Morgunblaðið - 10.12.1961, Side 16

Morgunblaðið - 10.12.1961, Side 16
16 MORCVNnTAÐiB Sunnudagur 10. des. 1961 Trésmíðavélar Utvegum frá AHTEX, Ungverjalandi allskonar trésmíðavélar, með stuttum afgreiðslufresti. Meðal annars utvegum við: Bandsagir Þykktarhefla Hjólsagir Kombineraðar vélar Slípivélar Borvélar Afréttarar Fræsarar Kynnið yður verð og fáið myndalista ásamt tækni- legum upplysingum hjá umboðsmönnum, EVEBEST TRADING COMPANY Garðastræti 4 — Sími 10090 Sœkoptinn er ný bók um uppfinningamanninn unga, Tom Swift og vin hans, Bud Barclay, sem kunnir eru orðnir af afrekum sínum í áður út komnum bókum um „Ævintýri Tom Swift“. Ein þeirra, Geimstöðin, varð met- sölubók síðastliðið ár. dýr eða blóm muni vera í háska stödd eða fuglar, sem. eiga bágt. Verði álfarnir varir við einhvern, sem í vanda er staddur reyna þeir að hjálpa þeim. — Þið hafið áreiðan- legan gaman af að lesa um öll ævintýrin hennar Snarráðar. Verð kr. 48,00 + 1,45. SÆKOPTINN er ein þeirra drengjabóka, sem ekki verður lögð frá sér fyrr en iiún er fulllesin. Ný ævintýri kjarnorkualdarinnar heilla alla drengi, sem gaman hafa af viðburða- hröðum og spennandi sögum. Verð kr. 63,00 + 1,90. Snarráð er ný barnabók sem gerist í heimi álfanna. Álfarnir eru yndislega góðar verur. Þeir eru á sífelldu flögri og hyggja að, hvort lítil Kjarnorkukafbáturinn kemur hér út í annarri útgáfu og er ekki að efa að bókinni verður vel tekið. Til gamans má geta þess, að þegar bókin kom fyrst út, var hún uppseld viku fyrir jól, eða sem sagt áður en aðal jólasalan byrj- aði. Óhætt er að fullyrða, að fáar söguhetjur hfa náð jafn mikilli og skjótri hylli íslenzkra pilta og hinn snjalli, ungi vísindamaður, Tom Swift og vinur hans, Bud Barclay. Verð kr. 63,00 + 1,90. Bókaútgáfan Snæfell Tjarnarbraut 29. Hafnarfirði. Sími 60738. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Nokkrar tölur úr dýra- ríkinu „Pabbi“, sagði Pétur litli, „hvað eru til marg ar dýrategundir í öllum heiminum?" Því gat faðir Péturs litla ekki svarað, og í raun og veru getur enginn svarað því nákvæmlega. Dýrafræðingar telja, að lauslega áætlað, séu til um það bil tvær milljónir dýrategunda. Af þessum fjölda er helmingurinn skordýr, eða um ein milljón. í samanburði við þenn an ógnarfjölda, eru spen dýrin ótrúlega fá, eða að eins 3800 tegundir. Hérna eru nokkrar töl ur í viðbót: Lindýrin í sjónum eru til í 100 þús. tegundum, en fiskarnir í 40 þúsund. Af fuglum eru til 8000 tegundir. Auk þess eru árlega fundnar riýjar dýra tegundir í þúsundatali, sem áður var ekki vitað um, og þeim gefið nafn. En lang flestar þeirra eru skordýr, eða um 10 þús. á ári. Utileikur; VALUR OG HÆNA Einn leikandinn er val- ur, og annar hæna, en aft an við hænuna standa kjúklipgar í röð, bver aft ur af öðrum og halda utan um mittið hver a öðrum. Hænan gengur með alla kjúklingana í kring um valinn, sem situr á hækj um sínum, og rótar í jó’rð inni. Hænan segir: •— Að hverju 'ebar þú? Valurinn: — Að ryðg- aðri saumnál. Hænan: — Til hvers ætlar þú að nota hana? Valurinn: — Til að gera við ketilinn minn. Hænan: — rtvað ætlar þú að gera við ketilinn? Valurinn: — Eg ætla að sjóða kjúklinga í non um. Hænan: — Hvar ætlar þú að fá þá? Valurinn: — Hjá þér. Hænan: — Þá skulum við berjast um þá. Þvá næst hleypur vaíur inn af stað og reynir að ná í kjúkling, en hann má aðeins ná þeim aft- asta. Hænan má hlauþa 1 veg fyrir hann til hvorrar handar sem hann hlevp- ur, og kjúklingarmr fylgja eftir hreyfingum hænunnar. Þeir, sem val- urinn nær, raða ser upp á ákveðnum stað, og eru „dauðir“, en ef hænunni tekst að snerta við þeim, eru þeir lifandi a ný, og raða sér aftur á smn stað í halarófunni aftan við hænuna. Þegar allir eru veiddir, er leikurin.n bú- inn, og nýr valur og uý hæna eru valin. J. F. Cooper SÍÐASTI MðHlKAMNN 46. Faðir Uncasar og herflokkur hans sótti hratt fram og húronarn- ir lögðu alls staðar á flótta. Eftir nokkra stund voru fáir eftir aðrir en Uncas og Magúa. Þegar Magúa sá, að orrustan var töpuð, lagði hann líka á flótta. Hann gaf þeim fáu af mönnum sín- um, sem eftir voru, merki um að fylgja sér. Þeir hurfu inn í klettaskúta og að vörmu spori komu þeir aftur í ljós og höfðu Córu með sér. Magúa hljóp í broddi fylkingar, en hinir fylgdu fast eftir. Córu drógu þeir með sér. Fálkaauga, Uncas og fleiri ráku flóttann. „Eg vil ekki fylgja ykk ur lengur“, hrópaði Córa. „Þá verður þú að ver|a“, svaraði Magúa, „veiia milli stríðsoxi minnar eða hnífsins". Varla hafði Magúa sleppt orðina. þegar Lnc- as kastaði sér yfir hann. Þeir börðust upp á líf og dauða, en Magúa var sterkari og honum tókst að ná yfirtökunúm. Eítir að hafa lagt Uncas að velli flúði iiann eins og fætur toguða, en í saraa bili lyfti Fálkacuga byssu sinni. SkothvellUr kvað Við, Magúa snerist í loft- inu og kastaðist fram sf bjargbrúninni niður 1 Viltu skrifa mér Gylfi Hauksson, Grettis götu 69, Reykjavík, óskar eftir að skrifast á við pilt eða stúlku, 11—13 ára. — Áhugamál: frímerkjasöfn un, gosmyndir. — Sól- veig Vignisdóttir, Brúar- landi, Fellum, N-Múl., pr. Egilsstaðir óskar að'skrif ast á við stelpur 12—13 ára. (P.S. Þú skrifar prýðilega, Sólveig). Kæra Lesbók! Ég sendi þér hérna nokkrar gátur: 1. Ég skrifa tólf, tek tvo af og þá eru tveir eftir. Hvernig er það hœgt? 2. Hver á flest spor á íslandi? 3. Svartur gumpur situr við eld og ornar sér. — Veiztu hver hann er? Vertu blessuð og sæl. Trausti Jónsson, 10 ára. Borgarnesi. Skrítlur Bónda nokkrum varð það á að stíga á kjólfald hefðarkonu í kaupstað. Hefur þú ekki augu í hausnum, nautið þitt, sagði konan. Eg varaði mig ekki á þessu, svaraði bóndinn, því að í sveitinni hafa kýrnar ekki svona lang an hala. Faðirinn: Eg skal gefa þér fimm aura, Georg litli, ef þú verður góður drengur í dag. Georg: Nei: pabbi! Fyr ír svo lítið geri ég það ekki. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.