Morgunblaðið - 10.12.1961, Page 10

Morgunblaðið - 10.12.1961, Page 10
10 MORGVNULAÐ1Ð Sunnudagnr 10. des. 1961 r>:•♦:♦>:♦;•♦.* * $ >:♦ $:: :♦:: V $ :8;*8: >: :•: ?:: -*■ .4 ^ » » » 4 XvMvMv '*%’»’»*»»< .**v*v*v» Islenzk listakona í bandarísku listatímariti í NÓVEMBER-hefti hinis fcunna bandaríska . listatímarits „Arts Magazine“ birtist ýtarleg grein uan íslenzka listmálarann Louisu Matthíasdóttur ásamt 10 ljós- myndum af listaverkum hennar auk kápumyndar á tímaritinu, sem einnig var af málverki eftir Louisu. Greinin er eftir Martica Sawin og tekur yfir 8 blaðsíður. í upphafi greinar sinnar ræðir höfundurinn um þær tvær að- ferðir sem málarar nútímans beita helzt þegar þeir mála mannamyndir. Annars vegar gæða þeir persónurnar táknrænni merkingu; slífcar myndir eiga að lýsa hlutskipti mannsins á jörð- inni yfirleitt og eru að jafnaði bölsýnar. Hins vegax tekur mál- irinn mannslíkamann eða parta af honum sem ákveðin, hlutstæð form og fæst við þau sem slík; slíkar myndir leiða fram einstak linginn og leggja áherzlu á sér- kenni hans. Louisa Matthiasdótt- ir er gott dæmi málara sem beita seinni aðferðinni með mjög já- kvæðum árangri. Höfundur rekur síðan í stuttu máli æviferil Louisu. Hún er fædd og alin upp í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Matthías Einarsson yfirlæknir og Elíen kona hans, sem enn er á lífi. Louisa fór ung til Kaupmanna- hafnar og lagði þar stund á list- nám, hélt til Parísar, en fór til Bandaríkjanna í stríðsbyrjun og hefur verið þar síðastliðin 20 ár, þó hún sé enn íslenzkur ríkisborg ari. í Bandaríkjunum giftist hún listmálaranum Leland Bell, sem einnig er kunnur vestan hafs. Louisa Matthíasdóttir í vinnustofu sinni. Á hillunni eru nokkur þeirra höfða, sem hún hefur mót- að í leir. Xil vinstri á myndinni er málverk af Terana og sjálfsmynd af listakonunni. ( Fyrst eftir að Louisa kom til I nám hjá Art Students League, kunna málara Hahs Hofmanns. Bandaríkjanna stundaði hún | “a varð síðan nemandi hins Þau hjónin Leland og Louisa dvöldust í París á árunum 1950— 1951. og hafa auk þess oft gist fsland um lengri eða skemmri " tíma. ISABELLA kvensokkar Ný sending er nú komin til landsins Mikil verðiækkun Aldrei hefir verð á Isabella * sokkum verið eins lágt og nú Gæðin eru ætíð hin sömu, — sama útlitið, sama endingin, sama snið, sem hinar iniklu vinsældir Isabellu sakkanna hafa jafnan byggst á. Biðjið um ÍSABELLA „Crase" (saumlausir) tást allstaðar órður Sveinsson & Co.hf. Sími 18700 íslenzk áhrif Höfundurinn bendir á, að- ís- lenzkra áhrifa gæti í list Louisu, einkanlega í eldri málverkum hennar. Lýsir hann íslenzku um- hverfi stuttlega minnist á hið nakta, hrjóstruga landslag, eld- fjöllin, firðina, bláma hafsins, hina miklu birtu og litamergð íslenzka sumarsins og dimmu vetrarins. Formgáfa listakon- unnar hafi þro.skazt við þessar aðstæður, þar sem andstæður ljóss og sfcugga voru svo ríkur þáttur í umhverfinu. Hún hafi ekki haft aðgang að list annarra þjóða fyrr en hún var vaxin úr grasi og fór utan til náms. Þetta kunni að vera ein af orsökum þess, hve sjálfstæð Louisa hafi alla tíð verið í þróun sinni sem málari. Síðan vífcur höfundurinn að því umhverfi sem Louisa hefur lifað í síðustu tvo áratugi, þ. e a. s. hinum litríku götum í eldri hverfum New York-borgar, hverfunum kringum 16. götu þar sem þau hjónin hafa búið um árabil og komið sér upp mjög skemmtilegum vinnustofum. Á sumrin dveljast þau oft f lista- manna-nýlendum utan við borg- ina og komast þannig í nánari snertingu við náttúruna. Notar alltaf fyrlrmyndir Annars hafa meginviðfangs- efni Louisu síðustu árin verið sjáifsmyndir og myndir af dótt- ur þeirra hjóna, Temmu. sem nú er 16 ára. Endrum og eins situr eiginmaðuirinn líka fyrir, en hann er að jafnaði önnum kafinn við eigin listsköpun. Louisa hefur jafnan fyrirmynd- ir að málverkum sínum og kýs að gera margar imyndir af sama fýrirbæri með ýmsum tilbrigð- um. Málverk hennar eru’ þvi fersk og full af hreyfingu og blæ brigðum. Nái hún ekki tökum á viðfangsefninu strax í byrjun, hættir hún við málverkið og byrjar á nýjan leik. Tækni Louisu Höfundur lýsir síðan í löngu og ýtarlegu máli tækni Louisu í fyrri myndum hennar og þróun. inni fram á þennan dag. Tekur hann hvert verkið á fætur öðru og kryfur það til mergjar í smá- atriðum, byggingu, litameðferð og beitingu pensilsins. Kveður hann pensilförin minna talsvert á svonefnda „action painting",

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.