Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.12.1961, Blaðsíða 13
Föstudagur 15. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Tvískinnungur í stefnu Breta eftir Dr. Conor Cruise OéBiien ÞEGAR ég sagði upp stöðu minni hjá Sameinuðu þjóð- unum og hjá írsku utanríkis- þjónustunni, átti það rætur sínar að rekja til stefnu brezku ríkisstjórnarinnar. — I»essi stefna, eins og ég hef kynnzt henni í reynd, hefur verið sú, að styðja á alla lund Katangastjórn, en jafn- framt því að básúna nauð- syn sameinaðs Kongó — í því skyni að blekkja Banda- ríkin og hrezku samveldis- löndin í Afríku og Asíu. Tfcr Alvarlegasta vixlsporið Þessi tækifærisstefna, sem hampar slagorðinu „samþýðing - ©g samningsumleitanir", hefur orðið til þess, að brezka ríkis- stjórnin hefur sætt sig við sam- þykktir í Öryggisráðinu sem hún hefði annars beitt neitun- arvaldi sínu gegn, ef heiðar- leiki og hugrekki hefðu ráðið gerðum hennar. Þegar hún greiddi samþykktinni hinn 21. febrúar 1960 atkvæði sitt, steig brezka stjórnin alvarlegasta víxlspor sitt gagnvart Samein- uðu þjóðunum til þessa — og er þá Súez-atkvæðið einnig haft í huga. f Þessi samþykkt fól Samein- uðu þjóðunum að víkja burt og flytja úr landi erlenda liðsfor- ingja, sem voru — og eru enn, í öðru dulargervi — meginstoð stjórnar Tshombes. Til þess að þetta erfiða og hættulega verk mætti takast, þurftu hersveitir SÞ ákveðinn og einiægan stuðn- ing a.m.k. aðildarþjóða Öryggis- ráðsins. Foringi hersveita SÞ (McKeown hershöfðingi) hefur nú skýrt frá því, að svo varð ekki. ■ Samþykktin hinn 21. febrúar var nánast bylting^rkennd og dró margan dilk á eftir sér. Enginn vissi þetta betur en brezka ríkisstjórnin, og enginn hafði jafnmikla andúð á slíkri byltingu. Eigi að síður greiddu Bretar samþykktinni atkvæði sitt. v ★ Brezka stjórnin kjarklaus Þetta frumhlaup varð til þess, að ég bar ábyrgðina á fyrstu hnökrunum, sem fram komu á samþykktinni, 28. ágúst — þegar meira en 200 málaliðs- menn voru handteknir. Frá i þeim degi reyndi brezka sendi- ! nefndin hjá SÞ að víkja mér úr stöðu minni — og þetta studdu í fleiri aðilar — sakir „fljót- : færni“ minnar og „óskynsemi". Nú hefur sú ósk þeirra rætzt. Sá þrándur, sem var í götu „samþýðingar“, er nú úr sög- unni, eins og talsmaður brezku stjórnafinnar komst að orði fyr- Ir skemmstu, „leiðin til samn- inga er nú opin“. Nú berjast menn enn á ný í Katanga, og meðan Bandaríkin veita Sameinuðu þjóðunum raunhæfa aðstoð sína, lætur talsmaður brezku ríkisstjórnar- tnnar sér það um munn fara, að lausnin á Katangavandamálinu fáist aldrei með því að beita valdi. Þessl yfirlýsing er, eins og málum er háttað, bein sviksemi við hermenn SÞ, sem hætta lífi sínu, til þess að vinna að fram- kvæmd þeirrar samþykktar, sem brezku stjómina skorti kjark til að vinna gegn. Allir heiðvirðir menn, hvaða Bugum sem þeir líta á Katanga- málið, hljóta að vera þessu sam- mála. Ef samþykktin samrýmd- ist ekki stefnu stjórnar Hennar Hátignar, á sú hin sama stjóm ekki að gefa sendinefnd sinni fyrirmæli um að greiða henni atkvæði sitt. Ef samþykktirnar samrýmast stefnu brezku stjórn- arinnar (Samþykkt Öryggisráðs- ins 21. febrúar) eða meinlausri stefnu, sem brezka sendinefnd- in hliðrar sér hjá að greiða at- kvæði gegn (Samþykkt Örygg- isráðsins 24. nóvember), þá hlýtur Bretland, sem áþyrgur meðlimur Öryggisráðsins, að styðja á alla lund foringja SÞ og hermenn þeirra, sem ein- ungis eru að framfylgja sam- þykktum Öryggisráðsins. Annað gæti orðið til þess að veikja málstað SÞ. Nú hafa Bretar orðið til þess að rýra málstað SÞ og stofna þeim í voða. Nú- verandi ríkisstjórn í Bretlandi ber þunga ábyrgð á þessu alvar lega ástandi. ic Málaliðsmennimir eru enn í Katanga Sagt er, að ekki hefði átt að fjarlægja málaliðsmennina með valdi; þetta ætti að gera með samningaumleitunum, og ekki skyldi beita valdi, fyrr en „fokið væri í öll skjól“ hve- nær sem það yrði — grund- vallarákvörðun Öryggisráðsins varðandi málaliðsmennina er nú níu mánaða gömul. En Tshombe hefur æ ofan í æ lýst því yfir, að þar séu ekki lengur neinir málaliðsmenn — hann sé nú laus við þá alla. Þess vegna er erfitt að skilja forsendurnar fyrir því, að SÞ geti samið við Tshombe um brottflutning málaliðsmanna. Á hinn bóginn þykist jafnvel brezka stjórnin hvergi trúa Tshombe, hvað þetta snertir. Brezka gtjómin veit eins vel og ég, að málaliðsmennirnir eru þarna enn, og ekki er hægt að flytja þá brott nema með valdi. Með atkvæði sínu í Öryggisráð- inu hefur stjórnin viðurkennt valdbeitingu, og svo, þegar SÞ neyðast til að beita valdi, rjúka Bretar upp til handa og fóta og fordæma valdbeitingu. Allt þetta skiptir SÞ miklu varðandi Kongó, og ætla mætti, að þetta skipti einnig brezku þjóðina miklú, ef henni er á einhvern hátt annt um stjórn sína. Þetta skiptir einnig miklu hina indversku, írsku og sænsku hermenn, sem stofna lífi sínu í enn meiri hættu en ella vegna tvöfeldni brezku stjórnarinnar. * Enginn kali í garð Breta Þetta eru miklar opinberar deilur. Hvað mál mitt snertir, er það heldur veigalítið. Ég kýs á engan hátt, að menn fari með mig sem píslarvott og skipi mig á ný í fyrri stöðu mína eða annað því líkt. Ég finn ekki til persónulegrar andúðar I garð brezku stjórnarinnar né nokk- urs annars. Reyndar hef ég manna sízt ástæðu til þess að sýna brezku ríkisstjórninni eða brezkum embættismönnum neinn kala, því að ég hef ástæðu til að ætla, að brezkir embættismenn hafi einmitt tvívegis borgið lífi mínu, óafvitandi auðvitað. Ég var ekki í Elisabethville hinn 28. nóvember, þegar menn, sem töldu sig undirtyllur Tshombes réðust inn í sam- kvæmi, sem haldið var Thomas Dodd, öldungadeildarþingmanni frá Bandaríkjunum til heiðurs, og léku grátt vini mína, Brian Urquhart og George Ivan Smith. Ég er sannfærður um, að hefði ég verið í þessu sam- kvæmi, væri ég nú ekki á lífi. Ég hef verið kyhntur fyrir Kat- angamönnum í útvarpi Tshombes og blöðum, og sú hugmynd, sem innfæddir gera sér um mig, minnir á ógurlegt skrímsli. Daglegar aðdróttanir Echo du Katanga og Essor du Katanga í minn garð, hlutu beinlínis að hvetja menn til þess að myrða mig. Það var þetta, sem brezki talsmaðurinn átti við, þegar hann sagði, að menn „skorti traust“ í minn garð í Katanga. Þessar undirtyllur Tshombes hefðu því vafalaust gengið af mér dauðum, ef þær hefðu náð í mig — og líklega ekki flýtt sér ýkjamikið. — Ástæðan til þess, að ég var ekki í Elisabeth ville umræddan dag, var sú, að ég hafði verið kallaður til aðal- stöðva SÞ í New York, fyrir forgöngu brezka sendiherrans hjá SÞ, Sir Patricks Dean. ic Hinn dularfulli lávarður Sá, sem öðru sinni bjargaði lífi mínu var Lansdown lávarður, aðalsmaður, sem ég hef ekki heiðurinn af að þekkja. Síðast, er hersveitir SÞ Harðar ásakanir dr. Con- or O’Cruise O’Brien, fyrr- um aðalfulltrúa Samein- uðu þjóðanna í Katanga, á hendur brezku stjórn- inni fyrir „tvöfeldni henn- gagnvart aðgerðum Katanga, ar samtakanna hafa vakið mikla athygli, sem kunnugt er. — Dr. O’Brien hefur gert grein fyrir afstöðu sinni í grein, sem hann ritaði fyrir brezka blaðið Observer, og birtist greinin hér í lauslegri þýðingu og eilít- ið stytt. fyrir aðalritaranum af miklum fjálgleik. Ég var um þetta leyti í Elisa- bethville, og þær fregnir, sem bárust frá Leopoldville voru farnar að valda samstarfsmönnr um mínum og mér miklum heilabrotum. Enn er ótímabært að segja hina undarlegu sögú —eins og ég kann hana — af því, sem kalla mætti fyrsta bar- dagann í Katanga, og hvað olli honum. Það mun koma að því. Það verður að nægja að segja, að okkur fannst hljóta að vera um að ræða alvarlegan mis- skilning milli okkar og Hamm- arskjölds, þótt við gerðum okk- ur ekki grein fyrir eðli þessa misskilnings. Það var miklu síðar, og langt frá Elisabethville, sem ég komst að því, mér til skelfingar, hversu mikill sá misskilningur hafði verið. Þegar bardagar O’Brien hefir ekki aðeins beint spjótum. sínum að Bretum. Haim hefir einnig sakað. Frakka um að vinna gegn SÞ í Katanga, vegna eiginhags- muna ýmissa hátt settra manna, sem eigi hlut íl Belgíska námafélaginu, erl rekur hinar miklu koparnánv j ur í Katanga. — Skopmyndj [þessi er úr „New Statesman“j í Lundúnum og sýnir hug-J mynd skopteiknarans Vicky^ um það, hvernig „samstarf“j Breta og Frakka (Macmillansj og de Gaulle) við SÞ (O’-j Brien) hefir verið . . . börðust í Katanga, virðist Lansdown lávarður hafa ver- ið í Leopoldville — til þess að aðstoða Hammarskjöld með því að spyrja hann, hversu marga fastameðlimi Öryggisráðsins hann gæti leyft sér að móðga. Lansdown lávarður, sem fór til Kongó sem varautanríkis- ráðherra, hafði tvennt á prjón- unum, ef ekki meira. Eitt var, að aðalritari SÞ skyldi fljúga til Ndola í Norður-Ródesíu til fundar við Tshombe, sem þá storkaði Öryggisráðinu og her- deildum SÞ. Annað var að koma mér á kaldan klaka. Þetta reyndi hann að predika stóðu sem hæst, var það eina ósk mín að fá að tala við Hammarskjöld. En það hefði ekki þótt sæma mér sem full- trúa SÞ, að hverfa brott úr Elisabethville, einmitt, þegar bardagarnir voru ákafastir. Ég hafði ekki hugmynd um Lans- down lávarð, né veru hans í Leopoldville. Við höfðum öðrum hnöppum að hneppa í Elisabeth ville um þetta leyti. Eitt var það, sem olli okkur áhyggjum, en það var, að þot- urnar, sem koma áttu frá Eþí- ópíu, höfðu ekki komið fram. Við komumst síðar að því, að þær höfðu verið kyrrsettar í Entebbe í Uganda, þar sem ny- lendustjórnin taldi ýmisleg tæknileg vandkvæði á því að hleypa þeim úr landi. Annað það, sem okkur var ofarlega 1 huga, voru örlög írsku herdeildarinnar í Jadot- ville. Við höfðum orðið, fyrir þrábeiðni belgísku, frönsku og brezku ræðismannanna í Elisa- bethville, að stofna þessari her- deild í bráða hættu, vegna þess, að Jadotville er í nágrenni Shinkolowbe, þar sem hersveit- ir Katangastjórnar höfðu aðset- ur sitt — um 2.000 manna lið, allvel þjálfað. Evrópskir íbúar Jadotville, sem ekki voru í neinni hættu, höfðu tekið á móti verndurum sínum með ókvæðisorðum, háðs- yrðum og hnútum og höfðu gert sitt til þess að egna Afríkubúana gegn írunum. Her- deildin var nú yfirbuguð af ofurefli liðs. it Undarleg fyrirmæli Enn eitt, sem olli okkur á- hyggjum, var hið furðulega ráð- leysi og hik, sem lesa mátti úr skeytum frá Leopoldville — og stakk það sannarlega í stúf við það, sem áður hafði verið. Það var ekki einungis, að reynt væri að draga úr okkur kjarkinn, heldur fékk allt, sem bar nokk- um keim af frumkvæði af okk- ar hálfu, neikvætt svar. Ég vissi, að allt það, sem við höfðum gert, var á allan máta samkvæmt fyrirmælum frá bækistöðvum SÞ í Leopoldville, og ég vissi, að Hámmarskjöld var harður í hom að taka, ef einhver fór ekki í einu og öllu eftir fyrirmælum yfirboðara sinna, og einmitt þess • vegna skildi ég ekki dræmnina í skeytunum. Sama má segja um samstarfsmenn mína, bæði í hernum og utan, sem þá vissu það, sem ég vissi. Einmitt þess vegna skildi ég engan veginn afstöðu Hammarskjölds. Mér var þá alls ekki rótt innan- brjósts, en um það leyti réð Tshombe lögum og lofum í lofti. Þotur okkar voru enn í Entebbe. Ég er ekki viss um, hvort það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.