Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. des. 1961 ---------'N Margaret Summerton HÚSIÐ VIÐ SJÚINN Skáldsaga Snáfaðu burt, snuðrari og flæk ingur! Bur.t... .héyrirðu ekki til min, hafðu þig burt! Næstum uppi yfir mér sá ég gamla konu, granna og smávaxna en fuðrandi upp af reiði svo að limir hennar og svarta pilsið og jafnvel Iitlu, svörtu skórnir, voru samanlagt eins og hvirfilbylur. Ég lyfti hendi til að verja mig. Fyrirgefðu. þetta var dónaskapur af mér. En ég er Charlotte Elliot ... .sonardóttir frú Elliot. Ég þekki Tarrand majór.... Nei, þetta var vonlaust verk. Auðvitað var þarna komin Fóstra gamla og hún var gjörsamlega heyrnarlaus. Hún hvarf snögglega inn í framdyrnar en kom aftur um hæl og var nú vopnuð karlmanns regnhlíf. Það var ekki um annað að gera fyrir mig en forða mér á fæti. Hún kom hlaupandi á eftir mér. Flækingar... .siðlausir túrista- ílækingar. Snáfið þið aftur í bíl- ana ykkar og hættið að snuðra hér, annars siga ég lögreglunni á ykkur! Ég gekk yfir brúna. og er ég taldi mér óhætt handan hennar, leit ég við. Hún ógnaði mér enn með regnhlífinni. Þegar ég var komin upp á hæð ina, leit ég enn aftur til hússins og starði á þennan glugga á efri hæðinni. í fyrra skiptið hafði þar verið maður, sem sólin skein á og í annað sinn var það hönd, sem tók í giuggatjaldið. í fyrsta skiptið hefði þetta getað verið ímyndun mín en ekki í seinna skiptið. Snögglegur vonarneisti, þó al- gjörlega' órökstudur, tók að berjast fyrir lífi sínu í huga mér. Ég sagði við sjálfa mig, að ég væri vitlaus. Ég var næstum komin heim og vantaði ekki nema hundrað skref að hliðinu inn í aldingarðinn, þegar ég sá mann koma í áttina til mín. Stígurinn var mjór svo að við urðum rétt að strjúkast hvort við annað, nema annað- hvort 9iki út í runnana. Hann gerði það og ég var rétt að kinka kolli í þakklætis skyni og halda áfram þegar hann staðnæmdist og tók ofan. Ungfrú Elliot, er ekki svo? Hann var lágur, gildvaxinn mað- ur, en kraftalegur, svo að ég gat mér þess til að gildleikinn á hon- um væri vöðvar en ekki fita. Nú brosti hann vingjarnlega. Adkins. .lögreglufulltrúi. Fyrir nokkrum vikum fékk ég það leiðinlega skylduverk í hendur að rannsaka fráfall bróður yðar, ungfrú Elliot. Þér vitið vafalaust, að lík hans hefur aldrei fundizt, svo að við urðum að álykta, að hann hefði drukknað. Má ég, þótt seint sé, votta yður samhryggð mína. Þakka yður fyrir. Ég ætla að ganga með yður til baka. ef ég má, hélt hann áfram eins og ekkert væri um að vera. En voruð þér ekki að fara í hina áttina? spurði ég. Það gerir ekkert til; aðaler- indið var nú bara að fá mér al- mennilegan göngutúr í þessu á- gæta veðri. Mér skilst, að þér hafið aldrei séð bróður yðar, ungfrú Elliot Við skildum á ungbarnsaldri. Hann var kurteisin sjálf en mér leið hálfilla. Ég bætti við: En það vitið þér sjálfsagt? Já, það varð eitthvert ósætti í fjölskyldunni og þér voruð alin upp hjá móður yðar. í París, var það ekki? Á ýmsum stöðum. Hm. Hann var kominn ofur- lítið á undan mér á þröngum stígnum. en nú leit hann við. Það hlýtur að vera mikil huggun fyrir ömmu yðar að hafa yður hjá sér núna. Mér skilst hún sé enn ekki búin að jafna sig eftir þetta áfall. Hún neitar enn að taka móti heimsóknum. Ég er nú ekki búin að vera þarna nema tvo daga og þekki því ekki siðvenjur hennar. Og í dag er hún ekki vel hress. Ég þyrfti að tala svolítið við hana við tækifæri. Sannast að segja hringdi ég til hennar í gær, en þegar við vorum búin að tala saman í nokkrar mínútur var sambandinu slitið og þegar ég svo hringdi aftur, sagði konan, sem kom í símaim, að frú Elliot væri of lasin til að koma í sím- ann. Það þótti mér leitt að heyra.... Kannske þér vilduð segja mér erindið við hana, ef ég kannske gæti eitthvað leyst úr því. eða fært henni skilaboð. Hann staðnæmdist fyrir fram- an mig, kurteis að vísu en heldur ekki meira. Nei, ég held það væri að öllu leyti heppilegra e£ ég gæti talað við frúna sjálfa, Ég hringi bara seinna. Hann lyftii hattinum og hneigði sig kurteislega en um leið sagði ég Esmond er nú búinn að vera dauður meira en mánuð, og hvers vegna' skylduð þér þá þurfa að tala um hann við ömmu núna? Og til hvers eruð þér yfírleitt að koma hingað? Þér eigið ekki heima í Glissing, er það? Nei í Wellmouth. En þér skul- uð ekki verða néitt óróleg, ung. frú Elliot. Ef amma yðar getur eytt á mig einum stundarfjórð- ungi, einhverntíma við hennar hentugleika væri ég henni þakk- látur. Vilduð þér spyrja hana um það? Já, ef það er mjög áríðandi, svaraði ég dræmt. Það er áð minnsta kosti æski- legt. skulum við segja. Og það gleður mig að hafa kynnzt yður. Verið þér nú sælar, ungfrú Elliot, Ég gekk inn í húsið bakatil, gegnum garðgluggann, sem lá inn í setustofu Edvinu. Þegar ég svo kom í forstofuna, var Lísa þar, og var að tala við snarboru- legan mann í grófum fötum. Þau litu við og sáu mig. SHUtvarpiö / Föstudagur 15. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 9:09 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik- ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tillr. —• Tónleikar. — 16:00 VeðurfregniT. — Tónleikar. — 17:00 Fréttir. — Endurtekið tónlistarefni). 17:40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18:00 ,,Þá riðu hetjur um héruð**! Ingimar Jóhannesson segir frá Gunnlaugi ormstungu. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Efst á baugi (Björgvin Guðmund* son og Tómas Karlsson). 20:35 Frægir söngvarar; VII: Jussi Björling syngur. 20:55 Upplestur: Páll H. Jónsson frá Laugum les úr þýðingum sínum á ljóðum eftir Else Bartholdy, 21:10 íslenzk tónlist: Píanósónata eft- ir Hallgrím Helgason (Jórunn Viðar leikur). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux« inn“ eftir Kristmann Guðmunda* son; XXXV. (Höfundur les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Erindi: Nýjar vörur og úreltar (Sveinn Ásgeirsson hagfræðing* ur). 22:30 Á síðkvöldi: Létt-klassisk tón* tónlist frá hljómleikum '?rezku útvarpshljómsveitarinnar. Stjórn andi: Sir Malcolm Sargent. Ein- söngvari: Joan Hammond. Ein- leikari á píanó: Shura Cher- kassky. 23:20 Dagskrárlok. Laugardagur 16. desember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:09 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleiik* ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 9:10 Veðurfregnir. —• 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndis Sif urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. — (15:00 Frétt- ir og tilkynningar). 15:20 Skákþáttur (Guðmundur Am- laugsson). 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Stefán Guðjohnsen). 16:30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son). 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra: Bjarni Steíánsson leikhússtarfs- maður velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Bakka- Knútur" eftir séra Jón Kr. Is- feld: VI. (Höfundur les). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur bama og ung- linga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. 19:10 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit: „Mennirnir mínir þrir (Strange Interlude) eftir Eugene O.NeilI; þriðji og síðasti hluti. Þýðandi Eugene O'Neill; þriðjl og síðasti hluti. Þýðandi: Áml Guðnason cand. mag. — Leik- stjóri: Gísli Halldórsson. Leik- endur: Herdís Þorvaldsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Róbert Amfinnsson, Rúrik Haraldsson, Guðrún Ásmundsdottir, HaJldör Karlsson og Birgir Brynjóifsson. 22:00 Fréttir og veðurfregni* 22:10 Danslög. 24:00 Dagskrárlok — Hverjir Ieika svona vel pianokonsert Mozarts — fjórhent ? Til jólagjafa UNDIRFATNAÐUR HÁLSKLÚTAR HANZKAR og ULLARVETTLINGAR MIKIÐ ÚRVAL Skólavörðustíg 17 Dömur Tökum fram í dag AMERÍSKA DAG- og KVÖLDKJÓLA Einnig AMERÍSKAR REGNKÁPUR Hjá Báru Austurstræti 14 JOLATRESSERIUR JÓLATRÉSSERÍURNAR sem fást hjá okkur eru með 17 ljósum. Það hefír komið í ljós að vegna mis- jafnrar spennu sem venjulega er um jólin endast 17 ljósa-seríur margfalt lengur en venjulegar 16 ljósa. Mislitar seríuperur kr: 5,— Jfekla Blubble light perur kr: 16,— Austurstræti 14 Sími 11687 Xr Xr Xr GEISLI GEIMFARI "r' — Mystikus metallikus, hvað á ég •ð gera til að vernda auðæfi mín? — Berta Colby, látið einhverjar srerðugar rannsóknir erfa eigur yðar .... Og veitið einhverjum manni umboð til að fara með fiárreiður fyrir yður. — Lúsí, ég sé Gar lækni.... Og rafeindaheilann hans.... Og Pálu og Bertu Colby!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.