Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. des. 1961 Otgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áTöm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HLUTLAUSU RIKIN SÆKJA UM AUKAAÐILD t’ins og Morgunblaðið ** skýrði frá í gær, hafa hlutlausu ríkin þrjú, Sví- þjóð, Austurríki og Sviss, sótt formlega um aukaaðild að Efnahagsbandalagi Ev- rópu. Með inntökubeiðni þessara ríkja hafa öll ná- grannalönd okkar í Vestur- Evrópu sótt um einhverskon- ar aðild að efnahagsbanda- laginu nema Noregur og Finnland. Gert er ráð fyrir, að Nor- egur muni sækja um fulla aðild að efnahagsbandalag- inu innan skamms, en Finn- land mun að öllum líkindum ekki treysta sér til að æskja neinnar aðildar að svo komnu máli, vegna póli- tískra og efnahagslegra þ-vingana Rússa. Við þessi tíðindi verður enn brýnna að íslendingar hraði athugunum sínum, ekki sízt þegar hliðsjón er höfð af því, að umræður um verzlun með sjávarafurðir iiman bandalagsins munu hefjast í næsta mánuði, en á miklu hlýtur að velta fyrir dkkur að geta haft áhrif á niðurstöður í þeim efnum. Eins og margbent hefur verið á, er að sjálfsögðu við mikil vandamál að etja fyrir okkur, ef við ákveðum að gerast aðilar að efnahags- bandalaginu í einhverri mynd, þótt þau séu sjálf- sagt meiri, ef við stöndum utan bandalagsins. En meginatriðið er að kanna til fullnustu með hvaða skilmálum við gætum orðið aðilar. Svar við þeirri meginspurningu fæst þó væntanlega ekki nema við sækjum um aðild og fáum þannig beint samband við Efnahagsbandalagið og samn ingsaðstöðu við það. Ákvörð- un um inngöngu þurfum við hinsvegar ekki að taka fyrr en í ljós kemur eftir þær umræður, hver staða okkar yrði. GUMMÍBJÖRGUN M ARBÁTARNIR TT'réttatilkynning frá Slysa- * varnafélagi íslands um strand mb. Geirs goða, sem birt var hér í blaðinu í gær, hlýtur að vekja mikla at- hygli. í tilkynningu þessari segir, að skipverjar á mb. Munin hafi ætlað að fara áhöfninni á Geir goða til hjálpar, „og skotið út gúmmí bát sínum, sem strax þandist út, þegar kippt var í snúr- una, en um leið slitnaði snúr an, svo bátinn rak frá, en annan bát höfðu þeir ekki“. Og í niðurlagi fréttatilkynn- ingarinnar er komizt svo að orði: „Þess skal getið, að björgunarbáturinn af Geir goða bilaði, þegar hann var blásinn út, og voru þarna báðar áhafnir orðnar gúmmí- bátalausar, ef á þeim hefði þurft að halda“. Þessar athugasemdir frá Slysavamafélagi Islands hljóta að vekja menn til um- hugsunar um gúmmíbjörgun- arbátana og ástand þeirra. Aldrei verður hægt að brýna nógu rækilega fyrir þeim, sem ábyrgð bera á því að bátarnir séu í lagi, hve nauð- synlegt er að vanræksla eigi sér ekki stað. íslenzkir sjó- menn verða að læra að fara með þessa báta, því aldrei er að vita hvenær þeirra er þörf. Þeir geta auðveldlega bjargað mörgum mannslíf- um, ef slys ber að höndum. En ef þeir eru ekki í lagi eða sjómennirnir kunna ekki með þá að fara, geta þeir átt þátt í stórslysum. Það er því fullkomin ástæða til þess að hafa eftir- litið strangt og nákvæmt, svo hvorki sé hægt að kenna vankunnáttu eða vanrækslu um, ef slys ber að höndum. Þetta er auðvitað fyrst og fremst hagsmunamál sjó- mannanna sjálfra, og ættu þeir að taka höndum saman um að læra meðferð bátanna og sjá svo um að þeir séu ætíð í lagi, ef á þarf að halda. BÆKUR OG RITDÓMAR TVTú munu flestar eða allar þær bækur, sem koma eiga út fyrir jólin hafa séð dagsins Ijós. Bókaútgáfa hef- ur verið mikil og komu fyrstu jólabækurnar á mark- að óvenjusnemma að sögn bóksala. Sumar þessara bóka eiga vafalaust eftir að gegna merkilegu hlutverki í menn- ingarlífi íslendinga, aðrar gleymast eflaust fljótlega eins og gengur. Jólabækurnar kalla á rit- dóma eins og aðrar bækur, sem gefnar eru út. Ritdóm- arnir eru auðvitað misjafnir að gæðum, ekki síður en bækurnar sjálfar. Margir eru kallaðir að skrifa ritdóma, þó ekki séu þeir allir útvaldir. Nokkrir fastir ritdómarar starfa við dag- FYRIR skömmu lauk Phil- harmoniuhljómsveitin í Berl- ín fjögurra vikna hljómleika- ferð um Bandaríkin og Kanada. Af ummselum gagn- rýnenda má sjá að aðsókn að öllum tónleikum hljómsveit- arinnar var gífurleg og við- tökur forkunnargóðar — einn þeirra segir, að lófaklappi hafi ekki linnt alla ferðina. Eftir nokkurra ára lægð hefur hljómsveitin nú aftur náð sessi sínum meðal hinna framstu sinfóníuhljómsveita heimsins, en stjórnandi er Herbert von Karajan. Þetta er þriðja hljómleika- ferð hljómsveitarinnar til Bandaríkjanna síðan Karajan tók við stjórninni. Fyrsta ferð in var farin árið 1955, aðeins fjórum mánuðum eftir að Karajan tók við stjórninni, næsta ferð árið eftir — og í bæði skiptin Olli hljómsveitin óskaplegum vonbrigðum. Það var mál manna, að leikurinn væri að vísu nákvæmur og fág aður en of sterkur, líflaus og hljómurinn máttlaus. En nú var hljómsveitin sem ný. — Hljómurinn enn nokkuð þung ur, en jafnframt þrunginn lífs krafti. Segja gagnrýnendur einu hafi gilt hvort leikin voru verk eftir Beethoven, Ravel eða Bruckner — allt hafi ver- ið eins ög bezt varð á kosið. ★ Það var hreint ekki auðvelt fyrir Herbert vön Karajan að taka við stjórn Philharmoníu- hljómsveitar Berlínar eftir lát hins frábæra hljómsveitar- stjóra Wilhelms Furtwanglers. Hljómsveitarmenn kusu hann sem stjórnanda sinn einungis af því enginn betri fannst. En þeir höfðu ekki ýkja mikla trú á honum, svo ekki sé beinlínis sagt, að þeir hafi haft á honum lítilsvirðingu því að Karajan hafði orð á sér fyrir að vera „Playboy", naut þess að hlusta á jass engu síð- ur en sígilda músik og nútíma Karajan músik, elskaði kappakstur og skemmtisnekkjur. Fyrsta verkefni Karajans var að vinna traust þessa vandláta liðs, sem hann átti nú að stjórna og vinna úr hið bezta. Á fyrstu æfingunni sagði hann: Nú leikum við eins og þið hafið alltaf gert. Og hann sýndi trú sína á hljómsveitinni með því að fara fleiri hljóm- leikaferðir en áður höfðu ver- ið farnar, láta leika inn á fleiri hljómplötur en áður — þó svo hann væri og sé meiri störfum hlaðinn en flestir hljómsveitastjórar. Meðal veigarrtestu starfa hans má nefna, að hann er einn af for- Frh. á bls. 23 >löðin, og er mikið annríki íjá þeim að vonum. En rit- lómurum skýtur upp á ólík- egustu stöðum og er þá mis- afn sauður í mörgu fé. — Blöðunum berast ógrynnin jll af allskonar ritdómum og íefur Morgunblaðið neyðzt ;il þess að fara þá leið að nrta aðeins einn ritdóm um íverja bók. Hefur þetta itundum valdið vonbrigðum, :n höfundar og bókaútgef- :ndur sætt sig við orðinn d u t. ...... Ýmsir þeir ritdómarar sem koma fram á sjónarsviðið fyrir jólin, taka starf sitt vafalaust fðstum tökum, enda á nafn þeirra að vera trygging fyrií því, að þeir vilji standa við orð sín á prenti. Því er aftur á móti ekki að leyna, að aðrir rit- dómarar líta ekki alvarleg- um augum á þetta starf sitt. Þeir láta aðeins tilleiðast að gera vini eða kunningja greiða, eins og sagt er. Slík afstaða til bókmenntagagn- rýni er fordæmanleg. Blöðin og lesendurnir verða að gera þær kröfur til þeirra manna, sem ganga fram á sjónar- sviðið að ritdæma bækur, að þeir geri það af stakri sam- vizkusemi og virðingu fyrir skrifuðu máli. Með menning- arþjóðum hefur það verið talin sérstök list að skrifa réttláta ritdóma, sem byggj- ast á heiðarlegu mati og ná- kvæmum rannsóknum, en hvorki á persónulegri óvild, vináttu eða pólitísku mati, eins og oft á sér stað hér á landi. Auðvitað getur góðum ritdómurum skjátlazt eins og öðrum mönnum, en þá kemur tíminn og jafnar metin. Við hann getur eng- inn ritdómari ráðið. Það er flestra mat, að bók- sala hafi sjaldan verið jafn- mikil fyrir jólin og hún nú er. Eru það gleðilegar frétt- ir og sýna, að íslendingar kunna enn að meta góðar bækur og ekkert er þeim jafnkærkomin gjöf og bók, sem er einhvers virði. Sú staðreynd er uppörvandi og lofar góðu fyrir framtíð þeirrar bókmenningar, sem við höfum hlotið í arf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.