Morgunblaðið - 02.12.1961, Blaðsíða 1
ZU síöur
48. árgangur
«j0iiwifaM|í
274. tbl. — Laugardagur 2. desember 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsina
Hættan frá skurðgoðadýrkendum
efur skapað vestrænt samstarf
Varnír íslands mikilsverðasla sjálfstœðismal okkar kynslóðar
Leggjast aliir á eitt um að
hér skapist öruggur og traust-
ur efnaihagur ?
Ræba Bjarna Benediktssonar for-
sætisrábherra á fullveldisdaginn
HÁTÍÐAHÖLDIN í gær, 1.
desember, voru að venju í
umsjá háskólastúdenta og
dagurinn helgaður vestrænni
samvinnu. Aðalræðu dagsins
flutti Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra, og fer hún
£ heild hér á eftir, en ann-
ars staðar í blaðinu er nán-
ar skýrt frá hátíðahöldunum
að öðru leytL
SNORRI Sturluson segir frá því
í Heimskringlu, að er Ólafur
konungur Haraldsson fór .um
Dalina í Noregi til að kristna
landsfólkið, hitti hann Dala-
Guðbrand, er þar var fyrir öðr-
um, og maelti konungur meðal
annars svo við hann:
„Og trúa nú á sánnan guð,
er skóp himin og jörð og alla
hluti veit." j
Síðan settist konungur niður,
en Guðbrandur svaraði:
„Eigi vitum vér, um hvern
þú ræðir. Kallar þú þann guð,
er þú sér eigi og engi annarra.
En vér eigum þann guð, er
hvern dag má sjá — — —;
mun yður hann ógurlegur sýn-
ast og mikill fyrir sér. Vænti
ég, að yður skjóti skelk í bringu,
ef hann kemur á þingið."
Mót degi, morguninn eftir,
fór konungur tij þings. Erhann
kom á þing, þá voru sumir
bændur komnir. Þá sáu þeir
jnikinn fjölda búenda' fara til
þings og báru í milli sín mann-
ííkan mikið, glæst allt með g»ti
og silfri. En er það sáu bænd-
ur, þeir er á þinginu voru, þá
hlupu þeir allir upp og lutu
því skrímsli. Síðan var það sett
á miðjan þingvöll. Sátu öðru
megin búendur, en öðru megin
konungur og hans lið. Síðan
stóð upp Dala-Guðbrandur og
mælti:
„Hvar er nú guð þinn, kon-
ungur? Það ætla eg nú, að
hann beri heldur lágt höku-
skeggið. Og svo sýnist mér sem
iminna sé karp þitt nú------------
heldur en fyrra dag, fyrir því að
nú er guð vor kominn, er öllu
ræður, og sér á yður með hvöss
um augum, og sé eg að þér
eruð nú felmsfullir og þorið
varla augum upp að sjá. Nú
fellið niður hindurvitni yðar og
trúið á goð vort, er allt hefur
ráð yðar i hendi," — og lauk
einni ræðu.
Síðan stóð konungur upp og
mælti:
„Margt hefur þú mælt í morg
un til vor. Lætur þú kynlega
yfir því, er þú mátt eigi sjá
guð vorn, en vér vættum, að
hann mun koma brátt til vor.
Þú ógnar oss guði þínu, er blint
er og dauft og má hvorki bjarga
sér né öðrum og kemst engan
veginn úr stað, nema borinn
sé. Og vænti eg nú, að honum
sé skammt til ills. Og lítið þér
nú til og sjáið í austur;. þar fer
nú guð vor með ljósi miklu."
Þá rann upp sól og litu
bændur allir til sólarinnar. En
í því bili laust einn manna kon-
ungs, sem hann hafði til þess
sett, goð þeirra, svo að það brast
Framh. á bls. 11.
Frá háskólahátíðinni í gær.
Hæpið að treysta orð-
um Tshombe
— segir U Thanf og ætlar nú að
láta til skarar skríða
NEW York, Elisabethville og
Brazzaville. 1. desember (AP —
NTB)f — U Thant. framkvæmda-
stjórn S.þ. sagði í dag, að Moise
Tshombc, forseti Katanga. væri
m.iög óáreiðanlegur maður.
Reynslan hafi sýnt, að honum sé
erfitt að treysta. SagiYi U Thant
ennfremur, að nú væru í undir-
biíiiingi áætlanir um að hersveit-
ír S.Ji. framfylgdu samþykkt
öryggisráðsins um að fjarlægja
alla erlenda málaliða í Kongó.
Það yrði «ert enda bótt beita
þyrfti valdi.
Þetta var fyrsti blaðamanna-
fundur U Thant síðan hann tók
við embætti framkvæmdastjór-
ans. Hann vildi ekki gefa nánari
skýringu á fyrirætlunum -sínum.
En hann sagðist viðurkenna fús-
lega, að hersveitir S.þ. hefðu ekki
verið nægilega öflugar til þess
að koma fyrri áætlunum { verk.
Samtímis var það tilkynnt í að-
alstöðvum S.þ., að fulltrúi S.þ. í
Katanga, Irinn O'Brien, hafði var
ið leystur frá störfum að ósk
írsku stjórnarinnar. Var þetta
tilkynnt nokkrum klukkustund-
um áður en O'Brien átti að halda
til Kongó, en hann var kvaddur
il New York fyrir skemmstu
U Thant til ráðuneytis. O'Brien
hefur verið gagnrýndur töluvert
•að undanförnu fyrir starf sitt og
m.a. hefur verið sagt, að dóm-
greind hans hafi oft brugðizt,
þegar mest reið á.
Þá var í dag birt skýrsla frá dr.
Sture Linner, sem stjórnað hefur
aðgerðum S.þ. í Kongó. Sagði
hann þar, að stjórn Tshomibe í
Katanga hefði nú skapað slíkt
ástand, að erfitt væri að sjá fyrir'
hvað næsti dagur bæri í skauti
sér. Tshombe væri að missa stjórn
á landslýðnum, m.a. með æsingar
ræðum gegn S.þ.
Dr. Sture Linner ritaði Adoula,
forsætisráðherra sambandsstjórn-
arinnar í Leopoldville, bréf í dag
og sagði þar, að S.þ. hefðu orðið
fyrir miklum vonbrigðum með
framkomu sambandsstjórnarinn-
ar í máli kongóska herflökksins í
Kivu, sem myrti Italina 13. Bið-
lund S.þ. væri nú á þrotum og ef
sambandsstjórnin ætlaði ekki að
hafast neitt að, hafa hendur í
hári s&kudólgnna og refsa þeim,
þá mundu hersveitir S.'þ. grípa
til sinna ráða.
Linner sagði ennfremur, að
fulltrúar S.þ. hefðu enn ekki
fengið tækifæri til þess að hitta
yfirhershöfðingja sambandsstjórn
arinnar, Lundula, sem fór til
Kivu til þess að rannsaka máliS
— og sambandsstjórnin hefði
heldur ekki útnefnt fulltrúa í
sameiginlega rannsóknarnefnd,
Frh. á bls. 19.
Ókyrrð
SANTO DOMINGO, 1. des. —
Hið mesta ófremdarástand rfk
ir nú í Dóminikanska lýðveld
inu. Stjórnarandstaðan hélt á
fram verkfalli í dag, fjórða
daginn í röð og sinnti ekki á-
skorunum forsetans, Balaguer,
um að 14ta af andspyrmi.
Hann nýtur stuðnings hers-
ins, sem í rauninni ræður lög-
um og lofum í landinu. A.m.k.
fjórir særðust í dag í átökuim
við lögreglu og óstaðfestar
fregnir herma, að einn hali
beðið bana.
Þeir drápu 20 mjlljónír
sagoi fulltrúi Formósu-stjórnarinn-
ar á Allsherjariyinginu
NEW York, 1. desember. — f dag
ræddi Allsherjarþingið upptöku
hins kommuniska Kína í samtök
S.þ. Það er í fyrsta skipti í sögu
sam.takanna, að mál þetta er tek
ið á dagskrá — off til þess að
hindra upptöku Rauða-Kína
löciYu fimm ríki fram tillögu um
að tvo þriðju hluta þingsins
þyrfti til stiuYniiiR's við kommún-
istastjórnina til þess að opna
henni dyrnar inn í samtök S.þ.
Það voru Bandaríkin, Japan,
Astralía, Columfoia og Italía, sem
báru fram þessa tillögu og þarf
hún aðeins hreinan meiriihluta
til samlþyikkis. Til stuðnings til-
lögunum, sagði í greinargerð, að
brottvikning þjóðernissinnastjórn
arinnar og upptaka kommún-
istastjórnarinnar væri það mikil
vægt mál, að full ástæða væri til
að óska þess að tvo þriðju at-
kvæða þyrfti til samþykkis.
Almennt er talið, að tillaga ri-kj
anna verði samþykkt og þar með
verði bundinn endir á vonir kin-
verskra kommúnista um að fá
sæti þjóðernissinna hjá samtök-
unum.
Zorin, aðalfulltrúi Rússa, var
fyrstur á mælendaskrá og sagði
hann, að það væri hreint
hneyksli, að þjóðernissinnar skip
uðu enn sæti Kínverja hjá S.þ.
Lausn þessa máls væri mikilvægt
fyrir lausn annarra heimsvanda-
mála. Bandaríkin hefðu barizt
gegn upptöku stjórnar Mao á
þeim forsendum að kínverskir
kommúnistar vildu styrjöld.
Þetta væri hrein fjarstæða. Hins
vegar væri það ekki hlutverk
Framh. á bls. 2.