Morgunblaðið - 02.12.1961, Blaðsíða 2
2
MORCVTSBL AÐtÐ
Laugardagur 2. des. 1961
Heróp í
PEKING, 1. des. — Kínverski
kommúnistaflokkurinn skoraði í
dag á albanska og rússneska
kommúnista að jafna deilur sín
ar og stuðla að einingu með öll
um kommúnistaflokkum heims
í baráttunni gegn heimsvalda-
sinnum og kapitalistum, því var
anlegur heimsfriður komist ekki
á fyrr en þeim hafi verið út-
rýmt með öllu.
Greinin birtist á forsíðu „Al-
þýðublaðsins“, en önnur blöð
tóku hana líka upp — og var
greinin ennfremur hengd upp á
götum og gatnamótum til þess
að hún færi ekki fram hjá nein
um, sem á annað borð er læs.
Segir í greininni, að Kennedy
undirbúi nú nýja heimsstyrjöld.
Júgólsavar skapi stærstu hætt-
una, sem steðji að hinni alþjóð-
legu kommúnistahreyfingu — og
fcommúnistaflokkarnir verði að
gera út um deilumál sín til þess
að einbeita öllum kröftum að
baráttunni.
Kínverskir komimúnistar heita
því að halda samþykktir flokks-
þinganna 1957 og 1959 í Moskvu
í heiðri, en á því síðara kom það
m.a. fram, að hætta væri á styrj
öld og ánás jafnlengi og „heims
valdasinnar“ væru við lýði. Kín
verjarnir tóku það samt fram, að
friðsamleg sambúð þýddi ekki
lok stéttabaráttunnar.
Almennt er talið, að þessi yfir
lýsing Kínverjanna beri vott um
að þeir ætli sér síður en svo að
láta í minnj pokann fyrir Krús-
ASveníusamkoma
fyrir börn
UM NOKKUR síðustu ár hefir
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj-
unnar gengizt fyrir samkomum í
kirkjunni að kveldi fyrsta sunnu
dags í aðventu. Hafa samkomurn
ar verið mjög fjölsóttar og marg
ir haft mikið yndi af að finna
þarna leika um sig fyrsta andblæ
jólanna. Enda hefir verið mjög til
þessara kvölda vandað með flutn
ingi tónlistar og talaðs orðs.
Að þessu sinni verður aðventu
samkoman í Dómkirkjunni sunnu
daginn 3. des. kl. 5 síðdegis.
Barnakór syngur jólalög frá
ýmsum löndum undir stjórn frk.
Guðrúnar Þorstemsdóttur. Frú
Þuríður Pálsdóttir syngur ein-
söng. Séra Óskar J. Þorláksson
flytur stutt erindi og dómkórinn
syngur. Auk þess leikur Árni Ar
inbjarnar einleik á orgelið.
Ekki er að efa. að fjölda safn-
aðarfólks og öðrum verður á-
nægja að sækja þessa aðventu-
íamkomu Kirkjunefndarinnar.
Aðgangur er ókeypis.
Stúdenta-
blað
STÚDENTABLAÐ kom út að
venju 1. des. í það rita að þessu
sinni Benedikt Gröndal, ritstjóri,
um „fsland og vestrænt samstanf“
dr. phil. Einar Ólafur Sveinsson,
prófessor, ritar „Frá handrita-
málinu", Már Elísson, hagfræð
ingur um „Efnahagslega sam-
vinnu í Vestur-Evrópu“, Ellert
B. Sohram, stud. jur., „Mestmegn
is last um lagadeild", Björn Matt
híasson stud. oeoon. um „Náms
tilhögun við bandarískan há-
skóla“. Jón Steffensen, prófessor,
um „Vandkvæði á verknámi í líf
færafræði og tillögur til úrbóta“,
Háskólaljóð eftir Davíð Stefáns-
son og „Nokkur orð um íslenzku
deild“ eftir Aðalstein Davíðsson,
stud. mag. Ýmislegt fleira efni er
í blaðinu, þ.á.m. hið venjulega
nöldur minnihluta ritnefndar Og
svar meirihluta.
Peking
jeff og hans mönnum. Ágreining
ur sé enn djúpstæður milli Pek
ing og Moskvu — og úr honum
hafi sízt dregið.
Volt þrjór veltur
í bíl sínum
HELLNUM, Snæf. 1. des. — í
NA-rokinu, sem gekk hér yfir í
fyrrakvöld, valt vörubifreið þrjár
veltur út af vegi og bifreiðarstjór
inn með henni. Hann meiddist
furðu lítið. en bifreiðin stór-
skemmdist. ' Bifreiðarstjórinn
Reimar Karlsson, frá Öxl í
Breiðuvík, var á ferð í vörubif-
reið sinni í vestanverðum Axlar-
hólum, er stormhviða kastaði bif
reiðinni út af veginum. Vegurinn
liggur þarna í hárri brekku, og
valt bifreiðin a.m.k. þrjár veltur
niður hlíðina. Þó merkilegt megi
heita. slapp Reimar frekar lítið
meiddur. Komst hann af sjálfdáð
um heim til sín. Meiðsli hans eru
þó ekki fullrannsökuð ennþá. —
Bifreiðin er stórskemmd - jafn
vel talin ónýt. -L Kristinn
Fundarhamarinn, sem stúdentaráð gaf háskólaráði
Eldur
á Akranesi
AKRANESI, 1. des. — Eldur kom
upp í miðstöðvarklefa í Glerslíp
uninni h.f., Vesturgötu 65 á Akra
nesi kl. hálf tólf í dag. — Slökkv*
liðið kom þegar á vettvang, og
brutu slökkviliðsmennirnir rúðu
inn í miðstöðvarklefann til þess
að láta vatnið buna á eldinn.
Voru þeir a.m.k. klst. að ráða
niðurlögum eldsins. — Skemmd
ir urðu litlar. — Oddur.
Stúdentaráð Háskóla fslands
gaf Háskóla íslands fundar-
hamar í tilefni af finwntíu ára
afmæli skólans. Afhend.ing
gjafarinnar fór fram í gær
dag kl. 13:30. Formaður stúd
entaráðs, Hörður Sigurgests-
son, afhenti háskólarektor,
Ármanni Snævarr, hamarinn
að viðstöddu háskólaráði og
stúdentaráði.
Hamarinn er ætlaður til af
nota fyrir háskólaráð .Hamars
hausinn er vísdómsuglan, tákn
vizku og mennta. Ríkharður
Jónsson, myndskeri, gerði ham
arinn úr fílabeini.
Öeining um stofnskrá
Stjórnmálasambands Evrópu
BRUSSEL, 1. des. — Efnahags-
bandalag Evrópu náði ekki sam-
komulagi í dag um frumdrögin
að svonefndu stjómmálasam-
bandi Evrópu, sem bandalagsrík
in ætla að stofna með sér að til-
Iögu Foufhet-nefndarinnar svo-
kölluðu. Samkvæmt áreiðanleg-
um heimildur.. klofnaði undirbún
ingsnefndin í tvennt. sumum
þótti gengið of langt, öðrum of
skammt í frumdrögunum.
Ætlunin er að leggja tillögur
þær, sem nú er unnið að fyrir
utanríkisráðherrafund bandalags
ins hinn 10. des. Tillögurnar eru
í 18 meginliðum og á stjórnmála-
sambandið fyrst og fremst að
byggjast á gagnkvæmri virðingu
þjóðanna hver fyrir annarri, sam
eiginlegum hagsmunum á sviði
stjórnmála sem varnarmála —
og ekki á að vera hægt að leysa
það upp.
Gert er ráð fyrir að stofnanir
þessa nýja sambands verði þrjár.
Ráðið sem ríkisleiðtogarnir sitji
í. — stjómmálanefndin — og
þingmannafundur. Ráðið á að
koma saman minnst fjórða hvern
mánuð og utanríkisráðherrarnir
þess í milli. í atkvæðagreiðslum
eru engar ákvarðanir bindandi
fyrir hinar eínstöku þjóðir, nema
að þær hafi greitt atkvæði sitt
með tiltekinni ákvörðun.
Samkvæmt áreiðanlegum heim
ildum eru V-Þjóðverjar ánægðir
með frumdrögin, sem gerð hafa
verið. Ítalía og Luxemburg fella
sig ekki við einstök smáatriði,
en Belgía biður um frest og vill
fá að leggja nokkrar spurningar
fyrir Fouchet-nefndina. Hollend-
ingar eru sagðir gegn anda þeirra
frumdraga, sem gerð hafa verið
að stofnskránni. vegna þess að
Bretar standi utan þessarar stofn
unar — og ekki sé fyrirbyggt að
eitt stórveldi nái undirtökum inn
an sambandsins.
Saumanámskeið
Akranesi, 1. des. Nokkurra daga
saúmanámskeið var nýlega hald
ið á Grund í Skorradal fyrir hús
freyjur og bændadætur úr Skorra
dal og Aandakíl. — Soffía Jóns
dóttir frá Deildartungu veitti
námskeiðinu forstöðu. Kvenfélag
ið 19. júní gekkst fyrir námskeið
unum. — Oddur.
/* A/A /S hnúior S Sí/ SOhmi/or H Snjókima * t)t/*m 7 Sktirir K Þrumur KuUaakH Hitaskil H Hmt I L Lma» I
f tfe ) :'*sö txó >■ ■■■ •
í gær var nórðlæg átt um
allt land. É1 á Norðurlandi og
nyrzt á Austfjörðum. Bjart
var á Suður- og Vesturlandi.
Frost var víðast um þrjú stig
við strendur en allt að 10 stig
í innsveitum.
Veðurhorfur kl. 22 í gærköldi:
SV-land, Faxaflói, SV-mið
og Faxaflóamið: N-kaldi, víð-
ast léttskýjað. Breiðafjörður,
Vestfirðir, Breiðafjarðarmið
Og Vestfjarðarmið: NA-kaldi,
skýjað. Norðurland og N-mið:
Norðan kaldi eða stinnings-
kaldi, él. NA-land og NA-mið:
N-stinningskaldi, éljagangur.
Austfirðir og Austfjarðarmið:
Allhvass N, él norðan til. SA-
land og SA-mið N-kaldi, létt-
skýjað.
Lange rœddi
v/ð Krúsjeff
MOSKVU, 1. des. — Lange utan
ríkisráðherra Norðmanna ræddi
í dag við Krúsjeff. Að fundinum
loknum sagði Lange, að viðræð-
urnar hefðu verið hinar vinsam-
legustu, verið óformlegar — og
mestmegnis fjallað um afstöðu
Norðmanna til a þjóðavandamála
en auk þess verið drepið á það
helzta í deilum austurs og vest-
urs.
Ég fékk tækifæri til þess að
láta þá von mína í Ijós, sagði
Lange, að jafnvægið á Norður-
löndum verði varanlegt — og ég
benti á. að samvinná Norðurland
anna væri i jög góð enda þótt
þau fylgdu ekki öll sömu utan-
ríkisstefnunni. Ég sagði, að Nor-
egur legði megináherzlu á nána
og aukna samvinnu Norðurlanda.
Þá ræddu þeir Lange og Krús-
Samið um sæti
NEW YORK, 1. des. — í dag var
kjörið í Öryggisráðið. Átti áð
kjósa þrjá fulltrúa og náðu Venes
uela og Ghana kjöri í fyrstu atkv.
gr. Hins vegar fengu Filippseyjar
53 atkvæði og Rúmenía 50 í kjöri
í 3. sætið, en tvo þriðju
hluta atkvæða þarf, svo lög-
legt sé. Hélst atkvæðatalan ó-
breytt þrátt fyrir endurteknar
kosningar. Náðist loks samkomiu
lag um að Rúmenía fengi sætið
fyrra árið, en Filippseyjar síðara
ár kjörtímabilsins.
Farnir heim
GENF, 1. des. — Fulltrúar
Breta og Bandaríkjamanna við
þríveldaumræðurnar um bann
við tilraunum með kjarnörku-
vopn fóru heimleiðis í dag. Við
getum ekki haldið áfram að
ræða um ekki neitt, sagði banda
ríski fulltrúinn, en lagði samt
áherzlu á, að hann færi aftur
til Genfar strax og einhver von
yrði um samkomulag, þ.e.a.s.
Rússar skiptu um skoðun.
Æskulýðsmessa
Á MORGUN, sunnudaginn 3. des.
verður sérstök æskulýðsmessa í
Dómkirkjunni í Reykjavík, og
hefst hún kl. 2 síðdegis. Biskup
íslands, herra Sigurbjörn Einars
son mun prédika, og ungmenni
úr Kvennaskólanum og Gagn-
fræðaskólanum í Vonarstræti
munu lesa lexíur dagsins.
Sérstök messuskrá mun afhent
kirkjugestum við kirkjudyr, en
messan sjálf er byggð á víxl-
lestri prests og safnaðar og von
azt til. að allir taki virkan þátt
í guðsþjónustunni.
Eins og áður segir er messan
sérstakléga ætluð æskufólki, en
allir eru hjartanlega velkomnir.
Er þessi guðsþjónusta á nýárs-
degi kirkjunnar, fyrsta sunnu-
degi í aðventu, líður í áformuðu
vetrarstarfi kirkjunnar að æsku
lýðsmálum í höfuðstaðnum.
Munu slíkar æskulýðsguðsþjón-
ustur verða haldnar reglulega í
vetur í kirkjum prófastsdæmis-
ins og víðar um landið.
jeff um samvinnu Norðmanna og
Rússa verzlunar- og menningar-
skipti — og Lange sagðist hafa
látið í ljós von um að stúdenta-
skipti gætu tekizt milli landanna.
Þá minntist Lange á vaxandi á
hyggjur vegna geislavirkni i
lofti. Þeir Krúsjeff ræddu al-
mennt um ástandið á alþjóða-
vettvangi og sagði Lange, að
ekker,t nýtt hefði komið þar
fram.
Viðræðurnar stóðu í tvær
stundir og var Gromyko, utanrík
isráðherra, viðstaddur. Lange
heldur nú heim eftir heimsókn-
ina til Rússlands. ■ ■
Braut lögin
WASHINGTON, 1. des. — Sam-
bandsdómstóllinn í Washington
tilkynnti í dag, að bandaríski
kommúnistaflokkurinn hefði brot
ið landslög. Er þar um að ræða
brot gegn lögum um undirróðurs
starfsemi þar eð flokkurinn hefur
látið undir höfuð leggjast að skrá
sig sem samtök undir Sovét-
stjórn. ,
— 20 milljónir
Framh. af bls. 1.
S.þ. að dæma um innanlandsmál
einstakra ríkja.
Næstur tók til máls formæl-
andi þjóðernissinna, Dr. Tsian,
en um leið og hann gekk í ræðu-
stólinn gengu fulltrúar Rússa og
Ukrainu úr þingsalnum í mót-
mælaskyni.
Kínverjinn sagði, að ef S.þ.
létu nokkru sinni undan kröfum
kínverskra kommúnista, þá værú
samtökin þar með búin að svík.ia
gnundvallarhugsjónir þær, sem
þau væru byggð á.
Kommúnistastjórnin á megin-
landi Kína er ávöxtur öfbeldis-
og árásaraðgerða Rússa. Kín-
verskir kommúnistar nutu hern-
aðar- og fjárstuðnings Rússa tú
þess að brjóta landið undir sig og
hrifsa völdin í sínar hendur —-
og með því að krefjast aðildar
kommúnistastjórnarinnar að S.þ,
eru Rússar í raun réttri að biðja
alheim um að viðurkenna rétt,
mæti ofbeldis og yfirgangs, undir
róðurs og árása.
Ef frjálsar kosningar færu nú
fram í öllu Kína er ekki vafi á
að stjórn þjóðemissinna mundi
sigra glæsilega, því stjórnin i
Peking er meira hötuð af lands-
mönnum en nokkur stjórn i
nokkru einræðisríki, sagði dr,
Tsian.
Kommúnistar drápu 20 milljón
ir manna í Kína, þegar þeir voru
að „hreinsa til“ og hreiðra um
sig í valdastólum. Allur ferill
þeirra er blóði drifinn og stjórn-
arathafnir þeirra brjóta algerlega
í bága við anda Sameinuðu þjóð-
anna.
SÍÐUSTU FREGNIR:
Stevenson, aðalfulltrúi Banda-
ríkjanna, talaði á eftir Kínverj-
anum og sagði, að stjóm kín-
verskra kommúnista ógnaði nú
fruntalega baráttu mannsins fyr
ir betra lífi. Peking-stjórnin
skripuleggur nú undirróðurs-
starfsemi og skæruhernað víða
um lönd og með upptöku henn-
ar í samtök SÞ mundu þjóðir
samtakanna beinlínis leggja
blessun sína yfir þá starfsemi.