Kaup Sala
1 Sterlingspund 120.90 121.20
1 Bandaríkjadollar ~ 42,95 43,06
1 Kanadadollar ....-„ 41,38 41,49
100 Danskar krónur 622.68 624.28
100 Norskar krónur 603,60 605,14
100 Sænskar krónur 830,85 833,00
130 Finnsk mörk 13,39 13,42
100 Franskir frank. 874,52 876,76
100 Belgískir frankar 86,28 86,50
* 100 Svissneskir frank. 993,16 995,71
1 100 Gyllini .. 1.191,60 1.194,66
100 Tékkneskar kr 596.40 598.00
100 Vestur-þýzk mörk 1.072,84 1.075,60
1000 Lírur 69,20 69,38
Sjómenn
KOSNINGAR standa nú yfir
í Sjómannafélagi Reykjavík-
ur og eru fylgendur A-listahs
hvattir til að kjósa sem fyrst.
Kosið er á skrifstofu Sjó-
mannafélagsins milli kl. 3 og
6 virka daga, einnig laugar-
daga.
Söfnin
Listasafn íslands er opiö sunnudaga,
þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga
kl. 1:30—4 e.h.
Asgnmssafn, Bergstaðastræti 74 er
opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga
frá kl. 1.30—4 e.h.
Þjóðminjasafnið er opið sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard. kl.
1.30— 4 e. h.
Listasafn Einars Jónssonar opið
sunnudaga og miðvikudaga frá kl.
1.30— 3,30.
Tæknibókasafn IMSÍ, Iðnskólanum:
Opið alla virka daga kl. 13 til 19. —
Laugardaga Kl. 13—15.
Bókasafn Daesbrúnar, Freyjugötu 27.
Opið á föstudögum frá 8—10 f.h., laug-
ardögum og sunnudögum kl. 4—7 e.h.
Ameríska Bókasafnið, Laugas'egi 13
er opið 9—12 og 13—21, mánudaga, mið
vikudaga og föstudaga, 9—12 og 13—18
þriðjudaga og fimmtudaga
Bókasal'n Kópavogs: — Utlán þriðju
daga og fimmtudaga í þáðum skólun-
um fyrir börn kl. 6—7:30 og fullorðna
kl. 8:30—10.
Mlnjasafn Rcykjavlkurbæjar, Skúla
túni 2, opið dag'ega frá kl. 2—4 e.h.
nema mánudaga.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur —
Sími 12308 — Aðaísafnið Þiugholts-
stræti 29 A: Útlán: 2—10 alla virka
daga, nema laugardaga 2—7. Sunnu-
daga 5—7. Lesstofa: 10—10 aila virka
,daga, nema laugardaga 10—7. Sunnu-
’daga 2—7.
Útibú Hólmgarði 34: OpiB 5—7 alla
virka daga, nema laugardaga.
Útibú Hofsvallagötu 16: Opið 5:30—
7:30 alla virka daga, nema laugardaga.
70 ára verður í dag major
Svava Gísladóttir, Kirkjustræti 2.
70 ára er í dag Hjalti Gunnars-
son, Grænuhlíð 5.
hjónaband ungfrú Erla Sigurðar-
dóttir, Óðinsgötu 5 og Guðmund-
ur Karlsson, Viðimel 69. Heimili
þeirra er að Víðimel 69. (Ljósm.:
Studio Guðmundar, Garðastr. 8).
Nýlega hafa opinberað trúXofun
sína Guðrún Leifsdóttir, Bröttu-
kinn 30, Hafnarfirði og Egill R.
Friðleifsson, Ölduslóð 5, Hafnar-
firði.
í dag verða gefin saman i hjóna
band í Laugarneskirkju, af séra
Garðari Svavarssyni, ungfrú Gísl
ína Vigdís Guðnadóttir, Kirkju-
teig 11 og Bogi Helgason, Stiga-
hlíð 6. — Heimili ungu hjónanna
verður að Kirkjuteig 11.
Til sölu
á Sigluvog 8 (kjallara)
sófasett 2500 kr. Ný kápa
og kjóll. Nr. 40—42.
3 skellinöðrur
verða til sýnis og sölu að
Gunnarsbraut 32 milli kL
2 og 4 í dag (laugardag).
IIHDGIB
að borið saman að útbreiðslu
%r langtum ódýrara að auglysa
Morgunblaðinu, en ðörum
blöðum. —
Smurt brauð
Snittur, brauðtertur. Af-
fireiðum með litlum fyrir-
vara.
Smur brauðstoj a
Vesturbæjar Sími 16311.
17/ sölu
er þýzkur Baby flygill í mjög góðu ástandi, einnig
bókaskápur í léttum stíl. Sófasett. Borðstofuhús-
gögn norsk ásamt Baby-strauvél, sem nýrri. —
Til sýnis á Grænuhlíð 10, 2. hæð milli 3 og 7 í dag
og 2—6 á morgun.
VANTAR ÍBÍJÐ
Vantar 3—4 herb. íbúð strax.
Sími 36258.
■ ■
VeitingastaSurinn Glaumbær er opinn I
hádeginu og á kvöldin alla daga vikunnar.
*
Franskur matur framleiddur af frönskum
matreiðslumeistara.
*
Einnig fjölbreyttur íslenzkur matur m. a.
íslenzkur heimilismatur.
*
Hádegisverður frá kr. 25/—
Kvöldverður frá kr. 25/—
er opin aila daga. nema miðvikudaga, í hádeginu
og á kvöldin.
urinn
er opin fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og
sunnudaga.
★
Borðið í NÆTURKLÚBBNUM
Dansið í NÆTURKLÚBBNUM
Skemmtið ykkur í NÆ-TURKLÚBBNUM
Borðpantanir í síma 22-6-43
urinn
fyrir sunnan Fríkirkjuna