Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 12
M 12 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 15. des. 1961 Otgeíandi: H.f Arvakur. B,eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Krigtinsson. Ritstjórn: áðalstræti 6. Auglýsingar og avgre,iðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. UTVEGSMENN ‘ TAKA ABYRGA AFSTÖÐU ITramhaldsaðalfundi Lands- *• sambands íslenzkra út- vegsmanna er nú lokið, og mælti fundurinn með því, að róðrar yrðu hvarvetna hafn- ir um áramótin. — Brást þannig sú von stjórnarand- stæðinga, að þeir fengju út- gerðarmenn til að stöðva fiskiskipafletann. Eysteinn Jónsson og Lúð- vík Jósefsson mættu báðir á fundi útgerðarmanna og höfðu komizt yfir umboð til setu á fundinum, þótt mönn- um hafi hingað til verið ó- kunnugt um mikil afrek þessara manna á sviði út- gerðar. Reyndu þeir allt sem þeir máttu til að fá útvegs- menn til þess að bregðast þj óðarhagsmunum. En sendimenn stjórnar- andstöðunnar fóru erindis- leysu á fund útvegsmanna. Leiðsögn þeirra var hafnað og fundurinn tók ábyrga af- stöðu. Má því gera ráð fyrir að þessi meginatvinnuvegur íslendinga gangi ótruflaður á vetrarvertíðinni, þar sem ráðstafanir hafa einnig ver- ið gerðar til að fiskverð verði ákveðið án vinnustöðv- ana. Að vísu er enn ósamið milli útvegsmanna og sjó- manna, en ólíklegt verður að telja að til vinnustöðvana komi, þar sem sjómanna- samningar eru þegar með þeim hætti, að öllum er ljóst, að þeim verður naum- ast breytt þannig, að meira komi í hlut sjómanna. VAR STALIN EINN SEKUR? Fnn hefur kommúnistamál- ** gagnið á íslandi ekki skýrt frá því, hver afstaða kommúnista hér á landi sé til uppljóstrananna um glæpi Stalintímabilsins. Ekki hef- ur heldur verið svarað þeirri spurningu Morgunblaðsins, hvort kommúnistar hér á landi séu peir álfar, að þeir haldi að Stálin einn hafi verið sekur um alla glæp- ina, og nánustu s'amverka- menn hans, sem nú eru æðstu ráðamenn Rússa, séu þar sakleysið sjálft. Auðvitað hafa allir þeir, sem til æðstu metorða hafa komizt í Sovétríkjunum, bæði fyrr og síðar, tekið þátt í glæpastarfseminni, og raun ar er ástæða til að ætla, að einmitt þeir, sem ófyrirleitn- astir hafa verið, hafi komizt lengst í valdabaráttunni, en þeir, sem snefil af sómatil- finningu hafa haft, hafa yfir leitt orðið undir. Aðalatriðið er það, að kerfið sjálft býður afbrotun- um heim. Menn eru þar ekki valdir til pólitískra embætta eftir lýðræðisleiðum, heldur nær sá völdunum, sem með klækjum og fláræði getur komið andstæðingum sínum fyrir kattarnef. Hefur Krús- jeff sjálfur rækilegast lýst þeim aðferðum, bæði þegar hann skýrði frá hinum blóði drifna ferli Stalins og eins viðskiptum sínum við Beria. BER í SÉR BANAMEINIÐ í hverri vikunni sem líður, *■ kemur það betur í ljós, að kommúnisminn ber í sér sitt banamein. Við kommún- ískt stjórnarfar er engin leið önnur til að útkljá ágrein- ingsefni en sú, að gera and- stæðinginn höfðinu styttri. Það er gömul og ný saga, að einvaldsherrar þola enga skoðun aðra en sína eigin. En nú háttar þannig til í heimsveldi kommúnismans, að einræðisherrarnir eru margir. Meðan Stalin var og hét, tókst honum nokkurn veginn að halda saman heimsveldi sínu og smákon- ungarnir lutu honum. Slík- um tökum hefur Krúsjeff hinsvegar ekki náð og engar líkur til að honum takist það. Ber þar margt til. Kínversku kommúnistaleið togamir telja það ekki eiga að vera neitt lögmál, að ein- valdi Rússlands sé jafnframt æðsti maður heimskommún- ismans. Sjálfir telja þeir sig í öllu tilliti jafnoka Krús- jeffs. Bæði Rússland og Kína eru heimsvaldasinnuð ríki, sem seilast til yfirráða yfir öðrum þjóðum. Þegar hafa orðið hagsmunaárekstrar vegna útþenslustefnu þeirra hvors um sig og fer ágrein- ingur þeirra stöðugt vax- andi. Þá er þess að gæta, að alveg er ótvírætt, að yfir- gnæfandi meirihluti þeirra þjóða, sem nú búa við kommúnisma, eru andstæð- ingar hans. Um nokkurt skeið er hægt að kúga þjóð- irnar, en að því kemur að þær brjótast til frelsis. Löngum hefur það styrkt kommúnista hvarvetna í bar- áttunni, að þeir hafa trúað Risalíkneskið NÆSTU ár verða skólaæsku komúnistaríkjanna erfið. „Mesti afburðanvvður mann- kynsins“, ,,Ljós heimsins, von og samvizka“ hefur verið hrakinn úr grafhýsi hinna ódauðlegu og nú á að afmá nafn hans og minjar af yfir- borði jarðar eins og hann hafi aldrei verið til. Skipt verður um nöfn á hundruð- um borga, gatna, torga, þorpa, fljóta, vatna og fjalla. Til eru Stalinsk, Stalinskoy, Stalinri, Stalinissi, Stalinka, Stalino, Stalinogorsk og Stalingrad (og jafnvel margar borgir með hverju nafni), svo er Stalintindur í Kirghizfjöllum og Stalinflói við Karahaf. Um skrifa verður öll landabréf og sögubækur. Fn marmarinn og steinninn úr minnisvörðunum, sem brotnir verða, nægði til að byggja stærðar borg. AFHJÚPUÐ OG RIFIN í KYRRÞEY Fyrir nokkru náði and-Stal- inisminn til Prag. Eftir langa umihugsun tilkynnti Antonin Novotny forseti í miðstjórn tékkneska komúnistaflokks- ins að stærsta Stalinstytta veraldar yrði brotin niður. StalinSitytan í Prag vegur um 18.000 tonn. „Bjargvætt- urinn“ stendur þar á stalli, 17 metra hár. Sagt er að pen- ingarnir timinn og efnið, sem fór í styttuna, hefði nægt til að veita 10.000 manns húsa- skjói. Leiðtogarnir í Prag hafa ákveðið að láta brjóta styttuna niður i kyrrþey. Þótt undarlegt megi virðast var hún einnig afhjúpuð í kyrr- þey. Afhjúpunin fór fram 1056, þegar andstalinisminn var að breiðast út annars staðar í heiminum, þar á með- al í Sovétríkjunum. Líknesk- ið átti að vera fullgert 1953, en ýmsir erfiðleikar ollu því að smáðin tafðist um þrjú ár NÝTT HVERFI Saga líkneskisins hefst. átr- ið 1950 þegar „dýrkunin" var í aigleymingi. hreinsanir og leynilegar aftökur. F okiks- leiðtogarnir í Tékkóslóvakíu voru með umfangsmiklar áætlanir um að byggja upp höfuðborgina. Hradcrany höllin gamla, þar sem kon- ungar bjuggu áður fyrr, átti nú að fá kommúniskan keppi- naut um hylli ferðanvanna. Ætlunin var að reisa heiit hverfi af flokks og stjórnar- byggingum og átti Stalin- styttan að vera miðdepill þess. Hverfi þetta átti að vera á Letnahæðinni, rétt hjá hæð- inni, sem höllin stendir á. Þaðan er útsýni yfir fljótið og hlykkjóttar götur gamla borg- arhlutans. Þama hafði a'drei verið byggt heldur var þarna nokkunskonar skemmtigarður og páradís elskenda frá vori til hausts. IIERSÝNINGARSVÆÐI Það fór eins fyrir þessari áætlun og svo mörgum öðrum að hún var aldrei fram- krvæmd .Byrjunarfrakvæmdir hófust og urðu þær til bess að eyðileggja gangstíga elsk- endanna .Tilkynnt var að með 18.000 tonn af grjóti. 17 metfa Kar Jósef í biðröð. hjálp sjálfboðaliða ætti að koma upp reglulegum menn- ingargarði á Letnahæðiiini. Þegar verkinu var lokið kom í ljós að þarna var heilmikið opið svæði, sem til einskis var í ýtt nema að halda þar hersýningar, Þarna hafa und- aníarin ár skriðdrekar og brynvarðar bifreiðir „alþýðu- hersins“ öslað fram á her- sýningum nokkrum sinnum á ári, en annars er svæðið ’iefnt „Sahara Prag“, sandauðn á sumrin, forarbleyta á vet- urna. Og í einu horninu var Stalínstyttan. OF SEINT Það tók langan tíma að ná samkomulagi um hvernig risalíkneskið skyldi líta út. Árin liðu og kostnaðurinn jókst og svæðið var undir stöðugu eftirliti. Þetta var eftirlætis samkomustaður byltingarsmna, sem hvað eft- ir annað sprengdu upp undir- stöður væntanlegB líkneskis. En þegar loks dagurinn rann upp og lílkneskið var fullgert var það of seint til nokkurs annars en að minna á forlíð, sem ríkisstjórnin helzt vildi gleyma. En þarna stóð það, tileinkað „bjargvættinum" frá hans elskandi þjóð. ★ Lfkneskið var strax skirt „Jósef stendur í biðröð“ C'g eitt æskulýðsblað í Prag vabti feikna eftirtekt er það birti mynd aí líkneskinu með grein, sem var um dyragarð borgarinnar og bar fyrirsögn. ina: Ófreskjan í skrúðgöngu. Ritstjórinn var sendur í brælk unarvinnu, en líkneskið hafði hlotið nýtt nafn. Eftir þetta var algjörlega bannað að birta myndar af líkneskina í blöðum eða á póstkortum. (Frank Oswald í Aktuelt). i því, að kommúnisminn myndi að lokum sigra, þótt á móti blési, þennan áratug- inn eða hinn. Nú eru þeir aftur á mótí byrjaðir að gera sér grein fyrir því, að allt útlit er fyrir, að hið komm- úníska heimsveldi muni gliðna sundur og líða undir lok. Þeir skilja nú, þótt þeir viðurkenni það ekki opin- berlega, að kerfið sjálft hef- ur boðið afbrotunum heim. Þess vegna eru þeir nú ráð- villtir. •>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.