Morgunblaðið - 10.12.1961, Page 21
Sunnudagur 10. des. 1961
M n R C V iv n 1. 4 *> 1 Ð
21
iFoMoCo
„Gildran" er sakamálaleikrit,
er byggist á dularfullu hvarfi
ungrar og nýgiftrar konu, Elísa-
bet Corban. Gerist leikurinn í
fjallakofa í frönsku Ölpunum,
þar sem Elísabet og eiginmaður
ihennar, Daniel Corban hafa dval
izt um hríð. Efni leiksins verður
hér ekki rakið, en spenna hans
er mikil frá upphafi til enda og
ieikslokin koma áhorfendum
mjög á óvart. Er leikurinn prýði-
lega saminn og ber það að höf-
undurinn kann vel til verka.
Aðalpersónur leiksins eru sex
og tvær aukapersónur (lögreglu-
íþjónar).
Veigamesta hlutverkið, Daniel
Corban, leikur Pétur Sveinsson.
Hlutverkið er mikið og vanda-
samt og ekki á annara færi, en
jnikilhæfra leikara að gera því
full skil. Pétur Sveinsson er að
vísu ekki nýliði á leiksviði, en
hann hefur ekki þá kunnáttu og
þjálfun er hlutverkið krefst,
enda var leikur hans mjög við-
vaningslegur skorti festu og ör-
yggi bæði í framkomu og fram-
sögn.
Lögregluforingjann leikur
Sveinn Halldórsson. Einnig það
er mikið hlutverk. Sveinn hefur
gefið sig að leiklíst meira og
minna um áratugi. enda mátti
sjá það á leik hans að hann er
enginn viðvaningur. Leikurinn
var ekki tilþrifamikill, en þó á-
ferðargóður í stíl „gamla skól-
ans“ eins og við minnumst hans
Leikfélag Kópavogs
leikgáfu, enda gerði hann þarna
ærið mikið úr fremur litlu hlut-
verki.
„Gildran44
Leikrit ettir Robert Thomas
Leikstjóri Benedikt Arnason
Frá vinstri: Bróðir Maximin (Magnús B. Kristinsson), Florence
(Sigr. G. Sandholt), Lögregluforinginn (Sveinn Halldórsson)
og Daniel Corban (Pétur Sveinsson).
Brissard „listamann" og um-
renning leikur Gestur Gíslason.
Gerfi Gests er ágætt og leikur
hans öruggur og skemmtilegur
og framsögn hans prýðisgóð.
Hygg ég að iiann búi yfir góðri
Auður Jónsdóttir leikur Berton
hjúkrunarkonu. Hlutverkið er
ekki mikið. en leikur Auðar er
öruggur og hressilegúr og fram
sögn hennar og látbragð með á-
gætum.
Sverrir Guðmundsson og Gunn
ar Harðarson leika lögregluþjóna
Eru það lítil hlutverk, er ekki
gefa tilefni til sérstakrar umsagn
ar.
Leikstjórn Benedikts Arnason-
ar hefur tekist mjög vel. enda
hefur Benedikt sýnt það oft áð-
ur að hann er snjall og hug-
kvæmur leikstjóri. Þó hygg ég
að einstaka atriði leiksins hefðu
þarfnast meiri æfingar.
Leiktjöldin hefur Sigr. Soffía
Sandolt gert. Eru þau smekkleg
og skapa leiknum eðlilegt um-
hverfi með Alpana í baksýn.
Þýðingu leiksins hefir Gunn-
vör Braga Sigurðardóttir gert. Er
þýðingin þjál á tungu en ekki
hnökralaus.
Áhorfendur tóku leiknum af-
burðavel. enda er hann bráð
skemmtilegur.
Sigurður Grímsson.
• Leikfélag Kópavogs eflist með
ári hverju undir dugmikilli for-
ustu ágætra manna og frábærum
éhuga allra félagsmanna, enda
kann hið unga bæjarfélag að
xneta starfsemi þess, sem marka
má af því, að á þessu ári hefur
félagið eignazt 250 styrktarfé-
laga. Og árangurinn hefur einnig
orðið furðumikill. Á síðasta leik-
ári sýndi félagið tvö leikrit og
voru sýningar alls 72 og allar
mjög vel sóttar.
Að þessu sinni hóf félagið leik
árið með sýningu á leikritinu
„Gildran" eftir Robert Thomas
og fór frumsýningin fram s.l.
uniðvikudagskvöld fyrir þéttskip-
uðu húsi. Engin deili kann ég á
ihöfundi leiksins önnur en þau,
sem getið er í leikskránni. Hann
er ungur maður, aðeins þrjátíu
og eins árs, og er einnig leikari.
Hefur hann samið all mörg leik-
rit en leikrit það sem hér ræðir
um, er fyrsta leikrit hans, sem
sýnt var í París (1060). Leið ekki
á löngu þar til leikhús helztu
borga Evrópu tryggðu sér sýn-
ingarréttinn á því og Hitchöock,
liinn frægi ameríski leikstjóri
(hefur tryggt sér kvikmyndarétt-
inn.
fyrr á árum. Nokkuð gætti þess
að hann ræki 1 vörðurnar um
meðferð textans, en það stendur
vitanlega til bóta.
Magnús B. Kristinsson leikur
„prestinn" bróður Maxinin. Leik
brögð hans eru ekki mikil, enda
hæfir það ekki hlutverkinu, en
hann er öruggur í leik sínum og
túlkar persónuna af hófsemi og
næmum- skilningi.
Sigríður G. Sandholt fer með
hlutverk Florence, ungrar konu,
sem mjög kemur þarna við sögu.
Er þetta eitt af þremur veiga-
mestu hlutverkum leiksins. Leik
ur Sigríðar er að vísu ekki blæ-
brigðaríkur. en þó viðfeldin og
eðlilegur og oft með góðum og
skemmtilegum tilþrifum.
VARAHLUTIR ESTRELLA Það er um þrennt að velja:
Notio aðeins SKYRTAN STANDARD
Tord varahluti FORD - untboðiS • er DE LUXE
y. KRISTJÁIUSSON H.F. Suðurlandibraut 2 — Sfmí; 35-300 jólaskyrtan WASH'N WEAR