Morgunblaðið - 10.12.1961, Blaðsíða 15
j Sunnudagur 10. des. 1961
MORGUNBLAÐIÐ
15
jjve
EDINBORG
Daglega koma nýjar vörur með lága verffinu
í verzlun okkar.
Ullarefni í kápur og kjóla.
t.
Nælon-undirfatnaður, nýjasta tízka.
Nælonsokkar frá hinu heimsfræga
Dior í París
BUSÁHÖLD
í miklu úrvali. ___
Finnska leirtauið með bláu röndinni nýkomið. —
Vönduð barnaleikföng — Hentugar, ódýrar og smekk-
legar jólagjafir fyrir yngri sem eldri.
Gjöriff svo vel aff líta inn meffan úr nógu er
að velja.
kökuform og áhöld
FYRIR JÓLABAKSTURINN.
ALLS KONAR
^ aiT.jMfa
Orðsending
trá Coca-Cola
verksmiðjunni
Einstaklingar og heimili. sem eiga COCA-COLA um-
búðir (flöskur og kassa) ættu SEM ALLBA FYRSX
að gera jólakaup sín hjá þeirri verzlun sem þeir
skipta við, eða beint frá verksmiðjunni, til þes
að tryggja sér
Coca-Cola til hátíðarinnar
Því nær sem dregur að jólum aukast erfiðleikar
verksmiðjunnar að fullnægja eftirspurninni.
4
LESBÖK BARNANNA
193. Þessi saga kom um
haustiö austur til Túnsbergs.
Og er Þorsteinn drómundur
frétti vígin, varð hann mjög
hljóður við, því að honum
var sagt, að Öngull væri mjög
gildur og harðfengur. Minnt-
ist Þorsteinn ummæla þeirra,
sem hann hafði, þá er þeir
Grettir töluðust við endur
fyrir löngu um handleggina.
Þorsteinn hélt nú fréttum til
um ferðir Öngulá. Voru þeir
báðir í Noregi um veturinn,
og hafði hvorugur séð ann
an. En þó varð Þorbjörn þess
vís, að Grettir átti bróður í
Noregi.
194. f 'þennan tíma fór
margt Norðmanna út í Mikla
garð og gengu þar á mála. Af
því þótti Þorbirni iýsilegt að
fara þangað og afla sér fjár
og frægðar, en hafa sig eigi
í Norðurlöndum fyrir frænd
um Grettis. Bjó hann uú ferð
sína úr Noregi og fór út 1 lönd
og létti eigi, fyrr en hann
kom út í Miklagarð og gekk
þar á mála. Dvaldist hann þar
um hríð.
1 195. Þorsteinn drómundur
■purði nú, að Öngull var far
inn úr landi og út I Mikla-
garð. Brá hann skjótt við og
réðst tii ferðar og leitaði eftir
Öngli og fór jafnan þar eftir,
sem hann fór undan. Vissi
Öngull ekki til hans ferða.
Þorsteinn vildi fyrir hvern
mun drepa Öngul, en hvorug
ur kenndi annan. Komu þeir
sér nú í sveit með Væringj-
um.
Þorsteinn lá jafnan vakandi
og undi lítt við sinn hag.
Þóttist hann mikils háfa
misst.
196. Það var siður Væringa
að eiga vopnaþing áður en
þeir héldu í hernað. Þar
skyldu allir Væringjar koma
og svo þeir, sem þá ætluðu að
ráðast til ferðar með þeim,
og sýna vopn sín.
Hér komu þeir báðir. Þor-
steinn og Öngull. Bar Þor-
björn fyrr fram sín vopn.
Hann hafði þá saxið Grettis-
naut. En er hann sýndi það,
þá dáðust margir að og sögðu
að það væri allgott vopn, og
kváðu það mikið lýti á, að
skarðið var í miðri egginni,
og spurðu hann, hvað til
hefði borið. /
5. árg. 4 Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson if 10. des. lOöl
Þorsteinn Erlingsson;
VETUEt
Ef þú átt, vinur, þrek í stríð,
og þér ei heilsa dvínar,
og treystir vel, þó versni tíð,
á vetrarbirgðir þínar,
og veizt þig geyima húsin hlý,
er hret á þaki dynur:
þá gengur vetur þinn í
sem gamall tryggðavinur.
Sá væntir minna á vinahót,
er veit sig skorta fæði,
og þrammar vetri þungt á mót
með þunn og slitin klæði.
Ég veit að Frón og fleiri lönd
við fátækt hörðu beita;
það á þó marga örva hönd,
sem að í nauð má leita.
Ég veit það líka, að hjörð er hríð
og hestum gestur skæður,
en hjörtun mildar mýkri tíð,
er mannúð lögum ræður,
og þegar hola hjúkrar mús
og hjörð- er víðast inni,
þá eiga flestir hestar hús
og hey í jötu sinhi.
En því er verr, að éinn er enn,
Sem ekki þarfnast síður,
en bæði gleyma guð og menn
og grátleg æfi bíður;
þú þekkir hann, sem lipurt lag
með léttum róm og hreinum
um margan sælan sumardag
þér söng frá þúst og steinum.
Nú veit hann engan vin í þraut,
um vetrarhjarnið hvíta;
hann var þó fyrri vorsins skraut,
nú vill hann enginn líta,
og vængi smáa hrekur hríð,
en hungrið er þó sárast,
og ef þú þekkir allt hans stríð,
þér yrði það að tárast.
Er húmið byrgir hæðir lands
hann hniprar sig í leyni
og minnstu, að eina húsið hans
er hlé hjá freðnum steini,
og ekkert fis hjá fönnum var
að friða vininn svanga,
sem komu dauðans kvíðir þar
. um kaida nótt og langa.
Hann leitar því að líkn í nauð
að létta þrautum sínum,
og þú átt, vinur, ærinn auð
í öllum jötum þínum,
ef mylsnusáld og salla þan»
þú seðja fuglinn lætur,
þá gleymir sínu hungri hanr
og hörmung kaldrar nætur.
>á sér hann, vinur, sælustund,
er saklaus þolir pínu,
og öðrum hörð mun linast luní
af líknarverki þínu,
og máski einhver muni þér ,
og manndyggð launi slíka. —
Ég veit hvað svöngum vetur er,
þú veizt það kannski líka.