Morgunblaðið - 28.12.1961, Page 6
6
MORGVTS BLÁÐIÐ
Fimmtudagur 28. des. 1961
Fréttabréf ur Rauðasandshzeppi:
Hagstætt ár
Hagstætt ár, landbúnaður:
Arið 1961 er senn á enda. í>að
verður að teljast hér í hreppi
Ihagstætt ár frá _ náttúrunnar
Ihendi. Hún var gjöful við okkur
á gras og garðávexti og gaf okk-
ur hagstætt tíðarfar til að nýta
(hvorttveggja.
Afurðir af sauðfé voru góðar,
menn keppa að því að £á sem
flest tvílembt, og verður nokkuð
ágengt, en best held ég gefist þó
í þeim efnum að ala tvílemlbings
gimrarnar, og hafa tvílembings-
ihrúta, því fé er hér allsstaðar vel
alið, og sumstaðar kappalið, sem
íhefur sitt að segja.
Sama er að segja um kýrpen-
ing, menn keppa að því að eiga
sem afurðamesta gripi, enda er
nú seld mjólk að staðaldri frá 15
býlum, hefur mjólkursalan ýtt
mjög undir það, að eiga afurða-
góðar kýr. _ ,
Þrír ráðunautar í búnaðarmál-
um, héldu hér sameiginlegan
fræðslufund á vegum búnaðar-
félagsins Örlygur, og voru þeir
ráðunautar sinn á hvoru sviði,
og veittu mikla fræðslu. Þeir
voru: Björn Bjarnason, Árni
Pétursson og Jón Magnússon,
Ihéraðsráðunautur okkar. Var
fundur þeirra mjög vel sóttur af
bændum, og fóru báðir aðilar
ánægðir af þeim fundi.
Byggingar:
Lítið hefur verið byggt, því
dýrt er að byggja, bóndinn á
Hvalskeri, Þórir Stefánsson,
byggði fjárhús yfir 120 fjár, með
tilbeyrandi hlöðurými fyrir vot-
hey og þurrhey, húsin eru úr
steinsteypu, vönduð og vel frá
gengin, annað hefur ekki verið
byggt, nema smávegis lagfæring
ar og viðhald sem ekki er hægt
að komast hjá.
Hestum og fólki fækkar.
Það er leiðinlegt, en satt er
það eigi að síður, að hestum
fækkar hér óðum, og eru nú að-
eins eftir 10 hestar í öllum
hreppnum, svo ört hefir þeim
fækkað, að þó við förum ekki
nema til ársins 1955, þá voru þó
til 36 hestar. Kúm og kindum
hefur þó fjölgað verulega á þessu
tímabili, þó hestum og fólki
fækki, maður vonar þó að fólk-
inu fjölgi aftur, en ég tel von-
Mtið með hestana.
Flestir þeir hestar sem til eru,
eru sama og ekkert notaðir. Þrír
eru á Vistheimilinu Breiðavík,
drengjunum til gamans, þeim
þykir gaman að koma á hestbak,
og er oft biðröð við þá. Tveir eru
þó verulega notaðir, en það eru
hestar póstsins, Kristins Ólafsson
ar í Hænuivík, en hann hefur um
16 ár verið póstur á leiðinni Ör-
lygghöfn um útvíkur, að Látrum,
en ekki ennþá skipt yfir á bíl-
ana, svo við fáum að sjá þá við-
kunnalegu sjón, að sjá mann
ríða í hlað.
Allt frá upphafi póstferða á
íslandi hafa póstur og hestur háð
sameiginlega baráttu, stundum
upp á líf og dauða. Væri því vel
viðeigandi að póststjórnin léti
reisa veglegt minnismerki um
! póstinn og pósthestinn, á viðeig-
andi stað, síðar gæti svo komið
I við hlið þess, minnismerki um
, póstinn og bílinn, sem tók við af
| hestinurn.
Vond veður.
13. nóvemiber gekk hér yfir
óvenju mikið slagviðri, svo úr-
koma komst upp í 100 mm. á
hálfum sólarhring, á Lamibavatni
og í Kvígindisdal, stórkostlegar
skemmdir urðu á vegum í óveðri
þessu, þó sérstaklega á vegin-
um frá Hvalskeri og á Rauða-
sand, tók þar veginn af á köflum,
steypt ræsi og hvað eina, vegur-
inn niður Bjarngötudal, niður
á sandinn, var þó verst farinn,
því varla var um veg að tala eft-
ir flóðið. Margar skriður féllu
á tún á Rauðasandi, og ollu miklu
tjóni, tóku af vatnsból, fylltu
þurrkunarskurði, og eyðilögðu
tún. Langt var komið að lag-
færa veginn á Rauðasand svo
akfær væri, þegar norðan storm
urinn skall yfir, en hann fór hér
harkalega um, eins og víðar á
landinu. Það var mjög hart veð-
ur, en þó koma þau verri, en það
var mikil snjókoma, og menn
voru yfirleitt veðrinu vanbúnir,
eftir hin miklu þíðviðri, og loft-
vog stóð ekki illa, veðurspá held
ur ekki afleit, eða í samræmi við
loftvogina, fé var þvj uppi um
öll fjöll, og hingað og þangað,
en ekki var viðlit, að líta að fé
á fjöllum uppi meðan veðrið
gekk yfir.
Ekki er enn fyllilega vitað
hvað farizt hefir af kindum, því
allt til þessa eru kindur að finn-
ast, og fé ekki allsstaðar komið á
hús, en vitað er um nokkrar
kindur sem hafa farizt, þar á
meðal úr bjarginu, en í slíkum
veðrum standur hann fram af
brúninni með slíkri hörku, að
ekki er stætt, fé hrekur því fram
af, sumt lendir í kvöppum í
brúninni, en sumt fer í fjöru,
Þeæi fiiffsæla mynd var tekin viff höfnina á Þorláksmessu. — Ljósmyndari Mbl.: Ól. K. M.
og þarf þá ekki um að binda.
Nokkrar kindur fundust á einum
stað niðri í brúninni, og voru
fenntar, sást að fleiri höfðu far-
ið þar niður en hrapað.
Eitt sinn man ég eftir að gerði
þriggja daga norðan bil, í vik-
unni fyrir hvítasunnu. Þá mirst-
um við margar kindur framaf.
Er við fórum til eggja undir
bjarg nokkru seinna, fundum við
á einum stað átta í hrúgiu.
Eftir þann byl sá ég kind frá
mér um 160 metra niðri í bjargi.
Mamma hennar hafði stundum
gengið þar niðri, og nú ætlaði
dóttirin að leika það eftir, en var
þá umkringd snjósköflum á alla
vegu og hvergi að sjá grasstrá,
þún hafði fengið sér afdrep undir
nefi sem slútti framyfir sig. Þar
hafði hún borið í bylnum, en
lamfoið króknað. Það var leiðin-
legt að geta ekki komið henni til
hjálpar, en hún lifði og varð
gömul kind, en fór aldrei niður
í bjarg eftir þetta.
Félagslíf er með' svipuðum
hætti og verið hefir, síðan við
fengum félagsheimili. Fjórar
skemmtanir eru fastir ársliðir
á skemmtanaskránni: Jólatrés-
skemmtun fyrir börn, þorrablót
fyrir fullorðna, 17. júní fyrir
hvern sem er, og töðugjöld fyrir
börh og fullorðna. Að vetrinum
haifa svo Leikfélagið og ung-
mennafélagið spilakvöld, eftir
því sem tíðarfar leyfir, og svona
eina eða tvær leiksýningar. Á
sumrin eru böll af og til, og svo
ef við fáum heimsókn leikflokka.
Á s.l. sumri kom til okkar leik-
flokkur Þjóðleikhússins í fyrsta
sinn, og var vel tekið.
Inn á milli þessa kemur svo ef
einhver á stórafmæli, sem eru
hin skemmtilegustu samkvæmi,
þótt oft sé þröng á þingi, því þau
fara fram í heimahúsum. Sigríð-
ur Erlendsdóttir frá Látrum varð
sextug á s.l. vetri, og oddviti
okkar Snæbjörn Thoroddsen í
Kvíindisdal, varð sjötugur nú
fyrir skömrnu. Ein af gjöfum
er hann fékk, vakti nokkra at-
foygli meðal okkar, en það var
vindlakassi, útskorinn með dýra-
myndum og gamla bænum i
Kvíindisdal, mjög vel gerður,
það sem athyglina vakti sérstak-
lega var, að hann var skorinn
eftir konu, húsfrú Sigríði Guð-
bjartsdóttur frá Lambavatni, nú
húsfrú á Láganúpi í Kollsvík,
vitað var um hagleik hennar áð-
ur en ekki að hún fengizt við
slíka meistarasmið. Annan
vindlakassa fékk Snæbjörn einn
ig, skorinn af Sveini Ólafssyni
skurðmeistara, sem einnig er frá
Lambavatni, var vitanlega stór-
vel gerður, svo sem allt er Sveinn
leggur hönd að.
í hófi þessu gaf Snæbjörn
Thóroddsen og kona hans, frú
Þórdís Thóroddsen, bók eina
fagra og mikla til Rauðasands-
hrepps, sem í á að skrásetja öll
býli og búendur í Rauðasands-
hreppi, allt frá 1906 að hreppur-
inn var minnkaður í þá stærð
sem hann nú hefir, og er ekki að
efa, að bók þessi verður hið
mesta heimildarrit um þessa
sveit er fram líða stundir.
Frh. á bls, 19.
Nú er dýrðin úti öll
út eru jólin liðin.
Gengu upp sextán sa-uðaföll
að seðja á fólki kviðinn.
Nú er loksins orðið autt
eldfoúsið á Stritlu
Iíka blessað búrið snautt
nema blóðmörslangi á hillu.
Þessi pistill, sem við á nú
eða réttara sagt í gær, þegar
Velvaltandi settist að ritvél-
inni eftir jólahaldið, er úr nýj-
asta hefti af íslenzkri fyndni,
sem út kom fyrir jólin.
Sauðaföll- eru reyndar ekki
lengur aðal jólamaturinn.
Meiri nútímaútgáfa af efhi
eru því vafalaust ummæli kon
unnar, sem sagði: — Iss, bless
ekki einu sinni
krakkann.
á nokkurn
Það er nú einu sinni svo, að
kræsingar og jól eru orðnir
óaðskiljanlegir hlutir.
Sumir vilja halda því fram
að öll þessi veizluhöld skyggi
á hinn raunverulega kjarna
jólahaldsins. En mikið má
vera ef kirkj psókn eykst ekki
hlutfallslega meira á jólum en
veizluhöldin, þrátt fyrir allt.
Kirkjumar, sem aðra messu-
daga ársins standa hálftómar,
eru allar yfirfullar á jólum
og komast færri að en vilja.
T. d. voru svo margir kirkju
gestir komnir í Dómkirkjuna
hálftíma áður en messa hófst
á aðfangadag, að þeir sem á
eftir komu, sneru margir við.
Ekki aðeins að bekkir væru
allir setnir, heldur stóð hópur
fólks á gangveginum. Og
þannig mun þetta hafa verið
í hverri kirkju.
\! !^7/
• 9 . s o „ ’A
7460
rTs f)*'
©PIB
COPtWIWWtK
• Börnin verða að
vera stillt
En úr því ég minnist á
kirkj-ur og jólsimessur, langar
mig til að nefna eitt atriði,
sem betur mætti fara. Fjöldi
fólks kemur með lítil börn
með sér til messu. Er ekkert
við því að segja, ýmsir kom-
ast sjálfsagt ekki án þess að
taka börnin með, j-afnvel þó
þau séu svo lítil að bau viti
varla -hvar þau eru. En það
skiptir ekki mál, mörg þau
minnstu sofa bara svefni
hinna réttlátu í foitanum og
kyrrðinni. En þeir sem koma
með börn í kirkju, verða að
sjá um að þau trufli ekki mess
una fyrir öðrum kirkjugest-
um. Verði þau óróleg, hlýtur
sá fem með þau er, að verða
að fara fram fyrir. Þetta þykir
sivo sjálfsagt, að furðulegt
þykir vafalaust að m-innst
skuli á það. En tilefnið er að
í einni kir-kjunni sat á jóla-
kvöldið móðir með lítið barn,
sem leiddist einfover ósköp
undir predikuninni og vældi
á sífellu: — Mamm-a, við skul-
um koma foeim. Ma-mma, mér
leiðist o. s. frv.. Blandaðist
þessi söngur saman við guðs-
orðið alla predikunina út I
gegn, og truflaði alla nema
móðurina. Starfsmenn kirkj-
unnar veigra sér við að h-afa
afskipti af slíku og er það
skiljanlegt, en fólkið s-jálft
verður að hafa þá háttvisi að
fara fram og reyna að tala um
fyrir börnunum þar eða fara
með þau, þegar á daginn kem
ur að þau geta ekki setið
þegjandi og nokkurn veginn
stillt undir measunni.