Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. des. 1961 CTtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavik. f'ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: iðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. KLAUFALEG TILRAUN TIL AÐ EGNA TIL ÓFRIÐAR rins og kunnugt er hafa stjórnarandstæðingar hamrað á því, allt síðan gengislækkunin var gerð í sumar, að hún hefði til einsk is gagns verið fyrir útgerð- ina og jafnvel henni til tjóns. Auðvitað eru þessar fullyrðingar fjarstæða, en hitt er rétt, að gengisfelling- in var höfð eins lítil og frek- ast mátti verða til að hagur útgerðarinnar væri tryggður. Nú eru kommúnistar aftur komnir á verkfallsbuxurnar og í gær segir blað þeirra í forsíðugrein, að útgerðin hagnist svo gífurlega vegna gengisfellingarinnar, að grundvöllur sé til að breyta hlutaskiptasamningum. Þar með á sýnilega að leggja á hilluna áróður þann um tjón útgerðarinnar af gengisfell- ingunni, sem kommúnistar með Lúðvík Jósefsson í broddi fylkingar hafa haldið fram allt fram á þennan dag. Eins og áður sagði var gengisfellingin höfð eins lítil og frekast var unnt, án þess að útgerðin stöðvaðist, og þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir að hlutaskipti breyttust ekki henni í óhag, enda eru þau sannast sagna orðið með þeim hætti, að hrein fásinna er að nefna breytingu þeirra sjó- mönnum í hag. Það viður- kenna allir, sem eitthvert vit hafa á. Af grein Þjóðviljans verð- ur því ekki annað ráðið, en hún miði að því að sverta Lúðvík Jósefsson og sýna kommúnistum, að þrátt fyr- ir allt hafi Einar Olgeirsson yfirráð yfir kommúnistamál- gagninu og geti látið það reka þveröfuga pólitík við það sem Lúðvík hefur gert. Hann hefur sagt, að útgerð- in hafi ekkert hagnazt á geng isfellingunni, heldur miklu fremur skaðazt á henni. Nú vill Einar sýna vald sitt til að halda fram hinni gagn- stæðu skoðun og kenna síðan Lúðvík um, að ekki hafi tek- izt að fá sjómenn í verkfall, vegna þess að áður hafi þeim verið sagt, að hagur útgerð- arinnar hafi með gengis- breytingunni verið gerður verri en síðasta ár, þegar hún þó skilaði litlum eða engum hagnaði. „FYRIR NÁÐ FRAMSÓKNAR" Að undanförnu hafa Fram- sóknarmenn á þingi tryggt kommúnistum sæti í Norðurlandaráði, en kosning- •--------------------------- um hefur verið hagað þann- ig, að þrír hafa verið kosnir í neðri deild og tveir í efri deild. Að þessu sinni var kjörið í Norðurlandaráð, eins og aðrar nefndir, á samein- uðu þingi, með samþykki allra þingflokka, og voru all- ir sömu menn kjörnir og áður. Eftir á segir Tíminn, að þetta hafi verið gert til að tryggja kommúnistum sæti í Norðurlandaráði, rétt eins og menn eigi að trúa því að Framsóknarmenn hafi nú haft í hyggju að láta af stuðn ingi sínum við kommúnista að undanförnu. En blað kommúnista vík- ur að þessu máli í gær og á sjálfsagt kollgátuna, þegar það segir: „Eða langaði blaðið (Tím- ann) til þess að Alþýðu- bandalagið fengi ekki full- trúa vegna þess að það átti rétt á honum — heldur fyrir náð Framsóknar?“ Eina skýringin á þessari síðbúnu afstöðu Framsókn- arflokksins er sú, að hann hafi hugsað sér að njóta einhvers góðs af því að „semja“ við kommúnista og má raunar segja, að Fram- sóknarflokknum hefði ekki verið það of gott, ef hann hefði langað til að niður- lægja sig ennfrekar á þann veg. í RÉTTA ÁTT ITm langt skeið hefur Morg- unblaðið barizt fyrir því að látið yrði af verkfalla- stefnunni og í stað þess tek- in upp kjarabótastefna til að bæta hag launþega. Lengi vel daufheyrðust kommúnistískir forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar við þessum ábend ingum, enda voru þeir svo samdauna verkfallastefnunni að í flokkssamþykkt kölluðu þeir félög þau, sem þeir ráða, verkfallahreyfinguna. Nú virðist hins vegar nokkuð vera að rofa til í þessum málum. Ein af meg- inkröfum Morgunblaðsins hefur verið sú, að gangskör yrði gerð að því að bæta vinnuhagræðingu og hag- kvæmni í rekstri með heil- brigðu samstarfi launþega og vinnuveitenda. Allir flokkar Alþingis hafa nú samþykkt þingsályktunartillögu, sem lýtur að þessu, og þegar hef- ur verið kosin nefnd til að undirbúa málið. Þá hefur Morgunblaðið margkrafizt þess, að gang- NJOSNASKIP EFTIRFARANDI grein birtist nýlega í Kaup- mannahafnarblaðinu In- formation undir fyrirsögn- inni: Aðeins 50 njósnaskip í Sovétflotanum. — Mikið hefur verið skrifað í ís- lenzk blöð um ferðir rúss- neskra togara við ísland og þá sérstaklega í nánd við radarstöðvarnar, og er fróðlegt að sjá hvað Dan- ir álíta um þessi mál. í grein Information / segir: Sovétflotinn heldur í dag úti 50 fiskiskipum, sem „njósnaskipum“. — Þessi „Kaganovitch-skip“, eins og sérfræðingar upp- lýsingaþjónustunnar nefna þau, eru um 1000 lestir að stærð og sigla undir verzl- unarfána. Þau eru sérstak- lega vel búin radíó- og radartækjum og notuð bæði til radíóhlustunar og til að fylgjast með NATO- flotanum á æfingum. t>að er velþekkt staðreynd að Sovéttogarar eru ávallt n á 1 æ g i r þegar herskip Atlantshafsbandalagsins eru við æfingar. Og í einu til- felli, fyrir hálfu öðru ári, hafði einn Sovéttogari svo mikinn áhuga á Polaristil- raunum Bandaríkjamanna að minnstu munaði að hann yrði á undan bandarísku her skipunum á staðinn, þar sem trjóna eldflaugarinnar lenti í sjónum. Kaganovitch-skipin eru af sömu gerð og með samskon- ar útbúnaði og raunverulegu fiskiskipin. I>au setja venju- lega ekki loftnetsútbúnað sinn upp fyrr en þau eiga að fara að „vinna“. Starfsmenn flotans hafa litið þannig á að allir Sovét- <| togarar hefðu njósnahlut- ^ verki að gegna. En eftir nán ^ ari athuganir, sem hafa leitt « í ljós að það eru aðeins 50 ^ skip, sem hafa þetta sérstaka hlutverk, er helzt svo að sjá sem hin skipin stundi raun- % verulegá fiskveiðar. J* En ef njósnaskipin þurfa ^ að villa cf sér sýn geta skip- <@ stjórar þeirra kallað í fiski- & skipin og látið þau leggjast % í nánd við njósnaskip. Venju ^ lega vinna njósnaskipin ein é nálægt ströndum NATO- % Jandanna við staðsetningu £ radar- og radíóstöðva og, *> þar sem það er unnt án þess ^ að vekja grun, að botnmæl- ingum við innsiglingar að flotastöðvum Atlantshafs- bandalagsins. Það hefur ein- staka sinnum komið fyrir að sovézk Kaganovitsch-skip hafa leitað inn á flotahafnir undir því yfirskini að þau væru með bilaðar vélar eða eitthvað þessháttar. Þrátt fyrir það að stjórn- um flotastöðvanna hafi verið fullkunnugt um tilgang skip- anna, hafa þær ekki haft möguleika til að skipta sér | af skipunum þar sem verzl- unarfáninn veitir þeim leyfi til að leita neyðarhafnar sam kvæmt alþjóðasiglingalögum. Ti/vist í Brighton Brighton, 13. des. — FRÉTTARITARI blaðsins í Brighton & Hove í Englandi send ir þessa fregn um tízkudansinn nýja, Twist . skör yrði gerð að því að tryggja sem flestum verka- mönnum vikulaunagreiðslur. Á því máli höfðu kommún- istar lengi lítinn áhuga, en við kjarasamninga í sumar var þó sett ákvæði um þetta, og hefur nú loks tekizt að ná fram þessum sjálfsögðu úr- bótum fyrir verkamenn. Nú þarf að vinna rösklega að því að ganga sem lengst á kjarabótaleiðinni, m. a. með ákvæðisvinnufyrirkomu- lagi og . samstarfsnefndum launþega og vinnuveitenda. Tíminn til að hrinda slíkum úrbótum í framkvæmd er hinn hagkvæmasti, því að kaup hækkar almennt sjálf- krafa í vor um 4%, og þess vegna getur ekki komið til mála, að launþegasamtök hefðu hag af vinnudeilum nú. ' Vinnufriður á því að vera tryggður a.m.k. í 1V2 ár, en hann er forsenda fyrir því að heilbrigt samstarf geti náðst, svo að málum þessum verði hrundið fram. Nýr dans hefur skotið upp koll- inum í Englandi og er kallaður Twist. Aðeins er hægt að dansa hann eftir tveimur dægurlögum, sem bæði hafa það sameiginlegt að vera taktföst, hröð og sung- in, en textinn er samsetning upp hrópana og leiðbeininga um hvernig skuli danSað. Dans þessi er að þvi leyti frábrugðinn því sem við eigum að venjast, að hann er aðeins „dansaður" með líkamanum en fæturnir eru hreyfðir eins lítið og hægt er. Svo engjast unglingar eftir þessu og meistarar i listinni leggj ast í gólfið og veltast þar um með krampakenndum teygjum í takt við lagið. Þau tvö lög, sem twistað er eftir, hafa verið efst á vinsældar lista enskra unglinga um svo langt skeið, að menn eru farnir að halda að þetta verði arftaki rokksins, sem allt setti á annan endan um árið. Tíðindamaður blaðsins í Brigh- tön í Englandi, brá sér fyrir skömmu inn í einn þeirra klúbba sem stofnaðir hafa verið í kring um þetta nýja fyrirbrigði. Þar voru samankomnir ca. sjötíu ungl ingar í gallabuxum og leðurjökk um, stúlkurnar stuttklipptar en piltarnir síðhærðir. Flestir þarna inni voru reykjandi, en þar sem lágt var undir loft og loftræsting engin var andrúmsloftið gjörsam lega óbærilegt óvönum. Flestir voru i svitakófi eftir ,dans“, en þegar lagið hljómaði hina mi-klu áreynslu við síðasta aftur, rak lýðurinn upp óp og þusti út á gólfið og hélt áfram að engjast þar sem frá var horf- ið. — Lúlli. Moss Hart látinn Palm Spring, Kalifornia 20. des: — AP LEIKRITAHÖFUNDURINN Moss Hart lézt í dag á heimili sínu í Palm Spring. Hann var 57 ára að aldri. Hart hafði fengið hjartaslag fyrir rúmu ári, er hann vann að uppsetningu söngleiksins „Cam- elot“ í Toronto í Kanada — en sá leikur var eftir þá Hart, Alan Lerner og Frederick Loewe. Moss Hart ólst upp í sárri fá- tækt. Faðir hans var brezkur Gyðingur — rak vindlaverk- smiðju með litlum eða engum hagnaði. Afleiðingin var sú, að Hart varð að hætta skólagöngu 12 ára að aldri og hjálpa til að vinna fyrir brauði fjölskyldunn- ar. Undir 1930 hóf hann leikrit- un fyrir alvöru — fyrst í sam- vinnu við Kaufmann en síðar við Loewe. Meðal söngleikja þeirra félaga má nefna „Once in a lifetime“ (Hart-Kaufman) „My fair lady“ Og „Camelot“ (Hart- Loewe) Og ásamt Irving Berlin skrifaði hann „Face the Musio Og „As Thousands Sheer“. Alls samdi Hart 22 leikrit, ým- ist einn eða í félagi við aðra. Á sl. ári kom út upphaf ævi- sögu Harts „Act one“, sem varð metsölubók í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.