Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 1
24 siður nrginnMaM^ 48. árgangur 290. tbl. — Fimmtudagur 21. desember 1961 Prentsmiðja Morg .nblaðshis Rússneski sendi- herrann í Guineu :-:>>W"N£>:*5™ farínn he'm til Moskvu )< París og Gonafcry, Guineu, 20. des. AP. FREGNIR bárust um það í dag, aö sendihcrra Sovétríkjanna í Guineau, Daniel Solod, hefði verið kallaður heim og var talið, að bað væri samkvæmt beiðni Sekou Tourés forseta Guineau. Kkki fengust þær fregnir stað- f estar. Sendiherra Guineu í París segir aftur á móti rússneska sendiherrann hafa oskað eftir því, að vera kallaður heim, af per- sónulegum ástæðum. Hann mun hafa farið frá Gonakry sl. laug- ardag. Þessar óstaðfestu fregnir eiga væntanlega rót að rekja til þess, að nýlega taldi stjórn Guineu sig íhaía uppgötvað samsæri um að ¦kollvarpa Sekou Touré. Vair það samsæri rakið til nokkurra menntaskóla- og háskólakenn- ara, sem allir eru róttækir m.arx- istar. Tíu klst. fundur Tshombe 02 Adoula Leopoldville 20. des. AP — NTB. ÞEIR Cyrille Adoula og Moise Tshombe hafa ræffzt við í her- bækistöð Samcinuðu þjóðanna í Kituna við ósa Kongófljóts i dag. 6tóð fundur þeirra samtfleyfct í tíu klst. Haft er eftir áreiðan- leguim heimildum, að þeir hafi fcomizt að einhverskonar bráða- birgðasamkomulagi — en ekki er hunnugt um efni þess. Þeir hafa fallizt á að gefa yfirlýsingu um viðræðurnar á morgun. I Frá Katanga berast þær fregn- ír, að aJl't sé með kyrrum kjör- itm eftir friðlitla nótt. Herlið Sameinuðu þjóðanna befur feng- Í/S fyrirskipuii uim að bleypa ekki Btf skotuim nema í ítrustu neyð, tne-ðan viðræðurnar standa yfir, en í nótt hófu liðsforingjar úr Kataingaher stkotárás frá gisti- Siúsinu Lido í Elisabethville. iVatnsskórtur er verulegur í borg inni og lítið um matvæli. *'; Sní • U Thant svarar Spak w Paul Henri Spaak hefur símað jnótmæli til framkvæmdastjórn- ar SÞ vegna töku aðalstöðva iNámafélagsins Union Miniere. Segir Spaak þá ráðstöfun gersam lega ónauðsynlega spillingu belg- ¦ískra eigna, bví að bækistöðvar iélagsins hafi ekki komið við íögu í bardögum í Elisabethvilie. Framkvæmdastjórinn U Thant svaraði n^ótmælum Spaaks í dag og kvað þau ekki hafa við rök að styðjast. Síðustu daga bardaganna í Elisabethville hafi herliði Kat- anga veiið stjórnað frá bæki- stöðvuir Námafélagsins og þaðan hafi verið valdið miklu mann- tjóni i liði eþíópískra hermanna SÞ. Því hafi hermönnum sam- takanna verið' nauðugur einn kost ur að taka stöðvarnar með valdi. Papúar hóta Djakarta, Indónesía, 20. des. AP-NTB. Utanrikisráðherra Indónesíu, Subanrio, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að Sukarno, forseti hefði skrifað til vinveittra aðila í Hollandi og mælzt til þess, að stuðlað yrði að friðsamlegri lausn deilunnar um Nýju Guineu. ef Indónesar geri innrás Barizt á Kúbu? Miami Florida, 20. des. AP. ' EINN af forystumönnum and- stæðinga Fidels Castros skýrði f rá því í dag, að blóðugir bardag- ar hefðu brotizt út á Kúbu. í Escambry fjöllum ættust við ukæruliðar og hermenn stjórnar- jnnar. Fyrir tæpri viku bárust fregnir að Raoul, bróðir Castro hcfði verið sendur til þess að Btjórna hermönnum í átökum við skæruliða. Það var Gutier Menoyo, einn þeirra er harðast börðust gegn Batista á sínum tíma, sem skýrið fréttamönnum frá þessu í dag. Hann sagði stjórn Kúbu hafa lok að öllum vegum, er lægju til borgarinnar Sancti Spiritu — utan aðalveginuna og fjölmargir bændur hefðu verið handteknir — sakaðir um að stoð við skæru- liða. Jafnfraint bærust fregnir um hermerm stjórnarinnar gerðust tíðum iiðhlaupar og gengju í lið með uppreisnarmönnum. Væri stjórn Indónesíu kunnugt, að sterk öfl í Hollandi væru þess fýsandi að deilan leystist sem fyrst á friðsamlegan hátt. U Thant, fram'kvæmdastjóri S.Þ. hefur skrifað stjórnum Ind- ónesiu og Hollands samhljóða bréf og hvatt til viðræðna um friðsamlega lausn deilunnar. Fregnir frá Hollandi í dag herma, að ráðuneytisfundur hafi verið boðaður síðdegis, til þess að fjalla um deiluna um Nýju-Gui- neu. Talsmaður stjórnarinnar sagði fréttamiönnum í tilefni af skrifum Sukarnos til Hollands, að hið eina, sem Indónesar væru til viðræðna um, væri að hollenzka Nýja-Guinea, yrði formlega al- gerlega afhent þeim til yfirráða. Fréttaritari fréttasbofunnar Associated Press, sem gjörla hef- ur fylgzt með deilu Indónesa og Hollendinga um Nýju Guineu, segir, að komi til hernaðarað- gerða í hollenzku Nýju-Guineu, eða Irian, eins og Indónesar kalla þennan hluta eyjarinnar, verði þeim aldrei eins skjótlokið og innrás Indverja í Góa. Ástæðan sé fyrst og fremst landið sjálft. Til þess að taka höfuðtoorgina Hol- landia, á norðurströndinni yrðu Indónesar til dæmis að fara yfir hið erfiðasta land — mýrarfen, regnskóga, þar sem alls kyns Framhald á bls. 23. Kennedy við sjúkra- beð föður síns Washington, 20. des. NTB-AP. Tilkynnt var í Washington í dag, að fundur þeirra Kennedys, Bandaríkjaforseta og MacmiIIans forsætisráðherra Bretlands, yrði haldinn annaðhvort á fimimtudag síðdegis og þá á Bermuda — eða á föstudagsmorgun í Palm Beach í Florida. Kennedy er þar nú við sjúkrabeð föður síns, sem fékk heilablóðfall í gærdag og liggur þungt haldinn. Maemillan hefur sent Kennedy samúðarskeyti og tjáð sig fúsan að ræða við hann yhvenær sem er fyrir jól — eða fresta fundinum, ef forsetinn kjósi það frekar, vegna allra aðstæðna. Pierre Salinger, blaðafulltrúi forsetans átti fund með frétta- mönnum í dag. Hafði verið boð- að, að Kennedy héldi sjálfutr fund, en hann hraðaði sér þegar í gærkveldi til fundar við fjöl- skyldu sína í Florida. Sagði Salinger, að æskilegast væri að fundur þeirra Kennedys og Macmillans gæti farið fram á Bermuda, því þar hefði hann ver- ið undirbúinn fyrir löngu. Enda mundi forsetinn fara til Bermuda svo framarlega sem hann gæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.