Morgunblaðið - 10.12.1961, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.12.1961, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. des. 1961 Pearl Harbour sunnudagsmorguninn 7. des. 1941. — Peor/ Harbor Framhald af bls. 2. mánuði. Meir að segja birtu blöðin í Honolulu fréttir af skip unum allt þar til í marz 1941, sögðu hvar þau væru og hve- nær þau væru væntanleg heim. Svo höfðu Japanir njósnara í Pearl Harbor og hefur einn þeirra látið í veðri vaka að hann hafi verið mjög merkur njósnari. En það eina, sem hann þurfti að gera var að hafa aug- un opin. Hann fór upp á hæð við höfnina og skrifaði niður það sem hann sá. Svo fór hann á næstu símstöð og sendi skýrslu til Japan á dulmáli. Við höfðum náð lyklinum að þessu dulmáli og fylgdumst með skeytum hans. Japanir vissu ekki aðeins hvaða skip voru í höfninni heldur einnig hvar hvert skip lá. — Voru Japanir öruggir um úrslitin er þeir lögðu af stað til Pearl Harbor? — Ekki allir. Margir af æðstu mönnum flotans efuðust um úr- slitin og sumir reyndu að fá Yamamoto til að skipta um skoðun. Jafnvel Yamamoto sjálf ur bjóst við að árásarflotinn missti um þriðjung skipa sinna og yrði jafnvel að leggja til or- ustu áður en árásin gæti hafizt. Þess í stað kom árásin öllum að óvörum. Aldrei var ráðist á japanska flotann, hvorki fyrir né eftir árásina á Pearl Harbor. Bandaríkjamenn vissu ekki hvar flotinn var. — Var árangurinn eins góð- ur og Japanir höfðu vonað? — Miklu betri en þá hafði órað fyrir. Þeir sökktu eða eyði lögðu 19 bandarísk herskip, þar á meðal 8 orustuskip. — Þeir eyðilögðu nærri 200 bandarísk- ar flugvélar. Og þeir drápu um 2.400 Bandaríkjamenn og særðu 1.400 til viðbótar. Þetta var meiri árangur en þá hafði órað fyrir. Svo bjuggust þeir við meirr mótstöðu. Þeir áttu von á loft- árásum, kafbátaárásum og sjó- orustum hólfa leiðina heim. En þeir misstu ekki eitt einasta skip, aðeins einn kafbát, fimm dverg-kafbáta og um 30 flug- vélar. Við heimkomuna var þeim fagnað sem hetjum og óskað til hamingju með vel unnið verk. En samt hefðu þeir getað gert enn betur. — Hvað? — í fyrsta lagi tókst þeim ekki að sökkva risa flugvéla- móðurskipunum, sem höfðu bækistöð í Pearl Harbor. Þau voru ekki í höfn þegar árásin var gerð. Enterprise var 200 miium fyrir vestan eyjuna þeg- ar ársin var gerð og Lexington var í inn 1.000 mílna fjarlægð á leið til Midway-eyju. Og svo brugðust japönsku kafbátarnir. Japanir höfðu þrjá kafbátaflota umhverfis Jearl Harbor og áttu þeir að ráðast inn í höfnina eftir flugárásina. En þeir brugð ust. Svo var það annað, sem Jap- anir gátu gert, Þegar þeir sáu árangurinn af flugárásinni gátu þeir haldið áfram og lagt Pearl Harbor í rúst. — Þetta vildu Genda og Fuchida. Og þetta var hægt. Bandarísku f oringjarnir bjuggust við þessu. En þess í :»tað hélt japanski fiotinn á brott. — En hvað með Fillipseyjar og MacArthur hershöfðingja? — Japanir réðust að sjálf- sögðu einnig á Fillipseyjar, en ekki fyrr en tíu tímum seinna. Það hefur verið spurt hvers vegna MacArthur sendi ekki flugvélar til árása á Tokio. En það var engin leið. Frá Manila til Tokio eru 2.900 kílómetrar. Flugvélarnar hefðu aldrei kom- izt þangað — aldrei komizt heim aftur. En Japanir bjuggust við að hrekja okkur frá Fillipseyjum innan 90 daga. Það var ekki fyrr en 6. maí að Bandaríkja- menn gáfust upp við Corregi- dor, eða fimm mánuðum eftir Pearl Harbor. Það hefur verið talið að vöm MacArthurs hafi tafið sókn Japana í Suðaustur- Asíu. Þetta er ekki rétt. Það er annað, sem MacArthur gerði. Okkur vantaði leiðtoga. Okkur vantaði baráttumerki. Okkur vantaði mann, sem sagði: „Ég kem aftur“. Allt þetta gaf MacArhur okkur og mun það hljóma honum til dýrðar um alla framtíð. — Hvaða grundvallarmistök gerðu Japanir með því að ráð- ast á Pearl Harbor? — Þetta er spurning sem jap- önsku aðmírálamir hafa hvað eftir annað lagt fyrir mig. Ég svara þeim því til að fyrstu mis tök þeirra hafi verið að ráðast yfirleitt á okkur. Það var þeim ofviða. Þeir höfðu átt í styrjöld við Kína í fjögur ár. Svo höfðu þeir ráðizt á Breta og Hollend- inga í nýlendunum og nú á okkur. Þá gátu þeir einnig átt von á að þurfa að berjast við Sovétríkin í næstu framtíð. — Þeir höfðu hvorki getu né mannafla til að ráðast gegn svo mörgum voldugum óvinum. — Og hvað lærðu Bandaríkin af Pearl Harbor? — í fyrsta lagi ættum við að hafa lært að vera viðbúnir. Ekki aðeins hvað hergögn snertir, heldur einnig sálrænt og and- lega. I öðru lagi ættum við að hafa lært að vera ekki jafn sjálfs- öruggir og rólegir og við vor- um 1941. Við ættum að vita að hið óvænta getur skeð — og gerir það mjög oft. Þá er það enn eitt, sem við ættum nú að vita: Aldrei að vanmeta óvininn. Við vanmátum Japani meir en þeir vanmátu okkur. Þeir, sem muna aftur til ársins 1941 minnast þess hve margir Bandaríkjamenn hugs- uðu: Við getum skroppið þang- að og sigrað þessa smáþjóð á einni helgL SHIGERU Fukudome að- míráll var yfirmaður fram- kvæmdadeildar jaþanska flotaráðsins 1941. Hann er nú sjötugur og einn á lífi af þeim sem skipulögðu árás ina á Pearl Harbor. Honum segist svo frá í viðtali við U. S. News & World Report: — Fukudome aðmíráll, hve- nær heyr«íuð þér fyrst minnzt á árás á Pearl Harbor? — Japanski flotinn hafði gert. framkvæmdaáætlanir varðandi hugsanlega styrjöld við Banda- ríkin allt frá því 1909. í þeim áætlunum voru athuganir á hugsanlegri árás á Pearl Har- bor, en ávallt var talið mjög erfitt að framkvæma hana. — Árið 1939, þegar bækistöðvar Kyrrahafsflota Bandarikjanna Shigeru Fukudome aðmíráll voru fluttar til Pearl Harbor, var talið að Bandaríkin væru með þessum flutningum að und- irbúa valdbeitingu gegn Japan. Tókum við þá aftur að íhuga árás á Pearl Harbor. Ári seinna var ég yfirmaður flotaráðs Isoroku Yamamotos aðmíráls. Eftir vel heppnaðar árásaræfingar flugvéla frá móð- urskipum, gekk ég með Yama- moto aðmírál eftir þilfari flagg- skipsins Nagato. Þá sneri hann sér að mér og sagði: Úr því æf- ingar gengu svona vel tel ég mögulegt ^ð gera árás á Haw- aii. í janúar 1941 var Onishi að- mírál falið að gera árásaráætl- un, sem hann síðan afhenti Yamamoto. — Hver var tilgangur Jap- ana með árásinni? — í fyrsta lagi að jafna bilið milli flota Bandaríkjanna og Japan. í öðru lagi að tryggja öryggi landsvæðanna í Suðaust- ur-Asíu, sem Japanir voru í þann veginn að leggja undir sig. — Var Yamamoto öruggur um árangur árásarinnar? — Hann hafði athugað allar áætlanir mjög gaumgæfilega og trú hans á þær var svo sterk að hann sagði við mig: — Ef þessi árás færi út um þúfur þýddi það ósigur í styrjöldinni. Hann hefði ekki tekið þá á- hættu ef hann var ekki algjör- lega öruggur um árangurinn. — Hverjir vissu um undir- búning árásarinnar? — Ég held að Togo utan- ríkisráðherra hafi verið fyrsti maðurinn utan hersins, sem fékk að vita þetta. Honum var sagt frá undirbúningnum ein- hverntíma milli 27. nóvember og 2. desember, en þá var á- lætlunin lögð fyrir keisarann og æðstu embættismenn landsins. Annars vissu sjö æðstu menn flotans og fimm yfirmenn hers- ins um áætlunina, aðrir ekki. Flugmennirnir, sem æfðir voru sérstaklega undir árásina, vissu ekki hvert ferðinni væri heitið fyrr en flotinn var á leiðinni til Pearl Harbor. Og lokafyrir- skipunin barst fiotanum daginn áður en árásin var gerð. Hún hljóðaði svo: Klífið Niitakafjall. Þá var flotinn um 600 mílum fyrir norðan Pearl Harbor. — Teljið þér að heppni hafi átt mikinn þátt í úrslitunum? — Við höfðum fjölda njósn- ara á Hawaii um þetta leyti. Upplýsingar þeirra gáfu til kynna að bandaríski flotinn væri við æfingar virka daga vikunnar, en kæmi inn til Pearl Harbor á laugardögum og sjó- liðarnir hvíldu sig í landi á sunnudögum. En við vorum heppnir. Áætluninni var haldið leyndri þar til á allra síðustu stundu. Öll bandarísku orustu- skipin láu við akkeri. Við höfð- um reiknað með því að missa mikinn fjölda flugvéla, en misst um aðeins 30. Svo segja má að árásin hafi heppnast svo til 100%. Ég tel að heppni hafi ráðið þar mestu. — Hvernig varð japönsku flotastjóminni við um fjarveru bandarísku flugvélamóðurskip- anna? — Þetta olli okkur vissulega áhyggjum. Þessvegna gerðum við næst árás á Midway. Við vorum að leita að móðurskip- unum. Það var verst að Nagumo aðmíráll, sem stjórnaði árásar- flotanum, lét ekki leita betur áður en árásinni lauk. Ef til vill hefði tekizt að finna Enter- prise, sem var í aðeins 200 mílna fjarlægð frá Pearl Har- bor. En þótt ókkur he^Si ekki tekizt að sökkva flugvélamóður skipunum gat bandariski flotinn ekki hafið raunverulega sókn á Kyrrahafi fyrr en í febrúar 1944. Árásin á Pearl Harbor veitti okkur þannig tvö ár og tvo mánuði til að búa okkur undir gagnsóknina. — Á hvaða viðbrögðum áttuð þið von frá Bandaríkjunum? — Við vissum- að samstaða þeirra efldist við árásina og við bjuggumst við miklum hefndar- ráðstöfunum. En árásin var nauðsynleg. Ef til vill báru einhverjir þá þægilegu von í brjósti að unnt yrði að ná friðarsamningum á eftir, sem heimiluðu Japan að halda einhverjum þeim land- svæðum, sem þeir höfðu lagt undir sig. En flestir okkar litu öðruvisi á málið. Okkur var ógnað með árás fsá Bandaríkj- unum. Japan hafði um tvo kosti að velja. Við gátum gefizt upp skilyrðislaust og komizt hjá styrjöld eða við gátum ris- ið upp í sjálfsvörn. Svo við lögðum út í þessa háskalegu styrjöld án tiliits til þess- hvort við sigruðum eða töpuðum. — Yamamoto aðmíráll var vanur að segja: — Við getum barizt í eitt eða eitt og hálft ár. Við bjuggumst ekki endilega við algjörum ósigri. Við töld- um 90% líkur fyrir þjóðardauða. En þá voru einnig 10% líkur fyrir að fá að lifa. Við hugsuð- um sem svo: Jafnvel þótt Jap. an verði sigrað mun þjóðarsómi okkar lifa um alla eilífð, því að við höfum barizt gegn ógnun við þjóð okkar. Hefðum við hinsvegar gefizt upp án þess að berjast hefði þjóðarandi Japana verið eyðilagður. Eina von okkar var að fá tækifæri til að semja um frið. Það eru margir Japanir, sem halda því fram nú að við hefð- um átt að hætta styrjöldinni strax og Singapore var á okkar valdi, 'enda hafi Bretar þá átt í vök að verjast. En jafnvel þótt við "hefðum reynt að semja frið þá, voru ekki minnstu líkur fyr ir því að Bandaríkin tækju til- boðinu. — Hverjir voru helztu veik- leikar Bandaríkjanna þegar Pearl Harbor árásin var gerð? — Skortur á varúð, og athuga leysi. Bandaríkjamenn héldu einfaldlega að Japanir þyrðu aldrei að ráðast á Pearl Har- bor. — Og eru Bandaríkjamenn enn jafn rólegir? — Nei, ég held ekki. Þeir muna Pearl Harbor. Þeir eru nú fullbúnir að mæta hverju, sem fyrir kann að koma. Að þessu leyti má segja að Japanir hafi með árás sinni á Pearl Harbor breytt hugarfari Bandaríkja- manna, gert þá vara um sig gagnvart athugaleysi og van- rækslu. PLATAN sem allir hafa beðið eftír HLJÓMSVEIT SVAVARS GESTS Ég er alltaf fyrir öllum Komdu vina Póstsendnm um allt land. 9BANGEI Laugavegi 58.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.