Morgunblaðið - 21.12.1961, Síða 23

Morgunblaðið - 21.12.1961, Síða 23
Fimmtudagur 21 des. 1961 MORCVNBLAÐIÐ 23 Portúgalir frysta indverskar eignir Tólf nýir knaitspyrnmdómarai ÍÞRÓTTABANDALAG Vest- mannaeyja, en íormaður þess er Valdimar Kristjánsson geilckst nýlega fyrir námskeiði fyrir knattspyrnudómara. i Þátttaka var góð og áhugi mik 111. Kennari var Sigurjón Jóns- Eon. Prófdómarar ásamt Sigurjóni voru þeir Ólafur Erlendsson og Sigursteinn Marinósson. Ólafur hefir um fjölda ára ver ið aðaldómari Vestmannaeyinga og notið óvenjulegra vinsælda fyrir starf sitt, sem knattspyrnu dómari. Sigursteinn hefir dæmt í nokkur ár og nýtur hann mikils trausts fyrir sín störf. Það hefir verið mikil vöntun á knattspyrnudómurum í Vest- mannaeyjum til þessa, en vonandi verður nú nokkur breyting á því að loknu námskeiðinu, en þar luku þessir tólf menn prófi: Standandi frá vinstri: Þor- steinn Eyjólfsson, Björn B. Guð- mundsson, Sigursteinn Marinós- son, Sigurður R. Jóhannsson, Bjarni Baldursson, Viiktor B. HelgaSon, Borgþór E. Pálsson, Eggert Sigurlásson, Björn Bald- vinsson, Marteinn Guðjónsson. Sitjandi frá vinstri: Helgi Sig urlásson, Ólafur Erlendsson, Sig urjón Jónsson, Valdimar Krist- jánsson og Ellert Sölvason. Lissábon, Nýju Delhi og New York, 20. des. PORTÚGALSKA stjórnin til kynnti í dag, að frystar yrðu allar eignir indverskra manna í löndum Portúgala. Kemur þessi ráðstöfun harðast nið- ur á Indverjum, búsettum í nýlendunni Mozambique. Frá Goa berast fáar fregnir í dag, annað en að þar sé allt með kyrrum kjörum og íbúar lifi dag- legu lífi sínu eins og þeir eru vanir. Tilkynnt var í Nýju Delhi í dag að Da Silva, landstjóri Portúgala í Goa hefði verið liand tekinn og sseti í gæzluvarðhaldi. Segir í tilkynníngunni, að hann njóti þeirrar kurteisi, sem beri manni í hans stöðu. Blaðamönnum hefur verið til- kynnt, að þeir fái ekki að fara inn í Goa fyrr en eftir firnm eða sex daga. Fréttaritari Reuters hefur eftir áreiðanlegum heimlidum að Portúgalar hafi óskað eftir því, að innrásin í Goa verði rædd á ráðherrafundi Atlantshafsbanda- lagsins. Krishna Menon, landvarnarráð herra Indlands kom til New York í dag. Hann hyggst gera Samein- uðu þjóðunum grein fyrir skoð- unum stjárnar sinnar varðandi Góa. Meron sagði við fréttamenu á flugvellinum í New York að honum yrði ekki skotaskuld að færa traust rök að skoðunum stjórnar sinnar. Sagði hann ekki rétt, að tala um hernaðaraðgerð- ir í Gór, — þetta litla landsvæði hefði aðeins „sameinazt fóstur- jörðinní". Deiiunni um Góa væri nú lokið. Menon sagði, að stefnu Ind- lands í alþjóðamálum yrði ekki á nokkurn hátt breytt. Þeir hefði reynt samningaleiðina í Góa í 1S ár, en Portúgalar hefðu ekki ver- ið viðmælandi. Er Menon var spurður um álit sitt á hótunum Súkarnos Indónes íuforseta um að grípa til vopna i hollenzku Nýju-Guineu, sagði hann Indónesa hafa margt til síns máls í þeirri deilu, — en vildi ekki ræða málið frekar. — Vikukaup r Framh. af bls. 24. andi tímakaup skuli margfald- að með 46.28. Vikukaup verka- inanna á lægsta texta Dagsbrún ar verður samkvæmt þessu kr. 1.052.41. Á þennan hátt verða jöfn árslaun vikukaupsmanns og tímakaupsmanns, sem vinn- ur alla virka daga og fær að- eins greitt kaup fyrir þá. Mun- urinn er hins vegar sá, að viku- kaupsmaðurinn fær nokkuð lægra kaup þær vikur, sem engin úrtök eru úr vegna helgi- daga, en heldur svo því kaupi óbreyttu hinar vikumar, sem belgidagar eru L l Yfirvinna beggja er sú sama sem verið hefur og vanræktar vinnustundir vikukaupsmanns dragast frá vikukaupinu með sömu tölu, þ.e. viðkomandi tímakaupi. 1 Samkomulag það sem undir- ritað hefur verið í dag um þetta efni er í heild svohljóð- andi: t, Samkomnlag ' ' Með vísun til yfirlýsingar að- ila um vikukaup verkamanna í samfelldri vinnu, dags. 29. júní 1961, hafa Verkamannafélagið Dagsbrún og Vinnuveitendasam- band íslands komið sér saman um eftirfarandi: 1. Fast vikukaup skal greiða ' verkamönnum, sem verið hafa á tímakaupi í samfelldri vinnu, svo sem pakkhúsvinnu hjá skipaafgreiðslum, stjórn- endum ílutningatækja, verk- stæðisvinnu, vinnu hjá föst- um afgreiðslum o. s. frv. 1 Á hinn bókinn er ekki skylt en þó heimilt að greiða fast vikukaup fyrir vinnu í fiskvinnslustöðvum, bygging- arvinnu, vinnu við afgreiðslu skipa, sbr. þó 1. mgr., lausa- vinnu margs konar o. s. frv. í Aðilar eru sammála um að í hvorug framanritaðra upp- / talninga er tæmandi. ( 2. í þá vinnu, sem hér er talin samfelld og greiða á með föstu vikukaupi, er þó heimilt að ráða menn á tímakaupi í Igripavinnu og þá vinnu, sem fyrirsjáanlegt er að stendur eigi lengur en einn mánuð. 3. Eftirfarandi reglur skulu , gilda um launaútreikning viku { kaupsmanna: " ^ a. Hið fasta vikukaup finnst með því að margfalda tíma- kaupstaxta viðkomandi starfs greinar með 46.28. b. Verkamenn, sem vinna jöfnum höndum störf, sem greidd eru með mismun- andi tímakaupstöxtum skulu fá greitt vikukaup í sam- ræmi við lægsta taxta, sem þeir vinna fyrir að stað- aldri. Fyrir hverja vinnustund við hærra greidd störf skal greiða mismun þeirra í tímakaupstaxta, sem um er að ræða í hverju tilfelli. 4. Fyrir hverja vanrækta vinnu- stund eða hluta úr vinnustund dregst viðkomandi tímakaup í starfsgreininni frá vikukaup- inu. 5. Eftirvinna greiðist með 60% álagi á dagvinnutímakaupið í hverri starfsgrein en nætur- og helgidagavinna með 100% álagi. 6. Vikukaupsmaður skal hafa 7 daga uppsagnarfrest frá störf- um, nema hann eigi lengri uppsagnarfrest að lögum. Uppsagnarfrestur er gagn- kvæmur. 7. Að öðru leyti en að framan greinir gilda ákvæði hins al- menna samnings aðila um kjör tímakaupsmanna. Samkomulag þetta tekur gildi þegar í stað og munu verka- menn í þeim starfsgreinum, sem vikukaup skal greiða i, njóta þess við launaútreikning fyrir komandi jólaviku. Vmf. Dagbrún og Vinnuveit- endasamband íslands er ljóst að margvísleg vafaatriði og tak- markatilfelli eru líkleg til að koma í ljós og munu þessir að- ilar hafa náið samstarf um lausn þeirra. Verkamannafélagið Dagsbrún, Vinnuveitendasamband Islands. Þingsálykfunartillaga urn rannsókn áhl utd eil d atvinnuveganna ÚTBÝTT hefur verið á Alþingi þingsályktunartillögu frá Jónasi Péturssyni og Bjartmari Guð- mundssyni um rannsókn á eftir- töldum atriðum: 1. Hluta hverrar atvinnu- greinar í þjóðartekjunum, svo sem landbúnaðar, fiskveiða, iðn- aðar og þjónustustarfa alls kon- ar. —i 2. Skiptingu þjóðarinnar eft- ir atvinnu, þ. e. mannfjölda, sem starfar við hverja atvinnu- grein og framfæri hefur af henni og hvers konar þjónustu- störfum. 3. Heildarfjármagni, sem bund ið er í atvinnuvegunum hverj- Lítið kvenmanns reiðhjól 24/-1 sinnum % með bláum og hvítum hnakk var tekið fyrir utan Morgunblaðið í gærkvöldi. Finnandi vinsam- jega hringi í síma 34164. — Fundarlaun. um um sig, notkun rekstrar- fjár, þætti ríkis og lánastofnana í verðmætasköpuninnL í greinargerð segir m. a.: „Við leggjum á það ríka áherzlu, að sú rannsókn, sem við viljum að gerð verði, geti farið fram sem fyrst. Niður- stöður hennar skapa grundvöll fyrir réttu mati á efnahagslegu gildi atvinnuveganna, eiga að fyrirbyggja sleggjudóma, van- mat eða ofmat, kryt og ofsjón- ir. Hún á að styðja að því, að gagnkvæmur skilningur ríki meðal fólksins í landinu, hvaða störf eða verkefni sem það hef- ur með höndum“. — Nýia Guinea Frh. af bls. 1 villidýr hafast við og vandklifin fjöll. Búast má við, segir frétta- ritarinn að Hollendingar veiti m,un harðari mótspyrnu en Portú- galar gerðu í Góa, þeir hafa öfl- ugan herstyrk bæði á landi og sjó, þótt ekki sé hann mikill að vöxtum. Hollendingar gera ekki ráð fyrir að fá aðstoð banda- manna sinna í Atlantshafsbamda- laginu eða annara, segir frétta- maður AP, þó er vitað að Ástra- líumenn eru síður en svo hrifnir af kommúnistadekri Indónesa og verða þess ekki fýsandi að iá þá nær sér en orðið er. Hinsvegar er vitað, að Súkarno er reiðubúinn að beita sterku og fjölmennu herliði til þess að „frelsa Irian“ úr hönduim Hol- lendinga. Honum er fullljóst við hverja erfiðleika verði að etja og þvi við þeim búinn. Fregnir bárust í dag um, að forystumenn Papúa, hefðu lýst yfir því, að þeir myndu hefja sterkan skæruhernað gegn Indó- nesum ef þeir reyndu að taka hollenzku Nýju-Guineu. ■— Menn þessir dveljast í Hollandi ásamt fleiri fulltrúum frá Hollenzku Nýju-Guineu, sem ráðgera við hollenzku stjórnina aðgerðir til undirbúnings sjálfstæðis lands síns. Er almenn afstaða nefndar- manna, að krefjast sjáltfstæðis til handa hollenzku Nýju-Guineu. Þeir telji ekki ástæðu til að vænta þess, að Indónesar tryggi sjálfstæði þeirra nokkru betur en Hollendingar hafi gert til þessa. Irski hershöfðinginn Sean McKeown, yfirmaður herliðs SÞ í Kongó, tekur á móti dr. Ralph Bunche (til vinstri við McKeown) aðstoðarfram kvæmdastjóra SÞ, við komu hans til Leopoldville s.l. fimmtudag. Til hægri er Joseph Mobutu hershöfðingi yfirmaður Kongóhers. Maðurinn lengst til vinstri er Joseph lleo fyrrverandi forsætisráð herra Kongó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.